Dagblaðið - 16.12.1975, Page 24
Reykkafarar björguðu
bíl, vélsleða og heyi
Eldtungurnar stóðu út um glugga er qð vor komið
Rétt eftir miðnætti i nótt varð
elds vart i timburhúsi við Mikla-
torg. í húsinu er bifreiðaverk-
stæði og húsgagnaverkstæði. Allt
slökkviliðið var kvatt út, þvi eldur
var mikill er að var komið. Stóðu
eldtungur út um glugga á norð-
urhlið hússins, er slökkviliðið
kom að. Slökkvistarfið gekk
greiðlega og tókst að forða veru-
legu tjóni.
Maður, sem var við vinnu i hús-
gagnaverkstæðinu varð eldsins
var og tilkynnti um hann. Var
cldurinn þá orðinn verulegur i
bilaverkstæðinu., Norðurausturhl.
hússins var þá fullur af reyk.
Reykkafarar slökkviliðsins
fóru inn á verkstæðið og tókst að
bjarga út logsuðutækjum, sem
hætta stafaði af. Einnig var
bjargað út bifreið, sem inni var,
vélsleða og nokkru af vélbundnu
heyi. Eftir það tókst greiðlega að
ráða niðurlögum eldsins. Slapp
húsgagnaverkstæðið að heita má
alveg frá tjóni en i bilaverkstæð-
inu brunnu einangrun og innvegg-
ir. Skemmdir eru þó ékki taldar
Reykkafari fer inn I reykkófið
vopnaður mikiu kastljósi.
verulegar að sögn slökkviliðsins i
morgun, miðað við það sem útlit
var fyrir er komið var á vettvang.
— ASt—
Véibundnu heyi var bjargað út úr húsinu.(DB-mynd Björgvin).
frjálst, úháð dagblað
Þriðjudagur 16. desember 1975.
Geir
Hallgrímsson,
forsœtisróðherra,
fimmtugur
Geir Hallgrimsson, forsæt-
isráðherra, er fimmtugur i
dag. Öþarft er að kynna Geir
sérstaklega, svo þekktur sem
hann er. Hann baðst vægðar,
er Dagblaðið leitaði uppgöngu
til myndatöku i tilefni dagsins.
Allt um það tekur Dagblaðið
undir allar góðar óskir lands-
manna til handa Geir Hall-
grimssyni, konu hans, frú
Ernu Finnsdóttur og fjöl-
skyldu þeirra allri á þessum
merkisdegi.
STÁLU 200 KG.
AF SYKRI TIL
ÞESS
AÐ BRUGGA
STERKT ÖL
Allt magnið
fannst við húsleit
Tvö hundruð kiló af sykri
hurfu fyrir nokkru úr sölt-
unarstöð kaupfélagsins á Höfn
i Hornafirði. Lögregluyfir-
völdum hefur nú tekizt að upp-
lýsa málið og fyrir liggur játn-
ing ungra manna um þjófn-
aðinn. I játningu sinni viður-
kenndu þeir að tilgangurinn
hafi verið að brugga sterkt öl
úr þessum sykri.
Það var aðfaranótt 6. des-
ember sem sykurinn hvarf úr
söltunarstöðinni. Fimm dög-
um siðar haföi Iögregluyfir-
völdum staðarins tekizt að
finna þjófana. Var húsleit gerð
hjá einum hinna grunuðu eftir
miklar undangengnar athug-
anir og fannst þá allt sykur-
magnið ósnert.
Piltarnir sem voru viðriðnir
þjófnaðinn sögðu i yfirheyrsl-
unum að sykurverðlag i smá-
sölu væri óhagstætt og þvl
hafði þeim fundizt hentugra að
afla sér sykursins á þennan
hátt, heldur en að fá hann i
smásölunni.
ASt
Féll 31/2 metra af fisklofti á steingólf
LIGGUR STÓRSLASAÐUR
í GJÖRGÆZLUDEILD
Alvarlegt slys varð i fiskverk-
unarstöð önnu h.f. á ólafsfirði i
gærmorgun. Bragi Halldórsson
bæjarfulltrúi, sem þar hefur
unnið um árabil og veitt stöðinni
að nokkru leyti forstöðu, féll þar
ofan um lúgu. Var fallið um 3
1/2 metri og lenti Bragi á stein-
gólfi.
Bragi hlaut svo alvarleg
meiðsli við fallið, að hann var
fluttur flugleiðis til Reykjavlkur
og liggur nú i gjörgæzludeild
Borgarspitalans. Þar fékk blað-
ið þær upplýsingar i morgun, að
Bragi hefði hlotið alvarlega á-
verka á baki og höfði. Hann er
með meðvitund og llðan hans
eftir vonum.
Ekki liggur fyrir með hverj-
um hætti slysið gerðist, og rann-
sókn var ekki lokið I morgun.
Talið er þó að lúgan hafi með
einhverjum hætti sporðreistst
og Bragi við það fallið niður á
neðri hæðina. Hafði Bragi unnið
að fiskþurrkun á loftinu.
Bragi Halldórsson er fæddur
1941,eða 34ára að aldri.
ASt.
FÉLL AF ÞAKI 9 METRA
Á FREÐNA JÖRÐ
Fjörutiu og fjögurra ára
smiður á Akureyri féll af þaki
Gróðrarstöðvarinnar við Aðal-
stræti kl. 15.20 i gær. Fallið er
um 9 metrar. Liggur maðurinn
nú I sjúkrahúsinu á Akureyri
höfuðkúpubrotinn og mikið
skrámaður auk þess sem hann
fór úr vinstri mjaðmarlið við
fallið.
Maðurinn var við vinnu á þaki
Gróðrarstöðvarinnar og var I
stiga, sem bundinn var yfir hús-
mæninn og inn um glugga hin-
um megin hússins. Kaðallinn,
sem stiganum hélt, skarst i
sundur á mænisbrúninni. Féll
maðurinn I stiganum frarn af
þakbrúninni. Þarsem hann kom
niður er jörð harðfreðin, en talið
er vist að stiginn hafi dregið úr
högginu og það hafi ef til vill
bjargað lifi mannsins. Gróðrar-
stöðvarbyggingin er hár kjallari
og tvær hæðir auk þakrissins.
ASt.
FYLKINGIN AÐEINS AND-
VÍG GREINARGERÐUNUM
„Fylkingin var eini aðilinn,
sem neitaði að verja rikisvald
islenzku borgarastéttarinnar,”
segir i greinargerð Fylkingarinn-
ar, baráttusamtaka sósialista
vegna afstöðu samtakanna til
áskorana ungs fólks i landhelgis-
málinu.
Fylkingin og Heimdallur tóku
ekki þátt I, þegar pólitisk samtök
ungs fólks afhentu forsætisráð-
herra kröfur um landhelgismálið
i gær. Heimdallur kvaðst
samþykkur þvi atriði I kröfunum,
að slíta skyldi stjórnmálasam-
bandi við Bretland, en ekki vilja,
að tsland gengi úr Atlantshafs-
bandalaginu, sem var annað
atriði samþykktar þessarar.
Fylkingin segist hafa lýst þvi
yfir i undirbúningsviðræðum, að
hún gæti samfylkt i þessu máli
undir kröfum, sem samþykktar
hafi verið þá. Slðar hafi „greinar-
gerðum verið hnýtt við kjörorðin,
sem Fylkingin var búin að sam-
þykkja. Henni hafi verið ókleift
að „útskýra kröfurnar út frá
raunverulegum stéttarhagsmun-
um verkalýðsstéttarinnar nema
að ráðast á það, s'em stóð i
greinargerðunum.”
Fylkingin kveðst hafa verið
samþykk kröfum um mótmæli við
rányrkju, slit stjórnmálasam-
bands við Bretland og endur-
skoðun á veru Islands i NATO,
aðeins ekki geta samþykkt,
hvernig grein var gerð fyrir þess-
um kröfum.
Að samþykktinni stóðu félög
ungs fólks i Framsókn, Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki, auk
Reykjavikurdeildar Einingar-
samtaka kommúnista, Reykja-
vlkurdeildar Kommúnistasam-
takanna, marxistanna, Leninist-
anna og samtaka ungs fólks i
Samtökunum.
—HH
Kveikt I hasspipu.
Hluti af fíkniefnunum sendur í efnagreiningu:
ÞRÍR MENN
í VARÐHALDI
Eins og greint var frá i Dag-
blaðinu á laugardag fannst mik-
ið magn af fíkniefnum I bifreið,
sem flutt var til landsins með
skipi frá Hollandi.
Var hasshundurinn notaður
við leit i skipinu og fannst þá
mikið magn af hassi falið I sils-
um og viðar I bllnum.
Eigendur bilsins, sem eru
tveir, voru handteknir og settir I
gæzluvarðhald og nú hefur
þriðji maðurinn verið handtek-
inn. Hafa þeir verið yfirheyrðir
litillega hver I sinu lagi, er. ann-
ars vinnur rannsóknarlögreglan
að gagnasöfnun, sem er mjög
vlðtæk. Bæði hafa mennirnir
flækzt mjög viða á bilnum um
alla Evrópu I sumar og eins er
mögulegt, að þeir hafi komið
heim I millitiðinni. Þá er þetta
mikið magn af hassi alldýrt i
innkaupi, svo gera má þvi
skóna, að fleiri séu flæktir I
málið.
„Við höfum sent hluta af þeim
efnum, sem fundust I bilnum I
efnagreiningu, þar eð við erum
ekki vissir á þvi, um hvaða efni
sé að ræða. Það hefur hins veg-
ar aldrei komið fram hjá okkur,
að hér sé um morfín eða heróin
að ræða eins og sagt var frá I
einu dagblaðanna, sagði Þor-
steinn Jónsson hjá Fikniefna-
lögreglunni. „Þetta eru um 2,7
kg af hassi og eitthvert litilræði
af þessu efni, sem við erum ekki
vissir um hvað er”.
Markaðsverð á hassi er i dag
um 1500 kr. grammið svo hér er
um nálægt fjögurra milljón
króna virði af flkniefninu að
ræða.
HP.
ENN LÍTIL HÆKKUN
Litlar hækkanir hafa enn orðið
á fjárlagafrumvarpinu en margt
er I athugun og bfður 3. umræðu I
Sameinuðu þingi. Meirihluti fjár-
veitinganefndar lagði i gær fram
tillögur sinar til annarrar um-
ræðu. Það er óvenjulegt I tillög-
unum, að framlög til stærstu fjár-
festinga hækka ekki frá fjárlaga-
frumvarpinu i upphaflegri mynd.
Hins vegar segir meirihlutinn,
að óv^njumörg atriði biði frekari
meðferðar. Meirihlutinn segist
hafa haldið fast við aðhaldsstefnu
i fjárveitingum. Þvl séu ekki
teknar upp enn nema sárafáar
.breytingartillögur um fjárveit-
ingar.
Nefn din hefur haldið 38 fundi.
—HH