Dagblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 23
Dagblaðið. Föstudagur 12. marz 1976.
(i
Útvarp
23
Sjónvarp
8
Sjónvarp i kvöld kl. 21.40:
Teíknimynd
um frœgon
franskan
mólara
Hinn frægi, franski plakatamálari,
Toulouse-Lautrec, var fæddur árið
1864 í borginni Albi og var skíður
fullu nafni Henri Marie Raymond
de Toulouse-Lautrec Monfa. Ungur
að árum byrjaði hann að teikna og
það að fimmtán ára varð hann algjör
krypplingur átti eftir að hafa áhrif á
allan stíl hans, líf og skapgerð. Hann
vann í fyrstu hjá ýmsum frægum
málurum Parísarborgar og m.a. með
Vincent van Gogh. Dáðist hann að
Degas og E1 Greco auk japanskrar
teiknikunnáttu. Seinna settist
Toulouse-Lautrec að í Montmartre
og málaði þar sfriar þekktustu
myndir, úr Rauðu myllunni, í hring-
leikahúsum og á veitingahúsum.
Málaði hann m.a. kunningja sína
dansmeyna jane Avril og laga-
höfundinn Aristide Bruant. Áhugi
hans í myndbyggingunni var fyrst ög
fremst fólginn í breytileika manns-
andlitsins.
Heilsu Toulouse-Lautrec fór veru-
lega hrakandi 1898 og var hann þá
sendur á drykkjumannahæli, hann
lézt í Gironde haustið 1901. Meðal
listamanna sem nefna má að urðu
fyrir áhrifum Toulouse-Lautrec má
nefna kempuna gömlu Pablo
Picasso.
—BH
BOLLI
HÉÐINSSON
Þetta er mynd Toulouse-Lautrec af dansmeynni Jane Avril.
I
^ Sjónvarp
9
FÖSTUDAGUR
12. marz
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós.
Umsjónarmaður Guðjón Einars-
son.
21.40 Lautrec.
Teiknimynd byggð á nokkrum
verka listmálarans Toulouse-
Lautrec.
21.45 Opri
Finnsk bíómynd frá árinu 1954.
Höfundur Kyllikki Mántylá.
Leikstjóri Edvin Laine.
Opri gamla vatð að flýja frá
átthögum sínum í stríðinu og
setjast að á nýjum stað. i Þar unir
hún sér vel, unz að þvi kemur að
rífa þarf kofa hennar vegna vega-
gerðar. Hún fær inni á elliheimili
og líkar þar ákaflega illa fyrst í
stað.
Þýðandi Kristín Mántylá.
23.00 Dagskrárlok
Finnsk mynd um
flutning aldraðrar
konu ó elliheimili
Kyllikki Mántylá höfundur myndarinnar Opri sem sýnd verður í sjónvarpinu í
kvöld.
#
i
sjónvarpi
í kvöld
kl. 21.45
„Þetta er um tuttuga ára gömul
finnsk mynd gerð eftir þekktu leik-
riti, meinlaust gaman er það sem þar
kemur fram,” tjáði Kristín Mántylá,
þýðandi myndarinnar sem sýnd
verður í sjónvarpinu í kvöld, okkur.
Leikritið fjallar um gamla konu frá
Kyrjálahéruðunum er vegna afleið-
inga síðari heimsstyrjaldarinnar
verður að flýja heimkynni sín og
setjast að á nýjum stað. Seinna
verður hún svo einnig að flýja
þennan nýja stað vegna nútímans er
ryðst að henni í líki vegagerðar. Er
þessi ágæta kona, sem vill öllum vel,
flutt á elliheimili sem hún er ekki of
hress yfir. Þó rætist úr og margt
skemmtilegt á sér stað áður en kvik-
myndinni lýkur.
Leikritahöfundurinn heitir
Kyllikki Mántylá og er hún tengda-
móðir þýðandans, Kristínar
Mántylá. Var Kyllikki vel þekktur
leikritahöfundur í Finnlandi á sjötta
áratugnum og skrifaði talsvert um
stríðið og hinar ýmsu afleiðingar þess
á finnsku þjóðina. Kyllikki sjálf er
ættuð frá Kyrjálahéruðunum, þaðan
sem gamla konan í myndinni í kvöld
einnig er ættuð.
—BH
FÖSTUDAGUR
12. marz
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan; „Hofstaða-
bræður” eftir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili Jón R. Hjálmarsson
les (9).
15.00 Miðdegistónleikar. Daniel
Barenboim og Enska kammer-
sveitin leika Píanókonsert í D-dúr
frá píanóinu.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.(16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.10 Utvarpssaga barnanna:
Spjall um Indíána. Bryndís Víg-
lundsdóttir heldur áfram frásögn
sinni (4).
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn-
ingar.
19.35 Daglegt mál. Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér
um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabíói
kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri:
Karsten Andersen. Einleikari á
fiðlu: Guðný Guðmundsdóttir
konsertmeistari sveitarinnar a.
Sinfónía nr. 6 í h-moll (Pat-
hetique eftir Pjotr Tsjaíkovskí. b.
Fiðlukonsert eftir Igor Stravinský.
c. „Bakkus og Ariadne,” danssýn-
ingartónlist eftir Albert Roussel.
— Jón Múli Árnason kynnir tón-
leikana —.
21.30 Útvarpssagan: „Síðasta freist-
ingin” eftir Nikos Kazantzakis.
Kristinn Björnsson þýddi. Sig-
urður A. Magnússon les (3).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu-
sálma (22).
22.25 Leiklistarþáttur. Umsjón:
Sigurður Pálsson.
22.55 Áfangar. Tónlistarþáttur í
umsjá Ásmundar Jónssonar og
Guðna Rúnars Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
13. marz
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir
kl. 7.00,8.15 og 10.10. Morgun-
leikflmi kl. 7.15 og 91.05. Fréttir
kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.
), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Morgunstund barnanna kl.
8.45: Vilborg Dagbjarsdóttir end-
ar lestur sögunnar „Afsakið, ég
heiti Trana” eftir Gunvor
Hákansson í þýðingu Grétu Sig-
fúsdóttur (6). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli liða. Óskalög
sjúklinga kl. 10.25: Kristín Svein-
björnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 íþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Vikan framundan. Björn
Baldursson kynnir dagskrá út-
varps og sjónvarps.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. íslenzkt mál.
Dr. Jakob Benediktsson flytur
þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn-
ingar.
19.35 Gatan mín. Sólveig Eyjólfs-
dóttir gengur um Jófríðarstaða-
veg í Hafnarfirði með Jökli
Jakobssyni, síðari þáttur.
20.05 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
20.45 Tákn Einars Jónssonar
myndhöggvara, — gildismat og
skoðanir Geir Vilhjálmsson sál-
fræðingur flytur erindi og lesið
verður úr bókum Einars.
21.30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
leikur. Stjórnandi: Hans P.
Franzson.
21.50 Ljóð ort Flateyjar-Frey Guð-
bergur Bergsson les frumort ljóð.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu-
sálma (23).
22.25 Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.