Dagblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 22
DACBLAÐIÐ. DAUCARDACUK 24. AFRÍL 1976. Sjónvarp 9 22 Utvarp Sjónvarpið í kvöld kl. 18,30: Gulleyjan MAÐURINN Á EYNNI Þaó gengur á ýmsu í síóasta þætti. Jim er heldur betur búinn að kynna sér kortið af Culleyjunni, þar sem hinn digri fjársjóður er fólginn og hefur lærl hvert einasta nafn á fjalli og firði utan að. Hann bíður óþolinmóður eftir þvi að fá að vita hvort af forinni til eyjar- innar verður. Loks koma hinar langþráðu fréttir frá landeigandanum og lækninum að þeir séu búnir að fá farkost, glæsilegt seglskip, Espaninana. Þeim tekst einnig að manna skipió og njóta til þess leiðsagnar hins einfætta kráareiganda, Johns Silvers, sem þeir hafa mikið álit á. John vill fara með, því að hann segist vera þreyttur á kránni og vill gerast kokkur á skipinu. Það er stigið um borð. 1 ljós kemur að það er ekki bara einn skipstjóri um borð. Smallet. heldur líka páfagaukur Johns Silvers, Flint skipstjóri, Smallet skipstjóri hefur tllan bifur á skipshöfnirini og þótt landeigandinn og læknirinn vilji ekki trúa þessu kemur að þvi að þeir verða að horfast í augu við að Smallet hefur rétt fyrir sér. Jim sofnar í epla- tunnu uppi á þilfari eitt kvöldið og verður vitni að tveggja manna tali. Annar mannanna er John Silver. Það eru ófagrar lýsingar hans á því hvernig hann ætli að ganga frá landeig- andum og mönnum hans þegar þeir séu búnir aðkrækja i fjár sjóðinn. Þeir skulu brytjaðir niður í spað. Við skiljum við Jim og þá félaga um það leyti sem þeir finna land og gera sér ljóst að þeir eru 7 á móti 19 forhertum glæpamönnum. -EVI. Sjónvarp í kvöld kl. 20,35: 5. þóttur spurningakeppninnar: NÚ SKEMMTIR DÓMARINN í W HLEINU Hinn umdeildi spurninga- þáttur, Kjördæmin keppa, er á dagskránni í kvöld kl. 20.35. Þetta er fimmti þátturinn og í kvöld eigast við Vestfirðir og Norðurland eystra. Dómari er Ingibjörg Cuðmundsdóttir, en stjórnandi þáttarins er Jón Ásgeirsson. Stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. 1 kvöld eru undanúrslit, en næsta laugardagskvöld keppa lið Reykjavíkur og Suðnriands. Sjöundi og síðasti pátturinn verður á dagskránni laugar- daginn 8. maí og fer þá fram úrslitakeppni. Liðsmenn Vestfjarða eru: sr. Þðrarinn Þór, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og Kristín Aðalsteinsdóttir, líf- fræðingur. Liðsmenn Norður- lands eystra eru: Gisli Jónsson menntaskólakennari, Cuð- mundur Cunnarsson gagn- fræðaskólakennari og Indriði Ketilsson bóndi. Nú bregður dómaniin .->ei a leik og skemmtir áhorfendum með söng í leikhléi, en Ingi- björg hefur sungið með hljóm- sveitinni B.G. frá Isafirði. Vmislegt hefur verið látið fjúka um þessa spurninga- keppni og þykir mörgum sem óréttlátir dómar hafi verið kveðnii upp. Hefur dómum varðandi svör verið líkt við dóma í knatt- spyrnuleik þar sem viti er dæmt án saka og engu hægt að breyta þar um I síðasta þættinum um Stjána og Stínu eftir Svavar Cests í útvarpinu sl. sunnudag var gert góðlátlegt grín að keppninni. Spurningin: ,,Hvaö er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú, með mannabein í maganum og gettu nú” var lögð fram. Báðir aðilarnir sem svöruðu, sögðu áð þarna væri átt við skip, það vissu allir. Þá sagði „dómarinn” að það væri rangt svar! „Hér stendur að það sé bátur, fley, farkostur, en hvergi er minnzt á að það sé skip.” -A.B.j. Sjónvarp kl. 21,30: SJÁLFSÆVISAGA SÖNGKONUNNAR OG BARÁTTA HENNAR VIÐ DRYKKJUSÝKI Ég græt að morgni heitir bandarisk bíómynd frá árinu 1965 sem er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.30 í kvöld. Aðalhlutverk leika Susan Hayward, Richard Conte Eddie Albert, Jo Van Fleet og Don Taylor. í kvikmyndahandbók okkar fær þessi mynd fjórar stjörnur. Er lokið miklu lofsorði á frá- bæran leik Susan Hayward í hlut- verki söngkonunnar Lillian Roth en myndin segir frá ævisögu söngkonunnar og baráttu hennar við drykkjusýkina. Einnig er getið um góðan leik Jo Van Fleet sem leikur móður söngkonunnar. Karlmennirnir sem nefndir eru í hlutverkaskránni leika hlutverk eiginmanna Lillian Roth. Sýningartími myndarinnar er ein klukkustund og fimmtíu Pg fimm mínútur. Þýðandi er Heba Júlíusdóttir. —A.Bj. Susan Havward i hlutverki hinnar drykkjusjúku söng- og leikkonu. Lillian Roth Áhuginn ó henni glœddist ó ný eftir útkomu œvisögunnar Söngkonan Lillian Roth er fædd árið 1911 í Boston. Hún var ekki nema fimm ára gömul ■þegar hún kom fyrst fram i kvikmynd. Þegar hún var fimmtán ára dans- aði hún aðalhlutverk í skemmti- leikhúsum. Hún kom fyrst fram í fullorðinshlutverki árið 1929 og var mötleikari hennar Maurice Chevalier. Smám saman náði dr.vkkjufýsnin öllum tökum á henni og hún varð að hætta að korna frarn. Hún skrifaði og gaf út ævisögu sina „Eg græt að morgni". C.erð var kvikmynd eftir henni og það er einmitt hún. sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Eftir það vaknaði áhugi á Lillian Roth á ný og kom hún frant i nokkrunt sjónvarpsþáttum og næturklúbbum á sjötta ára- tugnum. Hún kom fram að nýju á Broadway árið 1962 og lék m.a. í söngleiknum Kun'ny girl. —A.Bj. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.