Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. ......... sga FRÍMERKJABÓKIN SEM TÝNDIST: iS il ilill) ■ illi DÝRASTA BÓK Á ÍSLANDI FYRIR 3100 KRÓNUR Árið 1973 var haldin frímerkjasýn- ing hér á landi í tilefni 100 ára afmælis frímerkisins hér á landi. Þá tilkynnti póststjórnin að hún ætlaði að gefa út „Sögu íslenzka frímerkis- ins” sem Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. myndi skrifa. í bókinni áttu að vera litmyndir af öllum íslenzkum frímerkjum sem út hafa komið og bókin að vera ein vandaðasta og dýrasta bók sem út hefur komið á íslandi. Verð bókarinnar var ákveðið 3100 krónur (í vandaðri öskju og heim- send) og tilkynnti töluverður hópur fólks áhuga sinn á kaupum með þar til gerðum pöntunarseðlum. Síðan hefur ekki bólað á bókinni. „Hún hefur verið í smíðum allar götur síðan,” sagði Rafn Júlíusson póstmálafulltrúi í viðtali við Dag- blaðið. „Stutt er síðan Jón Aðal- steinn lauk við að skrifa bókina og er hún nú í prentun.” Sagði Rafn að mikill tími hefði farið í rannsóknir, auk þess sem ákveðið hefði verið að hafa bókina stærri og meiri en ætlað var í fyrstu. T.d. hefði litgreining reynzt tímafrek en litmyndir eru í bókinni af öllum íslenzkum fímerkjum eins og áður er sagt. „Það var töiuvert af fólki sem pantaði* bókina á sýningunni, en þá létum við ganga pöntunarlista til þess að kanna áhuga fólks,” sagði Rafn ennfremur. „Þeir sem ennþá hafa haldið pöntun sinni fá bókina fyrir gott verð því ég er hræddur um að 3100 krónur séu orðið gamalt verð fyrir þessa bók, eins vönduð og hún verður.” Ekki treysti Rafn sér til þess að áætla verð bókarinnar þegar hún verður tilbúin til sölu en sagði að áformað væri að láta prenta hana í 8000 eintökum. „Helmingurinn verður á íslenzku og hinn á ensku vegna áhuga erlendra aðila á íslenzk- um frímerkjum,” sagði Rafn. Bjóst hann við að bókin yrði tilbú- in síðla sumars. —HP. [Saga íslenzka frímerkisins ler í samningu, og ér stefnt a5 því, að hún komi út, meðanl á frímerkjasýningunni stendur. í bókinni verður greint frál öllum útgáfum íslenzkra frímerkja og birtar litmyndir afl þeim. Bókin verður prentuð á vandaðan pappír. Verkið er| ' samið af Jóni Aðalsteini Jónssyni, cand. mag. FÍB skorar á ríkisstjórnina: Vill að bensínhœkkun verði bremsuð af Stjórn Félags ísl. bifreiðaeigenda hefur í bréfi til fjölmiðla sett fram áskorun á ríkisstjórnina að heimila ekki þá hækkun á eldsneyti bifreiða sem olíuinnflytjendur hafa sent verð- lagsráði beiðni unv. Nemur þessi hækkunarbciðni 4 kr. á bensínlítra vegna erlendra hækkana. FÍB bendir á að viðurkennt sé að eldsneytishækkanir flutningatækja séu einn mesti verðbólguvaldur hér á landi. FÍB bendir á að nálægt helmingur þessarar boðuðu hækkunar muni ekki mæta erlcndri verðhækkun heldur renna í ríkissjóð sem aúknar tollatekjur og söluskattstekjur. Slíkt hið sama hafi gerzt við fyrri hækk- anir bensíns, að nálægt helmingur hækkunarinnar hefur runnið til ríkis- sjóðs. Fram hefur komið frumvarp á Al- þingi um breytingu á tollalögum, þannig að eldsneyti verði tollað með magntolli í stað verðtolls, en með því móti mundu tollatekjur ríkisins ekki aukast sjálfkrafa vcgna erlendra verðhækkana, og þannig yrði hafður hemill á verðbólguáhrifum olíuhækk- ana. Þetta frumvarp hefur ekki náð fram að ganga. í bréfi FÍB segir ennfremur: „Full ástæða er til að benda á enn einu sinni að 16 kr. af verði hvers bensín- lítra renna sem sérskattur til Vega- sjóðs. Síðan er þessi sérskattur auk- inn með söluskatti um kr. 3.20. Þannig hefur ríkið um árabil inn- heimt söluskatt af skattlagningu sinni, rétt á sama hátt og fjármála- ráðuneytið drýgði tekjur sínar á kom- andi sumri með því að bæta sölu- skatti ofan á tekjuskatt. Stjórn FÍB er ljóst að erlendar verðhækkanir verða ekki umflúnar en telur sig hér hafa bent á fullnægj- andi leiðir til að mæta erlendum verðhækkunum án þess að þær komi fram í hækkuðu útsöluverði, ef ríkis- valdið vill aðeins láta af þeim leiða sið að grípa erlendar olíuhækkanir fegins hendi sem forsendu til öflunar aukinna toll- og skatttekna.” henni og komizt verður. í gær hvarf talsvert af snjómagninu, ísklumparn- ir minnkuðu að mun en illfært er þó enn um sumar götur. Gangstéttir voru með versta móti og fréttamaður sá konu eina flutta í sjúkrabíl af gangstétt á Laugaveginum. Sand- burður þar hafði ekki einu sinni tilætluð áhrif. Myndin er úr Síðumúlanum þar sem blöðin hafa mörg aðsetur sitt. Ástandið þar hefur verið með því allra versta í mörg ár. (DB-mynd Björgvin.) nýtt í Kverri Viku - Ný athyglisverð framhaldssaga — Ótrúlegt minni Harry — Austurlenskur yndisþokki — Karlinn á þakinu — GUSUGANGUR, - OG ÓFÆRT FYRIR VEGFARENDUR Það er ekki tekið út með sældinni að vera reykvískur vegfarandi — og sama gildir víst um allt land. Stjórn- endum gatnahreinsunar verður ekki hælt fyrir stórkostleg afrek eftir snjó- komu síðustu vikna. Hlutverk þeirra virðist hefjast á götunni og enda við gangstéttarbrún, eða eins nærri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.