Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRtL 1976.
Eftir átökin í Kína:
Vandlega skipulagðar göngur
stuðningsmanna Hua Koo-feng
setja svip sinn á Peking
Trumbur og önnur ásláttar-
hljóðfæri voru barin, svo að
bergmálaði í fjöllunum um-
hverfis Peking, þegar stuðn-
ingsmenn hins nýja forsætis-
ráðherra, Hua Kuo-feng, flykkt-
ust út á götur, til þess að votta
honum hollustu sína.
Vel skipulögð stuðningsher-
ferð þessi stakk mjög í stúf við
tætingslegan fólksfjöldann,
sem að óeirðunum stóð á torgi
híns himneska friðar sl. mánu-
dag. Af þeim atburðum segir í
fréttaskeytum fréttastofu Nýja
Kína, að fólkið hafi verið æst til
óláta af vandræðamönnum, það
hafi brennt farartæki og rænt
eina opinbera byggingu.
Meðal fólksfjöldans voru
hópar, sem hrópuðu hvatning-
arorð til Tengs varaforsætisráð-
herra, sem nú hefur verið
settur af, og líktu honum og
stjórnmálaskoðunum hans við
skoðanir Chou En-lais, fýrrum
forsætisráðherra.
Mannfjöldinn, sem gekk um
göturnar í gær, var kominn út
úr húsum sínum í skipulegar
raðir, nokkrum klukkustund-
um eftir að tilkynnt hafði verið
að Hua hefði verið kjörinn for-
sætisráðherra sem i rauninni
þýðir, að hann er nú annar
valdamesti maður Kína, næstur
á eftir Mao formanni sjálfum.
Jafnframt var tilkynnt, að Teng
hefði verið sviptur öllum völd-
um, en hann mætti þó halda
áfram að vera í kommúnista-
flokknum, þar sem honum
hefði verið gefið tækifæri á því
að^ bæta ráð sitt, eftir að hafa
villzt inn á veg auðvaldsins.
Flugrán á Fifippsey/um:
Gíslum sleppt í
morgunsárið
— áframhaldandi samninga-
viðrœður við rœningjana
um borð í vélinni
Yfirmaður filippeyska flug-
hersins hefur siðan í gær staðið í
samningaviðræðum við ræningj-
ana um borð í flugvélinni á flug-
vellinum í Manila, höfuðborg
Filippseyja.
Ekkert hefur verið getið um
áhöfnina, sex manns, en talið er
að hún verði öll áfram um borð í
vélinni á meðan samningaviðræð-
um er haldið áfram.
Flugvélin, sem er . af gerðinni
BAC-111, kom til Manila skömmu
fyrir hádegi í gær. Henni var
rænt í Cagayan de Oro City, sem
er 800 km SA af Manila.
Ræningjarnir, sem eru taldir
félagar í aðskilnaðarsamtökum á
suðureyjum Filippseyja, hótuðu
fyrst að drepa alla gíslana ef þeir
fengju ekki lausnargjald, sem
Þrír menn, sem rændu filipp-
eyskri flugvél í Manila, féllust á
það í morgun að sleppa hinum 69
gíslum sínum, eftir að hafa verið
fullvissaðir um að fjórir fangar
stjórnarinnar, sem þeir vildu fá
látna lausa, yrðu ekki látnir sæta
ábyrgð fyrir flugvélarránið.
Þegar fréttir bárust síðast í
morgun var verið að semja við
ræningjana um hvernig ætti að
haga flutningi farþeganna frá vél-
inni í bíla, ér flyttu þá á brott.
svarar 54 milljónum ísl. kr., og
tilteknum föngum yrði sleppt.
Ferdinand Marcos forseti kom í
veg fyrir að lausnargjaldið yrði
greitt.
Mennirnir eru sagðir vopnaðir
skammbyssum og handsprengjum
og grímuklæddir.
REUTER
Flugrœningjamir í Manila hafa nú slappt öllum
farþogum vólarinnar, somþeir tóku á flug-
vellinum þar. Þeir halda þó eftir áhöfninni á
meöan samningaumleitanir eru í gangi viö þar-
lend stjórnarvöld.
Tólf manns létu lífið í
átökum í Argentínu
— fyrír töku indónesísku rœðismanns-
skrifstofunnar í Amsterdam
Tólf manns létust í átökum í
Argenlínu í gær og er tala lát-
inna bá komin upn í 94 síðan
bylting var gerð þar fyrir hálf-
um mánuði.
Lík níu manna fundust
skammt fyrir utan Buenos
Aires í gær, og telur lögreglan.
að þar hafi aftökusveit h.egri
manna, sem töluvert let á sér
bera, áður en Maríu Peron var
vikið frá, verið að verki.
Þrír vinstri sinnaðir skæru-
liðar létust svo í átökum við her
landsins í borginni Cordoba.
Á fundi með eftirlaunamönn-
um úr röðum yfirmanna í hern-
um hefur Videla foreti ságt. að
byltingin hafi verið nauðsyn-
leg, þar eð valdataka marxista
,,hafi verið á næsta leiti”.
AÐEINS STJÓRNARÞÁTTTAKA
KOMMÚNISTA GETUR KOMIO
í VEG FYRIR KOSNINGARNAR
Mólúkke yingarnir
dœmdir í dag
Sjö mólúkkeyskir skæru-
liðar, sem héldu 43 gíslum í
skrifstofu indónesíska ræðis-
mannsins í Amsterdam í
desember sl., verða dæmdir þar
í dag.
Réttarhöldin fóru fram fyrir
hálfum mánuði. Þar var þess
krafizt, að hver þeirra yrði
dæmdur í sjö og hálfs árs
fangelsisvist.
Sjömenningarnir, sem allir
eru félagar í samtökum þjóð-
ernissinnaðra Suður-
Mólúkkeyinga, sögðu fyrir rétt-
inum að þeir hefðu ráðizt inn í
ræðismannsskrifstofuna til að
beina athygli heimsins að kröf-
um þeirra um sjálfstæði ætt-
lands þeirra — eyjaklasa í
Kyrrahafinu — frá Indónesíu.
Mólúkkeyingarnir eru 22 og
23 ára. Þeir héldu 25 gísla sinna
í haldi í fimmtán daga.
Tveimur gíslanna og sextán
skólabörnum slepptuþeir laus-
um skömmu eftir innrásina I
bygginguna 4. desember.
Allir játuðu að hafa staðið
fyrir ólöglegri frelsissviptingu
— sem er brot nokkurn veginn
sambærilegt við mannrán —
en hámarksrefsing fyrir slíkt er
tíu ára fangelsi.
Sjö aðrir Mólúkkeyingar
voru dæmdir í fjórtán ára fang-
elsi í Hollandi 26. marz fyrir að
ræna lest í Beilen um svipað
leyti.
Réttarhöldunum yfir Mólúkkum þoim tntn tóku sendirsö Indóneoíu i Amtterdam sl. haust lauk f yrir hólfum mánuöi og veröur dómur kveðinn upp
yfir þeim i dag. Einn maöur lézt í umsátrinu er hann stökk til jaröar frá annarri hseð sendiráösbyggingarinnar.
segja sósíalistar á Ítalíu
Minnihlutastjórn kristilegra
demókrata á Ítalíu neyðist líklega
til þess að efna til kosninga fyrr
en ætlað hafði verið vegna deilna
um breytingar á fóstureyðingar-
lögum og efnahagsstefnu
stjórnarinnar.
Hinn áhrifamikli kommúnista-
flokkur iandsins hv-tti au-
flokka til þess í gærkvöld að finna
lausn vandans eins fljótt og auðið
er, svo hægt yrði að komast hjá
því að efna til kosninga nú.
Sósíalistar. sem halda stjórn-
inni á lífi meðhlutleysi sínu á
þingi, telja nú að ekkert geti
komið í veg fyrir kosningar nema
ijiyndun samsteypustjórnar með
þátttöku kommúnista.
Ágreiningurinn á milli kristi-
legra demókrata og annarra
flokka um fóstureyðingarmálið
virðist óleysanlegur. Kristilegir,
sem njóta stuðnings Páfagarðs,
vilja láta lækna hafa síðasta orðið
um fóstureyðingar, en sósíalistar
vilja láta konuna sjálfa ráða
fyrstu 90 daga meðgöngutimans.
Minnihlutastjórn kristilegra
demókrata undir stjórn Aldos
Moros var mynduð í febrúar.
Aldo Moro