Dagblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 6
6
Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976.
Frétta-
stofan
Nýja
Kína:
MILUÓN SOVÉTMíNN
í FANGABÚÐUM VEGNA
STJÓRNMÁLASKOÐANA
Fréttastofan Nýja Kína sagði í gær,
að yfir milljón Rússa væri haldið í
fangabúðum í Rússlandi í yfir eitt
þúsund fangabúðum, og sættu þeir
andlegum og líkamlegum misþyrming-
um í mismunandi ríkum mæli. Væru
þeir ýmist í fangabúðum eða svonefnd-
um geðveikrahælum. Tala fanga, sem
fréttastofan nefnir, er tala fanga, sem
sitja inni af stjórnmálaskoðunum ein-
um, þeir eru á annarri skoðun en stjórn-
in í Kreml.
Fréttastofan segir að reynt sé að
brjóta fangana niður, eða heilaþvo þá,
Hér leiðast Burton-hjónin hamingjusöm eftir síðari giftingu
sína í Botswana fyrir Fimm mánuðum, — en nú er það búið
aftur.
Burton
hjónin
skilja
aftur
Elisabet Taylor og Richard
Burton skildu í gær, en aðeins fimm
mánuðir eru síðan að þau giftu sig
aftur eftir 18 mánaða skilnað þá eftir
tíu ára hjónaband.
Y firlýsing Elísabrtar Taylor
fyrir limm manuðum síðan þcss cfnis
að hún væri þcss fullviss að hún
ætlaði að cyða ólifuðum ævidögum
með hinum útvalda Burfon hefur
grcinilcga ckki haldið og er orðrómur
uppi um að hún sé í ástarsambandi
við 37 ára sölumann í Sviss. Elísabet
cr nú 48 ára cn Burton fimmtugur.
Að undanförnu hefur Burton verið
í New York að undirbúa sig undir að
leika í Equus, því sama og nú er
verið að sýna hér í Reykjavík, en
Elísabet var þá í Sviss. Þegar hún
kom nýlega til New York heyrðist
Burton segja við hana að hún liti út
fyrir að vera ástfangin, meira er ekki
vitað.
Upphaflega giftust þau Burton-
hjónin árið 1964 eftir leik sinn í
Kleópötru. Þá skildi Elísabet við
mann sinn, söngvarann Eddie
Fisher, sem var fjórði maður hennar.
Burton skildi þá við fyrstu konu sína,
Sybil. Feiknar hamingja virtist 1
fyrstu ríkja í þessu nýja hjónabana.
og voru hjónin stöðugt í fréttum,
gjarnan fyrir að gefa hvort öðru
höfðinglegar gjafir, sem kostuðu
stjarnfræðilegar upphæðir.
Burton hefur hins vegar alltaf
verið talsvert fyrir sopann og komst
Bakkus upp á milli þeirra hjóna og
leiddi til skilnaðar þeirra. Fyrir
seinna hjónaband þeirra, en
brúðkaupið fór fram í Afríkuríkinu
Botswana, lofaði Burton að draga úr
drykkjunni og er ckki annað vitað en
að hann hafi staðið við það.
Allt kom fvrir ekki, þau skildu í
ga*r, cn það bar svo brátt að, að ekki
hafði fcngi/t skýring á því í morgun.
og þeir sem séu svo heppnir að hljóta
frelsi, séu sendir til vinnubúða.
Hvort sem Kínverjar nefna tölur í
hærri mörkunum eða ekki, eru Rússar
ekki á sama rnáli og fréttastofan Nýja
Kína. Nýlega barst blaðinu grein eftir
Rússana N. Jefimov hjá APN og fer hér
á eftir orðrétt tilvitnun í hana þar sem
hann fjallar um svipaðar umsagnir
vestrænna fréttamanna:
Það er eiginlega furðulegt, að nokkur
skuli yfirleitt leggja trúnað á þessa
fjarstæðu. Hvað eigum við að gera með
slík geðsjúkrahús (það er alltaf notuð
fleirtala), þar sem fjöldi þeirra sem eru
„annarrar skoðunar” er— samkvæmt
þeirra eigin frásögn — ekki nema um^
fjörutíu? Það ætti að nægja ein deild.
Og núna, þegar margir þessara manna
eru komnir vestur fyrir, þá ætti ein
stofa að nægja.
BEIRUT:
Kanadíska
sendiráðið
hernumið
- ÁRÁSARMÍNNIRNIR GÁFUST UPP
EFTIR 8 KLST.
Sjö vopnaðir Líbanir réðust inn í
kanadíska sendiráðið í Beirut í gær
og tóku 23 menn í gíslingu. Fyrirliði
flokksins, sem er talinn geðveikur,
gerði að aðalkröfu sinni að fá til sín
fjögur börn sín, sem nú dveljast í
Kanada hjá móður sinni og fvrr-
verandi eiginkonu hans. Aðstoðar-
menn fyrirliðans voru allir ættingjar
hans.
Hótuðu mennirnir að drepa gísl-
ana, yrði ekki gengið að kröfum-
þeirra og var þegar hafinn undir-
búningur að því, svo ekki þyrfti að
koma til blóðbaðs í sendiráðinu, en
ekki hafði svo mikið sem skotiverið
hleypt af við töku þess.
Herlið og lögreglulið umkringdi
þegar sendiráðið og voru við öllu
búin. Eftir stöðugar samningavið-
ræður við mennina tókst að fá þá til
að gefast upp án þess að þeir fengju
kröfum sínum framgengt, og sluppu
hinir handteknu allir ómeiddir.
Þess má geta að fyrrverandi konu
mannsins létti mikið er hún heyrði
um málalok, enda skildi hún við
manninn vegna geðveilu hans og gat
ekki hugsað sér börnin í hans hönd-
um, þótt hún hafi verið talin á að
láta þau af hendi til að koma í veg
fyrir hugsanleg fjöldamorð.
25. ÞING SOVÉZKA KOMMÚN-
ISTAFLOKKSINS BYRJAR í DAG
Afgerandi stefnu-
breyting ekki
talin á döfínni
Ekki er búizt við að nein stefnubreyt-
ing eða umtalsverðar nýjungar verið
boðaðar í upphafi 25. þings sovézka
kommúnistaflokksins, sem hefst í
Moskvu í dag, heldur fremur að áður
mörkuð stefna verði styrkt.
Fjöldi fulltrúa erlendra kommúnista-
flokka hefur streymt til Moskvu undan-
farna daga í boði sovézka kommúnista-
flokksins til þingsins og má þar m.a.
nefna Fidel Castro frá Kúbu og utan-
ríkisráðherra MPLA í Angola.
Fimm ár eru síðan síðasta flokksþing
var haldið en þá var hin svonefnda
friðaráætlun boðuð, og orðið detente,
eða þíða, fór að verða algengt meðal
stjórnmálamanna, ekki hvað sízt á
Helsinkiráðstefnunni í fyrra, sem var
mikill sigur fyrir þessa áætlun.
Til stóð að halda 25. þingið fyrr, en
talið er að þær róttæku breytingar, sem
á undanförnum árum hafa orðið á
evrópskum kommúnistaflokkum, nú
síðast grundvallarbreyting þess franska,
hafi haft þau áhrif að þinginu var
frestað þar til einhverjar ákveðnar línur
lægju fyrir.
Á síðasta þingi talaði Breznev, leið-
togi rússneska kommúnistaflokksins,
samfleytt í sex klukkustundir, en búizt
er við að hann verði stuttorðari í þetta
skiptið. Þrálátur orðrómur um heilsu-
brest hans virðist eiga við einhver rök
að styðjast, en þrátt fyrir það er hann
hress þessa dagana og er búizt við að
hann verði endurkjörinn leiðtogi flokks-
ins. Ekki er heldur búizt við miklum
mannabreytingum í æðstu stöðum
flokksins. Verði breytingar er helst
búizt við þeim í lægri stöðum. Breznev
á nú eftir eitt ár í.sjötugt.