Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 1
daghlað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Akureyri: 28 6ra gamall maður fannst látinn á götu af skotsáram Stolinn riffill og skotpakkar fundust 200 m frá líkinu — Sjá baksíðu HITAVEITAN Á AKUREYRI: Holurnar áttu alltaf að verða 3 „Vió vitum satt að segja ekki hvað gerist í þessu máli”, sagði Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, í viðtali við Dag- blaðið, en Orkustofnun hefur nú tilkynnt, að borinn Jötunn, sem undanfarið hefur verið við boranir á Laugalandi, verði nú fluttur að Kröflu. „Svæðið er langt frá því að vera fullkannað og við gerðum alltaf ráð fyrir því, að boraðar yrðu þrjár holur,” sagði Bjarni ennfremur. „Sérstaklega eftir að hola númer tvö brást og ljóst er, að hola númer eitt getur ekki séó væntanlegri hitaveitu fyrir nægilegu vátnsmagni, eins og komið hefur fram. Sagði Bjarni, að þeir óttuðust nú, að framkvæmdir við hita- veituna tefðust í a.m.k. eitt ár, því hann taldi ólíklegt, að unnið yrði að hönnun hitaveitu á grunni þeirr.a upplýsinga, sem nú lægju fyrir. Væru menn undrandi yfir þessari ráðstöfun yfirvalda í orkumálum, því að hitaveituframkvæmdir á Akur- eyri væru sennilega með hag- kvæmustu framkvæmdum' í landinu. „Stofnkostnaður er tveir og hálfur milljarður en menn verða að gera sér ljóst, að komist hitaveitan í gagnið, sparast um 300 milljónir í gjaldeyri á ári vegna olíukaupa, sem eru um tólf prósent af heildargjaldeyriseyðslu vegna olíukaupa til húsahitunar," sagði Bjarni ennfremur. —HP. Togarakaup Bœjar- útgerðar- innar: -AT/UB-myndir Ragnar. Platoði íslendinga, Þjóðverja og Breta í 10 ár Það gerist endrum og eins, að fiskimönnum tekst að krækja í þorsk, sem er kominn af léttasta skeiði. Þetta gerðist hjá skipverjum á Fram GK fyrir nokkru. Þorskurinn á myndinni er eins og hálfs metra langur og vegur 29 kílógrömm. Hann er þvi rúntlega tvisvar sinnum stærri en þessi venjulegu þorskkóð, sem verið er að moka úr sjónum. Hreistrið á þorskinum sýnir að hann er um tíu ára gamall, svo að greinilega hefur honum tekizt að gabba Þjóðverja, Englendinga og aðra vonda menn, sem gera sér það til gamans að nturka lífið úr þorskinum. TIMBUR- MENNIRNIR KOMNIR? Er mesta orkuvíman að líða hjá og timburmennirnir komnir í staðinn? Jónas Elíasson prófessor skýrir hvernig orkumálin standa, í kjallaragrein í dag. Sjó bls. 10—11 Sihanouk lœtur af embœtti,... — Sjá erl. fréttir bls. 6 og 7 Fjárkláðinn kominn til Hœsta- réttar - Sjá bls. 8 Keyptu 4 ára togara á 350 milljónir gátu fengið hálfs árs togara fyrir 260 milljónir Bæjarútgerð Keykjavikur leitaði ekki eðlilegra tilboða er- lendis frá, þegar ákvörðun var tekin um kaup á togaranum Freyju fyrir 350 mill.jónir króna nú fyrir skemmstu. Að sögn kunnugra manna stóðu sambærileg skip til boða er- 1 lendis fyrir verð, sem er allt að eitt hundrað milljónum króna lægra en það, sent Freyja var keypt fyrir. Menn hljóta að velta l>ví fyrir sér, hvernig það má vera, að opinbert fyrirtæki eins og Bæjarútgerð Reykjavíkur, fer ekki að vióurkenndum leiðum við kaup á hundruða milljóna króna tækjum eins og togara. Enda þótt hiiðstæður þekkist úr opinberum rekstri, eru þær ekki til fyrirmyndar eða eftir- breytni. í Útgerðarráði eru menn nákunnugir útgerðarmálum svo sem Páll Guðmundsson skipstjóri, og Einar Thorodd- sen hafsögumaður, fyrrverandi skipstjöri, Telja sumir, að þess- ir menn lúti algerlega í lægra haldi fyrir mönnum, sem ekki þekkja nægilega til útgerðar eða skipa- og tækjakaupa til þess atvinnureksturs. Bæjarútgerð Reykjavikur er merkilegt fyrirtæki, sem á sérstakan sess í atvinnusögu Reykjavíkur. Útgerðin hefur stundum átt í tímabundnum erfiðleikum. Að undanförnu hefur eitt slikt skeið gengið yfir. Nú vantaði Bæjarút- gerðina togara, meðal annars til þess að tryggja atvinnuástand og rekstur fiskvinnslufyrir- tækja borgarinnar. Togarakaup voru eðlileg. Jafneðlilegt var að leita tilboða, t.d. erlendis frá, um hagstæð- ustu kaup á góðu skipi. Auk þess verður ekki séð, að at- vinnuástand verði á neinn hátt frekar tryggt með þvi að kaupa togara, sem gerður hefur verið út frá Reykjavík og lagt upp afla sinn hjá Bæjarútgerðinni, nema seljandinn ætli að kaupa nýjan togara sjálfur. Hvað sem því líður, er nauð- synlegt að afdráttarlaus skýr- ing.sé gefin á þessari ráðstöfun um framangreind togarakaup. Sérstaklega er nauðsynlegt, að það komi umbúðalaust fram, hvort þess hefði verið kostur að fá erlendis frá sambærilegt skip fyrir allt að 100 milljónum króna lægra verð. Formaður Útgerðarráðs Bæjarútgerðarinnar er Ragnar H. Júlíusson. skólastjóri, en meðal annarra ráðsmanna má nefna Sigurjón Pétursson, trésmíðameistara. —BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.