Dagblaðið - 12.03.1976, Page 3
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976.
CD Einíl CAIUIA UUAD CD Spurning
EK EIVIVI JAIvlA tlVUK tK, dagsins
JON EÐA SERA JON?
Hefurðu farið á Ásgríms-
sýninguna á Kjarvals-
stöðum?
GUNNAR GUÐMUNDSSON,
Keflavík hringdi:
„Nú hafa verið hertar aðgerðir
um innheimtu söluskatts — beinlínis
á að ganga af mönnum dauðum geti
þeir ekki staðið í skilum. Hótanir
hafa verið uppi um að ef menn ekki~
borgi þá verði fyrirtækjum lokað.
Punktur og basta og þar hefurðu
það!
Mér finnst þetta skjóta skökku við
því innan þjóðfélagsins þrífast menn
sem árum saman hafa komizt hjá
söluskatti, að vísu með. svikum.
Þekktasta dæmið er að sjálfsögðu
Klúbburinn títtnefndi og margfrægi
að endemum.
Hvernig er það — þar hefur verið
svikið undan söluskalti árum saman
— á ekki að loka þessu veitingahúsi?
Maður skyldi ætla að svo væri — að
minnsta kosti verður hinn almenni
söluskattsgreiðandi að sæta lokun. Er
ekki sama hvor er, íón eða séra
Jón? ”
Veitingahúsið Lækjarteigi. 2 — öðru
nafni Klúbburinn. Lesandi spyr: —
Á ekki að loka húsinu vegna
sölqskattsvika?
SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
starfsstúlka á Landspítalanum: Nei,en
ég hef hugsað mér að sjá hana. Verk
eftir þennan málara hef ég gaman af að
sjá og ætla því að sjá þessa sýningu.
INGA GUÐMUNDSDDÓTTIR
Forsœtisráðherra
ykkar er kommúnistii
— lesendabréf frá Skota sem óttast
að Rússarnir komi, hverfi NATO héðan
191 Meadowpark Street
Demistown
Glasgow
SCOTLAND
3/31 ’76
„Herra ritstjóri.
Ég óttast að ísland verði bráðlega
hernumið af.Rússum. Um leið og
NATO fer .frá fslandi koma Rúss-
arnir. Þið losnið ekki við Rússana. Ég
hef ekki trú á að íslenzka þjóðin komi
til með að verða ánægð með breyt-
inguna.
Forsetisráðherra ykkar er
kommúnisti sem vill Rússum vel.
Þess vegna stendur þorskastríðið yfir
nú.
James Baird
húsmóðir: Nei, en ég hefði áhuga á að
sjá hana, hef bara ekki tækifæri til þess.
VILMUNDUR JÓSEPSSON
viðskiptafræðingur: Nei, það eru alltaf
þessi vandræði með tímann. Sýningin
er óneitanlega áhugaverð.
SIGURJÓN SIGURÐSSON: Ekki
ennþá, en ég ætla að gera það og lít
áreiðanlega inn um næstu helgi.
SÓLVEIG HJARTARDÓTTIR
húsmóðir: Ég kannast við myndirnar
hans Ásgríms, en hef nú ekki lagt leið
mina á Kjarvalsstaði.
SÓLVEIG KRISTINSDÓTTIR
húsmóðir: Það hefur verið árviss
viðburður hjá mér að lita inn á Berg-
staðastrætið, þar er alltaf viss stemning
og ekki spillir Bjarnveig fyrir. Ég mun
líta inn á Kjarvalssstaði þeg^r timi gefst
til.
SAMMY FRÁBÆR!
Úr þætti Sammy Davis sem sjónvarpið sýndi síðastliðið sunnudagskvöld —
Sammy í hringnum.
--------- ^
SIGURÐUR, sem býr við Vestur-
berg, hringdi:
„Satt bezt að segja — get ég ekki
þagað yfir hinum ágæta þætti með
Sammy Davis jr. á sunnudags-
kvöldið. „Gamli maðurinn” eins og
hann sjálfur kallaði sig, er greinilega
ekki farinn að láta á sjá og alltaf er
jafngaman að horfa á þennan frá-
bæra listamann.
Eins og raunar sást á gamalli filmu
frá því Sammy var 7 ára, þá er
Sammy Davis fæddur listamaður og
gleði hverjum sem á horfir.
Ástæða þess að ég hringdi er að ég
vildi koma á framfæri þökkum til
sjónvarpsins fyrir að sýna þennan
þátt með Sammy og vonandi haldið
þið áfram á þeirri braut að sýna
þætti með þessum gömlu, góðu, ef að
sjálfsögðu hægt er að fá þessa þætti.
Svo ég snúi mér aftur að Sammy,
þa undirstrikar það einungis ágæti
Sammys að áður en þessi þáttur var
tekinn upp í Englandi, þá hafði
Sammy Davis fengið hjartaáfall, já,
mundi nokkur trúa því.”.
MOTMÆLA
ÞAÐMÁ
ENGINN!
— grár leikur atvinnurekenda gagnvart verkafólki,
segir verkakona ó Skaganum
VERKAKONA af Skaganum
hringdi:
„Vegna fréttar í sjónvarpi 8. marz
sl. frá Vinnuveitendasamb. langar
mig til að eftirfarandi komi í Ijós. Þar
segir m.a.: „Væru konur að vinna í
dag og sl. föstudag (þ.e. föstud. 5.3.
og mánudag. 8.3), fara þær fram á að
fá síðustu viku greidda, þessa viku og
fjóra daga í næstu viku.”
Veit Vinnuveitendasambandið að
atvinnurekendur hér á Akranesi
mundu aldrei og hafa aldrei eftir
uppsögn kallað konur í vinnu á
föstudegi sé ekki um nema tveggja
daga vinnu að ræða? Það þykir ekki
mikið hér að geyma fisk sem berst að
landi á fimmtudegi fram á mánudag.
Veit Vinnuveitendasambandið að
hér eru atvinnurekendur svo
samtaka að ef eitt frystihús er búið
að segja upp sínum konum og togari
kemur að landi með afla, þá vill
þetta umrædda fiystihús ekki taka
neinn afla? Þannig hafa þeir skipt
þessu niður. Þetta hafa at-
vinnurekendur leikið oftar en einu
sinni. En að mínu mati ber öllum
fiystihúsum að taka sinn hlut þegar
togari kemur (þ.e. Ver og Krossvík)
því tilurð þessara togara er
fjármögnuð að miklu leyti með
almannafé. Veit Vinnuveitendasam-
bandið hvernig uppsögn á kaup-
tryggingarsamningnum hefur verið
beitt hér? Ég hef haft af því spurnir
að víða um landið hefur ekki verið
beitt eins oft uppsögnum og hér á
Akranesi, þrátt fyrir hráefnaskort.
Þegar allsherjarverkfallinu lauk
heyrði ég í sjónvarpi og útvarpi að
samningar hefðu verið undirritaðir
með fyrirvara. Ég hef skilið það svo
að þá ætti eftir að samþykkja eða
mótmæla í hverju verkalýðsfélagi
fyrir sig. Ég sé það núna, að ég hef
ekki skilið þetta rétt, því að
mótmæla, það má enginn! Mér
finnst þetta koma óbeint fram í yfir-
lýsingunni frá Vinnuveitasam-
bandinu: „Þið, verkakonur á Akra-
nesi áttuð að samþykkja þessa samn-
inga.” Sem sagt, við áttum að segja
já, já, þvert um hugi okkar.”