Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 12

Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 12
I)AíiKI Aí)Ifi FIMMTIID Af’ IIR ' Iþróttir íþróttir gþróttir Iþróttir Sigurður Kolbeinsson hefur verið drjúgur i A-flokki badniinton í vetur. Um síðustu helgi sigraði hann í íslands- mótinu á Akranesi. Hér er Sigurður ásamt sigurvegaranum úr A-flokki kvenna, Önnu Njálsdóttur. Heimsmet í millivigt Vartan Militosyan, Sovétríkj- unum, setti nýtt heimsmet í jafn/ hendingu á Evrópumeistaramót- inu í lyftingum í Austur-Berlín í gær. Hann jafnhattaði 191 kg og bætti met, sem Búlgarinn Jordan Mitkov hafði sett rétt áður um hálft kíló. Þetta var í millivigt og báðir bættu fyrra heimsmet Búig- arans Kolev og Vestur- Þjóðverjans Peter Wenzei, en það var 190 kg. Þá jafnaði Militosyan heimsmetið samanlagt í vigtinni, þegar hann varð Evrópumeistari meó 340 kg. Úrslit urðu þessi: 1. V. Militosyan, Sovét. 340.0 2. P. Wenzel, V-Þýzkai. 335.0 3. J. Mitkov, Búlgaría 330.0 4. A. Stark, Ungverjal. 322.5 5. W. Hubner, A-Þýzkal. 315.0 6. Ala-Poentioe, Finnl. 312.5 Skoraði með fyrstu spyrnu í landsleik! Willie Pettigrew, miðherji Motherwell og markhæsti leik- maöurinn í skozku knattspyrn- unni, skoraði með sinni fyrstu spyrnu í sínum fyrsta iandsleik í gær. Það var á Hampden Park í Glasgow og Skotland vann Sviss 1—0 — þetta eina mark nægði til sigurs. Kenny Dalglish, Celtic, gaf knöttinn fyrir markið og Pettigrew skoraði. En Pettigrew var ekki alltaf svona heppinn í leiknum. llapn meiddist og varð að yfirgefa leik- vöiiinn mikla, þar sem 16000 áhorfendur voru samankomnir. Leikurinn í heild var slakur og Svisslendingar áttu varla tæki- færi í leiknum. Skozka liðið var þannig skipað: Rough, Patrick, McGrain, Celtic, Forsyth, Rangers, Blackley, Hibernian, Gray, Leeds, Dalglish, Celtic, MacDonald. Rangers, Craig, Newcastle, Pettigrew, Motherwell. Andy Gray, Aston Villa, Johnstone, Rangers. HM í íshokkey Heimsmeistarakeppnin íshokkey hefst í Póllandi í dag og er reiknað meó að Svíar, sem ekki tóku þátt í íshokkey-keppni Olympíuleikanna í Innsbruck, geti veitt sovézku heims- meisturunum mikla keppni — jafnvel sigrað í mótinu. En Sovét- ríkin eiga harðsnúnu liði á að skipa — einnig Tékkóslóvakía. Önnur þátttökulönd í keppninni cru Vestur-Þýzkaland, Bandaríkin, Finnland, Austur- Þýzkaland og Pólland. fef'1 £/ Guðgeir lék ogChoHeroi skoraði sex Guðgeir Leifsson lék með Charleroi á ný eftir fjarveru í nokkrum leikjum vegna meiðsla. Hann átti skínandi leik og greinilegt að það hafði góð áhrif á liðið, að hann Iek með. Charleroi vann sinn stærsta sigur á leiktímabilinu — sigraði Liege á heimavelli sínum með 6-1 og hefur því enn möguleika að bjarga sér frá fallinu niður í 2. deild, sagði Asgeir Sigurvinsson, þegar Dagblaðið ræddi vió hann í gærkvöld. Þetta var ákaflega þýðingar- mikill sigur fyrir Charleroi og ætti að þjappa leikmönnum liðsins saman fyrir átökin, sem framundan eru í fallbaráttunni. 1 gær var barizt af krafti og stórsigur vannst, þó svo Liege- liðið skoraði fyrsta mark leiksins. Flestir veðja ó Gullbjörninn Fyrsta stórmótið í golfinu á árinu — US Masters — hefst í dag með þátttöku allra stórkarlanna. Flestir veðja á, að gullbjörninn Jack Nieklaus beri enn einu sinni sigur úr býtum, þó hann hafi ekki náð stórárangri í þeim mótum, sem hann hefur keppt í á árinu. Aðrir setja traust sitt á Hubert Green, sem sigraði í þremur mótum í röð á dögunum, og enn aðrir á Tom Weisskopf. Hann hefur sýnt mikið öryggi að undanförnu, en vantað herzlumun —ívið meiri heppni — til að sigra. Orðið í öðru sæti í fjórum af sjö síðustu mótunum. Hann hefur aldrei sigrað á þessu móti — og mörgum finnst tími til kominn. En Þjóðverjinn hjá Charleroi jafnaði og síðan skoruðu þeir Bohmer, Jacobs, tvö, Henrotay og Zena. Guðgeir skoraði ekki, en átti mikinn þátt í nokkrum markanna, sagði Ásgeir ennfrem- Okkur hjá Standard Liege tókst ekki að ná nema jafntefli á heima- velli gegn La Louviere—liði, sem er í fallbaráttunni, sagði Ásgeir ennfremur. Það var að mörgu leyti ágætur leikur og leikmenn La Louviere börðust eins og ljón — greinilega ákveðnir í að selja sig eins dýrt og hægt væri. Gerez skoraði fyrsta markið í leiknum fyrir Standard — en La Louviere hafði jafnað fyrir hlé. t síðari hálfleiknum tókst liðinu að ná forustu, en Ásgeir jafnaði fyrir Standard. Þetta er fimmti leikurinn í röð hjá Ásgeiri, sem hann skorar í — og hann hefur nú skorað ellefu mörk í deildakeppninni í Belgíu á leiktímabilinu. Er annar mark- hæsti leikmaður Standard Liege — en markhæstur hjá liðinu er Philippe Garot, sem skorað hefur 15 mörk í 1. deild á leiktíma- bilinu. Heil umferð var leikinn í 1. deild í gærkvöld og úrslit þessi. urðu Malines-CS Brugge 1-1 Anderlecht-Beveren 4-0 Ostende-Lierse 2-1 Standard-La Louviere 2-2 Charleroi-Liege 6-1 Antwerpen-Beerschot 1-3 Lokeren-Molenbeek 1-1 FC Brugge-Malinois 5-1 Berchem-Waregem 0-1 FC Brugge jók enn forskot sitt í 1. deild og liðið er alveg að verða öruggt með meistaratitilinn. Áimaim og Fram í úrsit bikarsms Fram og Ármann tryggðu sér sæti í úrslitum bikarkeppni HSÍ í kvennahandboltanum í gærkvöld. Ármann sigraði Víking 11-7, þar sem Ármann náði góðri forystu fyrir hlé 6-2, en eftir það hélzt' leikurinn í jafnvægi. í Hafnarfirði léku FH og Fram — FH hafði áður slegið Val út, en íslandsmcistarar Fram revndust FH ofviða — Framsigur 13-9. Þrátt fyrir stærð sína hefur Pétur góðar hreyfingar — Þessar myndir hliðina á Pétri á litlu myndinni er Örn Þórisson úr Fram og hann Sjö felu pilt með ungfing — Pétur Guðmundsson kominn fró Bandar Unglingalandsuoio i köriu- knattleik heldur senn utan til Tyrklands í Evrópukeppni ungiinga 17-18 ára. Með liðinu fer hinn hávaxni og efnilegi leik- maður Pétur Guðmundsson, er dvalið hefur við nám í Banda- ríkjunum nú um 7 mánaða skeið. Pétur er draumaprins körfu- knattleiksmanna, þ.e. hann er maðurinn sem ísland hefur beðið eftir því hann er 2.16 m á hæð og vex enn, aðeins 17 ára pilturinn Við skruppum á æfingu hjá unglingalandsliðinu og spjölluð- um viö Pétur. Er ekki erfitt í daglega lífinu að standa eilíft upp úr mannhafinu var það fyrsta sem í hugann kom. —- Nei, í sjálfu sér ekki, auðvitað er eftir manni tekið vegna stærðarinnar og í bænum þar sem ég dvelst er ég þekktur sem sjö feta maðurinn frá Islandi. Nú, eins komu fréttamenn AP og höfðu viðtal við mig og tóku myndir, sem sendar voru um öll Bandaríkin, þannig að eftir manni er tekið. Ég hef nú dvalið í 7 mánuði í Bandaríkjunum og stunda nám í Mercer Island High School.sem er í Washington fylki. Ég reikna með að vera í Bandaríkjunum í 5 ár við nám en ef ég verð beðinn mun ég koma heim í landsleiki. Eins og er einbeiti ég mér að unglingalandsliðinu og Tyrk- landsferðinni. Það er gaman að koma heim og leika aftur með strákunum en ég er nú í 3ja vikna leyfi. Hvort ég vildi fara á Polar Cup, sem fer fram í endaðan apríl? Ég veit ekki, sjálfsagt er nóg að fara til Tyrklands, nógu erfitt þó maður hlaupi ekki líka til Kaup- mannahafnar. SKÍÐASK0LI INGEMARS STENMARK f Það er hægt að nota stangirnar við margs konar æfingar og ekki aðeins til að búa til brautir. Myndirnar sýna hvernig hægt er að nota þær sem hlið, sem hægt væri að kalla tjaldið. Fyrri myndin sýnir hvernig hliðin eru sett niður í litilli brekku og litla myndin sýnir hvernig beygt er. M.vndin til hægri sýnir hvernig farið er í gegnum hliðin. Takið vel eftir hvernig hnén eru beygð þegar farið er í gegn. Myndin iengst til hægri sýnir hvernig hægt er að taka margar litlar beygjur og siðan er farið í gegnum tjaldið. Þessar æfingar krefjast töluverðrar einbeit- ingar og eru mjög góðar sem þjálfun fyrir fætur og einnig fyrir jafnvægið.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.