Dagblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 1
Srfalst,
aháa
dagblað
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
2. árg. — Þriðjudagur 24. febrúar 1976 — 46. tbl
Mjólk
i
dag
Við' verðum að öllum líkindum
tilbúnir að byrja á að keyra út
mjólkina um hádegisbilið, sagði
forsvarsmaður Mjólkursamsölunnar
er nB-mcnn komu a iiiikí hans
Kjarasamningarnir:
Norglobatmenn
beygðir- flestor
sérkröfur fró
en lisfinn yfir smóhópa, sem ósamið er við um
sérkröfur, er býsna langur
Stóru sérkröfurnar cru í aðalatrið-
um frá, cn listinn yfir smáhópa, sem
enn er ósamið við um sérkröfur, er
furðu drjúgur. Norglobalmenn voru í
nátt neyddir til að lofa að hætta
móttöku loðnu, meðan verkfallið
stendur.
Atvinnurekcndur segja, að það sé
algerlega ólöglegt að hindra loðnu-
móttöku Norglobal, þar sem enn eru
nokkur skip að veiðum og loðnumót-
taka á nokkrum stöðum. Verkfallið
sé því ekki algert. Jón Sigurðsson
formaður Sjómannasambandsins
fékk Björn Jónsson forseta Alþýðu-
sambandsins í lið með sér í gær, og
hótuðu þeir að láta allar samninga-
viðræður stranda, ef ekki yrði orðið
við kröfum þcirra varðandi Norglo-
bal. í nótt, klukkan um hálftvö gáf-
ust leigjendur skipsins upp. Jón
ívarsson, annar leigjenda þess, tók
fram að hann tæki 2 sólarhringa til
umþóttunar um, hvort senda skyldi
skipið burt frá íslandi. Því kann svo
að fara, að skipið verði farið, þótt
verkfall leystist næstu daga.
Samningamcnn voru í morgun
bjartsýnir á, að verkfallið færi að
styttast og því kynni að Ijúka næstu
daga. Enn eru eftir svokallaðar ,,sam-
eiginlegar sérkröfur”, sem Alþýðu-
sambandið ber fram í heild. Þar á
meðal er fyrirkomulag um greiðslur
í sjúkrasjóð, en ekki eru mörg slík
atriði. Þá er auðvitað sjálf kaup-
hækkunin eftir.
í nótt var enn unnið að lausn
sérkrafa, til klukkan þrjú. Þá hafði
samningafundur staðið í 37 stundir. í
dag klukkan tvö verður væntanlega
enn haldið áfram með umræður um
sérkröfur. Sumir vilja þó fara að snúa
sér að öðru og láta það, scm eftir er
af sérkröfum bíða lokanna. En listinn
yfir þá, sem eiga sérkröfur ófrágengn-
ar, er langur. Þar eru meðal annars:
mjólkurfræðingar, netagerðarmenn,
kjötiðnaðarmenn, brauða- og mjólk-
ursölustúlkur, flugvirkjar, flugfreyj-
ur, múrarar, bakarar, Sigöldumenn
og sláturhúsafólk. Vinnuveitendur
vilja hindra, að sumir þessara hópa
komi á síðustu stundu með harða
„pressu” eins og áður hefur gerzt.
—HH
INNFLUTT FLENSA
íslenzk heilbrigðisyfirvöld leita nú
frekari uplýsinga um
innflúensutilfelli það, sem upp kom í
bandarískum herbúðum í New
Jersey í síðustu viku og leiddi til
bráðadauða manns þess er veikina
hafði tekið.
Mcð vissu cr vitað um, að herinn á
Keflavíkurflugvclli flutti inn inflú-
cnsufaraldurinn, sem hér geisaði í
fyrra. Hann barst hingað með her-
mönnum, scm fluttir voru fra sýktum
herbúðum í Bandaríkjunum. Var þá
þcgar búið að greina inflúensu-
stofninn þar vestra, þcgar flutningar
á hermönnum hingað til íslands fóru
fram.
Víst er talið, að sá faraldur sé ekki
hinn eini, sem þannig hefur bonzt
hingað til lands og er því fullrar
aðgátar þörf varðandi flutninga á
hermönnum og öðru liði frá Banda-
ríkjunum.
Spánska veikin, sem svo hefur
verið nefnd, er bráðsmitandi og
banvæn. Þrátt fyrir að tilkynning
hefur borizt fra Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni þess efnis, að ekki sé
hætta á ferðum út af þessu tilfelli í
herbúðunum í New Jersey er mjög
brýn ástæða fyrir íslenzk heilbrigðis-
yfirvöld að hafa mikla gát á her-
flutningum hingað til lands. Það er
gert sem fyrr segir. -BS-
borgarlæknis um 10 leytið í morgun.
Borgarlæknir sagði að mjólkin yi’ði
afgreidd út á sjúkrasamlagsskírteini
eða hcilsufarsbækur frá ungbarna-
cftirlitinu. Líklega verður afgrciddur
einn lítri af mjólk á barn. Ráðgert
var að opna átta mjólkurbúðir en
ekki búið að ákveða hvcrjar þær
yrðu, og heldur ckki upp að hvaða
aldri börn fengju mjólk. ABj.
Þessi hressilegi mjólkurbílstjóri var nýkominn ofan úr Borgarfirði með átta
þúsund lítra af mjólk. Nærri lætur að það sé um helmingur þcss magns sem
leyfð hafði verið vinnsla á, að sögn Sigurðar Runólfssonar mjólkurfræðings.
Ekki voru vélar samsölunnar komnar í gang í morgun er Dagblaðsmenn
komu þangað. Mjólkurfræðingurinn varðist allra frétta, sagði að þetta mál
væri enn allt laust í reipunum og hann vildu engu svara eins og á stæði.
Mjólkurbílstjórinn, Ragnar Felixson, var hinn hressasti.sagðist vera sinn
eigin herra og ekki í neinu verkfalli. Mjólkin sem hann var með í tankbíl
sínum var úr Melasveit og sveitunum í kringum Akranes.
Ljósm. DB-Björgvin/ A. Bj.
SAMDISTINOTT UM
ÖLL HLUTASKIPTIN
Sjómannasamningarnir eru nú Þetta hafði verið harðasti hnútur- til frá klukkan tvö í fyrradag. ekki væri gott að segja, hvenær verk- saman við það sem gerist í hinum
langt komnir. í nótt náðist sam- inn í dcilunni. Fundur stóð til laust Björn Hermannsson tollstjóri, einn falli lyki. almennu kjarasamningum. Fleiri
komulag um hlutaskipti á öllum teg- fyrir klukkan sex í morgun. Höfðu sáttanefndarmanna, sagði í morgun, Eftir er að ræða um kauptrygging- kröfur sjómanna eru einnig eftir.
undum skipa. fundir þá staðið, þó með hléi, mikið þótt mikið hefði miðað í deilunni, að una, en hún hangir að verulega leyti —HH
Norðlendingar og
leiguíbúðirnar:
//VIÐ
VORUM
BLEKKTIR"
— sjá bls. 8
Gerrœðislegar
aðgerðir
barnaverndar-
nefndar
— Baksíða
SIÐASTA BLAÐ FYRIR
PRENTARAVERKFALL?
Prentaraverkfall er boðað á
miðnætti næstkomandi, svo að þetta
verður síðasta blað fvrir vcrkfall.
Hugsanlegt er þó, að verkfallinu
verði frestað, cn engin ákvörðun
hcfur vcrið tekin um það.
Sáttafundur í prentaradcilunni
hófst klukkan níu í gærkvöldi og stóð
fram yfir klukkan tvö í nótt. Lítið
scm ckkcrt gckk í samkomulagsátt.
og sögðu samningamcnn í morgun,
að „staðan væri óbreytt”. Raut var
um sérkröfur.
Næsti fundur er boðaður klukka.i
níu í kvöld. -HH.
Ellefu i
steininum
fyrir inn-
brot í nótt
— Baksíða