Dagblaðið - 01.03.1976, Blaðsíða 15
14
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976.
þróttir
þróttir
Iþróttir
róttir
Þrjú heims-
met Steve
Hollands
Stephen Holland, hinn frábæri ástralski
sundmaður, bætti fjögurra daga gamalt
heimsmet sitt í 800 m. skriðsundi um næstum
fjórar sekúndur, þegar hann synti á 8:01.91
sek. á meistaramóti Ástralíu í Sydney í gær.
Holland, sem aðeins er 17 ára, synti fyrr í
vikunni á 8:06.27 mín. og hefur því bætt
heimsmet Bandaríkjamannsins Tim Shaw,
sem einnig er 17 ára, um 6.69 sek. í báðum
þessum sundum. Þó var hann enn þreyttur í
gær eftir keppnina á föstudag, en þá setti
hann einnig frábært heimsmet í 1500 m.
skriðsundi — synti á 15:10.89 mín.!! — en
Shaw átti einnig efdra heimsmetið þar. Hol-
land bætti heimsmetið um 10 sekúndur.
Það var metaregn á ástralska mótinu. Neil
Rogers setti samveldismet í 100 m. flugsundi
55.47 sek. og Mark Kerry í 200 m. baksundi
2:03.58 mín. Áströlsku metin féllu í nær
hverri grein. Glenda Robertsson synti 100 m.
baksund á 1:06.26 — Judy Hudson 200 m.
bringusund á 2:41.83 mín., Jenny Turrall
1500 m. skriðsund á 16:53.68 mín. Neil
Rogers 100 m. skriðsund á 53.05 og Judy
Hudson 200 m. fjórsund á 2:22.47 mín.
Nýi Hollendingur
fljúgandi varð
heimsmeistari!
Hollendingurinn Piet Kleine, sem svo mjög
kom á óvart á Olympíuleikunum í Jnnsbruck
með að sigra í 10.000 metra skautahlaupi þar,
bætti enn skrautfjöður í hatt sinn, þegar hann
varð heimsmeistari í skautahlaupi um helg-
ina.
Hinn 27 ára gamli Kleine, sem er póst-
maður, sigraði í 10.000 metra hlaupinu á
15.12.25 mín. Annarvarð heimsmeistarinn frá
í fyrra Sten Stensen á 15.13.10. Kleine sigraði
einnig í 1500 m hlaupinu á 2.03.33. Þetta
gaf honum sigur því eftir fyrri daginn — í
500 og 5000 metra hlaupunum — var hann í
öðru sæti. Hann varð annar í 5000 metra
skautahlaupinu á eftir landa sínum Van
Helden, sem varð þriðji að loknum greinun-
um fjórum.
í 500 metra hlaupinu varð Kleine fjórði.
Þar urðu óvænt úrslit þegar Bandaríkja-
maðurinn Eric Heiden sigraði á 39.11 sekúnd-
um. Annar varð Kaj Stenshjemmet frá Nor-
egi. Hann fékk tímann 39.65 og þriðji Gaitan
Boucher frá Kanada á tímanum 39.68. Piet
Kleine varð svo fjórði á tímanum 39.80.
Þrátt fyrir 10 stiga frost og sterkan vind
fjölmenntu áhorfendur til að hvetja sína
menn en heimsmeistarakeppnin fór fram í
Heerenveen í Hollandi, 20 þúsund manns
voru báða dagana.
Úrslit samanlagt urðu:
1. Piet Kleine, Hollandi 170.225 stig. Hann
varð fyrstur í 10.000 og 1500 metrunum.
Annar í 5000 og fjórði í 500.
2. Sten Stensen, Noregi 170.956 stig. Sten
varð annar í 10.000 m, sjöundi í 500 m og
þriðji í 5000 m.
3. Van Helden, Hollandi 171.092 stig. Hann
hafði forystu eftir fyrri daginn. Þá sigraði
hann í 5000 m hlaupinu og varð 3. í 1500
metrunum. En Van Helden brást illilega
bogalistin í 10.000 metra hlaupinu, varð þar
tíundi og missti þar með af öllum möguleik-
um á fyrsta sætinu. h.halls.
Stúdentar nú
ú grœnu Ijósi
— eftir sigur gegn Víking í blakinu
Stúdentar nálgast nú óðum meistara-
titilinn í blaki — þeir sigruðu Víking
örugglega með 3 hrinum gegn 1. Yfir-
burðir stúdenta voru umtalsverðir —
14 úra og
heimsmet!
Sunddrottningin mikla, Kornelía
Ender, sem er fremsta skriðsundskona
heims, sýndi hve fjölhæf hún er , þegar
hún sigraði heimsmeistarana í bak-
sundi, Birgit Treiber og Ulrika Richter,
í sérgrein þeirra í Austur-Berlín á
laugardag.
Kornelia synti þá og sigraði í 100 m
baksundi á 1:03.28 mín. og var aðeins
0.25 sek. frá heimsmetinu á vegalengd-
inni. Hún skauzt framúr Treiber
1:03.66 mín. og Richter 1:03.79 mín.
rétt í lok sundsins. í 200 m fjórsundi
sigraði Birgit Treiber á 2:19.78 mín.,
sem er aðeins lakara en heimsmetið.
Ulrika Tauber varð önnur á 2:20.14
mín.
í gær setti 14 ára stúlka, Antje Stille,
sem er nær óþekkt á alþjóðlegum vett-
vangi í sundinu, nýtt heimsmet á mót-
inu í Austur-Berlín. Það var í 200 metra
baksundi og Stille synti vegalengdina á
2:14.41 mín. Bætti heimsmetið um 1.05
sek. og sigraði fyrri heimsmethafa, Birg-
it Treiber, en hún synti vegalengdina á
2:17.01 mín. ÁRangur Stille var afar
óvæntur. Hún er frá Magdeburg og í
fyrra var hún tólfta á austur-þýzku
afrekaskránni í baksundinu. í meistara-
mótinu fyrir viku varð hún í 3ja sæti á
eftir Richter og Treiber.
Enn einn
ísl. þjúlfari
til Fœreyja
Færeyingar hafa greinilega álit á
íslenzkum knattspyrnuþjálfurum,
Þeir Sölvi Óskarsson og Eggert
Jóhannesson, kunnir þjálfarar, hafa
báðir starfað í Færeyjum og innan
tíðar heldur hinn þriðji utan. Það er
Kjartan Sigtryggsson, fyrrum mark-
vörður ÍBK og landsliðsins. Kjartan
mun annast þjálfun hjá Tvöroyrar
Boltfelag á Suðurey, en það leikur i
I-deildinni i Færeyjum með
sæmilegum árangri, — og hefur nú i
hyggju að gera enn betur. emm.
sigruðu i tveimur fyrstu hrinunum 15-2
og 15-4. Víkingar hins vegar tóku sig
saman í andlitinu og sigruðu i þeirri
3ju 15-8. En þar með var draumurinn
búinn — Stúdentar tróna nú einir og
efstir — hafa ekki tapað leik. Þeir eru
með 12 stig eftir 6 leiki og hafa aðeins
tapað 5 hrinum unnið 18.
Þróttur vann sinn þriðja sigur í deild-
inni í ár — sigraði UMFB 3-1. Þróttur
vann tvær fyrstu hrinurnar 15-12 og
15-7 en UMFB vann þá þriðju 15-11.
Þróftur sýndi svo ótvírætt hvort liðið
var sterkara i fjórðu hrinunni þegar
liðið sigraði 15-4.
Staðan í 1. deild er nú:
ís 6 6 0 18-4 12
UMFL 7 5 2 18-8 10
Víkingur 8 5 3 18-11 10
Þróttur 6 3 3 11-12 6
UMFB 8 1 7 6-21 2
ÍMA 4 0 4 0-12 0
h.halls
Slappað af og litið í kennslubæku mar milli sundgreina á Ægismótinu í gær
DB-mynd Bjarnleifur.
Ármann nú aðeins þremur
leðqum fró meistaratign
— sigraði Val 104-98 en ÍR heldur I við Ármann
með sigri gegn Fram 88-75
Ármann stefnir hraðbyri á íslands-
meistaratitilinn í körfuknattleik — á
laugardaginn lögðu Ármenningar Val
að velli 104-98. Leikur Vals hefur
breytzt mikið til batnaðar eftir að Þórir
Magnýsson hóf að leika aftur eftir
meiðsli. Liðið er því hvaða liði sem er
skeinuhætt og gott að hafa tvö stig á
bak við sig eftir leik gegn Val. Þórir var
í miklum ham — skoraði tæplega
helming stiga Valsmanna — 45 stig af
98 stigum — mesta skor Vals í vetur.
En það dugði skammt gegn sterku
Ármannsliði — Þar er breiddinni fyrir
að fara, með þá Jón Sigurðsson og
Jimmy Rogers í fararbroddi.
Ármenningar byrjuðu leikinn af
miklum krafti — pressuðu vel.
Valsmenn reyndu að dripla sig út úr
því — en það var aðeins að færa leikinn
í hendur Ármanni, þar sem þar eru
mun leiknari einstaklingar.
Ármenningar náðu brátt góðu forskoti
21-8 og síðan 31-12 en þá fóru
Valsmenn að leika af meiri skynsemi,
letu boltann ganga meir sín á milli. Fór
þá að draga saman með liðunum og í
hálfleik var staðan 59-44.
Um miðjan síðari hálfleik var 10
stiga munur á liðunum — 65-55 en í
raun ógnaði Valur aldrei sigri
Ármanns, sem í lokin komst í 104-90 en
Valur skoraði 8 síðustu stig leiksins,
104-98.
Ögerlegt er að segja hvernig hefði
farið ef Valur hefði hafið leikinn af
meiri skynsemi en ekki gefið Ármanni
þetta góða forskot, sem liðið var síðan
að eltast við allan leikinn.
í liði Ármanns bar mest á Jóni
Sigurðssyni, sem átti mjög góðan leik og
hittni hans með ágætum. Jón skoraði 33
stig — og Jimmy Rogers skoraði 26 stig.
Hjá Val var Þórir Magnússon stiga-
hæstur með 45 stig — Torfi Magnússon
skoraði 25 en tilfinnanlega vantar
breidd í liðið.
KR og Fram áttust einnig við á
laugardaginn — og ekki bauð sú
viðureign upp á spennu né góðan körfu-
knattleik, síður en svo. KR sigraði 86-72
eftir að hafa haft yfir í hálfleik 39-35.
Um miðjan síðari hálfleik hafði Fram
jafnað 55-55 en þa skoraði KR 12 stig í
röð og gerði út um leikinn. Að venju
var Trukkurinn langstigahæstur KR
inga, — nú með 36 stig, næsti
leikmaður skoraði 11 stig.
Hörður Ágústsson var stigahæstur
Framara með 15 stig, Eyþór Kristjáns-
son skoraði 14 stig.
í gær lék Fram enn — þá gegn ÍR.
Ekki hefur verið laust við að um
Kristin Jörundsson hafi farið,
leikmaður með ÍR og þjálfari hinna
ungu Framara. Fram hélt lengi í við
hina leikreyndu ÍR-inga. ÍR byrjaði
ágætlega — komst í 16-8 en þá náði
Fram ágætum leikkafia og komst yfir
18-16, og var yfir 26-24. Staðan í
hálfieik var 40-38 fyrir Fram.
Fram jók við forskot sitt í byrjun
síðari hálfieiks, komst í 48-43 en síðast
var liðið yfir 56-55 — þá skoraði ÍR 8
stig í röð og eftir það voru úrslit ráðin
— lokatölur urðu 88-75 rög ÍR því eina
liðið sem enn getur ógnað Ármanni.
Fram hefur valdið áhangendum
sínum nokkrum vonbrigðum, ekki laust
við að liðinu hrtii farið aftur er á mótið
hefur liðið. Liðið sannaði þó í gær að
margt gott býr í því — eins* og vanti
einhvern afgerandi leikmann, leikmenn
með reynslu til að leiða liðið áfram." >
SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK
Stöðvað er þannig að skíðunum er snúið snöggt til hliðar. Myndirnar sýna
hvernig þetta er gert og með því að nota kantana á skíðunum er hægt at
stöðva mjög snöggt.
Dagblaðið. Mánudagur 1. marz 1976.
15
Iþróttir
þróttir
íþróttir
íþróttir
I
Ennþó íslands-
met Þórunnar!
og sundfólk okkar almennt í mikilli sókn
Þórunn Alfreðsdóttir, sundkonan
snjalla úr Ægi, setti enn eitt íslandsmet
á sundmóti Ægis í Sundhöllinni í gær.
Hún synti 400 m fjórs. á 5:31.7 mín.,
en eldra íslandsmet hennar á vega-
lengdinni var 5:32.1 mín. Sveit Ægis
stórbætti íslandsmetið í 4 X 200 m skrið-
sundi karla — synli á 8:36.5 mín. en
eldra metið var 8:45.0 mín. Árangur á
mótinu var í heild mjög athyglisverður
og sýnir, að hið unga sundfólk okkar er í
mikilli sókn á ný.
Á föstudag var keppt í 1500 m skrið-
sundi karla og kvenna. Sigurður Ólafs-
son sigraði á 17:40.4 mín. sem er annar
bezti árangur íslendings á vegalengd-
inni. Bjarni Björnsson, Æ, varð annar á
17:44.9 mín. og Brynjólfur Björnsson,
Á, 3ji á 17:57.9 mín. sem er nýtt
drengjamet. Hann synti 800 m á 9:22.3
mín. sem einnig er drengjamet. Þá eru
tímar Bjarna og Brynjólfs 3ji og 4ði
bezti árangur, sem hér hefur náðst í
þessu sundi. í 1500 m kvenna sigraði
Þórunn Alfreðsdóttir á 19:29.6 mín. og
var því nokkuð frá íslandsmeti Vilborg-
ar Júlíusdóttur 19:01.3 mín. Bára
Ólafsdóttir, Á, varð önnur á 19:48.4
mín.
Aðalhluti mótsins var svo í gær. Axel
Alfreðsson, Æ, sigraði í 400 m fjórsundi
á 5:05.6 mín. Árni Eyþórsson, Á, varð
annar á 5:06.3 mín. og Brynjólfur setti
3ja drengjamet sitt þar, þegar hann
synti á 5:09.9 mín. (Aldursflokkur 16
ára og yngri).
Sigurður Ólafsson náði sínum. bezta
tíma á 55.7 sek. og nálgast íslandsmet
Finns Garðarssonar 54.9 sek. Þá náðu
Axel 58.1 sek. og Árni Eyþórsson 58.6
sek, sínum bezta árangri á vegalengd-
inni. Brynjólfur Björnsson synti einnig
innan við mínútu — 59.7 sek. Þórunn
Alfreðsdóttir sigraði í 100 m skriðsundi
kvenna á 1:04.8 mín. Vilborg Sverris-
dóttir, SH, varð önnur á 1:07.1 mín. og
Hrefna Rúnarsdóttir, Æ, varð 3ja á
1:08.8 mín.
Örn ólafsson, SH, sigraði í 100 m
bringusundi á 1:12.6 mín., Hermann
Alfreðsson — enn einn úr sundættinni
— Æ, varð annar á 1:14.0 mín. og
Sigmar Björnsson, ÍBK, 3ji á 1:15.2
mín. Bjarni Björnsson fór of rólega af
stað í 200 m baksundi og tókst því ekki
áð slá íslandsmet kappans kunna, Guð-
mundar Gíslasonar 2:23.4 mín. frá
1971. Bjarni synti á 2:24.1 mín. Axel
varð annar á 2:28.9 mín. í 200 m
bringusundi kvenna sigraði Elínborg
Stigahæstur ÍR-inga var Agnar Frið-
riksson með 34 stig, Kolbeinn Kistins-
son skoraði 28 stig.
Hörður Ágústsson var stigahæstur
Framara með 23 stig, Guðmundur
Hallsteinsson skoraði 16 stig.
Leik Snæfells og UMFN varð að
fresta vegna þess að Hólmarar komust
ekki til leiks vegna ófærðar.
Staðan í 1. deild er nú:
Ármann ii 11 0 1032-832 22
ÍR 11 9 2 990-845 18
KR 9 6 3 789-691 12
UMFN 10 6 4 798-771 12
ÍS 10 4 6 792-850 8
Valur 10 3 7 909-952 6
Fram 11 2 9 744-870 4
Snæfell 9 0 9 507-758 0
h. halls.
Gunnarsdóttir, HSK, á 3:00.6 mín. Þór-
unn Alfreðsdóttir varð önnur á 3:01.9
mín. sem vel sýnir fjölhæfni hennar.
Bára Ólafsdóttir varð 3ja á 3:06.0 mín.
í 50 m bringusundi telpna sigraði
Unnur Brown, sem aðeins er 10 ára, á
46.5 sek. og eru Ægismenn afar
montnir af henni. Gunnhildur Davíðs-
dóttir, Breiðabliki, varð önnur á 46.8
sek. og Stefanía Einarsdóttir, HSK, 3ja
á 46.9 sek. í 50 m bringusundi sveina
sigraði Bill Hursfield, Viking — skóla-
liðinu á Keflavíkurflugvelli, á 46.4 sek.
og í 100 m skriðsundi telpna sigraði
Ingibjörg Jensdóttir , Æ, á 1:12.0 mín.
Það var hörkuspennandi sund, enda
keppt um bikar, sem Geir Ólafsson,
tengdafaðir Vilborgar Júlíusdóttur, gaf,
vegna fæðingar sonardóttur, til keppni
á vegalengdinni. Olga Ágústsdóttir, Á,
varð önnur á 1:12.1 mín. og Hrefna
Magnúsdóttir, HSK, 3ja á 1:12.4 mín.
Sigurður Ólafsson synti fyrsta sprett-
inn í 4 X 200 m skriðsundinu, þegar
Ægissveitin setti íslandsmetið. Hann
synti á 2:02.5 mín., sem er hans bezti
árangur, og var alveg við íslandsmet
Friðriks Guðmuridssonar, KR, 2:02.2
Þórunn Alfreðsdóttir, ákveðin á svip, á leið í íslandsmetið í fjórsundinu. DB-mynd
Bjarnleifur.
Tók tínn dómgœzl n að aðlai lu Hollenc gost linga
— en íslenzka landsliðið vann Luxemborg 18-12 í Olympíuleiknum á laugardag eftir að jafnt hafði verið í húlfleik 7-7
— Það tók strákana nokkurn tíma að
átta sig á dómgæzlu hollenzku
dómaranna í Olympíuleiknum við
Luxemborg á laugardaginn — en þegar
það hafði tekizt náði íslenzka liðið sér
allvel á strik og sigraði Luxerhborg
með 18-12 eftir að jafnt hafði verið í
hálfleik 7-7, sagði Bergur Guðnason,
fararstjóri í Luxemborg í gær.
— Dómararnir voru talsvert undar-
legir í dómgæzlu sinni og lögðu skrítinn
skilning á brot. Það var ekki flautað á
brot, þó leikmönnum væri beinlínis
hent í gólfið eða haldið í hendurnar á
þeim ef þeir höfðu einhverja tilburði í
frammi að reyna markaskot, sagði
Bergur ennfremur. Þetta notfærðu
leikmenn Luxemborgar sér og voru oft
afar grófir í vörninni án teljandi
áminninga frá dómurum. Það tók fyrri
hálfleikinn að venjast þessu.
Þetta var ekki stórleikur hjá íslenzka
liðinu — síður en svo, enda kannski
skiljanlegt eins og málum var háttað.
Leikmenn okkar flestir vöknuðu kl.
fimm á laugardasmorgun. Mæting kl.
sex út á Keflavíkurflugvelli. Komið
undir hádegi til Luxemborgar og
leikurinn um miðjan dag. Þar voru fyrir
Ólafur H. Jónsson, fyrirliði liðsins og
Ólafur Einarsson — einnig Gunnar
Einarsson, sem Iék þó ekki gegn
Luxemborg, og Jón Hjaltalín
Magnússon, en hann Iék sinn 50.
landsleik gegn Luxemborg.
Ólafur Einarsson skoraði fyrsta
mark leiksins, en Luxemborg jafnaði,
en Friðrik Friðriksson og Ólafur Ein.
komu fslandi í 3-1. Aftur tókst
Luxemborg að jafna í 3-3, en þá komu
fjögur íslenzk mörk í röð —Ólafur Ein.,
Ólafur H., Páll Björgvinsson og Jón
Karlsson. Þá leit vel út og 18 mín.
af leik — en lokakafla hálfleiksins fór
allt í baklás hjá íslendingum.
Luxemborgarar skoruðu fjögur mörk og
jöfnuðu í 7-7. Guðjón Erlendsson stóð í
marki fyrri hálfleikinn og átti prýðisleik
— en skotnýting íslenzku leik-
mannanna var slæm.
Jón Karlsson og Páll komu íslandi í
9-7 í byrjum s.h., en þá skoruðu
Luxemborgarar. Jón Karlsson og
Ólafur Ein. svöruðu og staðan varð
11-8. Luxemborg stakk inn marki, en
Sigurbergur Sigsteinsson og Ólafur
Einarsson komu íslandi í 13-9 og greini-
legt að hverju stefndi. Þá skoraði Jón
Hjaltalín sitt fyrsta mark í leiknum —
og Árni Indriðason sem lék hvíldarlaust
allan leikinn og átti góðan leik, skoraði
15. mark fslands. Staðan var þá 15-11
og lokakaflann skoraði ísland þrjú mörk
gegn einu Sigurbergur, Ölafur
Ein. og Jón Hjaltalín.
Mörk íslands skoruðu því Olafur
Einarsson 6, Jón Karlsson 3, Páll 2, Jón
Hjaltalín 2, Sigurbergur 2, Friðrik,
Ólafur H. og Árni eitt mark hver.
í fyrri leik liðanna hér í Reykjavík
sigraði ísland með 29-10 og stóðu
Luxemborgarar því sig miklu betur
þarna á heimavelli. Leikmenn þeirra
börðust vel — og markvörðurinn varði
snilldarlega. Var langbezti maður
liðsins. Júgóslavar léku í Luxemborg 7.
febrúar og sigruðu með 27-11. Sögðu
Luxemborgarar, að lið Júgósla'va hefði
ekki virkað nándar nærri eins sterkt og
sl. haust. Luxemborgarar Iéku skynsam-
lega gegn okkur — fjórum var þó vísað
af leikvelli í 2 mín. hverjum, en tveimur
íslendingum — talsvert betur en
heima, sagði Bergur Guðnason.
Hann var ekki beint ánægður með
leik íslenzka liðsins — Ólafur Einarsson
beztur, en Jón Karlsson, Sigurbergur og
Arni léku vel. ÓÍafur Benedikts-
spn var í marki í síðari hálfleik — en
náði ekki markvörzlu Guðjóns frá f.h.,
þó svo ísland fengi á sig færri mörk.
í kvöld leikur íslenzka landsliðið í
Metz — síðan í Nancy. Þá tvo
æfingaleiki við þýzk 1. deildarlið áður
en að stórleiknum við Júgóslava kemur,
sunnudaginn 7. marz.
StU
sigruðu!
Heil umferð var leikin í 1. deild
kvennahandboltans og öll efstu liðin
sigruðu í sínum leikjum örugglega
þannig að staðan á toppnum breyttist
ekki.
Ármann gjörsigraði slakt lið Breiða-
bliks 15-5 og Valur var ekki í vandræð-
um með KR — sigraði örugglega 15-6.
Frant vann sigur á Viking 15-9 eftir að
hafa komizt 8-3 i fyrri hálfleik. FH
negldi enn einn naglann i kistu ÍBK og
liðið er nú dæmt að falla í 2. deild eftir
aðeins eitt ár í 1. deild. ÍBK tapaði fyrir
FH 13-19.
Yfirburðir
Olympíu-
meistarans
Olympíumeistarinn í skíðastökki af 90
metra palli, Austurríkismaðurinn Karl
Schnabl, sigraði í 47. alþjóðamótinu í
Sapporo í gær. Hann stökk fyrst 103.5
metra, en 112 metra í síðara stökkinu (af
90 metra palli), sem var hið lengsta í
keppninni. Olympíumeistarinn hafði al-
gjöra yfirburði. Hlaut 247.7 stig og var
með 12.4 stigum betri árangur en sá, sem
varð í öðru sæti. Það var landi hans Gans
Wallner, sem varð sjötti í Innsbruck. í
Sapporo stökk hann 102.5 metra og 107
metra.
Á 70 m pallinum í Sapporo, þar sem
Olympíuleikarnir voru háðir 1972, varð
Karl Schnabl í 3ja sæti á föstudag.
Bikarinn í
Belgíu!
Standard Liege og Charleroi — lið
Ásgeirs Sigurvinssonar og Guðgeirs Leifs-
sonar í Belgíu léku ekki um helgina, því þá
fóru fram leikir í bikarkeppninni. Bæði
liðin hafa fallið úr bikarnum. Úrslit leikja
í 8-liða úrslitum urðu:
Waregem — Liers 1-2
Liegeois — Racing Malines 2-1
FC Brugge — Eeklo 9-2
Anderlecht — Lauwe 7-1
Eeklo leikur í 4. deild og Lauwe í 3
deild.
ÍAjax slegiö út
Mjög óvænt úrslit urðu í hollenzku
bikarkeppninni þegar Ajax tapaði fyrir
Pec Zwolle 0-3 Zwolle leikur ekki í 1. deild
og því er af sem áður var — þegar Ajax
var nánast ósigrandi í Hollandi.
Einnig fór fram annar leikur í 8-liða
úrslitunum — þá sigraði Eindhoven —
AZ ’67 2-0.
RITSTJÓRN:
HALLUR
SÍMONARSON
Heimsmet i
kúluvarpi
Bandaríkjamaðurinn Albritton setti fyr-
ir nokkrum dögum nýtt heimsmet í kúlu-
varpi. Varpaði 21.85 metra, en eldra
heimsmetið átti A1 Feuerbach og var það
21.81 metrar.
4