Dagblaðið - 22.03.1976, Síða 4
4
Dagblaðið. Mánudagur 22. marz 1976.
Ef bíllinn er
auglýstur,
fœst hann hjá okkur
piASAl^
.
KU.I2h,|!
AHORNI
BORGARTÚNS OG NÓATÚNS
SÍMI 28255- 2 línur
SJÁÐU!
Nýjung á Islandi: JOSTYKIT
Rafeindaáhugamenn! Nú fæst loksins
Jostykit á íslandi. Hobbí fyrir alla —
byggðu sjálf(ur), þinn óskahlut:
magnara, viðtæki, ljósshow, dimmer,
rúðuþurrkustilli o. fl. o. fl.
Hringdu — komdu — skoðaðu —
skrifaðu, við sendum kynningarrit.
Sameind hf.,
Tómasarhaga 38, Rvk.
S.: 15932. Opið 16-19. Laug.: 10-14.
Utboð
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir
tilboðum í smíði steypts kants (186 m) ofan
á stálþil í suðurhöfninni í Hafnarfirði.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5 þús. kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað
mánudaginn 5. apríl kl. 11.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar.
Hef opnað
tannlœkningastofu
í Garðabœ
Viðtalstímar eftir samkomulagi alla virka
daga.
Ómar Konráðsson tannlæknir
Sunnuflöt 41 sími 42646.
Aðalfundur
Verzlunarmanriafélag Suðurnesja verður
haldinn í Framsóknarhúsinu, laugardag 27.
marz 1976 kl. 14.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreyting
Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Fœreyingar í slagnum
um síðasta þorskinn
Færeyingar eru af fullum þunga
með í slagnum um síðasta þorskinn á
íslandsmiðum.
Þeir eiga samkvæmt nýgerðu sam-
komulagi að fá allt að 17 þúsund
tonn á línu innan 200 mílna, þar af 8
þúsund af þorski. í samkomulagi við
þá, sem rann út 13. nóvember síðast-
liðinn, var gert ráð fyrir, að þeir
fengju 20 þús. tonn, en þar voru
engin sérstök ákvæði um þorsk.
Saltfisktogarar frá Færeyjum mega
nú ekki veiða í landhelginni, en
tveir slíkir höfðu áður haft leyfi til
þeirra veiða. Samkomulagið er
uppsegjanlegt með sex mánaða fyrir-
vara.
Sjómenn hafa í viðtölum við Dag-
blaðið kvartað yfir því, að Færeying-
um séu veittar heimildir til að veiða
innan 200 mílna.
Þeir hafa sagt, að Færeyingar hafi
áður verið að kalla hættir veiðum á
þessum slóðum en sótt aftur hingað,
þegar íslendingar hófu útfærslu í 50
og síðan 200 mílur.
—HH
Yfirlýsing frá Hveragerði:
ER LOGREGLAN VILL
EKKERT AÐHAFAST
VERÐA B0RGARARNIR
AÐ TAKA TIL SINNA RÁDA
,,Árásin” og „átökin” er urðu í húsi
einu í Hveragerði aðfaranótt föstudags,
virðast eiga sér flóknari sögu en fram
hefur komið í blöðum og af frásögnum
mætti ætla. Hér er yfirlýsing er varpar
nýju ljósi á málið:
HUS-
byggj-
endur
Fy rirligg jandi:
Glerullar-
einan grun
Glerullar-
hólkar
Plast-
einangrun
Steinullar-
einangrun
Spóna-
plötur
Milliveggja-
plötur
Kynnið ykkur
verðið - það
er hvergi lœgra
JÓN LOFTSSONHR
Hringbrau 1121 10 600
„Vegna frétta þeirra er birzt hafa um
svokölluð „slagsmál” í Hveragerði vil ég
undirritaður taka fram eftirfarandi:
Er ég kom heim til mín að afloknum
löngum vinnudegi laust fyrir kl. 24 sl.
fimmtudagskvöld var þar fyrir ung-
lingspiltur sitjandi inni í stofu mjög illa
á sig kominn eftir barsmíð í andlit og
spörk í kvíð. Var hann eitthvað við skál,
bauð mér hressingu mér til uppörvunar
og honum til samlætis. Leið svo drjúgur
tími þar til einn kunningi okkar kom í
heimsókn. Er hann sá útlit piltsins
spurði hann nánar um ástandið. Kom
þá fvrst í ljóst hvað hafði gerzt. Piltur-
inn hafði þá fyrr um kvöldið komið í
heimsókn ásamt öðrum manni á mitt
heimili, en þeir eru báðir starfsfélagar
konu minnar. Þeim fylgdu tveir aðilar
og létu dólgslega.
Konan mín var heima ásamt 4 litlum
börnum okkar og mótmælti því, að
þessir tveir órólegu kæmu inn. Þeir létu
það sig cngu skipta og komu inn engu
að síður.
Byrjuðu þeir að svívirða unga piltinn
fyrir stöðu hans í lífinu. Konu mína
svívirtu þeir einnig í orðum. Enduðu
þeir sína óvelkomnu heimsókn með því
að ráðast á piltinn þannig að á meðan
annar hélt honum hengingartaki aftan
frá sló hinn piltinn í ahdlitið og kvið og
sparkaði einnig í kvið hans.
Er okkur var Ijóst, að þarna var um
augljósa misþyrmingu að ræða, en ekki
heiðarleg slagsmál, " greip okkur
heilög reiði. Ákváðum við í samein-
ingu að heimsækja mennina og
veita þcim tækifæri til að slást heiðar-
lega maður gegn manni. Leituðum við
að þeim góða stund. Leituðum við eftir
aðstoð við akstur til tveggja kunningja
okkar. Fórum við síðan heim til þeirra
aftur eftir dálitla leit að þeim um götur
þorpsins. Var annar þeirra heima, en
vildi ekki koma út fyrir. Spannst það
síðan orð af orði, að ég sló manninn eitt
kjaftshögg. Féll hann á mig og við báðir
í gólfið. Reis ég síðan á fætur og gekk
út. Kona mannsins varð ekki fyrir
neinu hnjaski né heldur var sparkað í
manninn.
Hinir þrír félagar mínir stóðu
álengdar aðgerðarlausir og fylgdust
aðeins vel með.
Til lögreglunnar leituðum við ekki
vegna frámunalegs seinagangs og af-
skiptaleysis þeirra við þennan mann,
sem virðist geta gert það sem honum
sýnist, án þess að þurfa að svara til saka
á einn eða annan hátt.
Skýrt skal tekið fram, að aldrei var
ætlunin að slást vhð manninn innan
dyra. Og einnig það að ég er reiðubú-
inn til að svara til saka fyrir mitt
athæfi, en krefst þess einnig, að hinir
tveir svari til saka fyrir sitt athæfi.
Áverkavottorð liggja fyrir vegna mis-
þvrminga á unglingspiltinum.
Arnar Bjarnason
Reykjamörk 5,
Hveragerði.”
Óðinn duglaus
við gœzluna
Öðinn, þriðja stærsta varðskipið,
hcfur verið vængbrotinn við gæzlustörf-
in. Skipið hefur verið í slíkum
lamasessi, að það hcfur lítinn sem eng-
an þátt tckið í hildarlciknum á miðun-
um.
Jón Magnússon, talsmaður Land-
hclgisgav.lunnar. sagði blaðinu í gær, að
gallar hefðu tckip sig upp í Öðni, eftir
að hann kom úr viðgerðinni í Dan-
mörku. Varðskipið hefði aldrei verið í
fullum notum síðan. Þá væru ellimerki
á skipinu.
Öðinn er nú í Reykjavík. Jón sagði,
að vonir stæðu til, að ástand skipsins
mundi eitthvað lagast, þar sem nú færi
fram viðgerð á því.
Eftir öðrunr heimildum hefur blaðið,
að Öðinn hafi lítið beitt sér í stríðinu,
iðulega lcgið inni á fjörðum, þegar
önnur varðskip hafa strítt við Bretann.
— HH
Smurbrauðstofan
BJORNINfM
Njólsgötu 49 - Simi 15105