Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975.
9
Hvitir málaliðar frá ýmsum löndum berjast með frelsisherjunum
þremur i Angola, eins og kunnugt er orðið af fréttuni. Ekkert bendir
til þess, að bardögum verði hætt yfir jólin. Þessi mynd sýnir portú-
galska stúlku, málaliða i Angola, við hlið baráttubróður sins — her-
manns MPLA.
Of hratt af stað?
Vegfarendur ráku upp stór augu götur. Héldu margir að þarna með tuskudúkku, sem átti að
i Salinas i Kaliforniu um helg- væri á ferð ósvifinn morðingi. i klæða upp sem jólasvein.
ina, þegar þessi bill fór þar unt ljós kom að ökumaðurinn var
Argentinsk herlögregla dreifði
fjöldafundi i Buenos Aires i gær-
kvöldi, sem haldinn var til stuðn-
ings tilraunum hægrisinnaðra
herforingja i flughernum til að
steypa Mariu Perón forseta úr
stóli.
Aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að uppreisnartilrauninni
lauk án blóðsúthellinga söfnuðust
hundruð ungmenna saman við
stjórnarráðsbygginguna i mið-
berginni.
Þar heilsuðu menn með fasista-
kveðju og dreifðu flugritum, þar
sem hvatt var til þess að „spilltri
og ráðþrota” stjórn yrði steypt.
Loks klekkt
á Hróa hetti
Hróihöttur, útlaginn sem stal
frá þeim riku til að gefa þeim
fátæku, hefur nú loks verið for-
dæmdur fyrir ofbeldishneigð
sina.
Það var sjálfstætt landssam-
band útvarpsnotenda i Bret-
landi, sem fordæmdi Hróa. Ný-
lega var sýnd i brezku sjónvarpi
þáttaröð um þennan útlaga,
sem uppi var á þrettándu öld.
Framleiðandi þáttaraðarinn-
ar er brezka rikisútvarpið BBC
og Time—Life. Formaður not-
endasambandsins, frú Mary
Whitehouse, réðst harkalega
gegn framleiðendunum fyrir að
sýna „öfgakennt ofbeldi og
kvalafýsn”.
Hún gaf i skyn, að BBC væri
mikilvægara að ná fótfestu á
bandariskum sjónvarpsmark-
aði en hvort börn biðu skaða af
þvi að horfa á þætti þess i sjón-
varpi.
Talsmaður framleiðenda
sagði þess hafa verið vandlega
gætt, að ekki væri sýnt óþarfa
ofbeldi, heldur raunsönn mynd
af þrettándu öldinni.
Perón
trygg
segist
í sessi
Lögreglan beitti táragasi og
hleypti af byssum sinum upp i
loftið til að dreifa mannfjöldan-
um. Um fimmtiu manns voru
handteknir.
Skömmu siðar sagði Maria
Perón i sjónvarpsræðu, að fólk
ætti að dæma stjórn hennar i
kosningunum, sem á að halda i
október á komandi ári. Forsetinn,
sem er 44 ára, virtist aldrei hafa
veriðöruggari ogákveðnari siðan
hún tók við forsetaembættinu.
Frú Perón sagðist þakklát fyrir
að byltingartilraunin hefði ekki
kostað blóðsúthellingar. Jafn-
framt varaði hún menn við þvi að
lita á friðarvilja sinn sem veik-
leikamerki.
Og á bak við tjöldin vinna
argentinskir stjórnmálamenn og
hershöfðingjaraðþviaðkoma frú
Perón, sem sýnt hefur einstakt
getuleysi i stjórn landsmála, frá
með friðsamlegu móti.
Flokksþingi lokið ó Kúbu:
Dr. Castro endurkjörinn
þrettán. Breytingar voru einnig
gerðar á miðstjórn flokksins en
ráðherraembætti eru hin sömu og
gegna sömu menn öllum stöðum.
Meðal þeirra, sem tekið hafa
við trúnaðarstöðum innan flokks-
ins, eru nokkrir félagar úr fyrri
kommúnista- og sósialistaflokk-
um landsins, þ.e. þeim, er voru
starfandi áður en sjálístæðis-
hreyfing dr. Castros kom til.
Kúbanski kommúnistaflokkur-
inn hefur endurkjörið Fidel
Castro sem leiðtoga sinn. Jafn-
framt hefur verið fjölgað mönn-
um i æðstu stöðum flokksins.
Þetta var gert á fyrsta flokks-
þinginu,sem lauk i Havana i gær-
kvöld.
Rúmlega þrjú þúsund þingfull-
trúar fögnuðu fimm minútur með
dynjandi lófataki þegar þvi var
lýst yfir, að dr. Castro yrði áfram
við völd og að bróðir hans, Raul,
yrði varaformaður flokksins.
1 framkvæmdanefnd flokksins
var fjölgað úr átta fulltrúum i
Opec-rónin:
Skœruliðarnir komnir
aftur til Alsír
Flugvél skæruliðanna, sem
tóku alls 50-60 manns i gislingu i
aðalstöðvum OPEC i Vinar-
borg um helgina, stóð i morgun
kyrr á flugvellinum i Algeirs-
borg. Vélin var þá komin aftur
frá Tripóli, þrettántimum eftir
að hún fór fyrstfrá Algeirsborg.
1 Tripóli voru tveir oliumála-
ráðherrar látnir lausir og sex
gislar aðrir. Skæruliðarnir ætl-
uðu áleiðis til Baghdad, að sögn
Tripóli-útvarpsins, en fengu
ekki lendingarleyfi þar þegar til
kom.
I útvarpssendingunum sagði
að ráðherrarnir, sem látnir
voru lausir i Tripóli, væru Ezze-
din Mabrouk, oliumálaráðherra
Libýu og alsirski iðnaðarráð-
herrann Belaid Abdessalem.
Einnig sagði að skæruliðarnir
hefðu farið þess á leit við stjórn
Sádi-Arabiu eða trak að senda
Boeing-þotu til að komast með
frá Tripóli til Baghdad.
Stjórnvöld, þar sem skærulið-
arnir hafa komið eða eru taldir
vilja koma, hafa hvatt þá til að
þyrma lifi gislanna, sem þeir
halda enn. Skæruliðarnir sjálfir
segjast engum ætla að vinna
mein og eru allir gislarnir við
góða heilsu. Stjórn Lýbiu varð
við kröfum skæruliðanna og lét
lesa upp langa orðsendingu frá
þeim — hina sömu og lesin var
upp i Vinarútvarpið — i útvarpi
og sjónvarpi.
Markmið skæruliðanna eru
eingöngu stjórnmálalegs eðli.
IRA hefur
fengið vopn
frá USA
Fimm irskir Bandarikjamenn
hafa verið sakaðir um að hafa
smyglað 378 rifflum og 140 þús-
und byssuhleðslum til trska lýð-
veldishersins (IRA) á Norður-
trlandi undanfarin fimm ár.
Stefna var birt i Philadelphiu i
gær. 1 henni sagði einnig, að
mennirnir fimm hefðu gert til-
raunir til að kaupa eldsprengju-
vörpu, stórar sprengikúlur og
vélbyssur.
Talsmaður opinberra rann-
sóknaraðila gat ekki staðfest að
mennirnir hefðu verið hand-
teknir. Mennirnir geta farið
frjálsir ferða sinna þar til rétt-
arhöld hefjast — og það getur
dregizt i nokkurn tima.
Mennirnir eru allir banda-
riskir rikisborgarar af irskum
ættum. Talið er að tveir þeirra
séu i trlandi. Hver og einn
mannanna á yfir höfði sér tiu
ára fangelsi.ef þeir verða sekir
fundnir.
Fullur
maður á
fullum
hesti
Fullur maður á fullum hesti
var handtekinn i Hyde Park i
Lundúnum i gær eftir að hann
hafði fallið af baki. Maðurinn
hefur verið ákærður fyrir að
vera drukkinn með dýr.
Maðurinn, Robert Mounsey,
hafði setið jólagleði með
nokkrum vinum sinum og
taldi sig hafa drukkið of mikið
til að hann væri fær um að aka
bifreið sinni heim. Hann fékk
þvi hestinn lánaðan.
Fyrir rétti sagði hann að
hesturinn hefði verið einn
helzti svelgurinn i veizlunni og
drukkið bæði bjór og vin.
Hann — Robert — var sekt-
aður um fimm sterlingspund.
Hesturinn slapp með áminn-
ingu.
Erlendar
fréttir
REUTER