Dagblaðið - 24.04.1976, Side 2

Dagblaðið - 24.04.1976, Side 2
abc 2 DAGBIjAÐIí). IjAU(;ARDAGUK24. APRIL 1976. AÐ LIGGJA A LINUNNI — um somahörmungar Mosfellinga og hvernig hœgt er að ilin af þjóðaríþróttum okkar er að ltKgja á linunni. Að vísu er þetta orðið nokkuð örðugra viðfangs þar sem síminn er orðinn sjálfvirkur, heldur en það var á gömlu góðu sveita símunum, sem voru með sér- stökum takka að ýta á til að másið í manni heyrðist ekki meðan maður hlustaði á ná- grannana spjalla um hvort þeir ætluðu á söngæfingu í kvöld eða ekki, hvort hugsanlegt væri að fá lánaðan skítadreifarann eða bara einhvern þeirra lýsa e.vmslunum í kríknum fyrir héraðslækninum, sem jafnan ráðlagði bakstra útvortis en magnyl innvortis. Nú til dags er þetta ekki eins auðvelt og ekki hægt að iðka þetta. beinlínis sem íþrótt. Þó kemur það oft fyrir, þegar maður lyftir simtólinu til dæmis hér í Mosfellssveitinni, sem í orði kveðnu heyrir til Stór-Reykjavíkursvæðinu en hefur þó síma sem fer í gegnum langlínumiðstöðina og borgar þvi síntagjöld og skrefafjölda samkvæmt því, öndvert við aðra hluta svokallaðrar Stór- Reykjavíkur, að við hevrum liggja ó linunni i símtal álengdar en vitum þvi miður sjaldnast hverjir það eru, sem þar eiga launmæli. En raunar er komin önnur iþrótt í staðinn hvað okkur á þessu fágæta símasvæði snertir: Það er alltaf jafn vita, hve langan tíma það tekur að ná Revkjavík, og hve mörg símtöl við þurfum' að borga aukreitis áður en stimplast á það númer sem maður ætlaði að fá. Þetta getur tekið allt frá því að heppnast í fyrstu lotu, sem gerist einn,a helst snemma á morgnana, gjarnan f.vrir hálfníu, eða þegar líða tekur á kvöld og útvarpinu símagieðin fer að sljákka í kring — eða allt upp í tvo tíma. Einu sinni í fyrra vetur gafst ég upp að reyna að ná tali heirn úr Reykjavík þegar klukkan var rétt að verða sex, en byrjaði að reyna klukkan um hálfþrjú. Þetta er ekki lýgi, því miður. Á síðustu nýársnótt reyndi slökkviliðsmaður sem býr hér í sveitinni að ná sambandi við slökkvistöðina, bara af því að hann fýsti að vita hvað það myndi taka langan tíma. Hann var heppinn, ég held ég muni rétt að það hafi ekki tekið nema þrettán mínútur, svo bálið hefði enn verið í fullum gangi, hefði hann byrjað að hringja urn leið og hann hefði orðið elds var — eii eins og alþióð veit þjónar slökkviliðið í Reykjavík okkur þótt við séum ekki þess verð að sitja við sama borð og Reykvíkingar i síma- þjónustu. En þetta var nú útúrdúr, því ég ætlaði ekki að fara að hella úr skálum símareiði okkar Mos- fellinga að þessu sinni, enda yrði þá flóð. Þær eru illa fullar og það fyrir löngu. Það er verst, að Matthias peningaráðherra skuli ekki búa hér, Hafn- firðingar bjuggu við samskonar svínarí í símamálum þar til heimamaður þeirra, téður Matthías, komast á þing og barði þar í gegn að Hafn- firðingar skyldu sitja við sama símaborð og aðrir Stór- Reykvíkingar. Það er víst ekki nóg að eiga hann fyrir kjör- dæmisþingmann. Já, útúrdúr var það, því til- efni símhlerunarupphafs greinarkornsins ef menn muna svo langt er það, að ég notaði páskafríið til að liggja í rúminu meó hita og aðra vanlíðan. Til þess að stytta mér stundir fékk ég lánað þangað lítið útvarps- tæki í svarti leðurskjóðu, en heldur þótti mér páskamúsíkin i Radió Reykjavík tormelt og fór að vita hvort eitthvað fleira væri í kassanum. Og viti menn: Þar var fleira. Þar fóru sem sé fram þessi dýrindis símtöl upp á gamla Monle Carlo 24’ Ódýrt gaman Já, við getum útvegað yður ódýra og þrælsterka bátsskrokka frá Bandaríkjunum. Skrokkarnir eru ósamsettir en fullunnir er þeir koma til landsins en það sparar mikið fé í flutningskostnað, þar af leiðandi ódýrari en ella. Aðeins þarf örfá verkfæri til þess að setja þá saman, og það tekur óvanan mann ekki lengur en 50 - 80 tíma. Teikningar af innréttingum fylgja í fullri stærð, en það gefur mönnum frjálsar hendur með hvernig þeir innrétta bátana. Bátarnir eru gerðir úr þrælsterku tref japlasti eftir ströngustu kröfum, en þó þannig að þeir eru léttir en það gefur meiri hraða og aukna eldsneytisnýtingu. 16 'LEEWARD SAILBOAT 22’ CARIBBEAN 21' WINDWARO SAILBOAT Heildverslun PREBEN SKOVSTED Breiðagerði 15 ® 85989 & 31486 SIGURÐUR HREIÐAR mátann. Þau fóru fram fyrir milligöngu hins rétta Reykja- víkurradíós, þess sem hefur samband við skip og báta. Og þarna voru máttarstólpar efnahagslífs þjóðarinnar, þeir sem afla þess sem við eyðum, að hringja heim í konur sínar og krakka, í reiðarana og reddarana og jafnvel bara i kunningjana. Fyrir nú utan nokkur ljómandi góð páska- skeyti, sem manningin á nokkr- um færeyskum fiskibátum hér við land fékk að heiman. ,,Og svo kemur texturinn,” sagði íslenski radíómaðurinn ævin- lega, þegar hann var búinn með addressuna, og svo kom textur- inn: ,,Vi ynskjar tér og manningin einar gleðilegir páskar,” og svo kom kannski mamma og pápi undir. Það sem vakti athygli mína fyrst í stað var að sumar heima- frúrnar voru búnar að fá sér neðan í því eða voru að minnsta kosti svolítið loðmæltar og þurftu oft að segja það sama. Annars var það áberandi, að „ hjónunum lá svo sem ekkert á ^ hjarta annað en að heyra hvort annars róm. Og þegar ekkert er að segja, verður dálítið mikið um „jæja, elskan”, og ,,já, já,” og ,,það er neblea það.” Sumar reyndu þó að segja sínum betri parti hvað á dagana hefði drifið heima fyrir, frá þvott- inum, frá íbúðarræstingunni, jafnvel ,,ég dreif mig í að mála íbúðina í gær,” sem framkallaði þó aðeins eitt ,,jæja,” frá elsku- legum makanum á sjónum. Svo voru hálfkveðnar vísur: „Elskan, þú veist ekki hvað mig vantar þig! „Nú-ú?” „Já, hringdu í mig klukkan hálf- eitt.” „Það get ég ekki” — og þessu fylgdu hraðmæltar skýringar um annir um borð. „Jæja, elskan, þá bara gerir þú það hjá þér og ég hjá mér klukkan hálfeitt og við hugsum hvort um annað." Þetta er nú eins og torráðnar. rúnir á píramíta. Hressilegri var frúin sem sagði við manninn sinn: „Viltu snabba?” „Ha?l! „Ég sagði viltu snabba?” „Ne-ei, he he.” „Hva, megiði ekki drekka um borð?” Einn bóndinn spurði konu sína — sú var öldungis ófull, það þori ég að fullyrða — hvort hún væri búin að láta gera við rúmið. „Ég gerðí við það sjálf,” „Nú-ú. (Þögn) Við verðum að gera eitthvað í því.” „í hverju?” „Að láta gera við það.” „Nú, ég er búin að því, ég var áð segja þér það.” „Heldurðu að það sé nógu vel gert?” „Ja — við skulum bara reyna." Svo hringdí vinur í vin. Vinurinn var nýkominn úr reisu yfir þvera Evrópu að minnsta kosti, skildist mér, og hafði frá mörgu að segja. Báðum var létt um talandann, þar til ferðalangurinn sagði: „Hebbi frændi bað að heilsa.” „Ha??” „Já, Hebbi frændi. (Þögn) Hebbi frændi í Hamborg — ég hélt þú skildir það” (Þögn, síðan af sjónum:) „Já, ég skil það núna. Þú hefur náttúrlega komið þar.” „Já, maður svona skrapp þangað— og til Palla. he he he!" En maðurinn á sjónum gat ekki hlegið. Kannski er það ljótt að hlusta á svona samtöl. En ég held ekki. Þetta folk er gersamlega persónulaust. þegar raust þess kemur úr kassanum. Þetta er eins og að hlusta á leikrit í útvarpi. Maður kentur inn i líf fólks sem er ntanni framandi og fvlgist með i tvær minútur eða þrjá klukkutíma, eftir situr ekkert annað en dauf endur- minning og kannski eitthvað að hugsa um ef vel teksl til. Og þegar svo vel tekst til, er þetta ekki siður menning heldur en önnur list.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.