Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 11
Dagblaóið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
Ásakanir um spill-
ingu og samsæri
Berjaya-flokkurinn var stofnaður í
júlí í fyrra þegar nokkrir félagar
sögðu sig úr USNO í mótmælaskyni
við það sem þeir kölluðu spillingu,
stjórnleysi og tilraunir til að slíta
Sabha — þar sem gnótt er trjáviðar
— út ríkjasambandi við Malajsíu.
Forseti flokksins, Tun Fuad
Mohames Stephens, fyrrum æðsti
maður fylkisins, sagði nýlega í sam-
tali við erlendan fréttamann að
væntanlegar kosningar myndu veita
íbúum Sabah tækifæri til að nota
lýðræðisleg réttindi sín til að velja sér
stjórn að eigin skapi.
Tun Fuad sagði að Berjaya-
flokkurinn myndi bjóða fram í
öllum fjörutíu og átta kjördæmum
landsins og að framboðslistar yrðu
birtir fljótlega. Hann bætti því við að
hann væri sannfærður um yfirburða-
sigur sinn og flokks síns.
Tun Fuad og Tun Mustafa sórust
í fóstbræðralag fyrir mörgum árum.
Tun Fuad sagði af sér forsætisráð-
herraembættinu tveimur vikum eftir
að Berjaya-flokkurinn var stofnaður
með þeim ummælum að hann gæti
ekki fyrirgefið Tun Mustafa að
skipuleggja samsæri um sambands-
slit við Malajsíu.
Stuðningsyfir-
lýsing á þingi
Þegar flokkurinn var stofnaður í
júlí var þegar hvatt til kosninga en
aðskilnaðarþingmennirnir voru þá
fimm. Fylkisþingið svaraði í næsta
mánuði með því að samþykkja með
yfirgnæfandi mririhluta stuðnings-
og traustsyfirlýsingu til handa Tun
Mustafa forsætisráðherra.
Tun Mustafa sagði af sér í október
eftir langvarandi pólitískar deilur við
hinn látna forsætisráðherra sam-
bandsríkisins, Tun Razak.
Tun Mustafa lét sér ekki nægja að
velja eftirmann sinn í embættið,
hann hélt einnig lykilstöðu sinni sem
flokksformaður.
Kjósendur eru greinilega með Tun
Mustafa. Það varð ljóst í tvennum
aukakosningum, töluvert mikilvæg-
umv þar sem Berjaya-flokkurinn
missti tvo af fímm þingmönnum sín-
um. Þessar kosningar voru í síðasta
mánuði.
Merkileg afsagnarbréf
þingmanna stjórnar-
andstöðunnar
Aukakosningarnar voru haldnar
eftir að embættismönnum fylkisins
höfðu borizt afsagnarbréf þing-
manna Begaya-flokksins.
Leiðtogar flokksins halda því fram
að þarna hafi verið um að ræða bréf
sem allir þingmenn USNO hafi verið
látnir undirrita, án dagsetningar,
áður en þeir voru staðfestir á fram-
boðslistum flokksins í kosningunum
1970. Tveir þeirra hafa nú farið frani
á það við forseta þingsins að þeir geti
afturkallað afsagnir sínar, að því er
Tun Fuad sagði í nóvember sl.
Þegar aukakosningarnar voru
haldnar í desember fóru USNO-
menn létt með að sigra Berjaya.
Formaður Berjaya naut þó fylgis 40%
kjósenda í heimahéraði sínu Labuan
og í Kuala Kinabatangan hlaut
frambjóðandi.flokksins 37% atkvæða.
Þriðji flokkurinn
önnur atkvæði fóru flest til
USNO flokksins en þriðji flokkurinn,
Pakemas, hlaut lítið brot atkvæða.
Pakemas ætlar að leita hnekkingar
gildis atkvæðagreiðslunnar. Jafn-
framt hefur flokksforystan skýrt frá
því að framboðslistar verði fljótlega
lagðir fram, eða þegar ákvörðun
hefur verið tekin um hve víða á að
bjóða fram.
Formaður Pakemas, Zainuddin
Karim hershöfðingi, segir að því fari
fjarri að flokksmenn séu í sárum
vegna útreiðarinnar sem flokkurinn
fékk í kosningunum. Frambjóðendur
Pakemas hlutu eitt prósent atkvæða í
Kuala Kinabatangan og aðeins hálft
prósent í Labuan. Hershöfðinginn er
sigurviss eins og aðrir frambjóðend-
ur, hann telur flokk sinn eiga góða
möguleika á að vinna nokkur þing-
sæti. Hann bætti því við að Pakemas
yki mjög fylgi sitt um þessar mundir,
bæði í borgum og við sjávarsíðuna.
Þjóðarminnismerkið í Kuala Lumpur var fellt til jarðar í október þegar
kommúnistar réðust gegn því í skæruárás.
Nú eru einkasýningar hafnar aftur í
Norræna húsinu eftir stutt hlé og sam-
sýningu. Fyrstur ríður á vaðið'Elías B.
Halldórsson, en á eftir honum sýna þeir
Gunnar örn Gunnarsson og Sigurður
örlygsson hver á eftir öðrum. Elías er
greinilega maður fjölhæfur og sýnir 88
myndir, olíumálverk, pastelmyndir,
vatnslitamyndir, tréristurog teikningar.
Hann hefur áður sýnt í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins í tvígang, en auk þess
hefur hann haldið einkasýningar í
heimahögum sínum, á norður- og aust-
urlandi. Augljóst er að Elías kemur ekki
af fjöllum listrænt séð, enda mun hann
hafa gott nám að baki, — fyrst við
Myndlista- og handíðaskólann, en síð-
an við akademíur í Stuttgart og Kaup-
mannahöfn.
Verk Elíasar á þessari sýningu munu
flest eiga uppruna sinn í landslagi, eða
þá að þau eru hreinar landslagsmvndir.
Hann hefur sterka tilhneigingu til þess
að stílisera viðfangsefni sitt, hreinsa til á
myndfletinum uns eftir eru láréttir
fleygir í mjög samstilltum litátónum.
Gott dæmi um þessi vinnubrögð er t.d.
„Hauststemma” nr. 19 þar sem eftir er
aðeins afstrakt litrím, vandlega upp-
byggt. Er auðsætt að Elías hefur þróað
með sér gott auga fyrir sterkum, oft
munaðarfullum litum, en gerir scr þó
gjörla grein fyrir hlutverki sterkra inn-
viða. í bestu myndum sínum sameinar
hann þetta tvennt, t.d. í mynd nr. 9
(keypt af Listasafni íslands) ásamt nr.
22 & 24. Hleður hann þar upp voldug-
ar komposisjónir kletta eða blakka
fremst á myndfleti sínum og undirstrika
dulúðugir litir þeirra kraftmikla mynd-
skipunina. En Elías hefur einnig til að
bera rómantískt draumlyndi sem mýkir
myndir, stundum um of, og ýtir undir
fjólubláu litina. Kemur þetta helst fram
í nýrri myndum, t.d. nr. 14-18, en aftur
móti finnur maður einnig nýlegar
myndir þar sem málarinn er hvasseygð-
ari og er ekki að dedúa við litajaðra og
verða þá til verk með snert af hressileg-
um expresssjónisma, t.a.m. nr. 27 & 29.
Pastelmálverk Elíasar eru gott dæmi
um áðurnefnda dúnmýkt sem dreifir
athygli áhorfandans á tvist og bast, þótt
ekki sé að sakast við handbragðið sem
er vandað eins og áður. Skarpari skil er
að finna í vatnslitum Elíasar, en þar
sýnist mér málarinn einfaldlega ekki
vera í nægilegri æfingu og teikningar
sínar hefði hann mátt grisja stórlega.
Tréristur Elíasar eru hinsvegar
áhugaverðari. Þar vinnur hann oft á
sérstæðan hátt úr myndefni sínu, sjá
t.d. „Rjúpan og valurinn” eða „Hold-
rosi” nr. 65, auk þess sem hann spilar
oft á glettilega útúrdúra í þeim. En
smágerður formleikur og ofhlæði dregur
gjarnan kraftinn úr mörgum ristunum,
— en þessi tilhneiging er einnig áber-
andi í nokkrum olíuverkum Elíasar. í
tréristum sínum mætti hann taka sér
danann Palle Nielsen til fyrirmyndar,
en sá hefur einstakt lag á markvissri
samþjöppun í dúkskurði sínum, eins og
fram kom í grafíksýningu Listlánadeild-
ar Norræna hússins.
Nr. 9 ,,Lægðarmiðja”
Nr. 65 „Holdrosi ”
Myndlist
AÐALSTEINN
INGOLFSSON
LITRÍM
0G BLAKKIR
um sýningu Elíasar B.
Halldórssonar í Norrœna húsinu
og heybindivélum, sem binda heyið
í járnsvírabagga, rétt skorna og rétt-
hyrnda, hvort sem heyið er þurrt,
hálfþurrt, úr sér vaxið eða marg-
hrakið. Þetta hey er svo sett inn í
hlöðu í erlendum vírböndum og súg-
þurrkað. Þetta þykir e.t.v.heppileg
meðferð fóðurs á íslandi 1975 en
dálítið tormelt fyrir ómenntaðan
aldamótadreng sem alinn var upp í
þeirri óræku vissu að öflun góðra
heyja (góðs fóðurs) fyrir búpening
væri undirstaða landbúnaðar.
Á okkar véla- og tækniöld er
greinilegt að öflun fóðurs fyrir bú-
pening hefur setið á hakanum eins og
hjá Hrafna-Flóka forðum daga.
Milljónaverðmætum í íslenzkum
gróðri hefur árlega ýmist verrð spillt
með of síðbúnum slætti, hrakningum
eftir slátt eða eyðilagzt með vonlausri
súgþurrkun. Ætti þetta að fara að
verða Ijóst, jafnvel hinum trúgjörn-
ustu bændum, að súgþurrkun leysir
ckki neinn vanda í óþurrkatíð.
Árið 1945-6 komu á markaðinn
svokallaðir hevblásarar eða súgþurrk-
un. Ba*ndum var ráðlagt að afla scr
þessara tækja sem með öllum búnaði
kostuðu allverulegt fjármagn og hafa
sennilega ekki orðið neitt útundan í
síðari tíma verðhækkunum.
Hinir svokölluðu búnaðarráðu-
nautar bænda virðast enn í dag ein-
blína á súgþurrkun sem allsherjar
úrlausn um heyöflun enda þótt hún
ætti eftir reynslu að vera fordæmd
sem eftirsótt úrræði. Hún getur e.t.v.
komið að einhverjum notum í góðri
tíð með aðgát, alúð og kostgæfni en
er gagnslaus og jafnvel skaðvaldur í
óþurrkatíð eins og hinir tíðu hlöðu-
brunar sanna. Þessir trúnaðarmenn
bænda, búnaðarráðunautar, virðast
frá upphafi hafa verið mótsnúnir
öllum tilraunum utanaðkomandi
manna til þess að gera öflun
óskemmds fóðurs úr íslenzkri töðu að
veruleika. Þeir hljóta þó. að hafa
fylgzt með því að þessi ómetanlegu
gæði íslenzks gróðurs hafi ýmist verið
eyðilögð fyrir ofvöxt, hrakning eftir
slátt eða hlöðubruna eftir margra
mánaða súgþurrkun.
Allar tilraunir ómenntaðra manna
í búfræði hafa verið kveðnar niður af
þessum kjörnu trúnaðarmönnum og
allt hefur átt að byggjast á hinni
Kjallarinn
Guðfinnur
Þorbjörnsson
svokölluðu súgþurrkun. „Við höfum
súgþurrkun og þurfum því ekki
neinar nýjar tilraunir.”
Hins vegar er ekki hægt að loka
augum fyrjr því að hey- og töðuöflun
er vægast sagt á mjög frumstæðu
stigi á okkar framfaratímum. Að
setja á guð og gaddinn þykir ekki
gott í dag og munu flcstir bændur
hættir þeirri iðju, en að setja á guð
og sólskinið virðist vera viðtekin
.regla íslen?kra stórbænda enn í dag,
samkvæmt kenningum súgþurrk-
unarráðunauta þeirra, ásamt erlend-
um fóðurbæti sem alltaf virðist vera
tiltækur hvernig sem veðurfar er á
voru landi, íslandi.
Ég undirritaður hef lítils háttar
komið við sögu við tilraunir um
árvissa heyþurrkun án tillits til
veðurfars ásamt Sigurlinna Péturs-
syni, Benedikt í Hofteigi o.fl. án þess
að hafa hlotið áheyrn hinna vel
menntuðu búfræðiráðunauta sem
ruddu súgþurrkuninni inn 1945-6 og
töldu hana stórkostlega framför og
allsherjarlausn í óþurrkasumrum.
Þetta er enn þá eina lausnin (ásamt
aðfluttum fóðurbæti sem sennilega
reynist haldbetri ). „Við þurfum
engar tilraunir með heyþurrkun, við
höfum súgþurrkun.” Slík hafa verið
viðbrögð búnaðarráðunauta allt frá
því 1946 til þessa dags. Enn þá
virðast þeir trúa á þessa aðferð hey-
þurrkunar (eða heyeyðileggingar) og
sú bjartsýni búnaðarmálastjóra sem
kemur fram í erindi hans eða viðtali,
og ég hef leyft mér að kalla KOK-
HREYSTI, hlýtur að byggjast á ef
ekki bara guði og sólskini þá fremur
á hinni raunalegu reynslu súgþurrk-
unar, súrheysgerð og öðru fálmi
snöggsoðinna búfræðinga sem virðast
hafa ráðið aðgerðum bænda og
bændasamtaka undanfarna áratugi.
Vissulega er íslenzk taða ein megin-
auðsuppspretta íslands fyllilega
sambærileg við hin marglofuðu fiski-
mið sem löngu eru viðurkennd sem
meginundirstaða þjóðarinnar en nú
eru í alhcimssviðsljósi. Henni má þá
ekki síður jafna við hina ný.'undnu
gullnámu, jarðhitann, og hvers konar
önnur landsnyt. En þetta allt virðist
hafa farið framhjá nútímanum.
Guðfinnur Þorbjörnsson
vélstjóri.