Dagblaðið - 08.04.1976, Page 24

Dagblaðið - 08.04.1976, Page 24
HLUTAFÉ ALÞÝÐUBANKANS AUKSÐ UM 60 MILUÓNIR Stefnumarkandi ákvarðanir bíða aðalfundar „Alþýðusambandið stendur að sjálfsögðu við þau loforð, sem það gefur,” sagði Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASÍ, er fréttamaður Dagblaðs- ins spurði hann, hvað liði hluta- fjáraukningu í Alþýðubank- anum, sem miðstjórn ASl lýsti yfir, að það myndi beita sér fyrir i desember sl. „Að öðru leyti tel ég það ekki þjóna hags- munum bankans að ræða slík áform frekar á þessu stigi og geri það því ekki,” sagði Snorri. Sem kunnugt er varð Seðla- bankinn við beiðni bankaráðs Alþýðubankans um lánsfyrir- greiðslu í byrjun desember sl. til þess að tryggja greiðslustöðu bankans. Nam sú upphæð 125 milljónum. Þá lá einnig fyrir yfirlýsing frá miðstjórn Alþýðusambands Islands um stuðning við fyrirgreiðslu- beiðni Alþýðubankans, auk yfirlýsingar um, að miðstjórnin myndi gera það, sem í hennar valdi stæói til stuðnings bankanum, meðal annars með því að beita sér fyrir því, að 60 milljón króna samþykkt hluta- fjáraukning í bankanum kæmi til framkvæmda eins fljótt og framast væri unnt. Dagblaðinu er kunnugt um, að áhrifamikil verkalýðsfélög innan ASl telja eðlilegt að frekari ákvörðunartaka um fyrrgreint atriði, sem og fleiri, verði látin biða þar til að loknum aðalfundi bankans, sem haldinn verður hinn 24. þessa mánaðar. Á dagskrá aðal- fundarins er að venju kosning í bankaráð, sem og aðrar stefnu- markandi ákvarðanir varðandi bankann. Er meðal annars talið eðlilegt, að t.d. ráðning banka- stjóra komi í hlut þess banka- ráðs, sem kjörið verður. —BS Blómvöndur var í gær festur á fótstall styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli. Honum fylgdi borði með enskri áletrun: „To the great Icelandic Peopie for the help to us. Hungarians of 1956.” Blómvönd þennan lagði formaður samtaka ungverskra flótta- manna að styttunni. Blómunum fylgja þakkir fyrir veitta aðstoð við ungverska flóttamenn. Aprílregnið bældi rósirnar fljótt og á Db-mynd Ragnars Th. falla þær í styttustallinn að baki. Rökréttast að víð höldum Jötni — segir bœjarstjóri á Akureyri Við viljum halda bornum Jötni áfram hérna,” sagði Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, í morgun. Akureyr- ingar teldu það rökréttara en til dæmis að fá borinn, sem Hitaveita Reykjavíkur notar nú. „Eg legg ekki til, að Kröflu verði frestað um eitt ár eða svo úr því sem komið er, en við teljum enga möguleika á, að Krafla verði tilbúin fyrir ára- mót,” sagði Bjarni. Hann taldi, að alltof margt væri á siðasta snúningi til þess að Krafla komist i gagnið fyrir áramót. Menn hafa viljað fá Jötun að Kröflu, en bæjarstjóri telur rökréttara, að hann ljúki við að bora eina holu til viðbótar fyrir Akureyringa. Hitaveita Reykjavikur telur mikil vandkvæði fylgja því, ef hún missir borinn, sem hún hefur. Fundur var um mál Akureyr- ar í Reykjavík i gær, og sögðu fulltrúar Akureyrar, að hann hefði verið „jákvæður" en eng- in endanleg niðurstaða orðið önnur en sú, að leysa þyrfti borunarvanda Akureyrar hið bráðasta. —HH Mynd Colin Porters af gjaldþrotamáli Air Vikings birtist 9. desem- ber, þá er málin voru hulin leynd og óvissu. Nú má sjá hversu spámannlegur teiknarinn hefur verið. Flugféiagið varð gjald- þrota og bankinn hlaut verulegt högg, þó nú sé að rétta við. En Guðni Þórðarson komst tiltölulega lítt skaddaður frá ævintýrinu, á sitt „fljúgandi teppi” eins og fræg eru úr arabísku ævintýrunum. SKODA EKKI MOSKWITCH Bifreiðin með V-númerinu, sem stúlkan í Geirfinnsmálinu fékk far með frá Keflavík snemma morguns hinn 20. nóv- ember 1974, reyndist vera af gerðinni Skoda en ekki Mosk- vitch, eins og hún hafði talið. Þegar ökumaðurinn áttaði sig á því, að þarna kynni að vera um misskilning að ræða, gaf hann sig fram enda mundi hann eftir því að hafa tekið upp stúlku, sem fór úr bifreið hans við Grindavíkurafleggjarann. Þá mun ökumaðurinn telja, að hann hafi séð stúlkunni bregða fyrir í vörubifreið, sem ók fram úr honum á leiðinni frá Grindavíkurafleggjaranum til Reykjavíkur. —BS FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976. Bensíngufur valdo bílskúrs- bruna ó Akureyri , Eldur varð laus í bílskúr í Steinnesi í Glerárhverfinu á Akureyri í gær, en fljótlega tókst að slökkva hann með aðstoð handslökkvitækis og slökkviliðsins sem kom nokkru seinna á staðinn. í gærdag voru menn oftar sem áður við vinnu í bílskúr þessum og var haft bensín um hönd í opnu íláti. Alitið er að gufað hafi upp nokkuð mikið af bensíninu og mettað loftið inni í bílskúrnum, sem þá verður afar viðkvæmt ,fyrir verulegum eða óverulegum eldi. Voru mennirnir að vinna með borvél og álíta þeir að ekki hafi þurft meira til en neistaflug það sem inni í borvélinni er til þess að valda 'eldinum. En sem fyrr segir tókst mönnunum fljótlega að slökkva hann með handslökkvitæki svo lítill eldur var eftir er slökkviliðið kom að. -BH Kristján Jóhannsson: „Svar óskast, herra ríkissaksóknari" „Ég vil því, herra ríkissaksókn- ari, spyrja yður, hvað rannsókn þessari líði og hvort ekki séu möguleikar á, að niðurstöður hennar geti legið fyrir áður en aðalfundurinn verður haldinn,” segir í lok bréfs, sem Kristján Jóhannsson afhenti saksóknara ríkisins í gær í framhaldi af fyrra bréfi sínu til hans varðandi Alþýðubankann. Hinn 15. desember sl. fór Kristján Jóhannsson þess bréf- Skipstjórar bátanna tíu sem varðskipið Þór stóð að ólöglegum veiðum á Selvogsbanka á sunnu- dagskvöldið munu allir mæta fyrir rétti í dag. Sex bátanna eru frá Þorlákshöfn og verða mál skipstjóranna tekin fyrir hjá sýslumanninum á Selfossi, byrjaði rannsókn hjá nokkrum strax í gær. Einn báturinn var frá Vestmannaeyjum og var ætlunin að taka mál skipstjórans fyrir hjá lega á leit við saksóknara ríkisins, að hann léti fara fram opinbera rannsókn á því, hvort bankaráð Alþýðubankans hafi átt þátt I, eða verið í vitorði með bankastjórum bankans í sambandi við ákvarðanatöku um það að lána rúmlega 50% af ráðstöfunarfé .bankans til 8 aðila, sem til- greindir voru í bréfi Kristjáns. I gær afhenti Kristján Jóhanns- son rikissaksóknara annað bréf, þar sem meðal annars segir og vitnað til áðurgreinds bréfs: bæjarfógeta í Eyjum í dag. Frá Reykjavík, Keflavík og Grindavík kom frá hverjum stað einn bátur, þar af gerir Reykjavikurbáturinn út frá Grindavík og verða mál skipstjóranna þriggja tekin fyrir hjá bæjarfógetanum í Keflavík fyrir og eftir hádegið. Hvenær dóms er að vænta í málum þeirra er ekki gott að segja til um en reikna menn þó frekar með að það verði fyrr en seinna. —BH „Tilgangur bréfs þessa var m.a., sá að fá þetta upplýst svo að hlut- hafar gætu á sínum tíma tekið afstöðu til þess, hvort bankaráð- inu yrði falið að fara með yfir- stjórn Alþýðubankans hf. áfram. Samkvæmt auglýsingu í Lög- birtingablaðinu, hefur verið ákveðið, að aðalfúndur bankans verði haldinn 24. þ. mán., og þá eitt af hlutverkum aðalfundarins að kjósa bankaráð.” —BS Skothvellir i Vogahverfi Nokkrir íbúa Vogahverfis vöknuðu í fyrrinótt við hvelli sem talið er víst að hafi verið skothveilir. Var skotið 4 til 5 skotum sem heyrðust afar vel í kyrrð næturinnar Og berg- máluðu í húsunum allt í kring. Álitið var hvellirnir kæmu úr áttinni frá Grensásvegi og sendi lögreglan nokkra bíla þangað á vettvang til að kanna málið. Kom ekkert í ljós og varð lögreglan einskis vör. —BH Mál landhelgisbrjót- anna tekin fyrir í dag — dómanna að vœnta fljótlega Hraðbátaleigan: „Þeir gefa bara biðsvör" — segir Baldur Möller, ráðuneytisstjóri „Það eina, sem rætt hefur verið um í sambandi við það að fá hingað hraðbáta frá Banda- ríkjunum eru láns eða leigu kjör,” sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dómsmála- ráðuneytinu í vitali við Dag- blaðið. „Þar höfum við skír- skotað til samningsins frá 1974 um samvinnu um landhelgis- mál, en eins og áður hefur verið sagt, er ennþá lítið að frétta af gangi mála.” Sagði Baldur, að á það væri að líta, að Ashville- hraðbátarnir væru ekki nema 14 að tölu og þaó hefði án efa sitt að segja. „Eins eru þeir að athuga, að hve miklu leyti þessi skip eru vetrartæki,” sagði Baldur ennfremur. „Eftir er að sigla skipinu austur um haf, ef af verður og það er ekki víst, að það reynist eins vel á Haianum og meðfram ströndum Bandaríkjanna.” -HP.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.