Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 14
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976. 14 ^HHHHHHIIB Kapphlaupið heldur ófram öll efstu liðin sigruðul Strákarnir hans Docherty halda sínu striki í 1. deildinni ensku. Á laugardaginn lögðu þeir Leeds United að velli 3-2 og í raun gefur endanleg marka- tala enga mynd af leikn- um, slíkir voru vfirburðir Manchesterliðsins. í fyrsta skipti í 20 leikjum þurfti Docherty að breyta liðinu, því Lou Macari var meiddur og gat ekki leikið með. Þess í stað kom McCreery inn í liðið og þetta virtist alls ekki veikja liðið — síður en svo. United beinlínis tætti Leeds í sig og langt er um liðið síðan Leeds hefur verið yfirspilað eins og á Old Trafford á laugardaginn. Þegar frá upphafi buldu sóknar- lotur á rnarki Leeds og Manchester- liðið fékk óskastart þegar Stewart Houston skoraði þegar á 2. n'ínútu. Gordon Hill og Steve Coppel ógnuðu vel á köntunum og auk þess voru bakverðirnir drjúgir — þeir Houston og Forsyth, þegar þeir komu upp og studdu sóknina. Það var einmitt Forsyth, sem á 43. mínútu lék upp kantinn, lék á tvo varnarmenn Leeds og gaf síðan vel fvrir á Stuart Pearson sem ekki átti í neinum erfiðleikum með að skora úr dauðafæri. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en áður hafði boltinn þrívegis smollið í stöngum Leeds. * Manchester United hélt upptekn- um hætti í síðari hálfleik og stöðugt pressaði United. Á 60. mínútu bætti Steve Daly við þriðja markinu og öríög íbeeds voru ráðin Sá eini sem eitthvað kvað að hjá Leeds var Hillv Bremner, sem aftur lék með eftir 7 Ieikja fjarveru. Það var Billy Bremner sem splundraði vörn Man- chester á 87. mínútu með frábærri sendingu á Trevor Cherry og hann átti ekki í erfiðleikum með að skora. Strax í næsta upphlaupi skoraði Bremner sjálfur og þögn sló á hina tæplega 60 þúsund áhorfendur. En Leeds náði ekkert að ógna það sem eftir var leiksins og því öruggur sigur Manchester United í höfn. Úrslit leikja á laugardag urðu: 1. deild Birmingha m Livcrpool 0-1 Burnlev — Man. Citv 0-0 Covcnt ry Arsenal 1-1 Dcrbv > CorvN ich :í-i Evcrton QI'R 0-'J 1 pswich Siokc i-i Miin. t td. 1 • eds •i-1 M iddlcsbr migh - Lciccs U'l 0-1 \r\\ cast lc Wcst Ham 2-1 Shcli. Utd . — Wolvcs 1-1 Tot tcnhan ii Aston Villa 5-2 2. dcild: Bolton - Plymouth 0-0 Bristol Rovcrs - Hull 0-1 Chclsea Southampton i-i C ’.harlton Bristol Citv 2-2 Luton ( ! .larlislc :»-» Nottm. Forcst Fulham 1-0 ()ricnt Sundcrland 0-2 'Oxford Notts (iountv 2-1 Portsmout h Blackpool 2-0 WBA Blackburn 2-2 Yo.rk Oldham 1-0 (QPR ti rónir nú stojt á U)J)|)i 1. dcildar cf tir sigur í Ltvo rpuol vift Mcrscyáni i liðið lagði E •vcilui) aO vclli 2-0. Mikill s ikriður hcfut vcri i<1 á (,)I'K imdanlari* 5 <»g í átta síðust u lcikjiin) hefur liðið unnið 7 — eitt jafntefli. Sem sagt 15 stig af 16 mögulegum og slíkt eru meistarataktar. Á Goddison Park sótti Everton mun meira cn QPR hafði klassann — getuna til þess að skora mörk. Stan Bowles skoraði í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik sótti Everton en þrátt fyrir það bætti QPR við öðru marki sínu. Mick Leach skoraði með sinni fyrstu spyrnu í leiknum — hafði komið inn á skömmu áður sem vara- maður fyrir Francis. Þar við sat og dýrmæt stig í safn litla vesturbæjar- liðsins í Lundúnum. Á meðan QPR og Man. Utd. unnu sína andstæðinga — þá voru helztu keppinautar þeirra, Liverpool og Derby, einnig að sigra. Liverpool í Birmingham og Derby heima gegn Norwich. En þau stig fengust ekki átakalaust. Leikur Biriningham og Liverpool þótti með eindæmum leiðinlegur — rétt eins og bæði liðin hcföu sætt sig fyrirfram við jafntefii, hvorugt hafði hugrekki til að sækja, létu bæði skeika að sköpuðu. L.ukkan Þessir kappar berjast um meistaratit- ilinn. — Phil Thompson, miðvörður Iaverpool, sem á laugardag fékk vítið sem nægði liði hans til sigurs gegn Birmingham, í návígi við David Webb, miðvörð QPR, og Dave Thomas ber í fætur hans. Phil Parkes markvörður QPR hélt liði sínu ó floti framan af með snilldarmarkvörzlu Liverpool vann Birmingham á vítaspyrnu og Manch. Utd. lék sér að Leeds en vann aðeins 3-2 var hins vegar með Liverpool — aðcins fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Liverpool víti. Phil Thompson var brugðið innan vítateigs og nafna hans Phil Neal urðu ekki á nein mistök. skoraði ('irugglega. og dýrmæt stig til Liverpool. Á meðan Liverpool var að fá sín heppnisstig í Birmingham sigraði Derbv Norwich, liðið sem hafði sigrað bæði Liverpool og Leeds á útivöllum. Svo virtist sem Norwich ætlaði enn að endurtaka leikinn — Duncan Forbes skoraði fyrir Norwich í fvrri hálflcik, fór upp í hornspyrnu og skallaði í markið fram hjá Mose- ley í marki Dcrbv. Við þetta áfall var scm leikur meistaranna riðlaðist — sendingar fóru forgörðum og meistar- arnir virtust sakna Charlie George, sem var meiddur. Norwich hafði því yfir í hálflcik en fijótlega í síðari hálflcik tók fvrirliði Derbv, Archie Gemmill, leikinn í sínar hendur. Hann skoraði þegar á 5. mínútu og átti síðan frábæra sendingu á Bruce Rioch sem skoraði. Leighton James bætti síðan þriðja markinu við og sigurinn var Dcrby en sannárlega þurftu leikmenn liðsins fvrir sigrin- um að hafa. Það er því Ijóst að þessi fjögur lið mumi berjast um titilinn í ár Lceds hefur endanlega misst af möguleikanum með ósigri sínum á Old Trafford. Baráttan á botninum cr nú hins vegar í algleymingi — af botnliðun- um sigraði aðeins Wolves, Burnley gerði jafntefli og Sheffield United og Birmingham töpuðu. Mikil var lukka Burnley gegn deildarbikarmeisturunum Man- chester City. Dennis Tueart, sem við sáum skora svo fallegt mark í úr- slitalciknum gegn Newcastle, skildi heldur en ekki skotskóna eftir í Man- chester. City var mun sterkari aðili í leiknum og í fyrri hálfleik var Tueart brugðið innan vítateigs. Hann tók vítið sjálfur en hinn kornungi Peyton í marki Burnley varði snilldarlega. Ekki nóg með það — City fékk annað víti í síðari hálficik og enn gekk Tueart fram til að taka vitiö, en þetta var ekki hans dagur, aftur mistókst honum og City varð að sætta sig við aðcins eitt stig. Burn- ley fékk hins vegar dýrmætt stig í fallbaráttunni. Úlfarnir heimsóttu neðsta liðið — Sheffield U;iited. Þrátt fyrir að United ætti mun hættulegri færi og virkaði betra liðið í sóknarlotum sín- um þá skoraði liðið aðeins eitt mark — fékk á sig fjögur. Það þarf ekki mikilla skýringa við á hinni slöku frammistöðu United, frá hnífa- borginni frægu í Yorkshire. Vörn liðsins er afskaplega slök og eins vantar menn til að styðja við bakið á enska landsliðsmanninum Tony Currie á miðjunni. Richards skoraði fyrsta mark leiksins og Palmer bætti . öðru marki við fyrir Úlfana. Jimmy Johnstone minnkaði muninn, þegar hann skallaði glæsilega í markið en cnn juku Úlfarnir muninn — Steve Kindon skoraði. Þannig var staðan í hálfleik — 1-3 og tvisvar hafði bolt- inn smollið á stöngum Úlfanna. Já, lukkan cr ekki með Sheffield United. Steve Kindon bætti síðan við marki í síðari hálfieik, sínu öðru. Dæmalausir eru strákarnir hans Jackie Charlton, þeir fóru til Liver- pool í síðustu viku og sigruðu, þeir unnu sigur í Leeds en í annað skiptið í röð tapaði Middlesbrough á Ayr- some Park og nú fvrir Lcicester 0-1. Það var sjálfsmark Stuart Boam í fvrri hálficik, sem varð Middles- brough að falli því fieiri urðu mörkin ekki. Arsenal heldur áfram að hala inn stig eftir að hafa verið komið ískvggi- lcga nálægt botnliðunum fyrir nokkr- um vikum. Liðið fór til C.ovcntry og kom heim með stig — Powling skoraði fyrir Arscnal í fyrri hálfleik. Alan Green jafnaði fyrir Coventry í þeim síðari. Þau lið sem valdið hafa hvað mest- um vonbrigðum í vetur, Ipswich og Stoke, léku á Portman Road í Ips- wich. Auðvitað varð jafntefii. Dennis Smith skoraði fyrir Stoke og Rogers Osborne 'jafnaði fyrir Austur- Anglíuliðið. í 2. deild vann Sunderland góðan sigur í London á Orient og var það fyrsti útisigur liðsins í 2 mánuði. Bobby Kerr skoraði bæði mörk Sunderland en liðið frá Roker Park varð fyrir verulegu áfalli þegar fyrir- liði liðsins og liðs Englands undir 23 ára, Tony Towers, meiddist og leikur sennilega ekki meir það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Eftir þrjá tapleiki í röð á útivelli náði Southampton loks stigi á úti- velli. Það var á Stamford Bridge í Lundúnum þar sem stig vannst gegn hinu unga liði Chelsea — Channon skoraði fyrir Dýrlingana en Finnieston jafnaði fljótlega fyrir Chelsea. Bolton og Bristol City misstu bæði stig — Bolton náði aðeins jafntefii gegn Plymouth á Brunden Park í Bolton og það sem meir er — Plymouth hefur ekki enn sigrað á útivelli í vetur. Bristol City gerði hins vegar jafntefli við Charl- ton í Lundúnum. I 3. deild var til þess tekið að Wrexham, er stóð sig svo frábærlega vel í Belgíu gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa, sigraði efsta liðið í 3. deild, Hereford, 2-1. Leikurinn þótti mjög vel leikinn og 3. deildinni til mikils sóma. Crystal Palace sigraði loks — í Grimsby og hver skoraði bæði mörk Palace nema PeterTaylor. Staðan í 1. deild er nú: 1. deild QPR 35 18 11 6 53-26 47 Liverpool 34 16 13 5 50-27 45 Man. Utd. 33 18 9 6 54-31 45 Derby 34 18 9 7 56-43 45 Leeds 33 16 8 9 51-36 40 Man. City 32 13 10 9 51-28 36 Middlesbro 34 13 10 11 37-30 36 Leicester 34 10 15 9 36-42 35 Ipswich 32 10 14 8 38-33 34 Stoke 32 13 8 11 41-38 34 West Ham 35 13 8 14 43-53 34 Everton 33 11 11 11 48-56 33 Tottenham 34 9 14 11 48-55 32 Newcastle 31 12 7 12 57-44 31 Coventry 34 10 11 13 36-46 31 Norwich 32 11 8 13 48-50 30 Arsenal 33 11 8 14 36-39 30 Aston V. 34 9 12 13 41-50 30 Birmingh. 33 10 5 18 44-60 25 Wolves 33 8 8 17 38-54 24 Burnley 35 7 10 18 38-56 24 Shef. Utd. 34 2 9 23 23-68 13 2. deild Bristol C. 33 16 11 6 51-28 43 Bolton 32 16 10 6 49-29 42 Sunderland 31 18 5 8 49-29 41 Notts Co. 33 16 7 10 47-33 39 Luton 34 16 7 11 48-39 39 WBA 32 14 11 7 37-29 39 Southampt. 33 16 6 11 55-39 36 Nottm. For. 33 12 10 11 42-34 34 Chelsea 34 12 10 12 45-43 34 Oldham 34 12 10 12. 49-52 34 Fulham 34 12 9 13 39-38 33 Bristol R. 33 10 13 10 31-35 33 Charlton 32 13 7 12 48-55 33 Hull 34 13 6 15 36-39 32 Plymouth 35 11 9 15 43-47 31 Blackpool 33 10 11 12 31-39 31 Carlisle 34 10 11 13 37-49 31 Orient 32 10 10 12 27-31 30 Blackburn 33 7 13 13 32-42 27 Oxford 34 7 11 16 32-48 25 Portsmouth 34 8 6 20 26-47 22 \'ork 33 7 5 21 27-57 19 Indlánarnir hefja eftirförina J7K

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.