Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. APRlL 1976. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Sigurmark QPR skorað 10 sek. fyrir leikslok! — og liðið hefur enn tveggja stiga forskot. Liverpool i öðru sœti Meistaraheppnin er farin aö f.vlgja Queens Park Rangers — auk stórgóós leiks. Aðeins 10 sekúndum fyrir leiklok í New- eastle á laugardag tókst Stan Bowles aö skora sigurmark QPR — og þá haföi Newcastle verió betra liðið i siðari háif- leiknum, en ekki tekizt að nýta þá yfirburði í mörk. QPR vann 1—2 og fátt virðist nú geta komiö í veg fyrir að liðið hljóti . enska meistaratitilinn í fyrsta sinn. A fjóra leiki eftir og þrír þeirra eru á heimavelli, aðeins einn úti gegn Norwieh. í síðustu 11 leikjunum hefur QPR hlotið 21 stig af 22 mögu- legum. — Unnið 10 leiki, en gert eitt jafntefli á þessum tíma og það við neðsta liðið, Sheff. Utd. Alan Gowling skoraði fyrir Newcastle á 16 mín. og rétt á eftir slapp QPR við frekara áfall, þegar Malcolm MacDonald var kominn í færi innan vítateigs, en illa var brotið á honum. Áhorfendur og leikmenn Newcastle voru vissir um að vítaspyrna yrði dæmd — en dómarinn lokaði augunum og lét leikinn halda áfram. Ekkert dæmt og á 21 mín. fór garnla kempan Frank MacLintock upp í hornspyrnu og skallaði knöttinn í mark. QPR náði frumkvæðinu um tíma og Bowles átti hörkuskot í þverslá. En í síðari hálfleiknum var Newcastle betra liðið þar til alveg í lokin, að Stan Bowles skoraði og áhorfendur urðu hljóðir á áhórfendasvæðunum. Enn einn tapleikur Newcastle á heldur klaufalegan hátt og ósanngjarnan. Liverpool skauzt upp í annað sætið meó sigri á nágranna- liðinu Everton. Leikurinn var háður á laugardagsmorgun vegna Grand National- veðhlaupanna, sem fóru fram i Liverpool eftir hádegið. Lengi vel leit út fyrir, að Liverpool ætlaði ekki að takast að ná sigri — en tveimur min. fyrir leiks- lok bjargaði „super-sub” — varamaðurinn stórsnjalli, David Fairclough, málunum. Skoraði hreint frábært mark. Náði knettinum af Roger Kenyon, lék síðan á þrjá varnarmenn Everton áður en hann sendi knöttinn með hörkuskoti í mótstætt mark- horn. Vel að unnið af 19 ára pilti, en hann kom inn fyrir John Toshack á 63. mín. þegar stóri John meiddist. Fairclough hefur skorað ákaflega þýðingarmikil mörk fyrir Liverpool að undanförnu — mörk, sem hafa gefið Liverpool 6 stig í þremur leikjum. Á síð- ustu mín. gegn Everton fékk Liverpool vítaspyrnu — en Phil Neal, bakvörður, spyrnti knett- inum meter framhjá markinu. En lítum á úrslitin á laugar- dag: 1. deild 75. mín. skoraði varamaðurinn Peter Hampton sigurmark Leeds og liðið hefur enn örlitla möguleika að hljóta meistara- titilinn. Mest á óvart kom sigur neðsta liðsins, Sheff. Utd. í Norwich, þó sá sigur breyti engu. Sheffield-liðið er fallið — en það kemst kannski hjá því, að setja nýtt botnmet í 1. deild. Það vafasama met eiga Leeds (1946) og QPR (1969) aðeins 18 stig. Sheff.Utd. komst í 3-0 með mörkum Gunthrie, Steward og Currie, þegar hálf- tími var af leik, en Boyer skoraði eina mark Norwich rétt fyrir hléið. Þar við sat. Fleiri mörk voru ekki skoruð i leikn- um. Mikill baráttuleikur var milli Birmingham-liðanna og Birmingham náði í tvö þýðingarmikil stig. Það bjargar sér sennilega frá falli enn einu Arsenal-Tottenham 0-2 Birmingham-Aston V 3-2 Coventry-Leicester 0-2 Leeds-Burnley 2-1 Liverpool-Everton 1-0 Middlesbro-Ipswich 2-0 Newcastle-QPR 1-2 Norwich-Sheff.Utd. 1-3 West Ham-Wolves 0-0 A föstudagskvöld léku Stoke og Manch.City. Jafntefli varð 0-0. 2. deild Blackburn-Luton 3-0 Blackpool-Bristol C. 2-1 Bolton-Nottm. Forest 0-0 Bristol Rov.-Orient 1-1 Hull City-Charlton 2-2 Notts Co.-Sunderland 0-0 Oxford-York City 1-0 Plvmouth-Oldham 2-1 WBA-Carlisle 3-0 Leeds — án Alan Clarke og Eddie Gray — átti i nokkrum erfiðleikum með Burnley, en sigraði 2-1 og sendi þar með Lancashire-liðið nær örugglega niður í 2. deild. Duncan McKenzie skoraði fyrir Leeds á 20. mín., en Burnley-liðið barð- ist af krafti og rétt fyrir hléið tókst Ray Hankin að jafna. Á Erfitt hjá Celtic með neðsta liðið Efsta liðið í aðaldeildinni skozku, Glasgow Celtic, lenti á laugardaginn í hinu mesta basli gegn neðsta liðinu, St. Johnstone, og það þótt leikið væri á Parkhead, leikvelli Celtic í Galsgow. En Celtic tókst að na báðum stigunum úr leiknum — sigraði 1-0 — og var allt annað en sannfærandi í leik sínum, að sögn BBC. Þetta eina mark í leiknunt skoraði Kenny Dalglish á 23ju mínútu. Mörg góð tækifæri misnotaði Celtic í leiknum. Á sama tíma vann Rangers góðan sigur í Edinborg — sigraði Hibernian, sem er í 3ja sæti í deildinni, með 3-0 og það er gott á útivelli. Þeir Alex MacDonald, Martin Henderson og Derek Johnstone skoruðu mörkin. Úrslit i leikjunum urðu annars þessi: Celtic-St. Johnstone 1-0 Dundee-Ayr 1-2 Hibernian-Rangers 0-3 Motherw.-Dundee Utd. 3-2 Ayr United vann óvæntan sigur i Dundee og gæti bjargað sér frá falli kostnað Dundee, sem gengið hefur illa að undanförnu. Annars er staðan nú þannig í deildinni. Celtic 29 Rangers 29 Hibernian 30 Motherw. 29 Aberdeen 30 Hearts 29 Ayr 29 Dund.Utd.29 Dundee 30 St. Johnsí. 30 Dumbarton og Hearts léku í undanúrslitum i skozku bikar- keppninni á Hampden á laugardag og voru áhorfendur aðeins 16.087. Leikurinn var ákaflega slakur og lauk án þess mark væri skorað. Dumbarton var mun betra liðið og hefði verðskuldað sigur. Liðin leika á ný í kvöld um réttinn til að leika við Rangers í úrslitum keppninnar. 20 4 5 62-30 44 19 5 5 52-22 43 15 6 9 48-37 36 14 7 8 50-40 35 10 7 13 44-43 27 9 8 12 32-41 26 11 4 14 36-48 26 9 7- 14 43-55 25 9 7 14 43-55 25 2 3 25 26-73 7 sinni — ekki vegna eigin getu, heldur vegna þess hve önnur lið á botninum eru slök. Á 18. mín. skoraði Terry Hibbitt frá- bært mark með spyrnu frá víta- teig — en Andy Gray jafnaði fyrir Aston Villa mínútu fyrir leikhléið. Á 57. mín. náði Birmingham aftur forustu með marki Ken Burns — Graydon jafnaði fyrir Villa á 70 mín. úr vítaspyrnu. Fimm mín. síðar skoraði Trevor Francis og það reyndist sigurmark leiksins. En nú verðum við að fara fljótt yfir sögu. Tottenham sigraði í fimmta leiknum i röð — vann nágrannaliðið í Norður-Lundúnum, Arsenal, auðveldlega, þó svo leikið væri á Highbury. Pratt og Duncan skoruðu fyrir Tottenham í f.h. og liðið er nú komið upp í sjötta sæti. Þeir Mills og Armstong skoruðu mörk Middlesbro gegn Ipswich — og Keith Weller skoraði eftir aðeins 45 sekúndur fyrir Leicester í Coventry. Úlfunum tókst ekki að sigra West Ham i Lundún- um. Ekkert mark var þar skoraði I slökum leik — og staða Úlfanna versnar stöðugt. Efsta liðið í 2. deild, Bristol City, tapaði óvænt fyrir Black- pool og það þó Ritchie skoraði eftir aðeins 4 mín. En Kevin Moore jafnaði fyrir Blackpool á 40 mín. og Lloyd skoraði sigur- markið í s.h. Sunderland er nú aðeins einu stigi á eftir Bristol City — og það getur liðið þakkað hinum frábæra mark- verði sínum, Jim Montgomery. Hann bjargaði vítaspyrnu frá Alan Birchenall, sem leikur með Notts County sem láns- maður frá Leicester. Gegn York fyrr í vikunni varði Montgo- mery einnig vítaspyrnu og Sunderland vann 1-0. WBA er komið í 3ja sæti og vann Carlisle létt með mörkum Brown, Martin og Mayo — en Bolton á enn í erfiðleikum. Náði þó stigi á heimavelli gegn Nottingham Forest — liði Brian Clough, sem óðum fikrar sig upp töfluna, en of seint til að komast í 1. deild í vor. I 3ju deild hefur Hereford enn fimm stig forskot — hefur 53 stig. Brighton, Crystal Palace og Millvall hafa 48 stig, Cardiff 47 og Walsall 46. Fram- undan er hörkubarátta um sætin í 2. deild — en nýjasta deildaliðið, Hereford, ætti að vera öruggt með að ná einu þeirra. í 4. deild er Lincoln efst með 61 stig og hefur skorað 94 mörk — miklu fleiri mörk en nokkurt annað deildalið. Nort hampton hefur 58 stig, Reading 52, Tranmere 51, Huddersfield 49 og Doncaster 48. Meístarar Derby grótt leflcnír — Manch. Utd. og Southampton leika til úrslita í ensku bikarkeppninni í Strákarnir hjá Manch. Utd. komu enn á óvart í undanúr- slitum ensku hikarkeppninnar á laugardag — höfðu algjöra yfirburói gegn Eng- landsmeisturnm Derb.v County á Hillsborough, leik- velli Sbi'ff. Wed og si„iuðu meö 2-0 og var það mótstætt við nær alla spádóma um leikinn í Englandi. Ekki nóg með það — Derby liðið var grált leikið og Manch. Utd. var mun nær því að skora fleiri mörk í leiknum en Derby aö skora eitt. í hinum leiknum í undanúrslitum sigraði Soulhampton Crystal Palace úr 3. deild með sömu markatölu á Stamford Bridge í Lundúnum og var það verð- skuldaöur sigur. Það verða því Manch. Uld. og Southampton, sem teika m ui.sma i pi'ssum mesta sýningarleik enskrar knattspyrnu — úrslitaleik hikarkeppninnar — fyrsta laugardaginn í maí — eða 1. maí. Annað árið í riið, sem liö úr 2. deild leikur IiI úrslita. í fyrra lek l'ulham úr 2. deild viö West Ham — og West Ham varð bikarmeistari. Ahoijendm a Ilillsborough á Iaugardag voru rúmlega 55 þúsund eða eins og þar frekasl rúmaðisl á hinum glæsilega leikvangi — þeim bezta í Englandi að sogn og er nú liðið fræga, Sheff. Wed., sem á völlinn, á leið niður í 4. deild. Stemning var strax mikil — en greinilegt, að Derby saknaöi Charlie George og var ekki sannfærandi í leik sínum, en hins vegar virtist ekki koma að sök hjá Manch. Utd. þó Lou Macari gæti ekki leikið vegna meiðsla. Tekjur af leiknum námu 140 þúsund sterlings- pundum. Strax á 12. mín. náði Manch. Utd. forustu með glæsilegu marki. Brian Greenhoff náði knettinum eftir mistök Colin Todds og spyrnti langt fram völlinn til Gordon Hill. Hann iók -KK, siöai. „ Laly og fékk aftur knöttinn rétt utan vítateigs. Þar spyrnti Gordon Hill á markið og þrumufleygur hans þandi netmöskva Derby- marksins — algjörlega óverjandi fyrir Graham Moseley, markvörð. Þetta þótti nokkuð d.jarft hjá Hill, því Steve Coppell var frír i víta- teigs Derby. Landsliðsmennirnir í vörn Derby virkuðu seinir gegn hinum eldfljótu framherjum Manch. Utd., þar sem Hilljig háskólastúdentinn Coppell voru þeim Thomas og Nish afar erfiðir — en Roy McFarland átti hins vegar stórleik og bjargaði Derby frá algjöru hruni. Framlina Derby náði sér ekki á strik, þrátt fyrir allgóðan leik Roger Davies, sem lék í stað Charlie George — Kevin Hector sást varla i leiknum og í síðari hálfleik tók Franciis Lee stöðu hans, og Alex Forsyth, hægri bakvörður Manch. Utd., hafði algjör tók á Leighton James ,,lek hann út úr leiknum" að sögn BBC. Þar með var mestu broddurinn úr sókn Derby, en í lok fyrri hálf- leiksins náði liðið þó nokkuð góðum sóknarlotum, en Alex Stepney varði auðveldlega það, sem á markið kom — og í heild hafði hann lítið að gera í markinu. I siðan halíleik voru yfir- burðir Maneh. Utd. enn meiri — en mörkin létu á sér standa. Leikmenn Derb.v voru oft mjög grófir í leik sinum „það var greinilegt að Derb.v er á leið út úr bikarnum. þegar leikmenn liðsins byrjuðu að sparka mól- herjana niður, " sagði þulur i'diiiu„ sio iodd Stuart Pearson niður án þess að dómarinn frægi, Jack Taylor, veitti þvi athygli, en áhorfendur bauluðu þess meira. Leikurinn var talsvert grófur og Pearson var svo bókaður rétt á eftir fyrir brot á Bruce Rioch. Atta mín. fyrir leikslok tryggði Hill svo algjör- lega sigurinn. Hann tók auka- spyrnu rétt utan vítateigs — og spyrnti fast á markið. Knötturinn kom i einn varnar- mann Derby og hrökk í markið. 2-0 og sigur Manch. Utd. var öruggur. Lokakaflann sótti liðið nijög — fékk— nokkrar hornspyrnur og MacCrerry var nálægt því að auka muninn í þrjú mörk. Gordon Hill, leikmaðurinn, sem fyrir ári var að berjast með Millvall í fallbaráttunni í 2. deild var stjarna leiksins — en þeir Coppell, Daly og Mellroy léku einnig snilldarlega, svo og flestir varnarmenn liðsins. Stopney elsti leikmaður á vellinum, 33 ára, var öruggur í marki — og sá yngsti, Mac- Greery, 18 ára lék, eins og þrautreyndur landsliðsmaður. Derbyliðið olli vonbrigðum — Reynsla leikmanna liðsins nægði ekki gegn hraða og leikni mótherjanna. Leikur Crystal Palace og Southampton í Lundúnum var daufur lengi vel — Peter Taylor hjá Palace náði sér ekki á strik og þar með var mesti broddurinn úr Palaceliðinu, og ensku landsliðsmennirnir hjá Southampton, Mike Channon og Peter Osgood, virkuðu heldur ekki sannfærandi. Áhorfendur höfðu þvi lengstum litlum að fanga, en 22 þúsund þeirra höfðu komið frá Southampton. Loks á 72. mín. tókst Poul Gilchrist að skora fyrir Southampton með góðu skoti af 25 metra færi — og eftir það voru úrslit ráðin. Southampton fékk vitaspyrnu fimm mínútum síðar og David Peaeh. bakvörður, skoraði örugglega úr henni. Manch. Utd. leikur sinn sjötta úrslitaleik i bikarnum 1. maí þrivegis hefur félagið sigrað, 1909, 1948 og 1963, en 1957 og 1958 tapaði United í úrslitaleikjum. Southampton leikur í þriðja sinn i úrslitum bikarins — en hefur aldrei sigrað í bikarkeppninni. Og langt er siðan Southampton hefur leikið slikan stórleik — felagið komst i úrslit 1900 og 1902. en tapaði i bæði skiptin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.