Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. APRÍL 1976. 7 Sihanouk lœtur af embœtti þjóðarleiðtoga í Kambódíu Norodom Sihanouk yrins, þjóöarleiótogi Kambódíu, hefur sagt af sér embætti og stjórn landsins fallizt á lausnarbeiðni hans, að sögn útvarpsins í Phnom Penh. í síðasta mánuði voru haldn- ar í landinu fyrstu kosningarn- « Örlög Sihanouks prins hafa smátt og smátt verið að ráðast. Andspyrnuöflin gegn hon- um hafa nú náð takmarki sínu og komið honum frá embœtti sínu, sem heldur var oröið vandalitiö. fólst aðaljega í skálarrœð- um og móttökum. ar síðan Rauðu khmerarnir tóku völdin í apríl í fyrra. Kosið var til löggjafarsamkundu þjóð- arinnar, Fulltrúaþingsins. Meðal hlutverka þingsins var að velja nýja stjórn, móta stefnu i innan- og utanríkismál- um og skipa „ríkisráðið”, sem greinilega var ætlað að annast skyldur þjóðhöfðingjans. Sihanouk, sem nú er 53 ára, var flæmdur frá völdum af her- sveitum undir stjórn Lons Nols í marz 1970. Hann sneri aftur til Phnom Penh eftir að her- sveitir Rauðu khmeranna unnu sigur í fimm ára baráttu sinni gegn stjórn Lons, er naut dyggs stuðnings Bandaríkjastjórnar. En þegar prinsinn, sem talinn er vera litríkur persónu- leiki, er kann því vel að láta berast á, tók við stöðu þjóðhöfð- ingja í Kambódíu á nýjan leik, var hann valdalaus maður — Rauðu khmerarnir ákváðu stjórnarstefnuna. Eitt helzta hlutverk Sihanouks í hinni rauðu stjórn heimalands síns hefur verið að ferðast um heiminn fyrir hönd stjórnaf Rauðu khmeranna og útskýra stefnu þeirra og mark- mið í Kambodíu, sem nú orðið er í nær algjöru sambandsleysi við umheiminn. Nýjar leyniskýrsjun Litlu munaði að fsraef beitti kjarnorku vopnum Israelmenn eiga 13 kjarnorku- sprengjur i geymslum og tilbúnar til notkunar, segir 1 vikuritinu Time. Sprengjurnar eru um 20 mega- tonn, sem er svipaður styrkleiki og sprengjurnar, sem varpað var á Hirosima og Nagasaki í síðari heimsstyrjöldinni. Hægt er að varpa sprengjunum á óvinaskotmörk úr sérstökum Kfir og Phantom þotum eða Jerieo eldflaugum. Voru sprengj- urnar settar saman í mesta flýti í leynilegum neðanjarðargöngum fyrstu 78 tima október- styrjaldarinnar 1973. Þá var staða Israelsmanna verulega slæm, ósigrar og undan- hald á öllum vígstöðvum. Var búið að koma sprengjunum fyrir í flugvélum, er ljóst varð, að þeir voru að vinna á. Þá var þeim komið fyrir í sérstöku neðan- jarðarbyrgi, þar sem þær eru enn. Erlendar fréttir ÓMAR VALDIMARSSON REUTER CIA GCYMDIBIRGDIR AFISD UM ALLAN HtlM Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur geymt birgðir af ofskynjunarlyfinu LSD í Bandaríkjunum, Japan og á Filippseyjum, segir í dagblað- inu Yomirui í Tokyo. Segir þar, að samkvæmt skýrslu frá leyniþjónustunni frá 1. desember 1953 hafi lyfið verið geymt í Bandaríkjunum, í flotastöðinni Atsugi, skammt irá Tokyo og í herstöð í Manila á Filippseyjum. John Mark, einn af starfs- mönnum við rannsóknastöð leyniþjónustunnar, er þar sagður álíta, að hægt hefði verið að nota lyfið á kínverska og norður-kóreska fanga í Kóreustríðinu. Þá mun lyfið einnig hafa verið notað til þess að reyna að lækna ameríska hermenn, sem heilaþvegnir höfðu verið af Kínverjum en með misjöfnum árangri þó. Eins mun CIA hafa íhugað að nota lyfið á „hættuleg öfl” í stjórnmálalífi i Japan. Teng hrasar á braut auð■ valdsins í Kína Aukin þjónusta Almenn bankaviðskipti Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Teng-Hsiao-Ping, hefur verið úthúðað fyrir að reyna að koma á ný á auðvaldsstefnu í Kína. Þessar nýju ákærur á hendur honum birtust í mál- gagni kínverska kommúnista- flokksins, Rauða fánanum, og voru þær einnig lesnar 1 út- varpið í Peking. Teng var ekki nefndur með nafni, en rætt var um hinn af- vegaleidda auðvaldssinna, sem ekki vildi betrumbæta sig. Allsherjaráætlun sú er hér um ræðir var lögð fram á flokksþinginu í september í fyrra og eru þar gerðar umtals- verðar breytingar á framtíðar- áætlunum flokksins og þjóðar- innar. Sagði í gagnrýninni, að augljóst væri, að Teng ætlaði sér að striða gegn boðskap Mao formanns og slíkt væri ekki i anda menningarbyltingarinnar. Er þetta í þriðja skipti á jafn- mörgum dögum, sem áætlunin hefur verið gagnrýnd svo harð- lega og telja ntargir að hér geti verið um mikla innri valdabar- áttu að ræða, Til þess að geta haldið áfram að veita viðskiptavinum sínum per- sónulega þjónustu, samfara auknum umsvifum í almennum sparisjóðs- viðskiptum, mun Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis lengja daglegan afgreiðslutíma sinn um þrjár klukkustundir. Framvegis verður afgreiðslutími okkar: Kl. 9.15 til 12.00 Kl, 13.00 til 16.00 (NÝRTÍMI) Kl. 17.00 til 18.30 SPARISJÓÐUR HEIMILANNA Afgreiðslutímarnir verða fyrir all- ar viðskiptagreinar sparisjóðsins, svo sem ávísanareikning, sparisjóðsbæk- ur, innheimtu, vixla og skuldabréf, bankahólf, gíróþjónustu, greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins, m.a. ellilífeyri og eftirlaun. ^Darisjóður Reykjavíkur og ná- gre .nis væntir þess að hinir nýju af- greiðslutímar verði til hagræðis fyrir viðskiptavini sína. SPARISJOÐUR Reykjavikur& nágrennis Skólavöröustíg 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.