Dagblaðið - 24.04.1976, Síða 7
DA(iBLAf)H). LAUCAHDACUH 24. APRÍL 1976.
7
Haukur Angantýsson varð skákmeistari íslands 1976
Tapaði fyrstu skákinni
en varð þó sigurvegari
Haukur Angantýsson, TR,
varð skákmeistari íslands
1976, er hann varð sigurvegari í
landsliðsflokki í skák á Skák-
þingi íslands. Hann vann
glæsilegan sigur þar sem hann
hlaut níu vinninga af 11 mögu-
legum, en það er óvenju gott
hlutfall. Ekki lofaði byrjunin
þó góðu hjá honum því hann
tapaði fyrir Helga Ólafssyni 1 1.
umferð.
Helgi Ölafsson, einnig úr TR,
varð annar með átta vinninga
og Ingvar Ásmundsson úr
Mjölni þriðji með sjö vinninga.
1 áskorendaflokki urðu Jón
Þorsteinsson og Gunnar
Gunnarsson efstir og jafnir
með átta vinninga af 11
mögulegum, og í þriðja til
fimmta sæti með sjö vinninga,
voru Þröstur Bergmann, Björn
Jóhannesson og Gunnar Finn-
laugsson.
Einar Valdimarsson varð
efstur í meistaraflokki með 7,5
vinninga af 9 mögulegum. I
flokki 14 ára og yngri sigraði
Frans Jezorski með 7,5 af 9
mögulegum. Páll Baldursson
sigraði í opnum flokki. Birna
Nordal og Svana Samúelsdóttir
urðu efstar og jafnar í kvenna-
flokki með 7,5 vinninga af 9
mögulegum. -G.S.
UNDIRBÚA BYLT-
INGU A ÍSLANDI
„Kommúnistaflokkur íslands
— Marxistar—Lenínistar — mun
sameina verkalýðsstéttina undir
forystu sinni og leiða hana fram
til sósíalískrar valdbyltingar i
bandalagi við smábændur og aðra
vinnandi alþýðu og afnema
þannig auðvaldsþjóðfélagið og
reisa alræði öreiganna.”
Svo segir í stofnsamþykkt
Kommúnistaflokks íslands.
„Valdataka verkalýðs og vinnandi
alþýðu mun marka endalok
núverandi arðráns og kúgunar
örfárra auðjöfra og auðhringa á
yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar í krafti einkaeignar
þeirra á öllum helztu framleiðslu-
fyrirtækjum þjóðfélagsins,” segir
þar. „Þess i stað mun alþýðan,
undir forystu verkalýðsins, hefja
uppbyggingu sósíalismans sem
byggir á samvinnu alls vinnandi
fólks og sameign þess á fram-
leiðslufyriríækjunum.”
Stofnendur kommúnista-
flokksins segja að með stofnun
hans sé tekinn upp að nýju sá
þráður sem hafi slitnað þegar
Kommúnistaflokkur íslands var
lagður niður 1938 og Sósíalista-
flokkurinn stofnaður. Flokkurinn
byggir á marxisma-leninisma-
kenningum Maós í Kína.
30 fulltrúar sátu stofnþing
flokksins. Formaður er Gunnar
Andrésson rafvirki.
- HH.
FORKASTANLEGT HIRÐULEYSi
Oft gætir furðulegs
hirðuleysis hjá þeim aðilum,
sem sjá urn viðhald og verk-
legar framkvæmdir á fjöl-
förnum götum hér í Reykjavik.
Skilja verkamennirnir eftir sig
spýtur og annað lauslegt, járn-
plötur og moldarhauga, allt
eftir því hvað unnið hefur verið
við.
A myndunum hér sést greini-
lega, hverjar afleiðingar þetta
háttalag getur haft. Unnið
hafði verið við að leggja hellur
í gangstétt við horn Laugavegar
og Hlemms, en er verkinu var
lokið hafa menn skilið eftir
eina hellu ofan á öðrum á miðri
gangstéttinni. Gamla konan,
sem þarna.kom að tók ekki eftir
henni og varð því fótaskortur
og féll í götuna. Hjálpsamur
vegfarandi kom að og hjálpaði
henni á fætur og virtist gamla
konan ekki meidd að ráði. Hins
vegar vita allir hversu gömlu
fólki er hætt við að brotna illa
og er því mildi að ekki fór verr.
— HP. Ljósm. Vilhj. Ragnars-
son.
Innanlandsflugið í
fullan gang
ísafjarðarflugið opnaðist á
hádegi á föstudag og voru farnar
10 ferðir frá kl. 1-7 og fluttir um
600 farþegar, að sögn Sveins
Sæmundssonar, blaðafulltrúa
Flugleiða hf.
Vestmannaeyjaflugið opnaðist 1
gærmorgun og höfðu 3 ferðir
oftur
verið farnar þegar kl. 9. Svo til
ekkert hefur verið hægt að fljúga
til þessara staða frá 17. þ.m., en
nú má segja að innanlandsflug sé
allt komið 1 samt lag og flogið
eftir áætlun um allt land eftir
fyrrgreindar tafir, sem urðu
vegna veðurs. -BS.
Smurbrauðstofan
B«JÖFIIMÍIMIM
Njálsgötu 49 - Sími 15105
Finnsk listakona á Kjarvalsstöðum
Terttu Jurvakainen við eitt af listaverkum sínum. DB-m.vnd Bjarn-
leifur.
sölu. „Eg vonast til að selja sem
flestar,” sagði hún. „Það er ákaf-
lega dýrt að koma til Islands með
myndirnar og ég þarf að fá
einhverja peninga upp í þetta.”
Listakonan kom til landsins 20.
apríl og lauk við að setja
sýninguna upp á þremur dögum.
Sýningin verður opnuð í dag kl. 2
og stendur til 9. mai. Jurvakainen
málar landslagsmyndir og einnig
abstrakt. Hún notar sterka liti og
virðist blátt og rautt vera í miklu
uppáhaldi hjá henni. Á meðan
sýningin stendur er leikin finnsk
tónlist eftir Sibelius,
Mendelssohn, Rautavaara og
fleiri. -AT-
„Eg hef lengi haft áhuga á að
heimsækja Island en þaó, sem réð
úrslitum um að ég kom hingað
með myndirnar mínar, var að
kunningi minn, Karl Tryggvason,
sagði mér frá Kjarvalsstöðum og
ég sótti um að sýna þar,” sagði
finnska listakonan Terttu
Jurvakainen er DB leit inn á
sýningu hennar í gærdag.
Hún skrifaði Alfreð Guðmunds-
syni, forstöðumanni Kjarvals-
staða í fyrra og fékk jákvætt svar.
— Þetta er næstsíðasta sýningin
sem hússtjórnin veitti heintild
fyrir. Sú síðasta verður ljós-
myndasýning bandarísks ljós-
myndara.
Terttu Jurvakainen sýnir hér
79 myndir og eru þær flestar til
Vantar
umboðs-
mann
í Njarð-
víkum
wm
BIAOIB
að sjá nýtt DAS hús aö
Hraunbergsvegi 9 Setbergslandi,
fyrir ofan Hafnarfjörö
HúsiÖ verður til sýnis virka daga
frá kl. 6-10 laugardaga
sunnudaga og helgidaga
frá kl.2 -10
HúsiÖ er sýnt meö öllum húsbúnaöi