Dagblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 10
10
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976.
BMBBIABIB
frfálst, úháð dagblað
Ctgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónás Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulllrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir, Ciissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson.
Ojaldkeri: Þrámn Þorlcifsson
Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði inrtanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Lauma
Ríkisstjórnin reynir að lauma samn-
ingum við Breta inn á þjóðina. Þótt
hinum fráleitu tillögum Breta um
samninga til lengri tíma væri að sjálf-
sögðu hafnað, var sú leið valin að gefa
kost á samningum til skamms tíma, svo
sem þriggja mánaða. í stað þess að
hafna öllum samningum, sem rétt hefði verið
við núverandi aðstæður, valdi íslenzka ríkisstjórnin að
hefja viðræður við Breta um slíkan skamms tíma
samning.
Svo sem til að venja þjóðina við undanlátssemi
hefur landhelgin verið varin með hangandi hendi í
rúma viku. Til lítils er fyrir ráðherra að lýsa því yfir
opinberlega, að ‘skipherrar varðskipanna hafi alger-
lega ráðið því, hvaða aðferðum þeir beittu. Enginn
efar, að skipherrarnir hefðu gengið lengra og beitt
klippunum, ef þeim hefði ekki verið falið annað.
Vopnahléið á miðunum, sem Wilson fór fram á,
hefur verið staðreynd þennan tíma.
Rökin fyrir samningi til skamms tíma eru einkum,
að þá verði áfram hindruð átök á miðunum og
hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna muni hafa
komið saman að nýju, áður en sá samningur yrði úr
gildi. Þá muni koma fram, að Bretar beiti sér sjáflir
fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Hins vegar kemur engum í hug, að hafréttarráð-
stefnan muni komast að einhverri niðurstöðu innan
þriggja mánaða. Flestir spá, að hún muni enn
dragast og líklega fram á næsta ár.
Það hafa einnig verið helztu rökin fyrir einhliða
útfærslu landhelgi okkar nú, að við gætum ekki beðið
eftir niðurstöðum hafréttarráðstefnunnar. Það tæki
lengri tíma en verndunaraðgerðir gætu beðið.
Sú afstaða Breta að beita sér fyrir 200 mílum fyrir
sjálfa sig en beita hervaldi til að kæfa tilraunir
íslendínga íil að færa út í 200 rnílur er þegar augljós.
Þeir hafa haft forgöngu um slíka stefnu innan
Efnahagsbandalagsins.
Rökin fyrir samningi til skamms tíma eru því
harla léttvæg. Tvímælalaust vill þorri þjóðarinnar
ekki fórna aðalatriðum landhelgismálsins til að kyrrð
ríki á miðunum. Þar hvílir mest á varðskipsmönnum,
og um hug þeirra og dug efast enginn. Þeir eru
reiðubúnir að halda baráttunni áfram.
Hætt er við, að bak við hugmyndina um samning
til þriggja mánaða búi vilji til að ganga lengra.
Slíkan samning mætti framlengja, enda virðist að því
stefnt. Við þriggja mánaða samning fá fylgjendur
samninga við Breta tækifæri til aðbúa í haginn fyrir
samninga til lengri tíma.
Það hefur ekki farið fram hjá ríkisstjórninni, að
yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur öll-
um samningum við Breta.
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur alla tíð verið miklu
slappari en þjóðin hefði kosið.
Þess vegna verður almenningur nú að knýja á og
koma í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi lengra þá
braut að reyna að lauma að samningum við Breta.
Kosningar fyrir dyrum í V-Malajsíu:
Orlagaríkir dagar
í Kota Kinabalu
— Tun Mustafa Harum sigurstranglegur
Undirbúningur fylkiskosninga í
austur-malajíska fylkinu Sabah er
hafinn þar sem Nascent-
stjórnarandstaðan hefur fagnað
væntanlegum kosningum, jafnvel
þótt búast megi við að hinn umdeildi
Tun Mustafa Harun komist aftur til
valda.
FlokkurTun Mustafas, Sameinuð
þjóðernishreyfing, Sabah USNOS,'
hefur verið við stjórn að undanförnu
og það var að undirlagi flokksins að
22. janúar var boðað til nýrra kosn-
inga. Daginn eftir lýsti þjóðhöfðing-
inn, Datuk Mohamed Hamdan
Abdullah, því yfir að þing hefði verið
leyst upp vegna væntanlegra
kosninga.
Einkaval á
frambjóðendum
Tun Mustafa sjálfur sagði af sér.
embætti forsætisráðherra fyrir nokkr-
um mánuðum. Nú getur hann sjálfur
valið frambjóðendur flokks síns og
hefur aflað sér nægilegs fylgis innan
flokksins til þess.
Talið er líklegt að flokkur Tun
Mustafas, USNO, muni vinna glæsi-
legan sigur í kosningunum og að Tun
Mustafa verði á ný æðsti maður
fylkisins.
Kosningarnar verður að halda
áður en níutíu dagar eru liðnir frá
því að þing var leyst upp. Kosið
verður um fjörutíu og átta sæti af
fimmtíu og fjórum í þinginu. í þau
sex sæti sem eftir eru eru fulltrúar
tilnefndir.
Innanlandserjur
og ráðherrafundur
Meðal stjórnmálamanna í Kuala
Lumpur, höfuðborg sambandsríkis-
ins Malajsíu, er almenn skoðun sú að
Sabah-kosningarnar geti verið hættu-
legar hinum nýja forsætisráðherra
landsins, Datuk Hussein Onn, sem./
tók við embætti þegar Tun Abdul
Razak lézt úr hvítblæði í London í
byrjun desember.
í Kuala Lumpur hafði verið búizt
við kosningum fljótlega í
Sabah. Aftur á móti eru menn
þeirrar skoðunar að Tun Mustafa
hafi síður en svo í hyggju að hætta
stjórnmálalegri stöðu sinni við lands-
stjórnina einmitt nú.
Datuk Hussein er sem stendur
mjög upptekinn af innanríkismálum
í Vestur-Malajsíu, þar sem kommún-
istar heyja skærustríð á hendur
stjórninni, og eins við undirbúning
fyrsta ráðherrafundar SA-
Asíubandalagsins (ASEAN), sem
fimm þjóðir eiga aðild að.
Tun Mustafa valdi sjálfur eftir-
mann sinn er hann sagði af sér í
október 1975. Hann er Tan Sri
Mohamed Keruak. Hann hefur
heimsótt Kuala Lumpur til að skýra
fyrir Datuk Hussein að kosningarnar
séu liður í þingræðinu þannig að
USNO geti vitað með vissu hvort
fólk vill hafa flokkinn áfram við völd
í stað stjórnarandstöðuflokksins
Berjaya. USNO er nú einráð á fylkis-
þingi Sabah, þingmenn stjórnarand-
stæðinga eru þrír talsins.
Tan Mustafa Hárun tekur á móti gestum í Kota Kinabalu og fer ekki á milli mála hver er höfðinginn í þessu samkvæmi.
Aðstoðarmenn Mustafas eru í kringum hann. Á litlu myndinni að ofan er Tun Abdul Razak, fyrrum forsætisráðherra
Malajsíu, sem lézt í fyrra mánuði.
Kokhreysti
Þann 26. ágúst sl. birtist í blaði
forsíðugrein með þriggja dálka svart-
letursfyrirsögn: „ísland á og þarf að
vera aflögufært með hey” og þar fyrir
neðan cnn með breyttu letri:
„Búnaðarmálastjóri bjartsýnn.”
Þessar æpandi fyrirsagnir hljóta að
hafa vakið athygli, ef ekki hins
almenna borgara þéttbýlis þá í Jáað
minnsta gamalla bændasona, aída-
mótamanna, sem þrátt fyrir að þeir
ekki gerðu starf feðra og forfeðra
sinna að sínu lífsstarfi (illu heilli?)
hafa fylgzt með hinni öru og stór-
stígu vélvæðingu hjá íslenzkum
bændum á flestum sviðum, fylgzt
með ánægju með hinum augljósu
framförum og lífskjarabótum sem
hin almennu samtök bænda hafa
komið á síðastliðin 50 ár og eru
vinveittir bændum sem slíkum enda
þótt sumir þeirra, svo sem undir-
ritaður, hafi e.t.v. þótt óþarflega
„krítískir” á ýmislegt sem gerzt hefur
í þessari atvinnugrein, svo sem óþarf-
lega mikið dekur við þessa heiðurs-
menn sem ættu vissulega að hafa
fullan tilverurétt án þess að þurfa að
vera neinir styrkþegar eða þurfa-
menn á almennu framfæri. Ef farið
er um sveitir landsins blasir hvar-
vetna við að bóndinn er ekki aðeins
bústólpi og bú er landstólpi, heldur
að bóndinn er orðinn einn bezt
launaði og bezt tryggði borgari ís-
lands. Hvarvetna, jafnvel í áður af-
skekktum sveitum, eru glæsilegar ný-
byggingar með öllum nútímaþæg-
indum, stórfelldar nýræktarekrur,
framræsla mýra, sumpart aðeins
þurrkaðar en í flcstum tilfellum
rennisléttir akrar þar sem sáðsléttur
iða af hávöxnu töðugrasi eða þéttu
sæti eða heybólstrum sem virðast
standa óþarflega lengi, ýmist óyfir-
breiddir eða með einhverja
hessíandulu yfir toppnum. Flestar
þessar hrúkur eru ólíklegar til þess að
geyma hálfþurrt hey til langs tíma
óskemmt eftir aldamótamanns-
reynslu. Þeim er ýtt saman af
nútímavélum, ósaxaðar og því
Iausari fvrir en hinir gömlu bólstrar
eða gaitar sem raunverulega gátu
staðið af sér ekki aðeins nokkurra
vikna óþurrk heldur heila vet'ra, þétt
saxaðir, vandaðir og þéttir með góðri
yfirbreiðslu.
Einn til tveir bílar eru algengir á
ósköp 'venjulegu bændabýli auk allra
tegunda landbúnaðarvéla — 2-3
dráttarvélar með tilheyrandi alhliða
tækjum, svo sem sláttuvélum, múga-
vélum, áburðardreifurum, gnýblás-
urum, heybindivélum o.fl. o.fl. að
ógleymdum súgþurrkunarblásurum