Dagblaðið - 01.03.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976.
í ~~
lV______
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Stórleikur hjó Celtic,
— só bezti um árabill
— Sigraði Hibernian 4-0 á Parkhead. Bobby Lennox leikmaður dagsins og
Jóhannes, McGrain og Lynch í liði vikunnar hjá Sunday Mail
Þetta var frábær leikur af okkar hálfu
og stórsigurinn gegn Hibernian á
laugardag var ekki marki of mikill. í
skozku blöðunum í morgun er mikið
skrifað um að þetta hafi verið bezti
leikur Celtic um árabil, sagði Jóhannes
Eðvaldsson í símtali við Dagblaðið í
gær. Það var gaman að leika þennan
leik — liðið frábært í vörn og sókn. Á
miðvikudag leikum við gegn austur-
þýzka liðinu Sachsenring Zwickau í
Evrópukeppni bikarhafa. Þjálfari liðsins
horfði á leikinn á Parkhead og sagði
eftir hann að það væri mikill heiður
fyrir félag hans að fá að leika gegn jafn
frábæru liði og Celtic á Parkhead, sagði
Jóhannes ennfremur. 17. marz verður
síðari leikur liðanna ? Austur-
Þýzkalandi. Celtic á erfiða leiki fram-
undan. Auk Evrópuleikjanna leikur
Celtic við Ayr á útivelli 6. marz og I
síðan við Rangers á Parkhead 13. marz. |
Þýzka liðið lék í Magdeburg á laugar-
dag í 1. deildinni austur-þýzku og
tapaði 3-1 fyrir Magdeburg.
Bobby Lennox var kjörinn leikmaður
dagsins hjá Sunday Mail eftir leikinn
við Hibs — og þrír aðrir leikmenn
Celtic voru í liði vikunnar, auk Lennox
þeir Jóhannes og bakverðirnir McGrain
og Andy Lynch. Fimm leikmenn liðsins
fengu 4 í einkunn hjá blaðinu,
Jóhannes, Lennox, McGrain,
McClusky og Dalglish, en Lynch 3.
Áhorfendur á Parkhead á laugardag
voru rúmlega 33 þúsund og BBC sagði:
Leikmenn Celtic möskuðu Hibs svo
ekki stóð steinn yfir s,teini hjá Edin-
borgarliðinu. Dixie Deans skoraði fyrsta
mark leiksins úr vítaspyrnu á 13. mín.
eftir að Lennox hafði verið brugðið
innan vítateigs. Á 39. mín. var Lennox
aftur á ferðinni og ^koraði. Þriðja
markið skoraði Poul Wilson á 44. mín.
eftir að hafa fengið knöttinn af mark-
verði Hibs — Mike McDonald, sem
áður var hjá Stoke. Hann hafði þá varið
skot frá Deans. í síðari hálfleiknum
skoraði Dalglish frábært mark. Lék upp
frá miðju — gaf knöttinn á Deans og
fékk hann aftur. Eygði smágat í þröngri
stöðu og sendi boltann efst í netmöskv-
ana. Jóhannes, sem lék sweeper eins og
í undanförnum leikjum, fór upp í horn-
spyrnum og átti hörkuskalla á mark,
sem naumlega var varinn — og var að
venju aðalmaður Celtic í vörninni að
sögn skozku blaðanna.
Úrslit í aðaldeildinni urðu á laugar-
dag:
Aberdeen — St. Johnstone 3-0
Celtic — Hibernian 4-0
Dundee Utd. — Dundee 1-0
Hearts — Ayr Utd. 1-0
Motherwell — Rangers 0-1
Derek Johnstone skoraði sigurmark
Rangers. Ahorfendur voru 25 þúsund.
Cannon skoraði sigurmarkið fyrir Uni-
ted í Dundee, en þar sauð heldur betur
upp úr eftir leik Dundee-liðanna.
Greinilegt er að keppnin um meistara-
titilinn kemur eingöngu til með að
standa milli stóru Glasgow-liðanna,
Celtic og Rangers. Celtic stendur betur
að vígi með stigi meira og mun betri
markatölu, en staðan er þannig eftir
leikina á laugardag:
Celtic 26 17 4 5 56-30 38
Rangers 26 16 5 5 43-21 37
Hibernian 25 13 6 6 44-29 32
Motherwell 26 12 7 7 45-33 31
Aberdeen 26 10 7 9 41-36 27
Hearts 26 8 8 10 28-37 24
Dundee 26 8 7 11 41-49 23
Ayr 25 8 4 13 30-41 20;
Dundee Utd. 24 6 6 12 28-38 18
St. Johnst. 26 2 2 22 24-66 6
Heimsmeistararnir gengu hreint til verks
Heimsmeistarar V-Þjóðverja í knatt-
spyrnunni gengu hreint til verks í Dort-
mund á laugardag — beinlínis slátruðu
Möltubúum í 8. riðli Evrópukeppni
landsliða frammi fyrir 53.738 áhorfend-
um. Sigruðu 8-0 og þar með komust
Þjóðverjar í 8-liða úrslit keppninnar —
en þeir eru núverandi Evrópumeistarar.
Svo miklir voru yfirburðir þýzkaJiðs-
ins að Sepp Maier, sem hélt upp á 32ja
ára afmæli sitt og lék sinn 66. landsleik,
þurfti ekki að verja skot í leiknum.
Ronnie Worms, miðherji Duisburg,
skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mín.,
síðan aftur á 27. mín. með skalla. Hann
,,átti” 3ja markið sem Heynckes skoraði
á 34. mín. Erich Beer skoraði það 4. úr
víti á 41. mín. 4-0 í hálfleik.
Heynckes skoraði 5. markið á 58.
mín., Beer það sjötta á 77. mín., en
mestur var fögnuðurinn þegar Berti
Vogts skoraði með skalla á 82. míp.
Fyrsta landsliðsmark hans í 69 lands-
leikjum. Hoelzenbein skoraði áttunda
markið tveimur mín. fyrir leikslok.
Meðal áhorfenda var spánski lands-
liðsþjálfarinn Ladislao Kubala, en
Spánverjar eru næstu mótherjar Vest-
ur-Þjóðverja í keppninni.
Lokastaðan í 8. riðli:
V-Þýzkaland
Grikkland
Búlgaría
Malta
6 3 3 0 14-4 9
6 2 3 1 9-7 7
6 2 2 2 12-7 6
6 1 0 5 2-20 2
1 3
...hvertmeð
sínumóti.
BORGARHUSGOGN
Úrval af óklœðum BORGARHÚSGÖGN
Lítið inn, það borgar sig Grensásvegi L3J3 Sími 8-59-44
VIKTORIA
SAL0N
RÚBIN H0RN