Dagblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 14
14
r
Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976.
BARNASJUKDOMAR
OG NOKKIIR ATRIM VARÐANDI
e>
Jafnvel hin reyndasta móðir er
fljót að gleyma hver er gangur hinna
algengustu barnasjúkdóma.
Eftirfarandi listi yfir þá, gang þeirra
og almenna fylgikvilla hefur orðið
mér til mikils gagns á undanförnum
árum. Það er
heillaráð að hafa svona lista við
höndina til þess að ráðfæra sig við
þegar börnin verða veik. En í öllum
bænum, það má aldrei treysta á
hann um of, — ef þið eru í vafa
skuluð þið sækja lækni. En vera má
að stundum séu læknar sóttir til
barna oftar en nauðsynlegt er. En
það er betra að sækja lækni einu
sinni of oft en láta það vera.
Flestir ef ekki allir
barnasjúkdómar gefa lífstíðarónæmi.
Nú er einnig farið að bólusetja bæði
við kíghósta og mislingum. Einnig er
það staðreynd að börn verða ekki
eins veik og fullorðið fólk af
barnasjúkdómum og því sjálfsagt að
reyna að láta þau smitast af þeim
þegar í æsku. Sérstaklega á þetta við
um litlar telpur og rauða hunda, svo
og drengi og hettusótt, en báðir
þessir sjúkdómar geta haft.
alvarlegar afleiðingar á
fullorðinsárum.
Ágætt er að hafa það fyrir reglu að
skrifa hjá sér hvaða barnasjúkdóma
börnin fá og hvenær. Það er svo
ótrúlega fljótt að fyrnast yfir slíkt,
sérstaklega þegar börnin eru mörg.
Nauðsynlegt getur aftur á móti verið
að hafa slíka vitneskju á takteinum,
þegar börnin eru orðin fullorðin og
vafi leikur á um hvort þau hafa
fengið sjúkdómana eða ekki.
Undirrituð fékk t.d. bæði hettusótt
og rauða hunda á fullorðinsárum, og
átti alls ekki von á að fá
„barnasjúkdóma” um tvítugt!
Meðfylgjandi upplýsingar eru
þýddar úr viðurkenndu dönsku
kvennablaði og mega vonandi verða
einhverjum til gagns.
-A. Bj.
Hvað er það? Meðgöngutími sjúkdómsins Byrjun sjúkdómsins Sérstök einkenni Fylgikvillar
Skarlats- sótt (Scarlátina): Bráður, smitandi sjúkdómur, er ekki talinn mjög hættulegur nú á tímum. Tveir til fimm sólarhringar. Þreyta, vanlíðan, höfuðverkur, kuldahrollur, flökurleiki, eymsli í hálsi. Á fyrsta sólarhring fylgir oft niðurgangur.hiti 39—40°, roði í hálsi og gulleit skán á tungu. Útbrot, oftast á fyrsta sólarhring, rauðleit og flekkótt, einna líkust „gæsahúð”. Byrja neðst á kvið, innan á lærunum. Líkjast einna helzt bruna eftir opinn eld eða sólarbruna. Hálsbólgan getur tekið sig upp, létt heilahimnubólga, eða 3—4 vikum síðar nýrnabólga með hitahækkun, þreytu, flökurleika, lystarleysi og uppköstum.
Hettu- sótt ;Parotitis epidemica); Bráður smitandi vírussjúkdómur. 16—21 sólarhringur. Hiti er yfirleitt lágur, en getur samt farið upp í 40°. Þroti í munnvatnskirtlum, sérstaklega framan við eyrun. Hálsinn er aumur, og sárt að opna munninn. Útlitið verður mjög einkennilegt, hálsinn virðist koma beint niður undan eyrnasneplunum, — munnvatnskirtlarnir framleiða mikið munnvatn, — sárt að tyggja og kyngja. Hjá fullorðnum karlmönnum geta eistu bólgnað og þeir orðið ófrjóir. Einstök dæmi um að konur hafi orðið ófrjóar er eggjastokkar þeirra hafa bólgnað. Alengastur fylgikvilli er höfuðverkur, þreyta og magnleysi.
Hlaupa- bóla Bráður og mjög smitandi vírussjúkdómur. 13—16 sólarhringar. Byrjar með háum hita, þó hærri hjá fullorðnum en börnum. Hægt er að greina útbrot, í fyrstu ekki ólík skarlatssóttarútbrotum. Útbrotin hverfa, og „bólurnar” koma í ljós strax á fyrstu sólarhringum sjúkdómsins. Þær eru 2—3 mm í þvermál, upphleyptar, vökvafylltar bólur. Klæjar og ef rifið er ofan af, geta komið ör eftir. Það getur hæglega hlaupið illt í, sárin.
Rauðir hundar Vírussjúkdómur sem ekki er eins smitandi og mislingar og fujlorðnir geta auðveldlega fengið rauða hunda. 14—20 sólarhringar. Smávegis hiti og lítilsháttar kvef, aumur háls og aukið tárarennsli. Bólgnir eitlar í hnakka og utan á hálsinum. Útbrotin koma eftir 2—3 sólarhringa . og eru ljósrauð, upphleypt og byrja í andlitinu. Hættulegur vanfærum konum, þar sem sjúkdómurinn getur skaðað fóstur sem hefur ekki náð 3ja mánaða aldri.
Mislingar Bráður og mjög smitandi vírussjúkdómur. 10—12 sólarhringar. Hiti, kvef og hósti, þroti í augum og slímhúðum. Aukið tárarcnnsli, eymsli í slímhúð, innan á kinnunum myndast oft upphleyptir hvítleitir blettir með roða í kring. Eftir nokkra daga lækkar hitinn en stígur aftur þegar útbrotin koma í ljós. Þau eru dreifð fyrst í stað en verða síðan eins og hella um allan líkamann. Gæta verður vel að sjúklingnum þai sem hann er mjög móttækilegur fyrii aðra smitsjúkdóma. Heimahjúkrun er því heppilegri en spítalavistun.
Kíghósti Bráður, smitandi loftvegasjúkdómur sem orsakast af kíghóstabakteríu. 8—14 sólarhringar, (getur þó verið mismunandi) • Getur verið erfitt að greina sjúkdóminn í byrjun frá venjulegu kvefi. Hafirðu einu smni heyrt í kíghóstasjúklingi þegar hann hefur fengið sog, — verðurðu aldrei í vafa aftur. Sogin koma vanalega eftir 1—2 vikur, — og þeim fylgja stundum uppköst. Erfiðasta tímabilið tekur oft 3—6 vikur. Alvarlegir fylgikvillar geta komið fram í miðtaugakerfinu, en það ei mjög sjaldgæft.
Ava (iardncr
Saman í
kvikmynd
Tvær fallegar og frægar sljörnur
eiga bráðlega að leika saman i
kvikmynd. Það cru Ava Gardner og
Sophia I.orcn. Carlo Ponti’.
ciginmaður Sophiu, cr lcikstjórinn.
Ava á að lcika anðuga bandariska
konu scm lcndir i vandræðum þegar
lcst sent hún er i, er rænt.
Sopltia l.oren lcikur blaðakonu,
Riehard Harris leikur skttrðlækni og
Burt l.tineastcr ofursta i bandariska
hernuni. Carlo Ponti leggur fram 540
millj. kr. lil kvikntyndatökunnar.
Alitið cr að húgmyndin að þcssari
kvikmvnd sc komin frá lcstarráni
sem franiið \;tr í Hollandi og scgir
m.a. I'rá barátiu nokkurra farþcga að
komasl klakklaust i gcgnuni crfiðar
aðsta-ðtir. Sophia I.orcn.