Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 10
DACBLAÐIÐ. MANUDACUK 5. APRÍL 1976. 10 BLAÐIB frjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagbladió hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Adstoðarfréttastjóri: Atli Steinsson. íþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Re.vkdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir' Tómasson, Bolli Heðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ölafur Jónsson, Ömar Valdimarsson. Ljósm.vndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Dreifingarstjóri: Már E.M. Haildórsson Askriftargjaid 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 2.7022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindörsprent hf., Armúla 5. Mynda- og pliitugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf„ Skeifunni 19. Góðir bílar og vondir bílar? „Blikkbeljan” og ,,taprekstur” strætis- vagnanna eru meðal skemmtilegustu deiluefna íslendinga á síðustu árum. Skiptast menn í tvo flokka heitrar trúar og óheftra tilfinninga eftir dálæti sínu eða óbeit á tveimur tegundum fólks- flutninga á bílum. ~ ” Öðrum hópnum finnst það argasta tegund sósíalisma, að Reykjavíkurborg skuli árlega greiða nokkur hundruð milljónir króna til að standa undir taprekstri strætisvagna borgarinnar. Þessi svokallaði taprekstur kann samt að vera nieira eða minna ímvndaður. Því nteira sem fólksflutningar í borginni færast úr einkabílunt yfir í almenningsvagna, þeim mun minna álag verður á götum borgarinnar. Götur þurfa ekki að vera eins breiðar, gatnamót þurfa ekki að vera eins flókin og meiri líkur eru á, að umferðarbrýr sparist. Ymis fleiri dæmi, s\ro sem minni slysahættu, má nefna um sparnað borgarinnar af rekstri almennings- vagna. Slíkum sparnaði gleynia menn stundum, þegar þeir eru að hneyklsast á taprekstri strætisvagnanna. Ekki má heldur gleyma því, að fjölntennur minni- hluti bæjarbúa getur ekki notfært sér einkabíla. Þetta eru börn og gamalmenni, líklega um 40% íbúa Reykja- víkur. Þessi hluti borgarbúa á kröfu á, að haldið sé uppi í borginni nothæfu kerfi almenningssamgangna. Hitt er jafnfráleitt að vilja útrýma einkabílnum, þótt hann blási frá sér blendnum gufum og magni þörfina á gatnagerð og gatnaviðhaldi. I rauninni hagnast hið opinbera meira á bíleigendum en nokkrum öðrum hópi þjóðfélagsins. Ríkið gerir allt til þess að halda mönnum frá einkabílum. Það tollar bíla margfalt hærra en aðrar vörur. Og það skattleggur bensín margfalt hærra en aðrar rekstrarvörur. Bíleigendur eru sá hópur, sem mest er skattlagður hér á landi. Samt vilja svo að segja allir eiga sinn eigin bíl og láta sig hafa það, þrátt fyrir allan kostnaðinn. Það er óskhyggja að tala um afnám einkabílismans, meðan þorri manna leggur svo hart að sér til að eiga sinn eigin bíl. Einkabíllinn er sálræn nauðsyn nútímamanni. Einkabíllinn er ein aðferð hans til að verða frjáls og geta farið sínar eigin götur. Við sjáum það líka sums staðar erlendis, að menn ferðast frentur á eigin bíl heldur en i lest, þótt hið síðara sé fljótlegra, ódýrara og þægilegra. Be/.ta röksemd einkabílsins er samt sú, að þcir, sem hafa vcrið að agnúasl út í hann, hafa vfirleilt fcngið sér sinn eigin bíl um leið og þeir hafa talið sig hafa efni á því. Það er óluett að spá því,.að einkabíllinn tnuni lila það aí, að allt bensín \rerði þorrið á jiirðinni. Bíleigendur gera miklu meira en að borg'a kostnaðinn al umlerðinni í landinu. (iallinn í kerfinu er sá, að þessar gílurlegu tekjur renna lucrri allar lil ríkisins, en a’ttu að rcnna að tiilmcrðum hluta til sveilarfélag.nnui, sem i rauninni þurl'a að \cita bíleigendum meiri þjónustu en ríkið þarf. lánkabillinn og almennings\agninn eiga báðir jafn- mikinn rétt á sér. Deilur manna gegn „blikkbelju" og ...taprekstri st raa is\ agna eru '. issulega skemmJilegar, en bera samt \itni mn of heita trú og ol’ óheltar tillinningar. samlara ol miklum skorti á skvnsemi. / Margvislegur vandinn í Mósambík: PORTÚGÖLUNUM FÆKKAR STÖÐUGT Flótti portúgalskra land- nema frá Mósambik heldur stöðugt áfram níu mánuðum eftir að tandið hlaut sjálfstæði. Þótt nákvæmar tölur séu ekki haldbærar og portúgalska sendiráðið 1 Maputo neiti að ræða málið, eru diplómatar þeirrar skoðunar að af um það bil 250 þúsund Portúgölum, sem voru í landinu þegar byltingin var gerð í Lissabon í apríl 1974, séu í mesta lagi 60 þúsund eftir. Menn eru yfirleitt sammála um að brottflutningur svo margra manna, sem á nýlendutímanum voru megin- uppistaða sérþjálfaðs vinnuafls í landinu, muni hafa alvarlegar efnahagsafleiðingar. „Hvað með það?” spyr Machel Einn diplómatanna sem er tiltölulega vinveittur hinni nýju stjórn, lýsir væntanlegum áhrifum sem „skelfilegum”. En Samora Maehel forseti sagði nýlega á blaðamanna- fundi að Portúgalirnir sem yfirgefi landið geri það vegna þess að þeir séu ekki reiðubúnir að lifa utan nýlenduskipulagsins. „Hvað með það þótt Portúgalirnir fari?” spurði hann frétta- mennina. „Það eru nýlendu- sinnarnir sem eru að fara.” Machel forseti bætti því við, að í stað hinna sérþjálfuðu Portúgala sem nú eru farnir eða á förum, komi aðrir frá öðrum löndunt. „í stað Portúgalanna sem fara koma menn af ýmsum þjóð- ernum, frá ýmsum löndum og af ýmsum kynþáttum. Þeim sem fara liður ekki vel hér. / 1,1,1 — og ekki nógu margir embœttismenn til að taka ó móti útlendum sendinefndum vegna þess að þeir eru nýlendu- sinnar,” sagði hann. Þjóðnýtingin gerði illt verra Diplómatar 1 Maputo eru þeirrar skoðunar að brottflutn- ingur Portúgalanna sé ekki yfirstaðinn. Margir þeirra undirrituðu eins árs vinnu- samninga við stjórn Mósambík þegar hún tók við völdum 1 landinu í júní á síðasta ári. Um það bil tuttugu og fimm þúsund slíkir verkamenn eru taldir hafa sagt upp störfum sínum með lögboðnum sex mánaða fresti í desember og muni halda heimleiðis 1 júní. Margir aðrir ákváðu að fara, þegar stjórnvöld þjóðnýttu allt leiguhúsnæði og aðra aðstöðu i febrúar sl. Með þjóðnýtingunni var bundinn endi á útleigu fast- eigna. Aftur á móti var einstaklingum leyft að eiga húsnæði sitt áfram og strandhús eða sumarbústað að auki. Gámarnir og flutningaskipin í höfnum landsins tala sínu máli um bióðtökuna. 0RKUVERKUR Á undanförnum árum hefur geysimiklu fé verið varið til fjárfestinga á sviði orkumála, Sigalda fyrir sunnan, Krafla fyrir norðan, byggðalína þar á milli og ótaldar aðrar jninni framkvæmdir. I allt þetta er ráðist í mikilli hrifningu yfir ágæti íslenskra orkuauðlinda og undir kjörorðinu nýting inn- lendrar orku. Að taka þurfi erlend lán til að standa straum af framkvæmdunum og borga af þeim háa vexti og afborganir í erlendum gjaldeyri virðist hafa valdið litlum áh.vggjum. Ýmsar raddir á nýafstöðnu þingi Sambands islenskra raf- veitna benda þó til þess að nú sé mesta orkuvíman að líða hjá og timburmennirnir að koma í staðinn. Þá er ástæða til að spyrja, var allt þetta nauð- synlegt? Orkuþörf og orkumark- aður Þegar raforkumál eru rædd þarf að hafa tvennt í huga. ;\fl og orku. Uppsett vélarafl segir til um stærð hverrar virkjunar. en hún er yfirleitt m;eld i megawiittum. Samanlagt upp- sett afl innan hvers orkuveitu- svæðis fyrir sig þarf að hala við álaginu á hverjum tíma. en Itafi það ekki við. verður aflskortur. Orkan hinsvegar er heildar- framleiðslan, hún er mæld í kílówattstundum eða gígawatt- stundum (milljónum kílówatt- stunda), megawattstundir er líka hægt að nota en yfirleitt ekki gert). Orkuskortur getur hæglega orðið þó kerfið hafi nægilegt afl t.d. þegar vatns- aflsvirkjanir hafa ekki nóg vatn. Nú er ekki hægt að framleiða orku án þess að hafa til þess afl og aflmiklar virkjanir geta ekki borið sig án þess að framleiða orku og selja. Stóriðjufyrirtæki nota (eða réttara sagt geta notað) það afl sem þau fá næst- unt allt árið. eða um 8000 stundir á ári að því oft er talið. Hinn almenni notandi (heimili og smáiðnaður) nýtir aflið miklu verr. hluti þess er ónot- aður á hverri nóttu og flestalla sumardaga þar að auki. Venju- lega er talið að meðalnýting á almennum markaði liggi milli 4000 og 5000 stundir á ári. Þannig skapast afgangsorka. orka sem hinn almenni notandi á kost á en nýtir ekki. Oft er re.vnt að nýta hana til húshit- unar. en húshitunarmark- aðurinn (og hitunarmarkaður yfirleitt) er afar skrýtinn. Vegna samkeppni frá oliuhitun er litið borgað fyrir raforku til húshitunar (venjulega undir meðalframleiðslukostnaði i nýjum virkjunum). en hús- hitun er ennþá aflfrekari en hinn almenni markaður og þarfnast aflsins auk þess á sama tíma. Hvernig nýta á raf- magn til húshitunar án þess að tapa stórfé um leið er því búið að vera meiri háttar höfuð- verkur orkumanna í mörg ár. Það hefur aldrei tekist að sýna fram á, að það borgi sig að virkja raforku til stóriðju eða húshitunar yfirleitt. nema þá og því aðeins að slíkt forði mönnum frá því að fara hina svokölluðu sntávirkjanaleið. en raforka frá smávirkjunum er ntjög dýr vara þó verðjöfnunar- gjald og rikisstyrkir komi í veg fyrir að almenningur verði þess var. Hvernig er séð fyrir þörf- inni? Það er auðvelt að sýna fram á, að þegar Sigalda og Krafla voru ákveðnar. var fyrirsjáan- leg raforkuþörf fyrir norðan og sunnan. sem núverandi kerfi gat ekki fullnægt. þó álitamál sé að hvað miklu leyti átti að reikna stóriðju og hitunar- markað með í þvi d;emi. Þegar ákvörðun um bygg- ingu Sigöldu var tekin var hún grundvölluð á hagkvæmnisat- hugunum sem sýndu. að fram- kvæmdin borgaði sig fjárbags- lega með þvi að selja ákveðinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.