Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 2
DA(iBLAíMi). MANUDA(iUi< 5. AFKÍL 1976. /* OPIÐ BRÉF Hcrra Hclgi Skúli Þú sendir ágætuin lilaða- manni, Bolla Héðinssyni, bréfkorn opið í Dagblaðinu í cær. Mér cr ljðst, að BH muni ekki hirða um að svara þér. Allt annað væri af hálfu blaða- manns anachronismi í ljósi þeirra upplýsinga, sem hrannazt bafa upp, siðan þú hlýtur aö hafa samið þetta bréf. Ég ætla hinsvegar að svara þér með nokkrum línum og leggja fyrir þig jafn persónu- legai lorvitmsspurningar og þú leg; 'i' >'\.ó'i 1) Hvcrsvegna íullyrðir þú. að frctt sé jafnröng og veikasti hluti hennar, rétt eins og um væri að ræða hlekkjakeðju? 2) Hversvegna ertu yfirleitt að beija höfðinu við steininn? Þú getur vel sætt þig við ósigur, eins og aðrir. Þú hafðir ekki úr neinum háum söðli að detta. Ég get upplýst, að ég bergði á ósigri í nokkrar klukkustundir upptökudaginn 10. marz s.l. Það var ekkert sárt. Raddir lesenda til Helgo Skúla Kjartanssonar 3) Hversvegna getur þú ekki einu sinni farið rétt með, þegar, þú þykist vera að leiðrétta aðra? Af hverju kynntir þú þér ekki hvert væri elzta núverandi skip Eimskip, áður en þú fórst að nefna nöfn? 4) Hversvegna eru örlög þín svo ægileg, að þú þurfir að snúa út úr fyrir sjálfum þér? Þegar þú ert sjálfur í DB þ. 2. aprfl búinn að segja að spurt hafi verið um hver hafi verið fyrsta vatnsaflsvirkjun á Vestfjörð- um, ferðu að efast um að kalla megi 7 kw ,,einka”rafstöð vatnsorkuver. Hver nefndi vatnsorkuver hvar og hvenær? 5) Hversvegna getur verð- andi cand.mag. og kennslu- bókahöfundur eins og þú ekki reynt að vera í senn advocatus dei og advocatus diaboli og leita að hinu sanna, i stað þess að leita að því sem þú vilt finna. Þykir þér eftirsóknarvert að daga uppi sem einfaldur advocatus diaboli? Pétur Gautur Kristjánsson LAUGAVEGUR BANKASTRÆTI •Sf-14275 ©-21599 Sjálfboðaliða á varðskipin! Tilvera þjóðar er i veði, segir Markús B. Þorgeirsson, Hafnarfirði Markús B. Þorgeirsson hringdi: „Allir lslendingar gera sér grein fyrir því geysilega álagi, sem á varðskipsmönnum hvílir. Því finnst mér að þeir aðilar, sem stjórna landhelgismálum Islendinga auglýsi eftir sjálf- boðaliðum til afleysinga _á varðskipunum í störf undirmanna. Gera þarf áhöfnum varðskip- anna kleift að njóta hvíldar frá störfum, sem öðrum lands- mönnum. Ef auglýst væri eftir sjálfboðaliðum þyrfti Gæzlan að koma á námskeiðum fyrir þessa menn. Ég vil hvetja unga menn, sem skrifuðu undir lista „varins lands” að að sýna hug sinn og gefa sig fram til sjálfboðaliðs- starfa. Varðskipsmenn okkar eiga i stríði. Ég sigldi sjálfur I stríði og veit þvi af reynslu við hvað þessir menn búa. Fyrir réttlæti og sjálfstæði íslands er barizt. Tilvera þjóðar er í veði,” Reynið að endurvekja Boltann Stefán Stefánsson ungur knattspyrnuaðdáandi úr Kópa- vogi skrifar: „I lok ársins 1974 kom út blað er nefndist Boltinn og greindi frá knattspyrnuvið- burðum bæði hérlendis og er- lendis. Blaðið átti að koma út mánaðarlega og kom út fjórum sinnum. Síðan varð saga þess ekki lengri, sjálfsagt hefur hlaðið ekki borið sig. En i framhaldi af þessu var ég að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að fá eitthvert fyrirtæki, til dæmis Hilmi hf eða Frjálst framtak til þess að halda útgáfu þess áfram, líkt og íþróttablaðsins. Einnig mætti jafnvel gefa út Handboltablað og Blakblað fyrir áhugamenn þessara íþróttagreina.” Þe**l viöurkenning er aðein* veltl einum aðlla ir hvert fyrir framúrakarandi taekni- nýjung. Lumenitio Platípulausa transistorkveikjan er eina raunhæfa endurbótin á kveikjukerfinu frá því benzínhreyfillinn var fundinn upp Hefur hlotið sérstaka vlðurkenningu frá The Automobile Assoelation Ummæli 15 islenzkra ökumanna, sém birzt hafa i hérlendum dagblöð- um, staðfestu einhuga: mun betra start og kaldakstur Ennfremur áberandi: Þýðari gangur - Sneggra viðbragð - Betri vinnsla Auk þess er meðal benzínsparnaður með LUMENITION kveikjubúnað- inum a.m.k. kr. 8-10 pr. lítra, miðað við kr. 60/ltr. Á minni bílum er benzínsparnaðurinn reyndar enn meiri. Skýringin liggur í bvi, að i LUMENITION eru hvorki platinur né þéttir. Bruni á platinum, svo og síbreýtilegt platinubil er höfuðorsök aukinnar benzineyðslu. LUMENITION tryggir, áð bezta hugsanlega kveikjuástand haldist óbreytt. LUMENITION tryggir jafnf ramtó-8% betri árangur en bezt getur orðið með platinum og þétti. Það stenzt þvi fyllilega hörðustu gagnrýni, að meðal benzinsparnaður sé a.m.k. 13-14%. Miðað við kr. 60/ltr. þá verður útkoman sú, að benzínlítrinn kostar kr. 52 LUMENITION kostar aðeins kr. 14.900, þannig að búnaðurinn er f Ijótur að borga sig i benzinsparnaði einum saman, en þá er ótalinn sá kostnað ur, sem bileigendur losna við vegna reglubundinnar endurnýjunar á platínum, þétti og mótorstillingu. Auk þess er hægt að keyra allt að 3 sinnum lengur á kertunum! Veitum fúslega frekari upplýsingar. Einkaumboð á Islandi: MBvirti p, MABri>r-l'c SkelSunni 5e • Siml 3'33'45 f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.