Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 14
14 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975. Jólin alls staiar - líka í bíó NU er kominn sá timi sem kvikmyndahúsin skarta sinu skásta. t þvi tilefni langar mig til að gera að umtalsefni kvik- myndahúseigendur áður en farið er út i að segja frá jóla- myndunum i ár. Það hefur verið venja undan- farin ár að sjónvarpið gerði sér- stakan þátt um jólamyndir kvikmyndahúsanna. Sá maður sem oftast hefur haft virka hönd i bagga með gerð þessara þátta er Sigurður Sverrir Pálsson dagskrárgerðarmaður og einn af kvikmyndagagnrýnendum Morgunblaðsins. SSP er að minu mati heiðarlegasti gagn- rýnandi sem fram hefur komið siðan ég hóf að lesa kvikmynda- gagnrýni og mynda mér skoðanir um kvikmyndir. SSP gerir ekki neina kröfu til þess að menn séu honum sammála heldur segir sina skoðun um- búðalaust og hreinskilnislega. En hvað um það, það verður ekki gerður neinn þáttur i sjónvarpinu að þessu sinni og ástæðan er sú að upp kom væg- astsagtleiðinlegt mál. Forsaga málsins er sú að Félag kvik- myndahúsaeigenda samþykkti á siðasta vetri að banna kynningar á myndum sinum i Vöku. Ástæðan var sú að þeir voru óánægðir með að SSP skrifaði illa að þeirra dómi um myndir þeirra i Morgunblaðið. Nú hafði það aldrei komiðtil tals að SSP tæki að sér kynningar á jólamyndunum i ár þegar Jón Þórarinsson hóf máls á þvi við formann Félags kvikmynda- húseigenda að gera þátt um jólamyndirnar. En Jóni mun hafa verið gert ljóst, að það kæmí þvi aðeins til greina að SSP kæmi þar hvergi nærri, Já, þetta eru stór- ir karlar að geta sagt rikisfjöl- miðli fyrir verkum. Afleiðing alls þess er sú, að vafasamt er hvort sjónvarpið gæti fengið einhvern til að annast kynningu á jólamyndunum jafnvel þótt það vildi, sem er svo aftur vafa- samt. Þetta er aðalástæðan fyrir þvi að ég hef ekki skrifað að undanförnu, þvi ég vil ekki styðja á neinn hátt við svona eiginhagsmunaseggi. En það er önnur hlið á þvi frá minum bæjardyrum séð. Það er, að skrif um kvikmyndir eru þjónusta við lesendur fyrst og fremst en ekki auglýsing og einnigersjálfsagt að veita kvik- myndahúsunum smá aðhald með frjálsum og óháðum skoðunum um myndir þær er þau taka til sýninga. En snúum okkur þá að jóla- myndum kvikmyndahúsanna. Austurbœjarbíó: Hasarmynd með gríni AUSTURBÆJAEBÍO verður með þá fóstbræður Terence Hill og Bud Spencer i nýrri mynd þeirra félaga sem heitir i þýð- ingu biósins TROBOÐARNIR. Þetta er hasarmynd og ekki laust við að það sé töluvert um pústra þegar þeir félagar eru á ferði öllu sinu veldi. Þetta er af- þreyingarmynd sem maður þarf alls ekki að hugsa um þeg- ar maður sér hana og er ekki laust við að það sé dálitið gott að hafa svona mynd tilað hvila sig á eftir allt háfleyga efnið sem að likindum mun dynja á manni úr öllum áttum. Bœjarbíó: Löggur og eiturlyf BÆJARBIÖ Hafnarfirði sýnir NEWMANS LAW sem er löggu- mynd og fjallar að verulegu leyti um baráttu eins manns, Newman að nafni, við eitur- lyfjasmyglara. Myndin er nokkuð við hæfi eftir hassmálið mikla sem upp kom i Reykjavik fyrir nokkrum dögum. Vafa- samt er þó að myndin sé fyrir alla fjölskylduna. Fjalakötturinn: Meistara- verk FJALAKÖTTURINN, kvik- myndaklúbbur framhaldsskól- anna, verður með ENGIL DAUÐANS eftir Bunuel i Tjarnarbæ sem jólamynd. Per- sónulega verð ég að segja að Engill dauðans er bezta mynd sem ég hef séð eftir Bunuel. Þetta erhnifskörp ádeila á þjóð- félagið og þá ekki sizt yfirstétt- ina. En Bunuel fjallar þó alltaf fyrst og fremst um mannlegt eðli, enda er hann súrrealisti fram i fingurgóma. Engill dauð- ans er vel viðeigandi sem jóla- mynd þar sem hún gerist f mik- illi át- og drykkjuveizlu. Þetta eru þær myndir sem á boðstdlum eru þessi jól. Úrvalið hefur oft verið betra en það hef- ur lika oft verið verra. Þó er á- berandi að það er töluvert af nýjum myndum og þær sem komnar eru til ára sinna eru klassisk dæmi um góða kvik- myndagerð. Gamla bíó: Fjölskyldu- mynd Myndin i GAMLA Btö er þó að minnsta kosti fyrir alla fjöl- skylduna. Þar verður jóla- myndin HRÖI HÖTTUR gerð af Disney fyrirtækinu árið 1974. Hún fjallar á gamansaman hátt um þessa vinsælu sögupersónu og kappa hans. Þetta er mein- fyndin og vel gerð teiknimynd og margir af beztu leikurum sem uppi eru i dag hafa talað inn á myndina. Hafnarbíó: Meistari Chaplin HAFNARBIÓ verður með Þaö er meiri bölvuð vitleysan hjá fólki að taka upp á þvi að senda jóiakort. Kvik myndir meistaraverk Chaplins, GULL- ÆÐIÐ sem er gerð árið 1925. Allt þetta þarf ég að lesa virðist söguhet Sem uppfylling með Gullæðinu verður önnur góð mynd Chapl- ins, HUNDALtF. Það er fremur stutt mynd en bráðskemmtileg. Gullæðið er með betri myndum Chaplins og segja má að hún eigi vel við um jólin, gullæði nú- timans. Það eru 8 ár siðan Gull- æðið var sýnt hér siðast en þá var myndin sýnd i Tónabiói. Hafnarfjarðarbíó: Disney framleiðsla Önnur fjölskyldumynd um jólin er myndin i HAFNAR- Úr jólamynd Laugarásbiós: Aðalka JOLASKOP Ég tók meö mér svolitið heimaverkefni. Skyldi vera ætlazt til að ég greiði I stöðumælinn?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.