Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 27
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975.
27
Utvarp
Sjónvarp
Sjónvarp kl. 21.30
laugardag:
Rigoletto:
Mjög
oðgengilegt
óperuverk
í kvöld getum við notið þægi-
legrar tónlistar og söngs i upp-
færslu finnska sjónvarpsins á
óperu Verdis, „Rigolettó”.
Finnar eiga marga góða söngv-
ara og eru þau Usko Viitanen,
Pirkkolisa Tikka og Seppo Ruo-
honen meðal þeirra.
Öperan Rigoletto var fyrsta
óperan, sem flutt var á sviði
Þjóðleikhússins árið 1951. Þá léku
þeir aðalhlutverkin Stefán Islandi
og Guðmundur Jónsson, en þýzk
söngkona söng hlutverk Gildu.
1 stuttu máli gengur söguþráð-
urinn Ut á samband hirðfiflsins
Rigoletto og hertogans af Man-
tua, sem er mikill kvennabósi.
Þegar hann gerist nærgöngull við
Gildu, dóttur Rigolettos, gripur
hann til örþrifaráða og hyggst
láta ráða hertogann af dögum. En
sagan, sem byggð er á skáldverki
eftirVictor Hugo, fær dramatisk-
anendi, sem við fáum að sjá.
HP.
Hertoginn af Mantua og Gilda,
dóttir Rigoletto, leikin af Uskó
Viitanen og Pirkkoliisa Tikka, i
uppfærslu finnska sjónvarpsins.
Sjónvarpið
28. desember
kl. 20.30:
BREKKUKOTSANNALL
ENDURSÝNDUR
Fyrri hluti kvikmyndarinnar
Brekkukotsannáll er á dagskrá
sjónvarpsins kl. 20.30 sunnudag-
inn 28. desember. Kvikmyndin
er gerð eftir samnefndri skáld-
sögu Halldórs Laxness og er það
fyrri hlutinn, sem sýndur er á
sunnudaginn. Siðari hlutinn er
sýndur mánudaginn 29. desem-
ber.
Textaleikstjórn á islenzku
annast Sveinn Einarsson.
Tónlist er eftir Leif Þórarins-
son.
Þegar myndin var frumsýnd
hér á landi i febrúar 1973 rikti
mikill spenningur meðal
áhorfenda og bar þeim yfirleitt
saman um að fyrri hluti
myndarinnar væri mun betri en
sá seinni. — Þótti hann e.t.v.
nokkuð langdreginn.
Engu að siður er myndin vel
þess virði að á hana sé horft.
1 myndinni koma fram fjöl-
margir leikendur meðal þeirra
er hinn ástsæli leikari Brynjólf-
ur sálugi Jóhannesson sem er
frábærlega góður i hlutverki
séra Jóhanns. Jón Laxdal leikur
hinn misheppnaða stórsöngvara
Garðar Hólm og Þorsteinn
ö. Stephensen og Regina sál.
Þórðardóttir eru i hlutverkum
afans og ömmunnar. Þóra Borg
leikur Kristinu frænku.
Sýningartimi myndarinnar er
i klst. 35 min. Hún er gerð'i
sameiningu af norður-þýzka
sjónvarpinu og þvi islenzka,
danska, norska og sænska.
—A.Bj.
IIimi ástsæli Brynjólfur i hlut-
verki séra Jóhanns gefur Alf-
grimi litla tieyring fyrir söng
hans. Alfgrimur er leikinn al
Þorgils N. Þorvarðarsyni.
Sjónvarp sunnudag 28. des. kl. 22.05:
Pólitísk morð og uppreisnir
daglegt brauð í Rússlandi
— Ekki var lögreglustjóra-
embættið vel þokkað fyrir, en
keyrði um þverbak þegar
Ratsjkovski fékk embættið,
sagði Óskar Ingimarsson er við
spurðum hann um efni „Valtra
veldisstóla” sem er á dagskrá
sjónvarpsins kl. 22:05 sunnu-
daginn 28. desember.
— Þessi mynd, sem nefnist
„Illa þokkað embætti” gerist
árið 1905 og 6. Hún f jallar mest-
megnis um togstreituna um lög-
reglustjóraembættið. Mikið var
um pólitisk morð i Rússlandi á
þessum tima og var Sergei,
frændi keisarans, fyrrverandi
lögreglustjóri myrtur.
Eftir það var mjög hert á öllu
aðhaldi. 1 byrun ársins dundi
hvert reiðarslagið eftir annað
yfir keisarann Nikulás II.
Bændurnir efndu til uppþota,
uppreisn var gerð i flotanum og
Rússarbiðu endanlegan ósigur i
styrjöldinni við Japani.
„Illa þokkað embætti” er
áttundi þátturinn af þrettán i
þessum leikritaflokki.
A.Bj.
Ratsjkovski hinn illa þokkaði
lögreglustjóri er leikinn af
Michael Bryant.
Sunnudagur
28. desember.
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
9.05 Fréttir
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Hollenski
útvarpskórinn syngur and-
leg lög. Marcus Boeckelt
stjórnar. b. Sinfónia nr. 5 i e-
moll op. 95, „Frá nýja
heiminum’ eftir Antonin
Dvorák. Hljómsveitin
Philharmonia leikur, Carlo
Maria Giulini stj. c.
Pianósónata nr. 1 i fis-moll
op. 11 eftir Robert
Schumann. Maurizio Pollini
leikur.
11.00 Messa i Hallgrimskirkju
Prestura Karl Sigurbjörns-
son. Organleikari: Páll
Halldórsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Jólaleikrit útvarpsins:
„Pétur Gautur”, leikrit I
Ijóöum eftir Henrik Ibsen.
Siðari hluti. — Þýðandi:
Einar Benediktsson.
Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Persónur og leikendur:
Pétur Ga ut ur/G u n na r
Eyjólfsson, Sólveig/-
Ragnheiður Steindórsdóttir
Begriffenfeldt/Erlingur
Gislason Farþeginn og
Monsieur Ballon/Þorsteinn
Gunnarsson, Hnappa-
smiðurinn/Rúrik Haralds-
son Sá magri/Róbert Arn-
finnsson Anitra/ Þórunn
Magnea Magnúsdóttir
Master Cotten/Steindór
Hjörleifsson Dofrinn/Jón
Sigurbjörnsson Aðrir
leikendur: Gisli Alfreðsson,
Flosi Ólafsson, Valur Gisla-
son, Klemenz Jónsson,
Baldvin Halldórsson, Árni
Tryggvason, Harald G.
Haralds, Sigurður Skúlason,
Þórhallur Sigurðsson, Bessi
Bjarnason, Jón Aðils og Jón
Hjartar, Sögumaður: Helga
Bachmann. Söngur: Ólöf
Harðardóttir.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
keppni unglingakóra á
Norðurlöndum i Helsing-
borg s.l. vor. Guðmundur
Gilsson kynnir.
16.15 Veðurfrengir. Fréttir.
GrænlandsdægurEftir Asa i
Bæ með tónlist, sem Altli
Heimir Sveinsson velur.
17.15 Tónleikar.
17.40 tltvarpssaga harnanna:
„Bróðir minn, ljónshjarta”
eftir Astrid Lindgren
Þorleifur Hauksson heldur
áfram lestri þýðingar
sinnar (3).
18.00 Stundarkorn með
söngvaranum Paul Robeson
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Tilkynningar.
19.25 Veistu þctta? Jónas
Jónasson spyr Arna
Bergmann, Eirik Hrein
Finnbogason og Svein
Skorra Höskuldsson um
gömul verk nokkurra rithöf-
unda, sem eiga bækur á
jólamarkaðinum i ár.
Dómari: Ölafur Hansson.
20.00 Sinfóniuhljómsveit
islands leikur i útvarpssal.
a. Furioso fyrir hljómsveit
eftir Rolf Liebermann. b.
Konsertsinfónia fyrir
klarinettu og hljómsveit eft-
ir Alfred Uhl. c. Brúðkaups
tónlist úr ballettinum
„Undine” eftir Hans
Werner Henze. d.
„Grimudansleikur”,
hljómsveitarsvita eftir
Aram Katsjaturian.
21.00 A slóðum Kjalnesinga-
sögu Leiðsögumaður: Jón
Böðvarsson. Umsjón: Hjalti
Jón Sveinsson.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
Heiðar Ástvaldsson dans-
kennari velur lögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
» Dagskrárlok.
SPIL
Bridge - Kanasta - Whist
Fjölmargar gerðir af
spilum.
Ódýr spil, dýr spil, spil í
gjafakössum, plastspil
og plasthúðuð spil.
Landsins mesta úrval
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Skólavörðustig 21 A-Simi 21170
Óska öllum
viðskiptavinum mínum
gleðilegra jóla og
farsœldar á komandi ári
Óli blaðasali
i