Dagblaðið - 15.03.1976, Page 13

Dagblaðið - 15.03.1976, Page 13
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976. 13 i Iþróttir þróttir þróttir róttir ^að er ekki gaman að veltast í snjónum á vellinum í Keflavík áJaugardag — en hér horfa strákarnir steinhissa á kappana, sem liggja á vellinum. DB-mynd Bjarnleifur. Aðeins skorað úr víta- spyrnum í fyrsta leik! — og Keflavík og Fram gerðu jafntefli í meistarakeppni KSÍ ó laugardag Tvær vítaspyrnur á tveimur mínút- um, ein hjá hvoru liði er fremur fátítt í knattspyrnuíþróttinni, en það gerðist nú samt suður í Keflavík á laugardag- inn, þegar ÍBK og Fram léku fyrsta leikinn í Meistarakeppni KSÍ. Mörgum Jannst dómarnir full strangir en það iverður að segja dómaranum, Sævari :Bjarnasyni, til lofs að hann var sjálfum sér samkvæmur, — bæði brotin svipaðs eðlis, þótt svo efast megi um réttmætið. Knattspyrnuvöllurinn í Keflavík var alhvítur, þegar leikurinn hófst — og þá leiktímabilið árið 1976, — en veður yar gott, hægur andvari og sólskin. En það var eins og voraði þegar knötturinn fór að velta, snjóinn tók upp, eftir því sem lengra leið á leikinn og knattspyrn- an varð að sama skapi skemmtilegri og allgóð á köflum. Samt er ekki verið að gefa í skyn, ad leikurinn haFi verið í heild lélegur. Hann bar að vísu keim af tilraunastarf- semi og má það til sanns vegar færa, þar sem bæði liðin tefldu fram nýliðum, en létu margar af hinum stærri stjörn- um undanfarinna ára verma vara- mannabekkina, eða leika í b-liðunum, eftir fyrri leikinn. Keflvíkingar voru öllu meira í sókn framan af með nýliðana þá Einar Ólafs- son og Þóri Sigfússon sem aðaldriffjaðr- ir í sínum fyrsta meistaraflokksleik og áreiðanlega ekki hinum seinasta. Þriðji nýliðinn, Sigurður Björgvinsson, kom inn á í seinni hálfleik, mjög kröftugur leikmaður, sem lofar góðu. Þrátt fyrir nokkur góð skotferi tókst ÍBK ckki að koma knettinum fram hjá Þorbergi Atlasyni, sem leikur að nýju í Frammarkinu eftir meiðsli. Hann virðist ekki hafa gleymt neinu, — varði nokkur góð skot mjög örugglega. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik, að ÍBK hafði árangur sem erfiði. Ólafur Júlíusson var hindr- aður í vítateignum með þeim afleiðing- um sem fyrr greinir. Or vítaspyrnunni skoraði Gísli Torfason örugglega, fyrsta márkið, árgerð ’76. Hið sama gerði Pétui^Ormslev Framari eftir að honum hafði verið brugðið innan sömu marka, — en Þorsteinn Ólasson markv. hafði þó aðeins hönd á knettinum. Pétur var þó ekki eins öruggur í fyrri hálfleik, þegar hann komst einn inn fyrir Þor- stein, en tókst ekki að nýta færið. Varnir beggja liðanna voru betri hlutinn. Guðni Kjartansson, sem jafn- framt er þjálfari ÍBK ásamt Jóni Jó- hannssyni, lék sinn fyrsta leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla, svo og Lúðvík Gunnarsson, og eru sannarlega ekki dauðir úr öllum æðum. Sóknarleik- ur liðsins var oft á tíðum fálmkenndur, — útherjarnir yfirleitt of innarlega. Jón Pétursson var burðarás Fram- varnarinnar ásamt Kristni Atlasyni, efnilegum leikmanni, en sóknarleikur- inn hjá Fram var öllu „breiðari’ en hjá ÍBK, — þar voru útherjarnir á réttum stað, sérstaklega þegar líða tók á leikinn og liðið fór að Finna sig. Keflvíkingar unnu b-liðs leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu Guðjón Guðjónsson og Friðrik Ragnarsson. Grétar Magnússon og Gunnar Jónsson, gamlar kempur, léku þar, með ÍBK. Framarar tjölduðu einn- ig þekktum mönnum eins og Marteini Geirssyni, sem lítið hefur æft undan- farið, Sigurbergi Sigsteinssyni og Eggerti Steingrímssyni. Ekki má gleyma Árna Stefánssyni markverði, sem getur ekki æft með liðinu vegna náms við íþróttaskólann á Laugarvatni. Samkeppnin um að komast í þessi tvö lið verður því hörð í sumar. emm Þrjú íslandsmet og Ægir vann í Bikarkeppninni Sigurður Ólafsson, Ægi, vann at- /glisverð afrek í Bikarkeppni Sund- mbands íslands, sem háð var um ílgina í Sundhöllinni. Hann setti ís- ndsmet í 200 m skriðsundi og varð rstur fslendinga til að synda innan við ær mínútur. Synti á 1:59.6 mín., en dra íslandsmetið í 25 metra laug átti riðrik Ciuðmundsson, KR, 2:02.2 mín. 'lympíulágmark í sundinu er 2:01.5 ún. og er Sigurður líklegur til að vinna að afrek. Þá setti hann cinnig nýtt landsmet í 600 m skriðsundi á föstu- ag. Synti hann vcgalcngdina á 9:04.9 lín. Eldra mctið átti Friðrik cinnig, :12.5 mín. Árni Eyþórsson, Á, synti innig innan við mcttímann 9:12.2 mín. g Brynjólfur Björnsson, Á, sctti ný’tt rcngjamct 9:19.9 mín. Þctta var í sjötta skipti, scm Bikar- eppnin cr háð. Sundfclagið /Egir sigraði örugglega í stigakeppninni eins og í öll skiptin áður — en þjálfari félagsins er Guðmundur Harðarson. Ægir hlaut 251 stig að þessu sinni. í öðru sæti varð HSK með 202 stig, þá Ármann 175 stig, Sundfélag Hafnar- fjarðar 107 stig, ÍBK 78 stig, KR 42 stig, Brciðablik 40 stig, Óðinn, Akur- eyri, 32 stig og íþróttabandalag Akra- ness 16 stig. Auk fslandsmctanna, scm áður cru ncfnd sctti karlasvcit Ægis nýtt íslands- mct í 4X100 m fjórsundi — synti á 4:23.5 mín. Eldra íslandsmctið átti svcit Ármanns, 4:24.9 mín. Elínborg Gunnarsdóttir, HSK, jafnaði fslands- mct Hclgu Gunnarsdóltur í 100 m bringusundi synti á 6:12.1 mín. Sonja Hrciðarsdóttir, IBK, sctti nýtt tclpnamct, 13 11 ára, svnti á (>: 17.0 mín. og Þórunn Magnúsdóttir, ÍBK, synti einnig á betri tíma en gamla telpnametið, 6:22.5 mín. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu: 400 m bringusund Hermann Al- frcðsson, Ægi, 5:44.3 mín. 800 m skrið- sund Þórunn Alfrcðsdóttir, Æ, 10:06.0 mín. 400 m fjórsund Þórunn Alfreðs- dóttir 5:34.8 mín. 200 m flugsund Brynjólfur Björnsson, Á, 2:24.5 mín. 100 m skriðsund Vilborg Sverrisdóttir, SH, 1:03.7 mín. 100 m baksund Bjarni Björnsson, Æ, 1:05.6 mín. 200 m bringusund Elínborg Gunnarsdóttir 2:57.0 mín. 100 m bringusund 1. Hcr- mann Alfrcðsson 1:12.6 mín. 2. örn Ólafsson, SH, 1:12.6 tnín. og 3. Stcin- grímur Davíðsson, Brciðablik, ■ 1:12.6 mín 100 m flugsund Þórunn Alfrcðsdóttir 1:12.2 mín. 200 m baksund Vilborg Sverrisdóttir 2:46.4 mín. 400 m fjórsund Axel Alfreðsson 5:06.1 mín. 200 m flug sund Þórunn Alfreðsdóttir 2:35.2 mín. 100 m skriðsund Sigurður Ólafsson 55.3 sek., sem er annar bezti tími íslendings> á v^galengdinni íslandsmet Finns Garðarssonar er 54.9 sek. Annar varð Þorsteinn Hjartarson HSK á 57.7 sek. og bætti sinn bezta tíma um tvær sekúndur!! — 100 m flugsund Sigurður ólafsson 1:06.0 rpín. 200 m skriðsund Vilborg Sverrisdóttir 2:19.2 mín. 200 m baksund Bjarni Björnsson 2:24.4 mín. 100 m baksund Vilborg Sverrisdóttir 1:20.4 mín. 200 m bringusund Stein- grímur Davíðsson 2:39.2 mín. 100 m bringusund Elínborg Gunnarsdottir 1:23.2 mín. og 4X100 m fjórund kvenna HSK 5:11.0 mín., en sveit Ægis synti á 5:11.8 mín. E___________________ Heimsmet í sundi Hin 14 ára austur-þýzka skólastúlka, Antje Stille, bætti eigið heimsmet um næstum sekúndu í 200 m baksundi á móti í Tallinn á laugardag. Hún synti vega- lengdina á 2:13.5 mín. Á mótinu í gær setti Ulrike Richter setti heimsmet í 100 m baksundi, synti á 1:02.98 mín. og Rosemary Kother setti heimsmet í 200 m flugsundi á 2:13.60 mín. Allar þessar stúlkur eru austur-þýzkar. Stenmark heimsmeistari Ingemar Stenmark sigraði í keppninni um heimsbikarinn, þegar hann hafði al- gjöra yfirburði í svigkeppninni í Aspen, Colorado, í gær. Ingemar hefur nú hlotið 241 stig og aðrir keppendur geta ekki náð honum. Gífurlegur fögnuður varð í Sví- þjóð í gær, þegar fréttist um árangur þessa snjalla skíðamanns. Ingemar Stenmark verður tvítugur nk. þriðjudag. í gær hafði hann algjöra yfirburði í sviginu — keyrði báðar umferðirnar á 109.76 sek. Mahre, USA, varð annar á 111.34 sek. Gustavo Thoeni, Ítalíu, 3ji á 111.64 sek. og Piero Gros, Ítalíu, fjórði á 112.67 sek. Enn á eftir að keppa á tveimur mótum í heimsbikarnum í St. Anne 17. og 21. marz — en Ingemar hefur þegar tryggt sér sigur. Hlotið 241 stig. Thoeni er annar með 190 stig. Gros 3ji með 189 stig og Franz Klammer, Austurríki, fjórði með 181 stig. Úrslitin í Þýzkalandi Aftur er Borussia Mönchengladbach komið á skrið eftir nokkra lægð — liðið sigraði bikarmeistarana Eintracht Frankfurt í Mönchengladbach örugg- lega 4-2. En úrslitin í Þýzkalandi urðu: Kaiserlautern — Rot-Weiss Essen 5-0 Offenbach — Bayern Munchen 2-2 Borussia — Eintracht Frankfurt 4-2 Fortuna Dusseldorf — Eintracht Bruns- wick 3-3 Bayer Uerdingen — Karlsruher 1-1 FC Köln — Werder Bremen 1-1 Schalke — Hertha Berlin 2-2 Hannover — Bochum 4-1 Hamborg — Duisburg 3-0 Alls voru skoruð 37 mörk — eða 3.1 mark í leik. Ekki hægt að segja að Þjóðverjarnir hafi gleymt hvernig á að skora þó Gerd Muller sé ekki upp á sitt bezta. 7 heimsmet i skautahiaupum Sjö heimsmet voru sett á skautamóti í Inzell í Vestur-Þýzkalandi í gær. Olympíumeistarinn Sheila Young, USA, hljóp 500 m á 40.68 sek. og bætti met sitt um 0.23 brot. Hin 25 ára gamla afreks- kona setti einnig heimsmet samanlagt 166.210 stig. Olympíumeistarinn Piet Kleine, Hol- landi, setti heimsmet í 10.000 m hlaupi — hljóp á 14:43.92 mín. og stórbætti heims- met Sten Stensen, Noregi, 14:50.31 mín. Þá setti Kleine einnig heimsmet saman- lagt 165:884 mín. Hans van Helden, Hollandi, setti frá- bært heimsmet í 1500 m hlaupi — hljóp á 1:55.61 mín. og bætti heimsmet skauta- snillingsins Art Schenk stórlega 1:58.7 mín. Nancy Swinder, USA, setti heismet í 3000 m hlaupi kvenna 4:40. 85 mín. og Sylvia Burka, Kanada, heimsmet í saman- lögðu 176.468, en heimsmet Sheilu Young var í spretthlaupum samanlagt, Olympiumeistari stðkk bezt Karl Schnabl Olympíumeistarinn austurríski sigraði í skíðastökkinu á Holmenkollenmótinu í Noregi í gær. Schnabl stökk 96.5. Annar varð silfurhaFinn frá Innsbruck — Tony Inn- auer, sem stökk 94,5. Geysilegur áhorf- endafjöldi fylgdist með —70 þúsund manns og þeir sáu landa sinn, Johan Seatre ná þrigja sæti.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.