Dagblaðið - 15.03.1976, Síða 1
2. árg. — Mánudagur 15. marz 1976 — 59. tbl.
-Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2,:simi 27022
Einar
Ágústsson
í morgun:
Óttast samtök um
gerðardómsókvœði
##
„Ég tel litlar líkur til að niðurstaða
fáist á þessum fundi alþjóðlegu haf-
réttarráóstefnunnar,” sagði Einar
Ágústsson utanríkisráðherra í
morgun. „Ég er auk þess hræddur
um að samtök verði á hinum
nýbyrjuðu fundum um að setja inn
gerðardómsákvæði eða annað sem
okkur yrði í óhag.”
„Ég hef ekki verið á þessum
fundum og verð að styðjast við
frásagnir og spádóma annarra,”
sagði ráðherrann. „Okkar hagur er
að uppkastinu sem búið var að gera í
Genf, verði sem allra minnst breytt.
Það var mjög í okkar anda um flest
atriði og þau leyst eins og við hefðum
kosið.
En ég óttast að þeir, sem telja sig
hafa fengið minna út úr uppkastinu,
bindist samtökum um að breyta því.
Gerðardómsákvæði yrðu okkur
mjög óhagstæð.”
-HH
Það var ekki áflogunum og látum fyrir að fara hjá herstöðvarandstæðingum að þessu sinni. Gott
dæmi um rólegheitin var, að inni í lögregluskýlinu sat Grétar Finnbogason í mestu makindum
við að semja árekstrarskýrslu. DB-mynd: emm.
T ; \... 'STSgj. ' 7rt '- . 4 y -
BflQ " JÉ •i ^
RÓLEGT VIÐ HUÐ KEFLAVÍKUR- ~
FLUGVALLAR Á LAUGARDAGINN
Aðgerðir herstöðvarandstæðinga
með lokun hliðanna á Keflavíkur-
flugvelli á laugardaginn frá því
klukkan sex um morguninn til hálf
fjögur, fóru mjög friðsamlega fram.
Fámennt var við þessi mótmæli —
rúmlega tuttugu manns við hvort
hlið — og heyrðust forráðamenn
hópsins kvarta yfir því, að þátttaka
væri ekki næg.
Að sögn fréttaritara DB á Suður-
nesjum, ollu aðgerðir herstöðvaránd-
stæðinganna mun minni truflun en
lokun hliðanna, sem sjómenn á
Suðurnesjum stóðu fyrir. Starfsmenn
Vallarins fóru gangandi í gegnum
hliðin. Sömuleiðis var flugfarþegum
ekið niður að hliði, þeir gengu í gegn
og stigu síðan upp í rútu fyrir neðan.
Eina röskunin, sem varð á daglegu^
lífi á Kefiavíkurvelli, auk þess að
lögreglan átti óvenju rólegan dag,
var að undanþága til að flytja mjólk
inn á svæðið fékkst ekki.
herstöðvar-
andstœðingar
fómennir
i mótmcela-
aðgerðum sínum
Að lokinni varðstoounni, héldu
herstöðvarandstæðingar í félagsheim-
ilið Stapa, þar sem ræður voru flutt-
ar, skáld lásu úr verkum sínum og
hljómlistarmenn skemmtu. —ÁT—
■r.; ii.v;':.-
Landhelgin:
Diomede
ógnar
Freigátan Diomede gerir sig
líklcga til að sigla á Tý. Alls
sigldu tvær brezkar freigátur sjö
sinnum á Tý og Þór á föstudag-
inn. Diomede sigldi þó ekki á
varðskip en hafði margsinnis
hótanir í frammi. Ljósmyndin
var tekin um borð í varðskipinu
Tý í þessari atlögu brezku hcr-
skipanna. (DB-mynd: Rithard L.
Agnarsson).
Norrœn samvinna
ó sjónvarpssviðinu:
fsland með í tíu
mynda flokki um
heimsstyrjöldina
— bls. 8
Efnahagslíf
Evrópu ó
jafnvœgismörkum
Ætla að stöðva
selveiðar undan
ströndum Ný-
fundnalands
— erl. fréttir bls. 6-7
VILLI-
ÖNDIN
— Leikdómur eftir
Ólaf Jónsson
ó bls. 9
Þekkt
knattspyrnufélög
hafa gert Ásgeiri
Sigurvinssyni
tilboð
— Sjó íþróttir
bls. 12, 13, 14 og 15