Dagblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 8
8
/
Pappírsvinnan tœki tvo sólarhringa —
Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976.
eftir að í raun vœri búið að semja
„Jarðvegur að skapast fyrir það
hugarfar sem rœður úrslitum"
Allsherjarverkfallið gleypir ekki allt
Enn lífsmark með atvinnu-
lífinu á nokkrum stöðum
Enn er lífsmark með atvinnulífinu
á nokkrum stöðum úti á landi þótt
allsherjarverkfallið hafi frá upphafi
náð til 85—90 af hundraði launþega
innan Alþýðusambandsins og all-
margir hafi bætzt við síðan það hófst.
í Reykjavík eru, samkvæmt upp-
Iýsingum Alþýðusambandsins í gær,
eftirfarandi félög innan ASÍ ekki í
verkalli:
Bakarasveinar, bókbindarar, Graf-
íska sveinafélagið, prentarar, garð-
yrkjumenn, hárskerasveinar, hár-
greiðslusveinar, framreiðslumenn,
matreiðslumenn, starfsfólk í veitinga-
húsum, sýningarmenn í kvikmynda-
húsum, flugfreyjur, flugvirkjar.
Þá er skrifstofu Alþýðusambands-
ins ekki kunnugt um annað en eftir-
farandi félög innan sambandsins úti
á landi séu ekki í verkfalli: Verka-
lýðsfélög á Bíldudal, Suðureyri,
Drangsnesi, Hólmavík, Hrútafirði,
Sauðárkróki, Hvammstanga, Bakka-
firði, Fljótsdalshéraði, Vestur-
Skaftafellssýslu, Þórshöfn, ísafirði,
Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík, Fá-
skrúðsfirði. Ennfremur hefur skrif-
stofu ASÍ ekki borizt verkfallsboðun
frá Bílstjórafélaginu Keili, Keflavík,
og VéJstjórafélagi fsaíjarðar.
ísafjarðar.
Prentarar, Grafíska sveinafélagið
og bókbindarar, auk
Fáskrúðsfirðinga hafa boðað verkfall
hinn 25. -HH.
„Þetta er að koma saman,” sagði
Guðmundur J. Guðmundsson for-
maður Verkamannasambandsins í
viðtali við Dagblaðsmenn. Magnús
Óskarsson sagði að þegar komið væri
í lokakaflann ,,mundi skapast
jarðvegur fyrir því hugarfari sem
ræður úrslitum um samninga. Þá
mylja menn öll vandamálin,” sagði
hann.
Jón Þorsteinsson sáttanefndar-
maður sagði, að oft dygði að láta
menn vaka en þó kæmi að því að
menn yrðu ekki hæfir til að semja
vegna svefnleysis. Þegar Dagblaðs-
menn litu inn hafði „samninga-
fundur” staðið í talsvert meira en
sólarhring. Þórunn Valdemarsdóttir,
Verkakvennafélaginu Framsókn
sagði að allt væri í lagi með svefn-
leysið og Guðmundur J. tók undir
það.
Með samþykki Verkamanna-
sambandsins hafa fiestir aðilar
gengið inn á eitt prósent regluna.
Eitt prósent kauphækkun skal varið
til að mæta sérkröfunum. Þá var í
stórum dráttum búið að skipta
þessari stóru fúlgu sem
vinnuveitendur sögðu að væru 500-
600 milljónir á ári á einstaka
kröfuliði hinna einstöku hópa. Þetta
var mikið verk, enda hafði mikið til
verið stanzlaust að því unnið síðan
aðfaranótt sunnudags. Þetta verk-
efni hafði í stórum dráttum klárazt.
Tilgangurinn með þessu sem
samningamenn kölluðu
„hreingerningu” var að skapa
tækifæri til að fara að fást við kaup-
hækkunina og örnur atriði, sem
ófrágengin voru. Þó eru nokkrir
hópar sem enn höfðu ekki samþykkt
eitt prósent aðferðina -HH.
„Ekki líkur á að hætt verði við
verkfall fyrr en pappírsvinnunni er
lokið,” sagði Magnús Óskarsson.
„Ég gizka á að pappírsvinnan sem
eftir verður þegar búið er að semja
um öll meginatriði muni taka um tvo
sólarhringa,” sagði Magnús Óskars-
son vinnumálastjóri Revkjavíkur-
borgar sem fylgzt hefur mcð
samningum í hátt í tuttugu ár.
Dágblaðið ræddi við hann í
heimsókn til samningamanna á
Hótel Loftleiðum í gær. Og mikið
var eftir áður en „búið væri að semja
um öll meginatriðil”
Menn töldu ólíklegt að hætt vrði
við verkfallið eftir að slíkir samningar
tækjust, nú yrði beðið eftir „pappírs
vinnunni”. Þess vegna gerðu menn
ráð fyrir að verkfallið stæði sennilega
út vikuna, þótt vissulega sé erfitt að
spá.
„Nú opnast væntanlega brátt leið
vfir í lokakaflann,” sagði Magnús.
Verkamannasambandið sem hafði
lengi staðið gegn „eins prósents
lausninni” á sérkröfunum var að ná
Verkamannasambandið var að „koma inn í mvndina”, og Eðvarð
fékk sér kaffi.
Jón Þorsteinsson sagði, að vökurnar
dygðu oft.
samkomulagi við vinnuveitendur um
fimmleytið í gær að því er menn
töldu.
Nýjasta nýtt í niðursuðumálum:
„TVEGGJA-LOKA-KERFIÐ"
Það er ekki ofsögum sagt af niður-
suðudósunum okkar. Á dögunum
vorum við að kvarta undan erfiðleik-
um á að komast í gómsætt innihald
þeirra. Og það var eins og við mann-
inn mælt, einn blaðamannanna
skokkaði út í búð og keypti sér niður-
soðin svið.
Sársoltínn réðst hann til atlögu við
dósina og munnvatnskirtlarnir til-
búnir að leysa fæðuna upp í munni
hans. En hvað? Brotnarekki lykillinn
í stimpingum við dósina! Voru
ýmis furðulegustu tól tínd til og eftir
langa stund tókst að ná lokinu af, —
en ekki tók þá betra við. Lokin voru
nefnilega tvö, rétt eins og nýju rak-
vélablöðin sem inest cru auglýst í
sjónvarpinu.
Vissulega hafði matarlystinni verið
spillt verulega, — en sviðin höfnuðu laust var það ekki að ná þeim úr
þó í maga blaðamannsins en átaka- umbúðum sínum.
Norðlendingar óánœgðir með sinn hlut af
leiguíbúðum:
„Verulegar blekkingar
voru hafðar í frammi"
„Leiguíbúðakerfið átti eingöngu að
vera fyrir dreifbýlið en það hefur verið
fyrir borð borið. Reikningsformúlur eru
notaðar sem skálkaskjól,” segir í frétta-
bréfi Fjórðungssambands Norð-
lendinga.
Bent er á að Reykjanes hafi fengið 83
íbúðir og Suðurland 88 af alls 1000 og
sagt: „Miðað við þá reglu, sem
Húsnæðismálastjórn sagðist beita, að
draga viðlagasjóðsíbúðirnar frá við
endanlega úthlutun, er Ijóst að mörg
sveitarfélaganna á Reykjancsi og
Suðurlandi hefðu ekki komið til greina
um að fá leiguíbúðir. Það furðulcga
hefur skeð að þrátt fyrir þennan frá-
drátt hafa sum þeirra fengið úthlutað
leiguíbúðum. Hér hafa verið hafðar í
frammi verulegar blekkingar,” segir í
fréttabréfinu.
Kvartað er um að Ieiguíbúðakerfið
nær til Faxafióasvæðisins og í frétta-
bréfinu segir að reynslan hafi orðið
önnur en að var stefnt þegar kerfið var
til afgreiðslu á Alþingi. Þá hafði það
eingöngu átt að ná til dreifbýlisins.
Norðlendingar eru einnig óánægðir
mcð samanburð við Vestfirði, Vestfirðir
fái 211 íbúðir en Norðurland vestra,
jafnfjölmennt svæði, aðeins 112.
Norðurland evstra fær 222 íbúðir.
„Hlutur Norðurlands borinn fyrir
borð,” segir í þessu fréttabréfi
Fjórðungssambands Norðlendinga.
-HH.