Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 3
UACKl.AÐH). MAN'l DACUK 5. Al’KIL l!)7(i. Omakleg einkunn kollega míns á eftirlitsmönnum — segir Jón Hjaltason, veitingamaður á Óðal Jón Hjaltason, veitinpa: maður á Óóal skrifar: „Heldur þótti mér ómakleg einkunnin, er kollega minn Sigmar Pétursson gaf eftirlíts- mönnunum Einari Björnssyni og Vilhjálmi Erni í Dagblaðinu mánudaginn 29. mars. Ef borin er saman skýrsla eftirlitsmann- anna í sama blaði við full- yrðingar Sigmars, má glöggt sjá, að þetta er ekki fyrsti þáttur stirðlegra samskipta. Kann þar hvorum um að kenna, en sennilega báðum. sé af stakri hógværð aðeins í miðstigi. Á hinn bóginn geng ég þess ekki dulinn, að á löngum ferli í veitingamennsku mun það henta við talningu úr húsinu, að þessi ómerkilega pera í númersljósinu reynist biluð. Á enn öðrum stað segir Sigmar, eftir að hafa fullyrt, að eitthvað sé bogið við eftirlits- mennina: ,,Eg veit dæmi þess, að þeir voru eitt sinn komnir á lögreglustöðina að eftirlitsferð lokinni og tilkynntu gott ástand hnýta í þá, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Ég er sannfærður um, að eng- in atvinnugrein á Islandi verður að jafnaði fyrir eins miklu aðkasti og veitingastarf- semin. Það er jafnvíst, að veitingamenn eru sorgleega deigir við að bera hönd fyrir höfuð sinnar atvinnugreinar. Það er því enn ömurlegra en ella, að loksins, þegar veitinga- maður kveður sér hljóðs í fjöl- miðli, skuli þar vera á ferðinni aðkast og órökstutt einkamál mi , |j Allt of algeng sjón eftir kl. 11.30 — fólki úthýst, hvort heldur veitingahúsið er tómt, hálftómt eða þéttsetið. Reynsla mín af Einari og Vil- hjálmi er mjög á annan veg en Sigmars. Framkoma þeirra einkennist af prúðmennsku og festu. Vissulega hafa þeir sitt fram í Óðali sem annarsstaðar, en það gerist án hótana eða yfirdrepsskapar. Ég er ekki að halda því fram, að það séu ein- hverjir sérstakir fagnaðar- fundir, er þeir koma í heimsókn. En á það er að líta, að þeirra þáttur er hluti af rekstri hvers veitingahúss, og svo lengi sem mennirnir rækja starf sitt af alúð er gott eitt um komu þeirra að segja. Hann er hinsvegar ekki hlægilegur sá þáttur viðtalsins þar sem gælt er við hugsanlega mútuþægni eftirlitsmannanna. Sé grunur um slikt í fóstri hjá kollega mínum, fer betur á því að óska hlutlausrar rannsóknar en að tæpa á því í dagblaði. A einum stað segir Sigmar, að hunn telji sig ekkert meiri glæpamann en aðra starfs- bræður sína. Ég uni þvt heldur illa að vera af kollega mínum kullaður glæpamaður, þótt það á ölJum skemmtistöðum, nema hvað ef til vill væri í það mesta i Sigtúni.' Þá tóku aðrir lögreglumenn sig til og töldu út úr Klúbbnum. Niðurstaða þeirra varð sú, að 1.700 manns komu út. enda þótt húsið taki ekki nema milli 900 og 1000 manns." Auðvitað veit Sigmar, að þeir Einar og Vilhjálmur heimsækja 8—14 veitingahús í hverri önn. Ef þetta á að takast, þurfa þeir að hefja eftir- litið milli kl. 9 og 10 um kvöldið. Það er jafnljóst, að fyrstu húsin, sem þeir heimsækja taka á móti fjölda gesta eftir að eftirlitsmennirnir hafa farið hjá. Hvað viðvíkur tilnefningu Klúbbsins í þessu sambandi og öðru í greininni, þykir mér gæta nokkurrar óþolinmæði hjá Sigmari. Það kann að vera, að Klúbburinn liggi vel við höggi um þessar mundir. En er í fullstu alvöru svo naumur tíminn, að vert sé af veitinga- manni að tala um spíra, sem alþ.jóð veit um, og yfir höfuð að eins veitingahúss. þegar stéttin í heild hefir fyrir umtals- verðum sanngirnismálum að berjast. Af nógu er að taka Refsiákvæði. Það er rétt, að svipting framlengingarleyfis sem refsing við því, að of margt fólk sé í veitingahúsi er ekki skynsamlegasta lausnin. Eðli- legra væri að beita viðvörunum og fésektum, í þrepum, eftir eðli brotsins. Má til saman- ljurðar nefna, að ef fiskiskip er tekið i landhelgi, er beitt sekt- um, en útgerð skipsins ekki stöðvuð. Tollamál. A meðan annar islenskur iðnaður býr við við- unandi tolla á áhöldum og tækj- um greiðir veitingareksturinn lúxustolla af mörgum þeim nauðsynjum, er til hans þarf. Óheilbrigða samkeppnin. Meðan skattpíning hins opin- bera á veitingarekstri er þanin sem fiðlustrengur, eru önnur veitingahús, svokölluð félags- heimili, rekin skattfrjáls og eftirlitslaus með svonefndum tækifærisleyfum. Söluskattshaftið og mötu- neytin. Hið opinbera eyðir sennilega nær tveim milljörð- um króna á þessu ári í rekstur mötuneyta. Þar er söluskattur greiddur af innkaupsverði, þ.e. á þeim matvörum, sem ekki eru undanþegnar söluskatti. Verslanir selja svo að sjálf- sögðu matvörur sínar með eða án söluskatts, eftir því sem við á. Þegar hinsvegar að bannsett- um veitingahúsunum kemur, er veitingamönnum gert að leggja 20% söluskatt á allar veitingar burtséð frá því, hvort stór hluti máltíðarinnar er ella undanþeginn söluskatti. Gerir þessi endaleysa veitingamenn að hinum mestu okurkörlum, nauðuga og óviljuga. Lok og læs, allt i stáli. Veitingahús skulu loka dyrum kl. 23.30. Skiptir þá ekki máli, þótt fámennt sé innandyra en fjölmennt utan. Er framkvæmd þessarar ömurlegu reglugerðar oft dálítið snúin, t.d. þegar glæsilegar konur í síðum kjólum híma í kuldanum hið ytra meðan fámennið dillar sér í hlýjunni. Pínulítil verðstöðvun. I fáum atvinnugreinum er samkeppn- in jafn hörð og i veitinga- rekstri. Varla líður sá dagur, að eitt eða fleiri veitingahús aug- lýsi ekki mikinn og ljúffengan mat á gómsætu verði. Þrátt fyrir þetta „örlæti” bera veitingamenn ekki traust til að verðleggja sjálfir vörur sínar. Allir í helgarfrí. Á virkum dögum (mánud. — fimmtud.) er veitingahúsum gert að loka tveim stundum fyrr en kvik- mýhdahús. Þetta fyrirkómulag virðist snióið fyrir Jónas, sem vinnur frá kl. 9—17 5 daga í viku. I okkar fjölþætta þjóð- félagi er í þessu tilliti enginn gaumur gefinn vaktavinnu- fólki, flugfólki, sæfarendum, ferðamönnum eða öðrum, sem eru svo óheppnir að eiga sinn laugardag á þriðjudegi. Ding-dong allir í háttinn. En hvar eru leigubílarnir? Öll veitingahús skulu loka á sama tíma. Ef mikið er um að vera, fara 6.—7.000 manns út af veitingahúsum borgarinnar í einu. Það er bannað að leysa þetta mál á þann hátt, er beinast liggur við. Óvænt skerðing álagningar. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir, síðan verð á áfengi og tóbaki var hækkað um a.m.k. 15%. Kom það fáum á óvart. Það kom hinsvegar illilega á óvart, að samfara hækkuninni var álagning veitingahúsanna skorin niður. Það þarf ekki klókan fjármálasnilling til að sjá, að stórauknum reksturs- kostnaði verður ekki mætt með niðurskurði álagningar. Ef ráðamenn telja það upphaf alls góðs í landinu að drepa niður veitingarrekstur, væri það þeim til meiri sóma aó fram- kvæma slíkt með snöggri af- töku, heldur en á þann hátt. sem nú er gert." Jón Iljaltason Spurning dagsins Sœkirðu kirkju? Guðmundur Arnason, nemi: Eg hef nú litið gert af því og þá aðallega þegar eru fermingar og við önnur hátíðleg tækifæri. Elias Magnússon, bifreiðastjóri: Ég geri allt of lítið af þvl. Síðast fór ég um jólin, það er aðallega við svoleiðis tækifæri sem ég fer í kirkju. Margrét Egilsdóttir, húsmóðir: Ég fór síðast í kirkju 1973 og var þá við skí rn. Það er við slík tæki- færi sem ég sæki kirkju. Eggert Arnórsson: Ég fer mjög sjaldan og ekkert frekar um stórhátíðir en aðra daga. Benedikt Sveinsson, læknanemi: Það er mjög sjaldan og ekki við nein sérstök tækifæri. Það kemur fyrir að ég hlusta á messuna i útvarpinu. Hvers vegna var f lugmaðurinn ekki ráðinn? Oliif Jónsdóttir hringdi: „Nú hefur Flugfélag Is- lands eins og raunar allir vila, einkaleyfi á vissum flug- leiðum hér innanlands. Víða hagar þannig lil á íslandi að samband við höl'uðborgar- svæðið er helzl nu-ð flugvélum, þvi á velurna hamlar snjór eðli- legum samgiingum á vegum. Því eru margir landsmenn háðir þjónustu Flugfélagsins. Nú var það þannig að 30. april birti Dagblaðið frétt þess efnis að nýlega hefði Flugleiðir ráðið þrjá flugmenn á Fokker Friendship vélar og kom þar fram að maður með mikla reynsiu á slikum vélum var ekki ráðinn. Kinnig kom fram í fréllinni að mikill kostnaður vieri saml'ara þvi að þjálfa flug- menn á þessar vélar og þvi viriist þessi ákviirðun undar- leg. Þvi spyr ég: Kigum við sem ferðumst með Flugieiðum ekki heimtingu á að reyndustu og beztu flugmennirnir sem völ er á hverju sinni séu ráðnir?” Dagblaðið snéri sér til Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða og sagði hann að valið hefði verið úr hópi 60 umsækjenda og sérstök nefnd hefði gert ■ það. Eins sagði Sveinn að kostnaður væri ekki svo tiltakanlegur við þjálfun þar sem hvort eð er hefði orðið að þjálfa þann er reynsluna hefði haft. Það væri undan- tekningalaust, að hæfu menn störf hjá Flugleiðum þá færu þeir á námskeið og til þjálf- unar. í þvi tilviki að flugmaðurinn er reynsluna hafði, sagði Sveinn að reglur væru reglur og ekki væru ráðnir menn er væru orðnir þrítugir. (Viðkomandi flugmaður er þrítugur — innskot H.Halls.) Kristjana Steinþórsdóttir. skrif- stofustúlka: Eg l'er ekki nema við fermingar og brúðkaup og iinnur slík hátið- leg tækil'æri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.