Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 4
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. ATVINNULEYSI MINNKAR UTAN HOFUÐBORGARINNAR — þó heldur meiro en í fyrra Atvinnulfysi fór minnkandi utan Reykjavíkurí síðasta mánuði. Dagblaðið hefur áður skýrt frá að atvinnuleysið tvöfaldaðist í Reykjavík í janúar. Úti á landi hcfur dregið úr því þegar á heild- ina cr litið. Aukningin í Reykjavík veldur því að heildartala atvinnuleysingja lækkar ckki. Við samanburð á tölu atvinnu- lausra á landinu nú og fyrir mánuði ber að gæta að nú eru með taldir þrír staðir í Rangárvallasýslu sem ekki voru til tölur um fyrir mánuði. þótt vitað væri að nokkurt atvinnulevsi væri þar. Á þessum þrem stöðum eru 80 atvinnu- leysingjar. Þetta veldur því að heildar- tala atvinnulausra á landinu eykst um 27. Atvinnulausir á landinu eru nú alls 1163 en voru 1136 fyrir mánuði. Atvinnuleysingjar á landinu öllu voru 936 í janúar í fyrra og 942 árið þar áður. Því eru litlu fleiri atvinnulausir nú en var undanfarin ár. í kaupstöðunum eru nú 702 á at- vinnulevsisskrá en voru'568 fyrir mán- uði. Flestir eru í Reykjavík, 318, en voru 165 fyrir mánuði. Akureyri kemur næst með 70. Þar hefur atvinnuleysingjum fjölgað um 22 í .mánuðinum. Þá kemur Siglufjörður með 63 sem er fjölgun um 14 í mánuðinum og Húsavík með 63 sem er fækkun um 15. Hafnarfjörður kemur næst með 61 á atvinnuleysisskrá sem er aukning um 17. í kauptúnum með yfir 1000 íbúa er 81 skráður atvinnulaus sem erfækkun um 27. í smærri kauptúnum eru alls 380 skráðir atvinnulausir sem er fækkun um 80. Þar er Bíldudalur efstur á blaði. ,,Allt í kalda koli” í atvinnulífi staðar- ins. Skráðir atvinnuleysingjar á Bíldu- dal eru 77 en voru 66 fyrir mánuði. Næst kemur Þórshöfn með 64 at- vinnulausa sem er fækkun um 15; Þar hafa menn ekki veitt neitt svo að heitið geti að undanförnu. Segja menn að ,,Bretinn hafi tekið allt, einnig smáfisk- inn”. RangárvalíahreppurlHella er næstur á blaði með 31 atvinnuleysingja en þar var ekki fylgzt með fjölda atvinnuleys- ingja fyrir mánuði þótt einhverjir væru. Síðan kemur Þykkvibær með 30 og næst Eyrarbakki með 28 sem er aukning um einn. Minna atvinnuleysi er á öðrum stöð um. — HH Varðskips- menn í bréfi til Dag- blaðsins! Hraðbótar gœtu gert þann usla sem dygði Við síðustu klippingar togvíra brezkra landhelgisbrjóta á íslands- miðum hefur það komið glögglega í ljós hve mikinn usla íslensku varðskipin gætu gert meðal landhelgisbrjótanna ef þau hefðu 1-2 hraðbáta sér til aðstoðar. Er hér átt við báta, sem ganga um og yfir 30 sjómílur. ,,Með slíkum bátum hefðum við getað gert verulegan usla meðal brezku togaranna,” segir í bréfi frá tveimur varðskipsmönnum. Varðskipsmennirnir lýsa þeim at- burði er Týr skar á báða togvíra Boston Blendheim. Höfðu þa varðskipin samræmdar aðgerðir í frammi. Ægir var á norðurhluta miðanna, síðan Óðinn og Týr syðst. Gæzluvélin Sýr sveimaði vfir og gaf ábendingar. Boston Blendheim var einn þeirra sem þrjózkaðist við að hífa veiðarfærin inn þá er öllum hafði verið skipað að gera svo. Tókst að skera báða togvíra hans. Annar togari frá sömu útgerð, Boston Boing, reyndi að sigla á varðskipicý En vélarafl hans reyndist ónógt og dró fljótt í sundur með skipunum. Dráttarbátarnir gátu litla sem enga aðstoð veitt brezku togurunum vegna gangtregðu. En flestum togaranna tekst að hífa áðuren varðskipin komast að þeim. Það gætu þeir ekki ef hraðbátar væru þeim íslenzku til aðstoðar. Þá þyrfti heldur ekki samræmdar aðgerðir þriggja skipa svo klipping væri framkvæmanleg. Várðskipsfnennirnir segja að almennt vilji íslenzkir varðskipsmenn enga samninga við Breta. Bretarnir eru ó- hressir þegar á víra þeirra er klippt. Það eru ljót orð sem þeir láta út úr sér í talstöðvarnar og mörg óþvegin orð fylgdu þegar þeim varð ljóst að Guð- við skipstjórn á Tý. mundur Kjærnested var aftur tekinn ASt. INNANGARÐSLISTAVERK Við fundum þetta sérkennilega lista- verk vestur á Hringbraut á dögunum. Konan á myndinni málaði þetta verk á börnin í nágrenninu gaman steingarðinn, innan hans, og höfðu Skemmtilegt, — ekki satt? af. (DB-mynd Björgvin) BUINN AÐ SITJA SEX MANUÐII GÆZLUVARÐHALDI — Mál hans í þrjá og hálfan mánuð í rannsókn hjá saksóknara Maður einn í Kópavogi, sem hand- tekinn var fyrir kynvillu og settur í gæzluvarðhald 4. ágúst s sl., situr enn í gæzluvarðhaldi. Alls hafa fjórir gæzlu- varðshaldsdómar verið kveðnir upp yfir honum. í gær, er við ræddum við fulltrúa bæjarfógeta í Kópávogi um málið, voru liðnir nákvæmlega sex mánuðir frá handtöku hans og síðasti gæzluvarðhaldsdómurinn rennur út um miðjan febrúar. Málið var sent til saksóknara ríkisins um miðjan október. Þá nýlega, eða 4. október hafði maðurinn verið úrskurð- aður í 90 daga varðhald og töldu yfirvöld í Kópavogi að sá tími myndi nægja fyrir rannsókn saksóknara í málinu. Áður hafði maðurinn af- plánað tvo 30 daga varðhaldsúrskurði eða 4. ágúst og 4. september. Var rannsókn málsins mjög umfangsmikil í Kópavogi og skýrslur um málið á annað hundrað vélritaðar síður. Fulltrúi fógetans í Kópavogi sagði, að almennir hagsmunir borgaranna krefðust þess að manninum væri haldið í gæzluvarðhaldi. Hannkvaðsthafa haft samband við saksóknara milli jóla og nýáars. Þær upplýsingar hefðu þá fengizt, að Hallvarður Einvarðs- son væri með málið til rannsóknar. Úrskurður hefur enn ekki borizt. Um áramót þurfti því að kveða upp fjórða gæzluvarðhaldsdóminn og hefði hann verið ákveðinn 45 dagar. Rynni r r hann út um miðjan febrúar. Gæzluvarðhaldi mannsins væri þannig háttað að hann væri í gæzlu en hefði leyfi til að hafa samneyti við fólk. Einangrunin væri því ekki alger. Fulltrúinn kvað það óvenjulegt að nauðsyn væri svona margra varðhalds- úrskurða og vonandi færu nú að koma lokaákvarðanir í máli mannsins. ASt. ST0RK0STLEG RYMINGARSALA AISLENZKUM HLJÓMPLÖTUM _ í húsakynnum Vðrumarkaðarins í Armúla

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.