Dagblaðið - 12.03.1976, Side 11

Dagblaðið - 12.03.1976, Side 11
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976. 11 er samt sem áður systir hans. Þegar lagðar eru fyrir hana erfiðar spurn- ingar kemur glampi í augun og rödd- in verður áherzlumeiri. Þá er auðvelt að sjá Che fyrir sér. Hún heitir Anna Maria Guevara. Hún var í Rómaborg ekki alls fyrir löngu og þar hitti hún blaða- menn víðsvegar að. Allir vildu þeir vita hvað Anna Maria hugsar um byltingar, kvenréttindi, Che bróður sinn og fleira og fleira. Hún talar fúslega en er augljóslega þreytt á að svara alltaf sömu spurningunum: „Fjölskylda okkar var ekkert stjómmálalegar sinnuð en flestar aðr- ar. Ef til vill eitthvað, en ekki mikið. Það var margt ólíkt með okkur, en í dag höfum við leyst nær öll þau vandamál. Það sem afgerandi var kom frá Che, persónuleika hans og gerðum. Che vísaði veginn En hvernig stóð á því að hún.fór sjálf að hafa afskipti af stjórnmálum? „Það gerðist smám saman en aftur verð ég að viðurkenna að það var Che sem vísaði veginn. í upphafi skipti þetta mig ekki miklu máli en svo fór ég til Kúbu til að læra og fræðast um vandamál sjálfstæðisbar- áttunnar í Suður-Ameríku. Við erum fimm systkini og Che var elztur. í dag tökum við öll þátt í stjórnmálabaráttunni. Sá eini okkar sem ekki hefur hlotið háskólamennt- un er vngsti bróðir okkar sem situr í fangelsi. Hann var handtekinn 1974 og hefur verið í fangelsi síðan, að undanskildum tveimur dögum sem hann fékk að ganga laus. Hann er veikur í fangelsinu en annar bróðir minn, sem er læknir, hefur ekki fengið að hcimsækja hann og hjúkra honum.” Þegar hér er komið á blaðamanna- fundinum, sem haldinn var á krá í miðborg Rómar, kveður bandarískur blaðamaður sér hljóðs og spyr hvaða skoðanir Anna Maria Guevara hafi á kvenfrelsisbaráttunni á Vesturlönd- um. AnnaMaria ypptir vonleysislega öxlum: Konur í fangelsi „Ég get enga skoðun haft á því. Ég Bólivískur herforingi bendir á skotsárið sem skæruliðaleiðtoginn og hugmynda- fræðingurinn Che Guevara varð fyrir. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin 1967, var Che drepinn í bardaga við stjórnarhermenn í Bólivíu. þekki aðeins lítillega til ítalskrar bar- áttu á þessu sviði. Þær konur sem ég hef kynnzt þannig eru virkilega opnar og áhugaverðar og ég vil gjarnan kynnast þeim betur. En ykkur verður að vera ljóst að í Suður- Ameríku er ástandið öðruvísi. í bylt- ingarstarfinu njóta karlar og konur jafnréttis og það er algengt að hjón eða pör gangi saman til liðs við okkur. í vopnuðu hópunum eru jafnt konur sem karlar og raunar eru fleiri konur en karlar liðsforingjar. í fangelsunum eru ekki aðeins karlar, heldur einnig konur og börn. Fangarnir hafa komið á skipulagi sem gerir börnunum kleift að læra að lesa og skrifa, þau eru uppfrædd stjórnmálalega og svo framvegis. í þessu sambandi er rétt að geta þess að það er að okkar viti mjög mikil- vægt að afbrotafangarnir séu með í þessari fræðslustarfsemi.” Bandaríski blaðamaðurinn er ekki ánægður *og vill fá að vita hvort kvenfangar, sem nauðgað er af her- mönnum og fangelsisvörðum, eigi rétt á ókeypis fóstureyðingu í fangels- frídögum (þar sem laun eru að sjálf- sögðu greidd) í lágmarki, ef við viljum vinna okkur vel, börnum okkar og landi. Ef við hjálpumst ekki að til að vinna þessu landi allt sem við megum gerir enginn það, og sárt er til þess að vita ef þjóðin á eftir að falla aftur á sjálfs sín bragði í eymd og volæði. Að loknum framanrituðum skýringarorðum kem ég að þunga- miðju málsins en það er hvernig skipa skal frídögum ársins. Alþingi (eða ráðherrar) setji reglur um frí- daga starfsmanna ríkisins og missa þeir þá að sjálfsögðu einskis í laun- um sínum. í skólum verður að hafa nokkuð aðra skipan. 1. Starfsmenn ríkisins hafa leyfi frá vinnu eftirtalda daga (auk annarra helgidaga sem ekki eru hér tilgreindir): 1. jan., frá föstu- deginum langa og til 2. páskad., 1. maí, 17. júní, fyrsta mánud. í ágúst. — Þegar þetta er skoðað sést greinilega að vinna ber á cftirtöldum dögum þótt svo haFi ekki verið áður: skírdag, upp- stigningardag, 2. í hvítasunnu, allan aðfangadag og allan gaml- ársdag. 2. í skólum, öðrum en grunnskól- um, skulu frídagar vcra þessir: 23. des. — 2. jan., frá mánudt gi eftir pálmasunnudag <>g til páskadags. 17. júní. trl sk9.It s'aiun j>á;. Starfstími sk«)iant..i skal vera til hádegis 1. des. (Þá er verðugt að fræða lyrst og fremst um sögu lands og þjóðar og sjálfstæðisbar- áttu. Getur sú fra'ðsla farið fram með fundarsniði eða í umræðu- hópuin.) 1. mai skal skólastarFi lokið á hádegi og fræðsla getur þá farið fram á líkan hátt og 1. des.. en þá er skynsamlegast að ræða um vinnuna, gildi hennar og virð- ingu fyrir henni. Hér er um nokkurt frávik að ræða frá því sem áður hefur verið, jólafrí er stytt, en páskafrí lengt og engin önnur leyfi fyrirfínnast utan síðdegi 1. des. og 1. maí; mánaðarfrí eru felld niður (sem eru lítilvæg eftir að 5 daga kennsluvikan hélt innreið sína), öskudagurinn má fjúka, sumardagurinn fyrsti hefur ekki þann ljóma sem áður, uppstigninga- dagur og 2. í hvítasunnu verða vinnudagar. 3. Grunnskólar hafi sömu frídaga og aðrir skólar en að auki þetta: jólafrí verður veitt einum degi fyrr og því ljúki einum degi síðar, öskudagur, páskafríi ljúki einum degi síðar, á sumardaginn fyrsta verður kennt til hádegis með sama sniði og að sínu leyti eins og 1. des og 1. maí. Nú er losarabragur á öllu sem viðkemur frídögum á vinnumarkaði og í skólum. Glöggt dæmi þess er 45. gr. í grunnskólalögunum þar sem kveðið er á um jóla- og páskaleyfi og síðan segir: „Að öðru leyti skulu leyfisdagar ákveðnir í reglugerð.” Hvers vegna þennan tvískinnung? Þorði alþingi ekki að segja að öllu leyti til um leyfisdaga í skólum? Eru gjörendur ríkisvaldsins hræddir við að ákveða frídaga starfsfólks síns? Ég vona að svo sé ekki. Hér hefi ég hreyft því máli sem ekki þolir lengur bið, og þykist ég vita að ráðamenn ríkisins láti nú hendur standa fram úr ermum og setji löggjöf um frídagahald^ Gunnar Finnbogason skólastjóri Anna Maria Guevara baðar út höndunum: „Það veit ég sátt að segja ekki en ég get ekki ímyndað mér að þetta sé umtalsvert vandamál. Flestar kvenn- anna missa sín fóstur á „eðlilegan” hátt, vegna vannæringar, óþrifnaðar, pyntinga og allra annarra aðstæðna, líkamlegra og andlegra.” Che er leiðtoginn Anna Maria veit ekki hversu mörg eintök af byltingardagbók Ches hafa selzt. Því er öllu stjórnað frá Kúbu og kemur fjölskyldunni sem slíkri ekki við. En er bókin þá lesin í heimalandi Guevara-fjölskyldunnar, Argentínu? „Vissulega. Það er gert þrátt fyrir að yfirvöld hafa sett bókina á lista yfir bannaðar bókmenntir. Bókin er lesin í leynum og hugsjónir og húg- myndafræði Ches er miðdepillinn í öllu stjórnmálastarfi okkar. Ástæðan fyrir því að Evrópubúar eiga erfiðara með að skilja hugsanagang Ches en við er sá að grundvöllur stjórnmála- og byltingarstarfs okkar hefur ekkert breytzt í mörg ár. Undirokun fólks fer stöðugt vaxandi og andspyrnu- hreyfingin hefur þörf fyrir sífellt fleiri starfskrafta. í þessu sambandi eru rit verk og hugmyndir Ches nauðsyn- legar og í þeim skilningi er hann hinn raunverulegi leiðtogi frelsisbar- áttu okkar.” En verður Guevara-fjölskyldan sér- staklega fyrir ofsóknum? „Ekki núna. Ef til vill var það raunin fyrir nokkrum árum síðan en í dag er enginn greinarmunur gerður. Allir eru viðlíka kúgaðir. í fangelsum í Argentínu sitja rúmlega fjögur þúsund pólitískir fangar. Fjöldi fólks, sem yfirvöld og herinn geta ekki réttlætt að handtaka á venjulegan hátt, hverfur oft gjörsam- lega sporlaust. Lögreglan og vikapilt- ar hennar sækir fólk heim og fer með það afsíðis, þar sem gengið er frá því í eitt skipti fyrir öll. Oft eru líkin síðan sprengd í loft upp, þannig að líkamsleifar dreifast yfir stórt svæði. Heilu fjölskyldurnar hafa horfið á þennan hátt. Það eru ekki aðeins okkar félagar úr frelsisfylkingunum sem eru í pólitískri fangelsun heldur einnig verkalýðsleiðtogar og stjórnar- andstæðingar.” Almenningsálitið í heiminum mikill stuðningur Hafa Russell-réttarhöldin haft þýðingu fyrir þessa frelsisbaráttu? „Tvímælalaust. í slíkum réttar- höldum gefst okkur kostur á að koma á framfæri upplýsingum um ástandið í Argentínu og Suður-Ameríku allri eins og það raúnverulega er.” En hver hlustar? „Margir. í Evrópu hefur áhuginn verið mikill og jafnvel þótt dagblöð t.d. í Argentínu skrifi ekki orð um sjálf réttarhöldin þá komast upplýs- ingarnar á framfæri í leynilegum flugritum og blöðum frjálslyndari Suður-Ameríkuríkja. Fyrir þá sem taka beinan þátt í baráttunni er mikill siðferðilegur stuðningur í því fólginn að vita af öðrum, sem standa með okkur, eða vita að minnsta kosti um það sem er að gerast. Sumum koma þær upplýsingar, sem komu fram við réttarhöldin, mjög á óvart, meira að segja heima fyrir en það er einnig merki um þá samstöðu og fullvissu sem réttarhöldin skapa og gerir okkur kleift að halda barátt- unni áfram.” Anna Maria Gúevara hlustar þolin- móð á allar spurningar og svarar öllum af beztu getu. Aðrir lands- menn hennar, sem eru í fylgd með henni, halda sig að mestu leyti utan við samræðurnar. Þau gera sér fulla grein fyrir því að manneskja með nafni Guevara vekur meiri athygli í heimspressunni en þau sjálf og þeirra reynsla. Anna Maria gerír sér einnig grein fyrir þessu. Hún veit að hún er fyrst og fremst systir Che Guevara. „Ég fer ekki heim til Argentínu strax. Ég mun dveljast í Evrópu enn um skeið til að afla þess stuðnings og þeirra sambanda sem er grundvöllur- inn fyrir áframhaldandi starfi frelsisbaráttunnar.” Svo er blaðamannafundinum lokið. Anna Maria Guevara er sýni- lega þreytt en blaðamennirnir og félagar hennar eru ánægðir með framlag hennar. Á morgun koma aðrir menn og konur sem vilja vita um Guevara og byltingarstarfið og hún vill vera vel hvíld og upplögð til að svara og útskýra. Það er framlag hennar til sjálfstæðisbaráttu hinna undirokuðu íbúa Suður-Ameríku. Hver er hrœddur við Virginíu Wolf ? Er málfrelsi ekki lengur til í landinu? Miklir og ógnþrungnir atburðir eru til umræðu með þjóðinni. Ber þá hæst morðmálin eða mannshvörfin svokölluðu. Það furðulegasta og ef til vill hræðilegasta sem gerzt hefur er sú þögn, sem slegið hefur á alla fjölmiðla síðan dómsmálaráðherra talaði með dólgslegum hætti um þá er vilja kryfja málið til mergjar og kunngera alþjóð niðurstöðurnar. Er svo að sjá að menn óttist afleiðingar þess að hafa einhver afskipti af þessu máli. Morgunblaðið birti 12 ára gamalt útvarpserindi Péturs Bene- diktssonar alþm. og bankastjóra þar sem hann lýsti afdráttarlaust yfir að bófaflokkur eða fiokkar hefðu hafið hér starfsemi. Tilefni þessa útvarpserindis Péturs voru samskipti hans við einn þeirra sem settur hefur verið í gæzluvarð- hald vegna mannshvarfanna. Og þar með hefur Morgunblaðið, stærsta blað landsins, látið staðar numið. Forráðamönnum þess dettur ekki í hug að krefjast setudómara í málið með víðtæka umboðsskrá né hefur blaðið kjark til að impra á aðild Kristjáns Péturssonar, rannsóknar- manns að því, enda þótt hann hafi haft á hendi frumrannsókn er snertir veitingahúsið Klúbbinn og eigendur þess. En út yfir tekur þegar neðan- skráð ádrepa fiutt á bezta tíma til hlustunar í áhrifamesta fjölmiðli þjóðarinnar, Ríkisútvarpinu, vekur hvorki fjölmiðla né dómsmálayfir- völd til lífs: „Það er staðreynd sem ckki verður hrakin að tveir utan- bæjarmenn, Kristján Pétursson á Kefiavíkurfiugvelli og Haukur Guð- mundsson í Kefiavík ásamt Rúnari Sigurðssyni úr Reykjavík upplýstu á einni viku meira smygl af áfengi, tóbaki og matvöru heldur en 60—70 tollgæzlumenn upplýsa í Reykjavík á 4—5 árum ásamt Sakadómi Reykja- víkur. Eftir þessa viku rannsókn var málið tekið af þcim og sent Saka- Kjallarinn Hilmar Jónsson dómi. Þar sem magnið minnkaði um ca helming í rannsókn hans. Það tók utanbæjarmennina 82 daga að fá málið aftur til eigin rannsóknar og setudómara settan í það og jókst þá magnið á ný og fieiri mál bættust við. Skyldi það vera þessi aðferð við rannsókn máia, sem dómsmálaráð- herra og ráðuncytisstjóri hans hafa lýst að „sé ekki að tefja eða torvelda rannsóknir”? Taka ber fram og undirstrika að utanbæjarmennirnir töldu að þeir hefðu einungis verið að hefja rannsókn, þegar þeir voru skyndilega kallaðir til sinna lögsagn- arumdæma. Á þessum punkti er rétt að spvrja: Hvers vegna var ekki eftir slíka af- hjúpan fyrirskipuð rannsókn á toll- gæzluembættinu í Reykjavík? Og í framhaldi af því er vert að spyrja: Hvers vegna hefur hvorki spíramálið eða Klúbbmálið verið tekið á dagskrá á ný? Þarf virkilega fleiri mannshvörf svo saksóknari ríkisins rumski?” Það eru nefnilega fieiri manns- hvörf en þessi tvö, sem þarf að rann- saka á ný frá grunni. T.d. er mér sagt að skýrsla um hvarf Sverris Kristins- sonar, stúdents úr Höfnum spanni aðeins 2—3 blaðsíður og Reykja- víkurlögreglan var sannarlega ekki blíð á manninn, þegar hún var beðin að grennslast fyrir um hvarf hans. Ennfremur herma fréttir að faðir pilts, sem dó með dularfullum hætti í Leirvogsá fyrir nokkrum árum rekist á vegg þegar beðið er um nýja rann- sókn á því slysi. Erlendis þar sem gefin eru út frjáls blöð og þar sem blaðamenn hafa nokkurn metnað fyrir sjálfs : 'n hönd — þar leggja þau áherzlu á að upp- lýsa myrkraverk hver sem á í hlut. Hér á landi er slíkt ekki fyrir hendi. Frjáls blöð naumast til og metnaður blaðamanna mjög af skornum skammti enda eðlilegt í landi þar sem valdamenn refsa mönnum fyrir umbóta- og réttlætisviðleitni. Fyrir stuttu sótti maður nokkur um opin- bert starf. Fjóldi þjóðkunnra manna mælti með honum. Pólitíkusar úr flestum flokkum sameinuðust hins vegar gegn honum Höfuðástæðan: maðurinn var þekktur sem einarður þjóðfélagsgagnrýnandi. Ég hygg ÞV1 þetta mál — Geirfinns-málið með öllum þess öng- um — skeri úr um hvor' hér er lengur rit- eða prentfrelsi í landinu. Ef blöð og aðrir fjölmiðlar hætta að hotta á hálfdottandi dómsvöld er viðbúið að rannsóknin verði hvorki fugl né fiskur .og glæpamennirnir ásamt þeim pólitíkusum, er þá vilja vernda, hrósi sigri. Og hvað er þá orðið eftir af okkar menningu? Hvað verður þá langt þangað til að menn hvíslast á í heimahúsum og stóri bróðir í líki einhvers ráðherra tekur sér fullkomið einræðisvald. Hilmar Jónsson bókavörður, Kefiavík

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.