Dagblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 6
Frá Hlaupa- Mango Masnús hét maður og átti heima í Norður-Þingeyjarþingi fyrri hluta liðinnar aldar. Magnús þessi var flestum eða öllum þar um slóðir frárri á fæti. Fyrir þá íþrótt sina eignaðist hann kenningarnafn og var af samtíð sinni kallaður Hlaupa-Mangi. Til eru margar sagnir um léttleika hans og hlaupaþol. Hér skal ein þeirra tiunduð: Magnús bjó þá á koti þvi er Núpskatla heitir og er skammt frá Oddsstöðum á Sléttu norður. Það var um vetur að Magnús þurfti á nauti að halda handa kú sinni, — en ekki voru hæg heimatökin í því efni, því naut var hvergi tiltækt nær en á Valþjófsstöðum í Núpasveit, en þangað inneftir er langur vegur, eða þingmannaleið. Ekki vildi Mangi með nokkru móti sleppa fram af beljunni. Leggur hann því af stað árla morguns og rennur þá mikinn inn Sléttuna. Linnir hann eigi ferðinni fyrr en i hlaði Val- þjófsstaða og biður bóndann þar að lána sér bola bæjarleið. Bóndi spyr hverjir séu hans fylgdar- og fulltingismenn, þvi boli verði ekki leiddur nema af fjórum mönnum minnst — og þeim fílefldum, — sé tarfurinn fjögurra vetra, úfinn mjög í skapi og varla einhamur. Mangi segir sem var að hann var einn síns liðs en til verði að hætta hversu fari um leikslok. Bóndi biður hann þá ábyrgjast sig sjálfur, en þetta sé hið mesta feigðarflan, ,,og mætti segja mér að þú kæmist ekki langt áður en boli hefur drepið þig,” segir hann. Gengur síðan til fjóss, mýlir bola og rekur hann út úr fjósdyrunum í fang Manga. Magnús grípur fljótt í enda múltaumsins, tekur strikið í norður og fer sem hann má. Bolinn sækir fast á eftir bölvandi og bandóður. En undan rennur Mangi og nýtast nautinu hvorki horn né haus- sveiflur. Svo sögðu sjónarvottar að mjöllin hefði rokið úr slóð þeirra að í hvorugan hefði séð. Var því líkast sem þar færi hvirfilvindur eða þá eitthvað óhreint, svo sem Þorgeirsboli í einhverri mynd. Hélst nú þessi' leikur alllengi, en svo fór, þegar útundir Leirhöfn var komið, að allur galsi var úr bola og meira þó. Hann uppgafst alveg innan tíðar og baðst vægðar með þeim hætti að leggjast niður. Varð honum hvergi þokað og þurfti Magnús að sækja mannhjálp til að draga hann til bæja. Kom þá í Ijós, að ekki var leti um að kenna eða þráa, — hann var hreinlega sprunginn. Hafði þannig hvorugur gott af hinum. — Endursagt.— Ljót eftirmœli. Þessi skorinorða frásögn stendur í Eyrarannál undir ár- talinu 1651 — og er hún það eina sem vitað er um þann Jón sem þar er mælt eftir. Verður hann því, sýkn eða sekur, að láta sér lynda þessa óvenjulegu grafskrift um tima og eilífð: „Kom út Jón Jónsson frá Skinnastöðum í Norðursýslu, sonur séra Jóns þar (Þorvalds- sonar), hafði varla með góðum prís í Kaupinhafn verið og komst þar í slæmt mál, einnig síðar hér á íslandi. Átti mörg börn i frillulífi og sigldi síðast tii Englands, gekk þar í hóru- hús og var af þeim geltur.” DAGBLAHIt). LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976. -------------------------------------\ AÐEINS MEIRA EN AFÞREYJARI Háskólabíó: Callan ★ ★ ★ 106 mín. brezk, gerð 1974, Eastmancolor, breiðtjald. Leikstjóri: Don Sharp. Callan er spæjaramynd með hörku á yfirborðinu en flauel undirniðri ef svo má að orði komast. Það er töluverður hraði í myndinni og manni þarf alls ekki að leiðast. Callan er fyrr- verandi njósnari sem fékkst við það að uppræta óæskilega karaktera en var svo látinn hætta þegar hann fór að fá sam- vizkubit og samúð með fórnar- dýrunum. Það er dálítið at- hyglisvert að þegar við kynnumst Callan fyrst á hann erfitt með svefn en eftir því sem líður á myndina og nær dregur því að Callan drepi Schneider þá fer hann að sofa betur. Honum er ekki eins leitt og hann lætur. í raun og veru má ætla að hann hafi ekki svo mikið á móti því að drepa fólk þrátt fyrir það sem hann segir og gefur sig út fyrir. Það er eins og hann þjáist af öryggis- leysi meðan hann er ekki í sínu gamla starfi að drepa fólk. Myndin er vel leikin og ágætlega gerð og er hin bezta afþreying og kannski örlítið meira. Callan ásamt fórnardýrinu Schneider. Þeir eru þarna í tindátaleik og eru að leika orrustuna við Gettysburgh. ÞORSTEINN ÚLFAR BJÖRNSSON >5 Kvik myndir Callan prófar nýja byssu sem hann fær, Noguchi 375 magnum. Þetta mun vera japönsk framleiðsla. KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR Sœkíð um leyfi: Ekki mó gera útlitsbreytingar eftir eigin höfði „Við höfum nú aldrei farið í hart út af þessu, en við viljum svolítið fylgjast með því, ef fólk gerir breytingar á útliti húsa sinna, enda er það í samræmi við reglur,” sagði Gunngeir Pétursson, fulltrúi by,ggingar- fulltrúans í Reykjavík í viðtali við Dagblaðið. Fólk hefur nú verið minnt á að sækja um leyfi til þess að gera breytingar — með auglýsingum í dagblöðum og þá sérstaklega með tilliti til gluggapósta. „Það ber mikið á því, að fólk fjarlægi gluggapósta um leið og það setur i tvöfalt gler,” sagði Gunngeir ennfremur. „Það getur breytt útliti hússins mikið, sérstaklega ef um franska glugga er að ræða sem eru í sumum eldri húsanna hér í borginni.” Sagði Gunngeir, að sjálfsagt væri fyrir fólk að koma og ræða málin við þá á skrifstof- unni og þiggja ábendingar, því oft væri hægt að bjarga miklu með dálítilli skipulagningu. „Það er svo alltaf smekksatriði hvað fólki finnst fallegt og hvaó ljótt,” sagði Gunngeir. —HP Sjúkraþjálfarar þinga á Loftleiðum Um þessar mundir stendur yfir formannafundur norrænna sjúkraþjálfara á Hótel Loftleið- um. Hann sitja formenn allra norrænna sjúkraþjálfarasam- banda, ásamt menntamálafulltrú- um. Þá er þar einnig forseti al- þjóðasambands sjúkraþjálfara. Eugene Michels kennari við háskóla í Philad'elphia í Banda- ríkjunum. I tengslum við þennan fund fer fram námskeið í „electrographi” dagana 24.—27. apríl. Kennararn- ir eru tveir frá Noregi. Samtímis sýnir norska fyrirtækið Plesner í Osló rafmagnstæki á Hótel Loft- leiðum. Það fyrirtæki lánar einn- ig tæki til kennslunnar. Af Islands hálfu sitja funtjinn þær Sigríður Gísladóttir, Ella Kol- brún Kristinsdóttir, Anna Þórar- insdóttir og Kristín Erna Guð- mundsdóttir. Allir á móti nema Svavar Gests Ég sagði einni vinkonu minni sem kom i heimsókn til mín um daginn að hún angaði af lauk. Það er ekkert undar- legt, sagði hún. Ég er nýbúin að borða hálfan lauk. Það er þá ekki að furða þótt þessi lykt sé alveg að drepa mann, sagði ég. Við þessi orð rauk hún á dyr. Ég hélt ég hefði móðgað hana. En að vörmu spori kom hún aftur og þegar ég spurði, hvað hún hefði eiginlega verið að gera, svaraði hún, því til, að hún hefði bara skroppið heim að borða hinn helminginn af lauknum. Konur eru kaldrif jaðai kannski þær taki ÖII völd. Ég renni niður og rella ekkert þótt rifjasteikin sé köld. Rakarinn minn er afskaplega skemmtilegur. Þegar ég kom til hans um daginn spurði hann hvort hann ætti að taka mikið af þessu fallega hári mínu. Eg bað hann að taka heldur eitthvað af því ljóta. Hann sagðist þvi miður ekki geta það. Það væri bara um eitt hár að ræða. 1 næsta skipti sem ég kom til hans var ég búinn að safna skeggi og þá sagði hann grafalvarlegur, að ég væri óhepp- inn, að andlitið á mér væri ekki á hvirfl- inum á mér. Ég reiddist þessu og sagði honum að það vissu allir að bróðir hans væri blautur. Hitt vissu allir líka að hann væri rakari. Kg hlustaði á pliituna með Kvennakör Suðurnesja um daginn. Eg lifði það af. Staðre.vnd þá ég sjá mun senn með sönnun þó ei heinni. Það er ha“gt að myrða menn meður tónlist einni. Kunningi minn einn var að taka bíl- próf fyrir skömmu. Ég spurði hvernig hefði gengið. Alveg prýðilega, sagði hann. Ég ók eins og herforingi, drap fimmtán manns. Mikið megum við þakka fyrir þegar við hringjum á opinbera skrifstofu og okkur er sagt að forstjórinn sé ekki — við. Leifur Leirs yrkir: Einu sinni var maður sem hringdi í opinbera skrifstofu og fékk það svar, að forstjórinn væri þar... Einu sinni var prestur sem gaf til baka, næturvörður sem vakti, þegar hann átti að vaka, og lögregla sem var til taks, þegar til átti að taka. Einu sinni var fagmaður sem vildi enga eftirvinnu vinna og sagði, að kaup sitt mætti vera minna. Einu sinni var stjórnmálamaður sem sagði satt, og abstraktmálari sem fór flatt, hann kallaði mynd sína: „Maður með hall”, og myndin var af manni með hatt... Einu sinni var hundrað kallinn rauður, eignalaus maður snauður, og dauður maður dauður... Fín frú kom inn á bar á veitingahúsi fyrir alllöngu og spurði með þjósti. Siirverið þið asna hérna. Já, já, sagði þjönninn. Hvað má bjóða yður? Mér hefur orðið tíðrætt um konur í þessum þáttum. Oft hefur mig langað til að gefa þeim auga, en því miður hef ég bara tvö og má hvorugt missa. Mér leiðist oft ef allt er hljótt og að mér sækir húmið, að kasta mér um kalda nótt kvenmannslaus í rúmið. Tækninni er stöðugt að fleygja fram. Ég keypti mér úr um daginn. Á því get ég séð hvaða dagur er, hvaða mánaðar- dagur er, hvenær forsetinn á afmæli, hvenær flóð og fjara er í Japan og margt fleira. Það er aðeins einn galli á þessu úri. Það er hér um bil ómögulegt að sjá á því hvað klukkan er. Tæknivædd er tilveran með tímanum eykst hraðinn. Er ég hverf úr heiminum, hnapp þeir setja í staðinn. Fólk talar mikið um það að nú sé allt að hækka. Það eru allir á móti þessu nema Svavar Gests. Hann bíður með óþreyju eftir því að röðin komi að sér. Afsakaðu elsku Svavar, — ýmsir munu hærri en þú —. En hérna á Ísaláði eru afar fáir stærri en þú. Eg hef verið að bíða eftir því frá þvi að Ómar Ragnarsson fór að vinna hjá Sjónvarpinu að hann og Þórarinn Þórar- insson færu i hár saman. Mér verður trúlega ekki að von minni og kemur þar tvennt til. Það fyrra 'er að báðir eru þeir kurteisir, það síðara geta trúlega allir íntyndað sér hvað er. Én ef einhver er i vafa með síðara atriðið þá er það vegna þess að Þórarinn mun vera hættur að stunda iþróttir. Ljóð á laugardegi BENEDIKT AXELSSON Einn vinur minn sagði við mig um daginn, eftir að hafa lesið þáttinn, að hanngæti'ekki séð hvers vegna ég nefndi hann Ljóð á laugardegi. Eg sagðist ekki geta það heldur, enda væri peran í lamp- anum mínum ónýt. I vorum heimi ríkir ógn og angur og einn ég geng á raunalegum stað, og það er ekkert, ekkert verra en það að eigra um landið valdalaus og svangur. Mega sifellt einn og auraur trega að aðrir hirði landsins tign og vald, þótt líf manns sjálfs sé eilíft undanhald frá öllu hinu sntáa og veraldlega. Skeyta hvorki boði eða banni, en berjast grimmt um völd á landi hér. Finna jafnframt innst með sjálfum sér að hið smáa og veraldlega hæfir manni. Að lokum vil ég ráðleggja þeim sent ætla út um helgina að hafa ekki með sér pela. þvi að þeir gætu átt það á hættu að verða sendir umsvifalaust á fæðingar- deildina. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.