Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 23
DACHLAtMÐ. MAMIDAliUK S. Al’KlI. I97(i. 23 íI Utvarp Sjónvarp ÞÝZKALAND Eyðilegginga- máttur loftárás- ajina var gífur- lega mikil. þeir fjölda flugvéla og flug- manna til Bretlands. Fengu þeir marga flugvelli til umráða þar. Sumarið 1942 hófu þeir árásir á meginland Evrópu. Bandaríkjamenn geröu sínar árásir yfirleitt að degi til en Bretar á nóttunni. Var þá svo komið að Þjóðverjar gátu búizt við loftárásum allan sólar- hringsins. Loftárásir Banda- ríkjamanna komust þó ekki í algleyming fyrr en árið 1943. í árslok 1942 voru öxulríkin komin í algera varnarstöðu i lofthernaði eins og á öðrum sviðum, —A.Bj. ✓ Sjónvarp kl. 21,10: TÁP OG FJÖR eftir Jónas Árnason I kvöld verður endursýnt leikrit Jónasar Árnasonar Táp og fjör, en það var áður á dag- skrá sjónvarpsins í apríl 1973. Leikstjóri er Magnús Jónsson. Leikendurnir eru fimm talsins, Bessi Bjarnason, Árni Blandon, Baldvin Halldórsson, Margrét (Juðmundsdóttir og Jón Sigur- björnsson. Stjórnandi upptöku er Andrés Indriðason. Við hringdum í höfundinn Jónas Árnason og spurðum hann um leikritið. „Þetta leikrit hefur verið sýnt viða um land,” sagði Jónas. „Það var sýnt ásamt öðrum ein- þáttungi, Drottins dýrðar Koppalogni í Iðnó árið 1967—68. Um páskana verður það sýnt á listahátíð, sem verðurá Höfn í Hornafirði og er Sunna Borg fyrir austan og setur leikinn á svið. Það hefur einnig verið sýnt víða i skólum. Leikritið gerist á sveitabæ þar sem stendur til að breyta frá kúabúskap yfir í svínarækt og á að slátra öllum kúnum. Fjósamaðurinn (Bessi) sem er með afbrigðum góður maður er bróðir bóndans. Á honum hefur alla tíð verið níðzt vegna góð- semi hans. Þegar á að rífa fjósið kemur „ekta töffari” frá Reykjavik til þess að vinna það verk og tekst mikill vinskapur með honum og fjósamanni. „Töffarinn” reynir að herða fjósamanninn upp og til átaka gegn þeim, sem hann hafa kúgað. Sfðar kemur í ljós að „töffar- inn" er ekki eins mikill „töff- ari” og hann vill vera láta, er í rauninni ekkert nema gæzkan, alveg eins og fjósamaðurinn. Þeim þykir báðum vænt um allt og alla.” — Er þetta ádeila? „Það má náttúrulega segja að þetta sé ádeila á þá sem eru vondir, með sorglegum undir- tón. Annars var á sínum tíma sagt í gagnrýni að bróðirinn í þessu leikriti væri þannig gerður að ekki væri hægt að finna neitt gott í honum, þar örlaði ekki á neinu almenni- legu eða góðu. Þetta væri versta sögupersóna, sem ég hefði nokkru sinni skapað.” sagði Jónas Árnason. Sýningin á Táp og fjöri hefst kl. 21.10 að loknum íþróttaþætt- inum. —A.Bj. Þarna eru þeir Ebbi bóndi, Baldvin Halldórsson og fjósamaðurinn Jónas Arnason, rithöfundur, al- Lási sem leikinn er af Bessa Barnas.vni. þingismaður og dreifbýlis- maður. Sjónvarp Ja MÁNUDAGUR 5. april 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Táp og fjör Leikrit eftir Jónas Árnason. Persónur og leikettdur: Lási fjósamaður- Bessi Bjarn.ison. Mikki-.Arni Blandon. Ebbi bóndi- Baldvjn Halldórsson. Juna húsfreyja-Margrét Guðmundsd. Alexander-Jón gigurbjörnsson. Stjórnandi upptöku Andrés Indriðason. Aður ú dagskrú 23. apríl 1973. 22.25 Heimsstyrjöldin síöari 12. þúttur. Lofthernaðurinn I þessum þætti er greint frá loftúrásum bandumanna ú þýskar borgir. Þýðandi og þulur Jón (). Edwald. 23.15 Dagskrarlok h Útvarp !) 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár" el'tir Guðrúnu Lárusdóttur 16.00 Fréttir. Tilkvnningar.' (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Ungir pennar Guðrún Stephensen sér um þáttinn. 17.30 Að tafli 18.45 Veðurfregnir. Dagskrú kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- k.vnningar. 19.35 Daglegt mál Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Björn Arnórsson hag- fræðingur talar. 20.00 Mánudagslögin 20.10 Ifvað kostar ketið? Sverrir K.jartansson stjórnar umræðuþætti. 21.15 „Sigurður Jórsalafari." svíta op. 56 eftir Edvard Grieg. Hljómsveitin Fil- harmonía leikur. George Weldon st.jórnar. 21.30 Utvarpssagan: „Siðasla freistingin" eftir Nikos Ka/.antzakis Kristinn Björnsson þýddi Sigurður A. Mugnússon les (13). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (41) Lesari Þorsteinn Ö. Stephensen. 22.25 Ur tónlistarlífinu Jón Asgeirsson sér um þúttinn 22.50 Frúnitvarpinu i Welling- ton ú Nýja Sjáland* Barokk- sveilin i Wellington leikur 23.45 Fréttir. Dagskrúrlok. * Hvað er í lit og hvað ekki? Þrátt f.vrir tilraunir forrúða- manna sjónvarpsins um að halda því „leyndu” fyrir al- menningi, hvaða þættir þess eru sendir út i 111 og hvaða ekki, hefur okkur lekisl að upplýsa múlið. I framtíðinni munum við merkja þú þælti sem sendireru út i lil nii'ð 1. í dagskrúnni sjúlfri. Það er varla luegt að segja að um auðugan garð sé að gresja fyrir litsjönvarpseig- endur þessa vikuna, en fyrir utan sænska m.vndaflokkinn sein er ú dagskránni a sunnu- dagskvöldum eru aðeins þr.júr aðrar m.vndir sendar út i lil: Finnskt sjónvarpsleikrit ú fiistudag. Gulley.jan. nýr myndaflokkur l'yrir liörn ú laugardaginn og þallurinn iiin beknanú, sem er einnig a laugardaginn. D^D®TTD^[]D®©Tr®[Ð)ORí] LAUGALÆK Z. sími 35020

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.