Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 11

Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976. neyddust til þess að yfirgefa Kiangshi og gengu 10 þúsund kílómetra leið til norðurhéraða Kína. Eftir að hafa haft yfirstjórn eins stærsta héraðs, sem komm- únistar höfðu yfir að ráða i seinni heimsstyrjöldinni, er Japanir hernámu stóran hluta Kínaveldis, var hann kjörinn í miðstjórn kínverska kommún- istaflokksins árið 1945. En sigurinn var ekki unninn, Kommúnistar áttu enn eftir langa baráttu áður en þeim tókst að vinna sigur á herliði Chiangs hershöfðingja, sem naut stuðnings Bandaríkja- manna. Árið 1949 vannst þó að lokum fullnaðarsigur. ....... Stjórn Alþýðulýðveldisins var sett á laggirnar sama ár og Teng átti sæti í ráðgjafanefnd þeirrar stjórnar, auk annarra þýðingarmikilla embætta. Aðaláhrifasvæði Tengs var á þeim tíma Suðvestur Kína, en þar innleiddi hann kommún- isma, með góðum árangri. Og hann hlaut umbun fyrir vel unnin störf. Hann var kall- aður til Peking, er unnið var að fyrstu gerð Fimm ára áætlunar- innar (1953—71). Eftir að hún hafði verið birt var Teng kjör- inn aðstoðarforsætisráðherra í fyrsta sinn og síðar sama ár kjörinn í - aðalskipulagsnefnd ríkisins. 1956 var hann kjörinn í hina miklu valdastöðu formanns kommúnistaflokksins. Hann varð þar með aðili að æðstaráðs- ins og var einn af aðalráða- mönnum flokksins, með Mao í forsæti þar til honum var sparkað í menningarbylting- unni árið 1967. Orðstír Tengs og áhrif höfðu lítið að segja fyrir hann er menningarbyltingin skall á. Hann varð eitt aðalskotmark rauðu varðliðanna ásamt með öðrum frammámönnum innan kínverskra stjórnmála, þar sem hann var ákærður fyrir að standa í vegi fyrir hugmyndum Maos formanns og að reyna að þoka Kína af hinni réttu braut hins sanna kommúnisma í átt að auðvaldsstefnu . Arið 1967 var hann festur upp við vegg byltingarmanna, sem einn af höfuðóvinum kínversku bylt- ingarinnar, auðvaldssinni og andbyltingarmaður. Auk þess höfðu rauðvarðlið- arnir mikið út á það að setja, að Teng er góður bridge-spilari. Báru þeir það honum á brýn, að hann eyddi meiri tíma í það að spila á spil, en að sinna vanda- málum kínversku þjóðarinnar. Á síðustu dögum baráttunnar gegn honum var áróðurinn hertur. Hann var nú talinn einn þeirra er stæðu í vegi fyrir þvi að kínverska þjóðin næði fulln- aðartakmarki sínu, — hreinum kommúnisman. Chou En-lai lézt 10. janúar s.l. Aðeins nokkrum dögum eftir andlat hans hófust árásir vinstri manna undir stjórn eiginkonu Mao formanns, Chaing Ching og tongda- sonar hennar á hendur Teng, sem þá var sakaöur um að hafa villzt á vegum „auð- valdsins. EIGA RÍKISSTARFSMENN AÐ HAFA VERKFALISRÉTT? Starfsmenn ríkis og bæja innan BSRB hafá lengi stefnt að því marki að fá verkfallsrétt, segja stjórnarmenn BSRB. Á sl. hausti ákvað forusta BSRB að halda fundi um allt land og kanna með atkvæðagreiðslu fylgi félagsmanna með verk- fallsréttarkröfunni. Þessari könnun lauk í október sl. og voru atkvæði talin hér í Reykja- vík hinn 14. október. Samkvæmt upplýsingum varaformanns BSRB, sem birtar voru í fjölmiðlum að könnuninni lokinni, eru ca 10.830 félagsbundnir menn inn- an samtakanna. Til að gera þeim sem auðveldast að tjá sig um verkfallsréttarkröfuna voru haldnir 55 fundir víðs- vegar um landið. Niðurstaðan af könnuninni reyndist þessi: Já sögðu 2.776, eða 25,6% af félagatölunni. Nei sögðu 472, eða 4,4% af heild. Ekki er vitað um afstöðu 7.582, eða 70% af félagatölunni í heild, því þeir mættu ekki á fundunum þótt verkfallsréttarkrafan og at- kvæðagreiðsla um hana væri rækilega auglýst sem aðalmál fundanna en fundirnir voru 55 að tölu. Staðreyndin eftir umrædda skoðanakönnun virðist þessi: 1/4 af félagsmönnum BSRB styíiur verkfallskröfuna í því formi sem stjórn samtakanna lagði hana fram. Hinir, eða 75% af félagsmönnum, eru ýmist á móti eða það áhugalitlir í málinu að þeir óska ekki að tjá sig og það þrátt fyrir mjög góða aðstöðu til þess. Þótt skoðanir manna séu vafalítið skiptar um þessa skoðanakönnun gefur hún tilefni til að benda á eftirgreind atriði: 1. Margir telja verkfallsréttinn nú til dags vera kominn það langt frá sínum upphaflega til- gangi að mörgum gildandi regl- um honum tilheyrandi þurfi að breyta ef hann eigi að verða jafneftirsótt tæki í kjarabar- áttu og hann var í upphafi. Menn benda á að nú sé þessi réttur mest notaður sem óréttur af hinum bezt settu. Sé hann því lítið eftirsóknar- verður og sízt fyrir opinbera starfsmenn sem til þessa hafi haft ýmis mikilsverð réttindi í hans stað. Þótt þeir, sem eru aðilar að BSRB, hafi ekki verk- fallsrétt þá séu aðrir opinberir starfsmenn sem hafi þennan vafasama rétt, enda tilheyri þeir hinum almenna vinnu- markaði og njóti ekki ýmissa núgildandi sérréttinda BSRB- manna. 2. Margir sem vinna hjá hinu opinbera hafa verkfallsrétt nú. Má þarf nefna: menn í Sem- entsverksmiðju ríkisins, Áburðarverksmiðju ríkisins, vélsmiðju ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, prentsmiðju ríkisins, Vegagerð ríkisins, bygginga- framkvæmdum ríkisins o.fl. Hið sama er að segja um starfs- menn ýmissa fyrirtækja Reykjavíkurborgar og/eða ann- Kjallarinn Stefón Jónsson arra bæja og hreppsfyrirtækja. í þessum flokki mun um menn að ræða sem skipta mörgum þúsundum. 3. Þeir, sem ekki hafa verkfalls- rétt, eru meðal annars eftir- greindir: Hinir fjölmennu starfshópar sjúkrahúsanna, þar á meðal starfsmenn við geð- veikrahæli og fávitahæli, starfsmenn við fangahús og drykkjumannahæli, menn við opinberar slysavarnir, menn við dómstóla og í rannsóknar- lögreglu, lögreglumenn við almenn löggæzlustörf, starfs- lið Landhelgisgæzlunnar, starfsmenn tollgæzlu og tollinn- heimtu, starfsmenn vita- og hafnamála, starfsmenn við ríkisbanka og ríkissjóð, starfs- menn ráðuneytanna og þannig mætti lengi telja. Þeir, sem telja verkfallsrétt- inn æðri og helgari en þjóðfél agsskipulag í þingræðisformi, vita að sjálfsögðu að hverju þeir stefna. Hitt er furðulegra ef Alþingi og ríkisstjórn í þing- ræðisþjóðfélagi fellur fyrir kröfum sem fyrr eða siðar koll- varpa þingræðinu. Er ekki kominn tími til að semja nýja vinnulöggjöf af þingræðisríkis- stjórn okkar og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana? Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri. hann Geir ekki hugmynd um hana á „beinu linunni”. Jú, það er margt skrýtið i kýrhausnum. Til að mynda mætti kannski íhuga það betur, hvort þessi stóru samflot „aðila vinnumarkaðarins” eru ekki orðin óþarflega stór. Kannski þarf að taka annað hótel á leigu, ef svo fer fram sem horf- ir? Er ekki full dýrt að hafa allan þennan fjölda fólks utan af landi i Reykjavík vikum sam- an? 1 Reykjavík hitti ég formann verkamannafélags utan af landi og spurði hvort hann væri þar til að semja. „Eg er hér til að rétta upp höndina,” svaraði maðurinn. Kannski má spyrja: Eru verkamannasamtökin ekki búin að safna um sig fullstórri hjörð? Á ASÍ t.d. að semja fyrir hátekjufólk? — Jónas í Brekknakoti (með eða án gæsalappa) spyr í Dag- blaðinu: „Lifum við ekki of miklu sældarlífi Islendingar, auk þess sem við lifum langt um efni fram?” Hvernig væri að spyrja ellilífeyrisþegana? Standi verkfall ekki því lengur ættu flestir að hafa ein- hverjar innansleikjur sér til viðurværis. Áður fyrr þótti sjálfsagt að reyna þá aðferð að svelta fólk til að semja, eða öllu fremur að hefja vinnu að nýju án þess að semja og helst fyrir lægra kaup en verið hafði. Þessi aðferð dugar ekki lengur. En nú er farið að svelta skepnur, sem maður skyldi ætla að væri ekki í tísku lengur. Röðin er semsé komin að bless- uðum kúnum .„Nytin datt úr kúnum í verkfallinu,” sögðu fjölmiðlar — af vöntun á hæfi- legri fóðrun. Og mjólkinni hellt niður. En má ég spyrja: Af hverju var beljunum ekki gefin mjólk að drekka í verkfallinu? Við sem höfum þekkt mjólk- urskort — og síðar hóflítið mjólkurþamb — erum lítt hrifin af niðurhellingu þessa dýra vökva. Þetta er verkfalls- mönnum einum kennt. En hvað um bændur, mjólkurframleið- endur? Hvaða nauður rak þá til þess að gerast taglhnýtingar Vinnuveitendasambands Is- lands í stað þess að semja sjálf- ir? Raunar hafa þeir ekki ráðið því hvernig þessi mál hafa skip- ast, illu heilli, heldur svokall- aðir forystumenn þeirra, sem þykir félagsskapurinn fínn. Blað Ingólfs á Hellu, Suður- land, hittir naglann á höfuðið er það kemst svo að orði í for- síðugrein (13. mars); „I nýafstöðnu verkfalli urðu þeir bændur sem mjólkurfram- leiðslu stunda fyrir tilfinnan- legu tjóni. Segja má, að bændastéttin hafi að vissu leyti staðið utan við þessa vinnudeilu og án möguleika á því að hafa nokkur afgerandi áhrif á lausn mála. Ástæðan til þessa er ákaflega einföld. Stjórnir mjólkur- vinnslufyrirtækja bænda, þar með talin stjórn Mjólkurbús Flóamanna, hafa í sínu alkunna ráðleysi og með venjulegum undirlægjuhætti falið lögfræð ingaliði' Vinnuveitendasam- bands íslands allt ráðslag í samningum mjólkurbúanna. Það fer auðvitað ekki á milli Haraldur Guðnason mála að það er hagur VSI að etja saman bændum og verka- mönnum á viðkvæmum samn- ingatíma og algjört aukaatriði frá þeirra bæjardyrum séð, þótt bændur verði að hella niður mjólk fyrir milljónir króna.” Jónas klykkir út á þessa leið: „...þjóðin verður að treysta á ríkisstjórn og álþingi til foryst- unnar.” Þetta er fróm ósk, en sá ljóður er þó á, að traust verður ekki innrætt eða fyrirskipað. Þessi stjórn, sem ætlaði að frelsa okkur frá villu stjórnar Ölafs Jóh. og taka upp betri stjórnarhætti, er að vísu orðin fræg fyrir löngu — að endemum — allir saman og þeir átta hver og einn. En þessi ríkisstjórn á þó enn eitt stórt tækifæri. Hún gæti sagt af sér. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hversu lengi vont getur versn- að. Haraldur Guðnason, bókavörður, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.