Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 9

Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 9
DAGBLAÐH). FIMMTI DAC.UR 8. APRÍL 197«. í súkkulaði hjá Vilhjálmi ráðherra Verðlaunaafhending i teiknimyndasamkeppni um umferðarmál endur keppninnar höfðu látið sér detta í hug. Það voru einungis níu ára börn sem þátt gátu tekið í keppninni og er hún hin fyrsta hér á landi með þessu sniði. Þátttakendurnir voru frá 56 skólum í landinu. Dómnefnd skipuðu: Þórir Sigurðsson, námsstjóri, Borg- hildur Öskarsdóttir, mynd- listarkennari og Árni Þór Eymundsson. upplýsingafull- trúi. Alls voru veitt tólf verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut Aðal- heiður Diego Hjálmarsdóttir Fossvogsskóla, reiðhjól sem Fálkinn h/f gaf. Önnur verð- laun hlaut Vilhjálmur Kári Heiðdal, Breiðholtsskóla, íþróttabúning sem Sportvöru- verzlun Ingólfs Óskarssonar gaf. 2.-12. verðlaun, sem voru bækur frá bókaforlaginu Örn og Örlygur, hlutu eftirtalin börn: Birgitta Guðmundsdóttir, Kópavogsskóla, Guðný Hafdís Hill, Sandgerðisskóla, Jens Reynir. Breiðagerðisskóla, Jón Garðar. Æfinga og tilrauna- skólanum, Petra B. Árnadóttir, Vogaskóla, Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Akureyri, (var ekki viðstödd), Ríkharður Reynisson, Breiðholtsskóla, Sigurður Guðmundsson, Sand- gerðisskóla. Sólveig Rósa Ölafs- ,,Það var ekki fyrr en um árið 1947 sem f.vrsti bíllinn kom í mína sveit og ég var einn af eigendum hans,” sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra í kaffisamsæti í ráðherrabústaðnum, er verð- laun voru veitt í teiknimynda- samkeppni um umferðarmál. Keppnin var haldin á vegum menntamálaráðune.vtisins og umferðarráðs. ..Ilugsið ykkur bara,” sagði menntamálaráðherra ennfrem- ur. ,,Þá niætti maður aldrei bil. Það eina sem maður þurfti að hugsa um og gá að var að aka ekki útaf. Það voru engir bílar að mæta og sárafáir á ferli.” Miklar breytingar hafa orðið á allri untferð hvar sem er á landinu frá þeim tíma sem menntamálaráðherra sagði frá. Börnin sem þátt tóku í þessari teiknimyndasamkeppni voru alls 769 og af öllu landinu. Þátt- taka var mun meiri en aðstand- Þarna eru allir krakkarnir sem verðlaunin hlutu utan ein stúlka frá Akureyri. Ljósm. DB-Bjarnleifur. dóttir, Æfinga og tilrauna- skólanum og Una Margrét Jóns- dóttir, Vesturbæjarskóla. —A.Bj. Menntamálaráðherra skoðar verðlaunabók, og verðlaunahaf- arnir hlýða á orð hans með „andakt.” s 9 \ ■ V' ■• ' V Nú kynnum við nýja og frumlega gerð af hjónarúmi, einnig skápahurðir í úrvali (sjá mynd) o.fl. o.fl. Hagstœtt verð. Komið — sjáið — sannfœrízt

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.