Dagblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 5
DACBLAÐIÐ. LAUCARDACUK 24. AFRÍL 1976.
5
Fé Bjðrns á Longumýri
baðcið þrótt fyrir
hœstaréttardóminn
Eins og mönnum mun kunn-
ugt gekk ekki alls fyrir löngu
hæstaréttardómur í fjárböð-
unarmáli Björns Pálssonar
bónda á Löngumýri þar sem
undirréttardómur var felldur
úr gildi og Björn þvi ekki skyld-
aður til að baða fé sitt. I gær-
morgun kom sýslumaðurinn í
Húnavatnssýslu, Jón ísberg, að
Löngumýri og kvað það skyldu
sína að sjá um að féð yrði
baðað. Tók hann svo til við böð-
unina ásamt tveim lögreglu-
mönnum er með honum voru og
átta bændum úr sveitinni.
Er þeir höfðu náð að baða
211 kindur af um 1100, sem
Björn á, dreif að baðstaðnum
fólk af Skagaströnd aðallega,
um 15 manns. Styggðu aðkomu-
menn svo féð að sýslumaður
varð að hætta böðun og halda af
staðnum. Var þá komið að há-
degi.
Um níuleytið í gærmorgun
hringdi Björn í lögmann sinn,
Jón E. Ragnarsson hrl., og kvað
sýslumannkominnog værihann
að gera sig líklegan til fjárböð-
unar. Sendi lögmaður þá strax
hraðskeyti til dómsmála-
ráðuneytisins og ríkissaksókn-
ara og krafðist þess að böðunin
að Löngumýri yrði stöðvuð.
Sendi dómsmálaráðuneytið inn-
an 16 mínútna skeyti til sýslu-
mannsins, þar sem hann var
staddur að Löngumýri. Var
skeytið þar lesið fyrir sýslu-
mann. Var í því vísað til hæsta-
réttardómsins og talið óheimilt
að beita valdböðun við núver-
andi aðstæður.
Var sýslumaður um það leyti
að hætta böðuninni og hélt
hann frá Löngumýri. Taldi
sýslumaður sig í fullum rétti
við böðunina þar sem Björn
bóndi hefði í marzmánuði sl.
viðurkennt að hann vissi að
skylda væri að baða féð. Voru
allir bændur búnir að baða fé
sitt að Birni undanskildum.
Segir sýslumaður kláða hafa
orðið vart í hreppnum hjá Birni
svo nauðsynlegt hafi verið að
baða féð.
Jón E. Ragnarsson lögfræð-
ingur Björns hafði um vald-
böðun sýslumanns í gærmorg-
un þetta að segja: ,,Ég lýsi
furðu minni á slíkum aðgerðum
en vil benda á að Björn Pálsson
bóndi er harður á þeirri afstöðu
að enginn kláði sé i fé hjá sér,
enda eru aðgerðir þessar frá
upphafi að ófyrirsynju. Slíkar
aðfarir yfirvalda að bændum
eru að vísu þekktar úr sögunni
og þurftu bændur þá stundum
að grípa til varna. En langt
mun nú liðið síðan yfirvöld
hafa verið svo heimarík i hér-
aði sem hér varð.” —BH
Nóg af grafík á
Grensósveginum
- Björg
Þorsteinsdóttir
sýnir
Björg Þorsteinsdóttir mynd-
listarkona opnar í dag sýningu
á grafíkmyndum í húsakynnum
Byggingaþjónustu Arkítekta-
félags tslands að Grensásvegi
11. Þar sýnir hún grafíkmynd-
ir, sem hún hefur unnið að á
árunum 1972 og 1974—76.
Þetta er í þriðja skiptið sem
Björg heldur einkasýningu í
Reykjavík. Áður sýndi hún í
Unuhúsi árið 1971 og í
Norræna húsinu árið 1974. Þá
hefur hún tekið þátt í fjölda
samsýninga víðs vegar um
heim, m.a. á öllum Norðurlönd-
unum, Þýzkalandi, Erakklandi,
Bandaríkjunum og Ástralíu.
Að þessu sinni sýnir Björg 34
grafíkmyndir, bæði í svart-
hvítu og lit. Þær eru allar til
sölu. — Sýningin verður opnuð
í dag kl. 14. Hún stendur til
3. mai og er opin daglega frá kl.
14—22.
—AT
Björg Þorsteinsdóttir við uppstillingu á mvndum sínum að Grensás-
vegi 11. DB-mynd BP.
Það œttu allir ferðamenn að
trunnífi ein^ — sagði Krislján Vilhelmsson sem varð
f 331® fyrir árás átta Araba á Kanaríeyjum
,,Það ætti enginn að fara i
ferðalag til útlanda öðruvísi en
að sjúkra- og slysatryggja sig,”
sagði Kristján Vilhelmsson
kaupmaður í Coðaborg í viðtali
við Dagblaðið, en hann er
maðurinn, sem blaðið skýrði
frá að ráðizt hefði verió á úti á
Kanaríeyjum nýlega.
„Ég kom heim í gærkvöldi,
eins og áætlað var, en að vísu
ekki alveg heill á húfi, þar sem
ég verð með staurfingur á
hægri þumalfingri eftir árásina
sem ég varð fyrir,” sagði
Kristján.
Kristján hafði verið að fylgja
kunningja sínum áleiðis heim á
hans hótel, en hann hafði verið
gestur Kristjáns og konu hans
um kvöldió 2. apríl. Þegar
Kristján fór heimleiðis til sín,
þar sem hann bjó með konu
sinni og 4 börnum í
„Bungalow” sátu fyrir honum 8
Arabar. Höfðu þeir að vopni
flösku, sem botninn hafði verið
brotinn úr, auk hnífs. „Þeir
ætluðu augsýnilega að ræna
mig,” sagði Kristján.
Eftir nokkra viðureign við
þennan flokk kom kunningi
hans honum til hjálpar en hann
hafði heyrt til Kristjáns. Lögðu
mennirnir á flótta og náði
lögreglan þrem þeirra þá um
nóttina.
Er Kristján hafði gengið
undir læknisskoðun vár hann
lagður á sjúkrahús í Las
Palmas en atvikið átti sér stað
á Playa del Inglés, þar sem
Kristján bjó.
„Aðstoð sú og öll þjónusta,
sem ég fékk hjá starfsfólki
Flugfélags Islands þarna, var
svo góð að því verður varla með
orðum lýst,” sagði Kristján
„en hann ferðaðist á vegum
ferðaskrifstofunnar Urvals.
Almennar tryggingar, sem ég
var tryggður hjá, brugðu svo
skjótt við að 50 þúsund pesetar
komu frá þeim með flugvél til
Kanaríey.ja til þess að standa
straum af kostnaði sem Flug-
félagið hafði orðalaúst lagt út
fyrir.
„Konan min, sem er
hjúkrunarkona, var búin að
tína glerbrot úr höfðinu á mér
áður en ég náði sambandi við
lækni og ég verð með staur-
fingur en þetta hefði þó getað
farið miklu verr." sagði
Krist ján Vilholmsson að lokum.
-BS.
UÚ vill hefja umfangsmiklar kolmunnarannsóknir
Landssamband islenzkra út-
vegsmunna skrilaði nýlega stjörn-
um Eiskiinálasjóðs og Aflatrvgg-
ingasjóðs brél' |>ar som farið er
l'ram á að sjóðirnir leggi l'ram
l'jármagn til viðtiekra rannsókna
á kolmunna hér við land en vitn-
eskja um þennan hugsanlega
nytjafisk er af skornum skammti.
Í brél'unum er lagt til að rann-
sóknaskip og venjuleg veiðiskip
l'ramkvæmi rannsóknirnar. Ekki
hefur LÍU enn borizt svar frá
sjóðunum um þessa málaleitan en
þess ber að geta að tiltöiulega
skammt er síðan bréfin voru
send.
—G.S
Aðalumboöið Vesturveri
Verzlunin Neskjör. Nesvegi 33
Sjóbúöin viö GrandagarS
B.S.R.
Verzlunin Ro8i, Hverfisgötu 98
BókabuSin Hrísateig 19
BókabúS Safamýrar
Háaleitisbraut 58—60
Hreyfill,
Fellsmúla 24
Paul Heide, Glæsibæ
Hrafnista, skrifstofan
Verzl. Réttarholt.
Réttarholtsvegi 1
Bókaverzlun Jónasar Eggertssonar,
Rofabæ 7
Arnarval, Arn^bakka 2
Verzl. Straumnes,
Vesturberg 76
f KÓPAVOGI:
Litaskálinn, Kársnesbraut 2
BorgarbúSin,
HófgerSi 30
I GARÐABÆ:
Bókaverzl. Grlma,
GarSaflöt 16—18
í HAFNARFIRÐI:
Skipstjóra- og stýrimannafélagiS Kári,
Strandgötu 11 —13
SALA A NYJUM MIÐUM ER HAFIN, EINNIG
ENDURNÝJUN ÁRSMIÐA OG FLOKKSMIÐA
Tilkynning
um aðsföðugjald í Reykjavik
Ákveðið er að innhcimta í Reykjavík aðstöðugjald á
árinu 1976 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 8/1972
um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962
um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973.
Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi
eins og hér segir:
0.20% Rekstur fiskiskipa.
0.33% Rekstur flugvéla.
0.50% Matvöruverslun í smásölu. Kaffi, sykur og
kornvara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður.
Endurtrvggingar.
0.65% Rekstur farþega- og farmskipa.
1.00%Sérleyfisbifreiðir. Matsala.Landbúnaður. Vátrygg-
ingar ót.a. (Jtgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó
undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hárgreiðslu-
stofur. Verslun ót.a. Iðnaður ót.a.
1.30% Verslun með kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri,
snyrti- og hreinlætisvörur. Lyf javerzlun. Kvikmyndahús.
Fjölritun. Skartgripa- og skrautmunaverslun. Tóbaks- og
sælgætisverslun. Söluturnar. Blómaverslun. Úmboðs-
verslun. Minjagripaverslun. Barar. BiIIjardstofur.
Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld
starfsemi ót.a.
Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar
er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi:
1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar-
skatts en eru aðstöðugjaldsskyldir þurfa að senda skatt-
stjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds sbr. 14. gr.
reglugerðar nr. 81/1962.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Re.vkjavík, cn hafa
með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum
sveitarfélögum. þurfa að senda skattstjóranum í Reykja-
vík sundurliðun, er sýni hvað af útgjöldum þeirra er
bundið þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðar
nr. 81/1962.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en
hafa með höndum aðstöðugjaldssk.vlda starfsemi i
Reykjavík, þurfa að skila til skattstjórans í því umdæmi,
sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna
starfseminnar i Revkjavík.
4. Þeir. sem margþætta atvinnu reka. þannig að útgjöld
þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt
ofangreindri gialdskrá, þurfa að senda fullnægjandi
greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilhevri hverjum
einstökum gjaldflokki. sbr. 7. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fvrir 9.
maí nk„ að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og
skipting í gjaldflokka. áætlað eða aðilum gert að greiða
aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki.
sem hæstur er.
Reykjavík, 23. apríl 1976.
SKATTSTJÓRINN I REYKJAVÍK.