Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 10
10
EMBBUBIB
frjálst, óháð dagblað .
(Jtgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Kitstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Kitstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: llallur Simonarson
llönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
'Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ejósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 8:í:S22, auglýsingar, áskriftir og af-**
grciðsla Þverholti 2, simi 27022.
Jólum fagnað
Landsmenn fagna jólum að þessu
sinni við óvenjulegar aðstæður.
Margur vandinn steðjar að þjóðinni,
en hún er staðráðin i að láta það ekki
skyggja á hátiðina.
Við höfum enn einu sinni verið
óþyrmilega minnt á, að íslendingar
sambýli við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Eld-
gos i námunda við virkjunarmannvirki við Kröflu
lætur okkur finna til þess, að við byggjum land elds
og isa i fyllstu merkingu, hvað sem allri velmegun
liður. Fyrir ári dundu hörmuleg tiðindi frá Norðfirði
yfir þjóðina sem reiðarslag. Við gleymum þvi ekki,
að náttúruöflin geta hvenær sem er tekið af okkur
völdin og breytt gleði i sorg.
Við eigum i striði um landhelgina við Breta, sem
eiga þó að kallast bandamenn okkar i Atlantshafs-
bandalaginu. Bretar hafa nefnt það taugastrið, og
það má til sanns vegar færa. En við munum ekki
láta það hindra jólagleðina á heimilunum. Við vit-
um, að i þessu striði munum við sigra. í taugastriði
stöndum við miklu betur að vigi en Bretar, þótt þeir
ráði öflugum drápstækjum. Við erum staðháttum
kunnug og fyrir okkur er allt i húfi. Við munum þvi
fylgja þessari deilu fram með miklu meiri metnaði
en Bretar. í rauninni skipta þeir fiskar, sem brezkir
togarar taka hér við land, sáralitlu fyrir þjóðarbú
Bretlands. Sigurinn er okkar. Við þurfum aðeins að
þrauka, og efast nokkur um, að við séum menn til
þess?
Þá vorum við skömmu fyrir hátiðarnar minnt á
hættuna, sem felst i þvi að búa við einhæfni út-
flutningsatvinnuvega. I skýrslu fræðimanna kom
fram, að hættan á ofveiði þorsks er slik, að við verð-
um að leggja hluta flotans, að minnsta kosti úr þvi
að við höfum með samningum gefið útlendingum
aðgang að miðunum, auk landhelgisstriðsins. Við
munum bregðast við þessum mikla vanda eins og
öðrum, sem steðjað hafa að þjóðinni i timans rás.
Eðlilega svarið er að efla iðnað. Það eitt getur
rennt nægilega traustum stoðum undir atvinnu og
efnahag landsmanna.
Verðbólga og minnkandi kaupmáttur launa hefur
leikið mörg heimilin grátt. Þó erum við ekki verr
komin en svo, að efnahagur fjölskyldnanna hefur
skerzt, þannig að hann er eins og hann var fyrir
nokkrum árum. Fólk hefur yfirleitt úr töluverðum
fjármunum að spila, og það hefur lagt til hátiðar-
innar að sama skapi og fyrr.
Hið kristna yfirbragð jólanna hefur á undanförn-
um árum orðið undan að láta að nokkru fyrir lifs-
gæðakapphlaupinu. Gjafir, matur og drykkur hafa
viða mátt sin mest. Jólin eru trúarhátið, þar sem
náungakærleikurinn á að sitja i fyrirrúmi. Það
skiptir ekki máli, hvort gjöfin er þúsund krónum
dýrari eða ódýrari, heldur sá hugur, sem henni
fylgir. Aðalatriðið er, að jólin séu hátið hjartans.
Dagblaðið óskar öllum landsmönnum gleðilegrar
hátiðar.
eru i nánara
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975.
Kórar norðan og sunnan heiða
,,Nú er öllum létt um róminn”,
Kvennakór Suðurnesja. Söng-
stjóri: Herbert H. Agústsson
„Svarfaðardalur”, Karlakór
Dalvlkur
Söngstjóri: Gestur Hjörleifsson
Það má segja um hljómplötu-
gerð og -útgáfu eins og annað,
að margir eru kallaðir en fáir
útvaldir. Oft eru gefnar Ut plöt-
ur, sem eiga ekkert erindi á
markaðinn, annað hvort vegna
þess, að viðkomandi flytjendur
hafa engan veginn náð leikni i
flutningi þeirra verka, sem á
plötunni eru, eða að þeir eru
ekki nógu góðir til að ná fyrr-
greindri leikni. Á hinn bóginn
koma oft út plötur, sem ná settu
marki, og koma jafnvel á óvart
sökum mikilla gæða.
Plötur þær, sem hér eru til
umsagnar, með Kvennakór
Suðurnesja annars vegar og
Karlakór Dalvikur hins vegar,
eru hvor á sinum enda gæð-
astigans, ef svo má segja.
Kvennakór
Suðurnesja
Það kostar óhemju vinnu og
æfingaraðgefa út plötu. Jafnvel
þótt það sé innt af hendi, er það
engin trygging fyrir góðum ár-
angri. Ef útkoman er ekki nógu
góð eftir allt það erfiði, er ekki
um annað að ræða en að byrja
upp á nýtt eða fresta öllu um ár
eða tvö. Jafnvel finna ný verk-
efni til igrundunar og æfinga.
Það hefði Kvennakór Suður-
nesja átt að gera. Ég er mest
hissa á stjórnanda kórsins, Her-
bert H. Agústssyni, að sleppa
plötunni frá sér eins og hún er.
Kvennakórinn hefur starfað um
árabil,komið fram átónleikum,
sungið i útvarp og sjónvarp, og
farið utan á kórasamkeppni.
Hefði þvi mátt ætla að árangur-
inn væri betri.
Af þeim 13 lögum og syrpum,
sem eru á plötunni, eru örfá lög,
sem segja mætti að væru sæmi-
leg, ekki meira. Þar má nefna
„Litla skáld”, „Vor” og ,,Ó,
blessuð vertu sumarsól” á hlið
1, og svo „Betlikerlingin”, sem
er eitt bezta lag plötunnar þrátt
fyrir galla, og góðir punktar i
„Cabaret”. „Austfjarðaþokan”
hefur, að ég held, sjaldan fengið
aðra eins meðferð.
Ef til vill eru mestu mistökin
með þessa plötu, að hún virðist
ætluð i „túristabransann”, þvi
að allur texti á bakhlið plötunn-
ar, þótt litill sé, er bæði á ensku
og Islenzku. Það er verr, þvi
r
þessi plata gefur enga mynd af
islenzkum kórum, sem flestir
eru góðir. Vona ég, að Kvenna-
kór Suðurnesja vandi betur til,
ef gefa á út aðra plötu.
Karlakór Dalvikur
Karlakór Dalvikur á sér ekki
langa sögu miðað við aðra
karlakóra á Islandi. Hann var
stofnaður 1952 sem Söngfélagið
Sindri. Nafninu var siðan breytt
i Karlakór Dalvikur árið 1960.
Kórfélagar eru liðlega 30, og er
það ákaflega þægileg tala. Gest-
ur Hjörleifsson á hrós skilið
fyrir að hafa haldið þessum hópi
saman og gefið út þessa mjög
svo skemmtilegu plötu. Þar er
flest vel gert, en sumt aftur
siður. Einsöngvararnir gera
mjög vel. Helgi Indriðason og
Jóhann Danielsson syngja mjög
smekklega og myndu sóma sér
vel sem einsöngvarar með
hvaða karlakór sem væri. Halla
Þórðardóttir minnir mjög á
Erlu Þorsteinsdóttur, sem söng
mikið hér áður fyrr með dans-
hljómsveit, og er söngur Höllu
mjög hugþekkur, en á ef til vill
ekki heima á svo algjörri karla-
kórsplötu.
„Svarfaðardalur” Hugrúnar
og Pálmars Eyjólfssonar frá
Stokkseyri er vel sungið og
nokkuð gott lag. Sömuleiðis er
„í viking” vel sungið, og fer
Helgi Indriðason þar vel með
sitt hlutverk. 1 „Sól vermir
jörð” hefur söngstjóranum mis-
tekist i að koma þessari þekktu
laglinu til skila, og i „Yfir sveit-
um” eftir Mozart kemur það,
sem karlakórar eiga erfitt með
að læra, en það er að syngja
veikt. Hér er of mikil áreynsla.
Að syngja af tílfinningu
Það er algjörlega búið að
eyðileggja „Sefur sól” með
heimatilbúnum punkteringum
og fermötum, sem siðan er kall-
að að syngja með tilfinningu, og
hefur Gestur fallið i þá gildru
eins og svo margir söngstjórar.
„Vorið kemur” eftir Halldór
Björnsson og Sigurð Sigurjóns-
son frá Húsavik er gott lag og
vel sungið af kór og einsöngv-
ara.Samthefðimátthækka lag-
ið um heiltón svo það kæmist
betur til skila.
Mörg eru lögin sem Sigurður
Sigurjónsson hefur samið, og
eru vel þess virði að eiga á söng-
skrá. Halla Þórðardóttir syngur
„Þin hvita mynd” i dægurlaga-
stil,en þó að lagið sé eftir Sigfús
Halldórsson, þá má ekki skipa
þvi i flokk dægurlaga.
Fyrst á hlið 2 er „Söngur
prestanna” e. Mozart. Syngur
kórinn það vel, og i „En syngur
vornóttin” skyggir kórinn
hvergi á einsöngvarann. Það
kemur berlega i ljós i laginu
„Björt nótt”, hve kórinn þarfn-
ast raddþjálfunar og samhæf-
ingar raddanna innbyrðis, ann-
ars er það vel sungið. „Góða
veizlu gjöra skal” er vel sungið,
en kórinn syngur sig upp úr
þeirri tóntegund sem hann
byrjar i, og þá sérstaklega i
lokahendingunni. Syrpan er
skemmtileg, og ég efast ekki
um að kórfélögum hafi þótt
gaman að syngja þessi lög, þvi
þau eru svolitil tilbreyting frá
þessum venjulegu karlakórs-
lögum. Platan endar á
„Mansöng” efjbrahe, ósköp lit-
laust lag'
Góðar raddir
Um kórinn má þetta i saman-
tekt segja : 1. Tenórar eru bjart-
irogháirog komast velfrá sinu,
bæði i sterkum söng og veikum.
2. Bassi hefurgóða dýpt, en ekki
nægilega hæð. Verður li.tur
þeirra þvi hvitur á efra sviði og
gefur þess vegna ekki eins
mikla fyllingu og ella. Milli-
raddirnar standa fyrir sinu og
gefa þá hljómfyllingu, sem kór-
inn þarf. Undirleikarinn Guð-
mundur Jóhannsson, á þökk
skilda fyrir látlausan og
hnökralausan pianóleik.
Vonandi halda Svarfdælingar
og Dalvikingar áfram að
músisera og gera góða hluti.
Platan er vel þess virði að eiga
hana. Upptakan hjá Tónaútgáf-
unni er sæmileg.
Barnaheimilin
Giftingarvottorð
ekki trygging fyrir
góðri afkomu!
Hér á landi hefur sama þróun
átt sér stað i rekstri barnaheimila
og i nágrannalöndum okkar. Góð-
gerða- og áhugamannafélög hafa
lagt málefninu lið, safnað fé,
stofnað heimilin, rekið þau fyrst
fyrir eigið fé, siðan með styrkjum
frá opinberum aðilum, og loks
taka þeir aðilar við rekstrinum.
Barnavinafélagið Sumargjöf,
Thorvaldsenfélagið,Barnaspitala-
talasjóður Hringsins og Styrktar-
félag vangefinna eru dæmi um
slikt framtak og dugnað. Þetta
brautryðjendastarf frumherj-
anna verður seint fullþakkað og
ber að hafa störf þeirra i heiðri.
En i nútima þjóðfélagi leita
aðrar spurningar á: Hvert er
hlutverk barnaheimila i þjóðfé-
laginu? Er það gæzla, jöfnun at-
vinnutækifæra, hjálp við uppeldi
barnsins, hjálp við nám foreldr-
anna eða gegnaþau jafnréttishlut-
verki? Sennilega væri svar fólks,
að hlutverk þeirra væri þetta allt,
eða ætti að vera það. En með
breyttum þjóðfélagsháttum ættu
foreldra að fá að velja sjálfir
hvort þeir vildu barnaheimila-
pláss eöa ekki. Nú er þannig
ástatt I Reykjavik, að 762 pláss
eru hjá Sumargjöf, sennilega 4
einkaheimili, sem foreldrar hafa
sjálfir stofnað fyrir börn sin og
þiggja nú styrk af hinu opinbera.
Ennfremur á sérmenntað starfs-
fólk, sem starfar á Borgar-
spitalanum, Landspitalanum,
Landakoti og Kleppsspitalanum
kost á dagheimilisplássum íyrir
böm sin á sérheimilum. Börn
Sóknarkvenna á sömu vinnu-
stöðum fá ekki þar inni. Tvö
barnaheimili eru rekin af Sumar-
gjöf til gæzlu á börnum stúdenta i
Háskóla islands.
A öðrum stöðum á landinu eru
þessi mál vaxandi þáttur i kaup-
stöðum og hröðuðu þvi sjálfsagt
lögin, sem sett voru 1973 um rikis-
styrk til reksturs barnaheimila,
til móts við framlög kaupstað-
anna. Með þessum lögum finnst
manni, að Alþingi hafi staðfest
gildi þessarar starfsemi. Aður
voru barnaheimili úti á landi rek-
in i sambandi við sildarsöltun eða
aðra fiskvinnslu, en það hefur
aldrei verið gert i Reykjavik.