Dagblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 16
16 Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976. Hvað segja stjörrsurnar? Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 25. febrúar. Vatnsberinn (21. jan. —19. feb.): Þessir tírnar eru hagstæðir nýjum áætlunum á öllum sviðum. Mikil spenna kynni að ríkja meðan verið er að hagræða öllu eins og bezt verður á kosið. Vinur þinn gerir eitthvað sem á eftir að gleðja þig mjög mikið. Fiskarnir (20. fr*b.—20. marz): Þetta tímabil gæti orðið mjög áhugavert. Einbeitingarhæfni þín er mjög mikil og gerir þér fært að sinna og koma frá mörgum hlutum í einu. Þú skalt samt gæta þess að annað fólk taki á sig þá ábyrgð er því ber. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Þú gætir lent í deilum í dag. Orðaðu varlega allt sem þú segir, því reynt verður að snúa þínum eigin orðum gegn þér. Mikilvæg þróun á sér nú stað í fjármálum. Nautið (21. apríl—21. maí): í dag virðast það vera smáatriðin sem skipta máli. Vinir þínir gætu valdið þér áhyggjum mcð því að vera að detta inn úr dyrunum á undarlegustu tímum. Láttu ekki einhvern tæla þig til að kaupa eitthvað sem þig í rauninni langar ekki í. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Vertu einstaklega kurteis gagnvart eldri manneskju — vinsemd þín ein gæti verið álitin bera vitni um ágengni. Vertu ekki alltaf að ætlast til að allt sé eftir þínu höfði. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Hætt er við að vandamál annars manns verði að þínum vanda, ef þú ekki spyrnir við og neitar að láta flækjast um of í þau. Gæfan er meö þér í kaupum og ættirðu að geta gert kjarakaup. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Þú ert að færa út kvíarnar og kynnast nýju fólki. Þú ert mjög sigurstranglegur á sviði sem þú hafðir komið nálægt áður. Ekki gefa loforð sem gæti orðið óvenju erfitt að standa við. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Spáð er ánægju- legum og viðburðalitlum degi. Stjörnustaðan bendir til að friður og jafnvægi ríki í persónuleg- um samþöndum þínum. Þessi dagur er tilvalinn til að gera framtíðaráætlanir fyrir fjölskylduna. Vogin (24. sept.—23. okt.): Þú verður að leggja alveg sérstaka rækt við fjármálin núna. Þú skalt athuga vandlega alla pappíra sem þú þarft að undirrita. Kvöldið ætti að losa um mikið af þeirri spennu sem hlaðizt hefur upp yfir daginn. Sporðdrekinn (24. okt.—22.nóv.): Einhver gæti orðið til þess að segja eitthvað sem særir þig. Þér er ráðlegast að láta vita af tilfinningum þínum undir eins og er þá ekkert líklegra en að þú verðir beðinn afsökunar. Hagsmunir eldri manneskju virðast skipta miklu máli núna. Bogmaóurinn (23. nóv.—20. des.): Eitt þeirra mála er þú leggur metnað í gæti orðið fyrir nokkrum áföllum núna. Þú ættir að fá tækifæri til að byrja alveg upp á nýtt í ástamálum. Kvöldið er gott til að kynnast vinum betur. Steingeitin (21. des.—20. jan): Övæntur gestur rýfur hinn vanalega gang mála. Láttu ekkert á gremju þinni bera, því mikið álit þessarar manri- eskju á þcr mun fyllilega vega þar upp á móti. Þú færð tækifæri til að nota einn hæfileika þinna í kvöld. Afmælisbarn dagsins: Þú kynnist manneskju sem á eftir að hafa mikla þýðingu fyrir þig, einnig munt þú fá mjög spennandi tilboð. Þú gætir att í nokkrum vandræðum með eldri fjölskyldu- meðlimi sem vilja bara fara troðnar slóðir. Grciðast mun úr málum. en aðeins ef beitt er lagni. Eitt ástarævintýri mun hafa mikið að segja fvrir þig. „Láki, ég bakkaði bilnum yfir ;garðsláttuvélina. © King Foatures Syndicate. Inc . 1979 World nghts reserved 8-21 ,,Ef þú þarft eitthvað að tala við mig verð ég i eldhúsinu að búa til uppáhaldsmatinn þinn.” REYKJAVIK: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. KÓPAVOGUR: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. HAFNARFJÖRÐUR: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Apétek Kvöld- og helgidagavarzla apótekanna vikuna 20.—26. febrúar er í Garðs- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörzluna á sunnudögum, helgidögum og almennum frídögum. Einnig nætur- vörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almenn- um frídögum. HAFNARFJÖRÐUR — GARÐA- BÆR NÆTUR- OG HELGIDAGA- VARZLA, upplýsingar á slökkvistöð- inni í síma 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjabúða- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Sjúkrahús BORGARSPÍTALINN: Mánud. - föstud. kl. 18.30 - 19.30. Laugard. - sunnud. kl. 13.30 - 14.30 og 18.30 - 19. HEILSUVERNDARSTÖÐIN: Kl. 15 - 16ogkl. 18.30- 19.30. FÆÐINGARDEILD: Kl. 15 - 16 og 19.30-20. FÆÐINGARHEIMILI REYKJAVÍKUR: Alla daga kl. 15.30 - 16.30. KLEPPSSPlTALINN: Alla daga kl. 15 - 16 og 18.30- 19.30. FLÓKADEILD: Alla daga kl. 15.30 - 17. LANDAKOT: Kl. 18.30-19.30 mánud.-föstud., laugard. og sunnud. kl. 15-16. Barnadeild alla daga kl. 15-16. GRENSÁSDEILD: Kl. 18.30 - 19.30 alla daga og kl. 13 - 17 á laugard. og sunnud. ' HVÍTABANDIÐ: Mánud. - föstud. kl. 19 - 19.30, laugard. og sunnud. á sama tlma og kl. 15 - 16. KÓPAVOGSHÆLIÐ: Eftir umtali og kl. 15 - 17 á helgum dögum. SÓLVANGUR HAFNARFIRÐI: Mánud. - laugard. kl. 15 - 16 og kl. 19.30 - 20. Sunnudaga og aðra hclgi- daga kl. 15 - 16.30. LANDSPÍTALINN: Alla daga kl. 15 - l(i og 19 - 19.30. FÆÐINGARDEILD: Kl. 15 - 16 og 19.30-20. BARNASPÍTALl HRINGSINS: Kl. 15 - 16 alla daga. SJÚKRABIFREIÐ: Reykjavík og Kópavogur sími 11100, Hafnarfjörður sími 51100. TANNLÆKNAVAKT er í Heilsu- verndarstöðinni viðBarónsstígalla laug- ardaga og sunnudaga kl. 17 - 18. Simi 22411. REYKJAVÍK — KÓPAVOGUR DAGVAKT: Kl. 8-17. Mánud. föstud., ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17-08 mánud. — fimmtud. sími 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúða- þjónustu eru gefnar i simsvara 18888. RAFMAGN: í Reykjavik og Kópavogi sími 18230. f Hafnarfirði i síma 51336. HITAVEITUBILANIR: Sími 25524. VATNSVEITUBILANIR: Simi 85477. SÍMABILANIR: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sóiarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. I ÍG S) Vestur spilar út spaðatíu í sex laufum suðurs. NORÐUR A Á-7-4 Z> Á-K-8-5-3-2 0 2 * Á-K-4 SUÐUR A K-8-6 ýý G-4 0 G-9-3 A D-G-8-7-5 Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 hj. 1 sp. pass pass dobl pass 3 lauf pass 6 lauf pass pass pass Hvernig spilar þú spilið? Fyrsta spaðann drepum við heima á kónginn og spilum laufi á ásinn. Og nú, hjartaás. Ef drottningin fellur ekki tekur suður einfaldlega trompin og spilar (biðjandi) upp á 3-2 legu í hjartanu. Ef hins vegar hjartadrottning kemur í ásinn í 3ja slag er litlu trompi spilað á drottninguna. Þá er hjartagosa spilað. Ef hann er ekki trompaður er spilið unnið. Blindum er spilað inn á laufakóng og lítið hjarta trompað heima. Nú er spaðaásinn innkoma á fríhjörtun. Þegar áætlun er gerð í byrjun verður suður að reikna með möguleikanum á drottningu einspili í hjarta. Spil mótherjanna voru: Vestur * 10-2 10-9-7-6 K-10-8-7 9-3-2 Austur A D-G-9-5-3 9 D 0 Á-D-6-5-4 4. 10-6 d 9 Á sovézka meistaramótinu 1957 kom þessi staða upp í skák Gurgenidze og Bagirov, sem hafði svart og átti leik í stöðinni. Hann lék 20. — — Dxd5 og Gurgenidze var fljótur að gera út um skákina. niriii Æ Æ 20.-----Dxd5 21. He8+! — Kh7 22. Rf8 + — Kg8 23. Rd7 + og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.