Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 24
MADUR FANNST LATINN AF
SKOTSÁRUM Á AKUREYRI
Byssan fannst í 2-300 m fjarlœgð — Talið víst að henni hafi
verið stolið úr skotfœraverzlun
28 ára gamall maður fannst
látinn af skotsárum skammt frá
heimili sínu á Akureyri kl.
rúmlega 7 á sunnúdagsmorgun-
inn. Nærri líki mannsins
fundust nokkrar riffilpatrónur
og ónotuð skot af algengri
stærð af Remington-gerð. í 2-
300 metra fjarlægð frá líkinu
fannst 22 cal. riffill, sem talið
er víst að stolið hafi verið úr
skotfæraverzlun á Akureyri
aðfaranótt laugardagsins eða
sunnudagsins. Stóð riffillinn
uppi við skúr. sem þarna
stendur og hjá honum nokkrir
pakkar af riffilskotum, sömu
gerðar og áður getur. Skot-
vopnið er magasjn-riffill.
Hinn látni er 28 ára gamall
járniðnaóarmaður, Guðbjörn
Tryggvason, sem bjó að Hrauni
í Glerárþorpi. Lætur hann eftir
sig konu og tvö börn.
Þau hjónin voru fyrir
skömmu komin heim til sín um
kl. 4.30 um morguninn, en þau
höfðu verið í fagnaði hjá kunn-
ingjum sínum. Fór þá Guðbjörn
heitinn að heiman og ætlaði
eftir því sem næst verður
komizt heim til kunningja sins.
Segir ekki frekar af hans
ferðum, en lík hans fannst, sem
áður segir, skammt frá heimili
hans ekki alllangt frá barna-
skólanum við götuna Heiðar-
lund. Þarna er að öðru leyti að
mestu óbyggt svæði. Engin slóð
var sjáanleg á milli líksins og
byssunnar þar sem hún stóð við
skúrinn.
Sem fyrr segir, er taiið full-
víst, að banavopninu hafi verið
stolið úr skotfæraverzlun
aðfaranótt laugardags eða
sunnudags, nóttina fyrir
þennan voðaatburð og að kass-
inn utan af vopninu hafi verið
skilinn eftir á innbrots-
staðnum.
Nokkrir menn hafa verið
yfirheyrðir, en ekkert hefur
enn komið fram sem skýrir
ferðir Guðbjörns heitins, eða
það, hvernig dauða hans bar að.
Virðist mega greina nokkra
áverka eftir riffilskot á höfði
hins látna, meðal annars aftan
tií á því.
Líkið verður sent til
nákvæmrar réttarkrufningar í
Reykjavík í dag.
—BS
Tveir
drengir 7
og 8 ára
drukkn-
uðu á
Selfjarn-
arnesi
Umfangsmikil leit fór fram á
Seltjarnarnesi á föstudagskvöld
að tveim drengjum, þeim Geir
Jóhannssyni átta ára og Kristjani
Geir Þorsteinssyni sjö ára.
Fundust drengirnir drukknaðir í
vök í Bakkatjörn á Seltjarnar-
nesi á föstudagsnóttina.
Fóru drengirnir, sem eru
bræðrasynir, að heiman frá sér
um miðjan dag á föstudag og
hugðust veiða hornsíli í Bakka-
tjörn. Einnig fór með þeim lítil
stúlka sem kom svo heim til sín
um kvöldmatarleytið. Um
klukkan átta á föstudagskvöldið
var svo farið að svipast um eftir
drengjunum og hófst skipulögð
leit um kl. 22. Tóku þátt í henni
félagar úr björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins Albert og seinna
komu fleiri björgunarsveitir og
einstaklingar. Alls tóku þátt í
leitinni 4-500 manns þegar flest
var. Um klukkan hálftvö fannst
vettlingur annars drengsins á
floti i Bakkatjörn og voru þa
kafarar kallaðir á vettvang og
fundu þeir fljótlega lik ungu
drengjanna i vokintu.
Hefur lögreglan á Seltjarnar-
nesi brýnt fyrir foreldrum hversu
hættuleg Bakkatjnrn er börnum
og unglingum að vetrarlagi þegar
tjörnin er ísi lögð. Dýpi úti í
tjörninni er um einn ufa halfur
metri þar sem vökin er.
-BH.
Leitin að litlu drengjunum tveimur beindist fljótt að Bakka-
tjörn. Hér eru nokkrar myndir frá leitinni.
DB-myndir Ragnar Th. Sig.
SLEGIZT UPPA GAMLA MATANN
í ÓLAFSVÍK Á FRÍHELGI
Fyrsta fríhelgi sjómannanna
í Ölafsvík á þessu ári virðist
hafa verið vel þegin til skemmt-
anahalds eftir látunum að
dæma, sem voru þar á laugar-
dagskvöldið síðasta.
Þá um kvöldið var haldinn
dansleikur. Talsvert var um
slagsmál og læti, eins og gengur
og gerist á íslenzkum dansleik.
Það var þó ekki fyrr en eftir
dansleik, sem annir lögreglunn-
ar jukust verulega. Þá lentu
lögregluþjónar í eltingaleik við
ökumann, sem ók á um 100 kíló-
metra hraða um þorpið. Elt-
ingaleikurinn barst út fyrir bæ-
inn og þar gómaði lögreglan
ökuþórinn. s
Sagan var þó ekki þar með
sögð. Á leiðinni til þorpsins
mætti lögreglan öðrum öku-
fanti, sem fór heldur geyst, —
ók á um 130 km hraða. Einn
lögregluþjónninn brá sér því út
úr bifreiðinni og hugðist stöðva
bifreiðina. Ekillinn var ekki á
því að ræða við lögregluna,
heldur jók hraðann verulega og
átti lögregluþjónninn fótum
fjör að launa.
Þessi bíll var þegar eltur og
eftir góða stund lenti ökumað-
urinn í sjálfheldu inni í Ólafs-
vík. Hann var mjög ölvaður og
var þegar sviptur ökuleyfi.
Daginn eftir, er yfirlögreglu-
þjónninn, Adolf Steinsson, var
við vinnu sína á lögreglustöð-
inni, veitti hann athygli
manni sem skoðaði lögreglubif-
reiðina í krók og kring. Adolf
þótti framferði mannsins und-
arlegt, svo að hann fylgdist náið
með honum. Eftir góða stund
og mikla rannsókn á lögreglu-
bifreiðinni hélt maðurinn að
Range Rover bifreið, sem stóð
þarna skammt frá. Hann
snaraði sér upp í bílinn og ók af
stað.
Adolf Steinsson hljóp þegar
til og tókst að ná taki á hurðar-
húni Range Rover bifreiðarinn-
ar, er hún ók fram hjá honum.
Bílstjórinn var þó ekki að hafa
fyrir því að stoppa, þótt einn
lögregluþjónn héngi á bílnum,
heldur hélt sínu striki. Yfirlög-
regluþjónninn hljóp með bif-
reiðinni nokkra metra, áður en
honum tókst að opna hurðina
og snara sér inn. Þessi
ökumaður reyndist einnig tölu-
vert ölvaður. —ÁT—
LOÐNUVEIÐIN BARA í ÚTVARPINU
Eina loðnuveiðin um helgina
var í þætti Páls Heiðars á
sunnudaginn, er hann lýsti ferð
með loðnubáti fyrir skömmu,
en að öðru leyti voru bátarnir
að koma inn aðfaranótt laugar-
dags og síðan hefur ekki viðrað.
Síðast þegar þeir voru að,
veiddu þeir undan Jökli og
vona bjartsýnir menn að þar sé
eitthvað eftir verði veiðiveður.
Aðeins sjö til átta bátar bíða
nú veðurs, hinir eru hættir og
vantar nú um 120 þús. tonn upp
á að ná aflamagninu í fyrra,
sem var 457 þús. tonn. Síðasta
loðnulöndunin í fyrra var 9.
april, svo vertíðin er nú á síð-
ustu 100 metrunum, eins og
sagt er á íþróttamáli.
—G.S
frjálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 5. APRlL 1976.
STAL
STRÆTIS-
YAGNI
Skömmu eftir miðnætti á
laugardagskvöld hefur einn
sjálfsagt langþreyttur af að
bíða á Hlemmi eftir leigubíl
eða strætisvagni gert sér lítið
fyrir, brugðið sér upp í strætis-
vagn sem stóð á biðstöð við
Hlemmtorg og ekið honum af
stað. Vagnstjóranum hefur
sennilega brugðið í brún er
hann uppgötvaði að vagninn
var horfinn en skömmu seinna
fann lögreglan vagninn öllum
til léttis þar sem hann stóði
inni í Skeifu hjá öllum verzl-
ununum þar. —BH
150% nýting
ísfirzkra
fangageymsla
Fangageymslurnar á ísafirði
voru óvenju þéttsetnar á
laugardagsnóttina, en þær
gistu sex manns þrátt fyrir að
geynmslurnar séu ekki
ætlaðar nema fjórum.
Mennirnir voru teknir yrir
ölvun og óspektir, ekki
alvarlegar, og voru tveir hinna
sex sendir til ísafjarðar frá
Súgandafirði. Ekki er það
algengt að hafa þurfi tvo menn
saman í fangaklefum vestra en
kemur þó fyrir, þegar svo
stendur á helgum sem nú,
fyrstu helgina í manuðinum.
-BH.
26 TEKNIR
ÖLVAÐIR
VIÐ
AKSTUR
Þrátt fyrir það að ekki sé
mikið um að menn séu settir
inn fyrir ölvun á almanna-
færi er tala þeirra sem
teknir eru ölvaðir við akstur
alltaf nokkuð há. 1 Keflavík
voru þrír teknir fyrir meinta
ölvun við akstur, allir á að-
faranótt laugardagsins og
virðist svo sem ölvun hafi
nokkuð færzt frá laugardegi
yfir á föstudaginn þar sem
víðar. í Kópavogi voru
teknir tveir fyrir ölvun við
akstur svo og í Hafnarfirði
þar sem þeir voru einnig
tveir. Reykjavík á metið
þessa helgi sem aðrar, en
þar voru nitján marins
teknir vegna ölvunar við
akstur. Þar af var einn sem
ekið hafði bíl sínum út af á
Vesturlandsvegi viðKorpúlfs
staði og var tekinn upp af
lögreglunni á leið sinni í
bæinn. —BH
METSALA HJÁ TOGARANUM JÚNÍ
meðalverð aflans
var 51.40 kr.
Togarinn Júní setti nýtt sölu-
met hérlendis, er hann kom
með um 320 tonn af fiski á
miðvikudaginn var. Fyrir þenn-
an afla fengust 16.6 milljónir
króna, sem er um 51.40 króna
meðalverð á hvert kíló. Megin-
hluti fisksins fór i fyrsta flokk.
Aflann fékk Júni suður af
landinu. — Engey RE var á
svipuðum slöðum og fékk einn-
ig mjög góðan afla. — Um 176
tonn af afla Júní voru þorskur,
90 tonn ýsa og afgangurinn ufsi
og karfi.
Af þessuro 16.6 milljönum
króna, sem fengust fyrir afla
Júní, verður hásetahluturinn
um 130—140 þúsund krónur,
sem telst mjög gott, ekki sízt ef
litið er á það. að veiðiferð togar-
ans tók 13 daga.
Júní er 942 lesta skuttogari,
sntiðaður árið 1973 á Spáni.
Eigandi skipsins er Utgerðar-
félagið Júní, og skipstjóri er
Guðmundur Jónsson.
—ÁT—
V