Dagblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976.
MMBUUUB
frfálst, úháð dagblað
OtKffandi: I)aKl)larti(> hf.
Frainkvæmdastjóri: Svt*inn H. Fy.jólfsson. Hitst.jóii: .lónas Kristjánsson.
Fróttastjöri: Jóii Bir»ir Pólurssón. Hitstjnrnarfulltrúi: Haukur IIolKason. Artstnrtarfrétta-
stjóri: Atli Stfinarsson. tþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: .löhannes Hoykdal. Handrit:
AsKrimur Pálsson.
Blartamonn: Anna Bjarnason. As«cir Tómasson. Bolli Hóðinsson. Bra«i SÍKurrtsson. Erna V.
InKólfsdóttir. (íissur SÍKurrtsson. Hallur Ilallsson. Holtíi Pótursson. Katrin Pálsdóttir.’Olafur
Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björí»vin Pálsson.
Ragnar Th. SÍKurrtsson.
(ijaldkeri: l»ráinn Þorleifsson. Dreifim’arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
ÁskriftarKjald 1000 kr. á mánurti innanlands. t lausasölu 50 kr. eintakið.
Ritstjórn Sirtumúla 12. simi 83322, quulýsinj4ar. áskriftirog afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðirt hf. og.Steindörsprent hf.. Ármúla 5.
Mynda-og plötugerrt: Hilmir hf .Síðumúla 12.Pn r.tun: Árvakur hf.. Skeifunni 19.
Sterk staða
Það er þung skák, sem samn-
ingamenn okkar tefla á hafrétt-
arráðstefnunni í New York. Þótt
sitthvað hafi misfarizt í land-
helgisbaráttunni, hefur betur
gengið í hafréttarmálum almennt.
Þar höfum við komið okkur upp sterkri stöðu.
Við höfum meirihluta ríkja með okkur í
öllum meginatriðum. En hart er sótt að stöðu
okkar úr öllum áttum úr röðum þeirra ríkja,
sem eru í minnihluta á ráðstefnunni.
Of snemmt er að spá um úrslitin, en full
ástæða til að vera bjartsýn. Barátta samninga-
manna okkar er varnarbarátta. Þeir reyna að
halda því, sem áunnizt hefur í samningunum,
og tapa engu.
En sókn andstæðinganna er hættuleg.
Þar má fyrst nefna þóf þróaðra og auðugra
ríkja, sem talin eru landfræóilega afskipt um
aðgang að auðlindum hafsins. Þessi ríki reyna
að halda því, sem þau telja hefðbundinn rétt til
veiöa í efnahagslögsögu strandríkja. Þetta
mundi þýða, að til dæmis -Bretar og Vestur-
Þjóðverjar gætu áfram veitt við ísland og gert
aö engu útfærslu efnahagslögsögunnar í 200
mílur. ~
Líkur eru til, að þessum tilraunum þróuðu
ríkjanna verði vísað á bug, en hættan er sú, að
þeim takist að tryggja sér einhvers konar
aðgang, til dæmis með ákvæðum um aðlögunar-
tíma eóa öðru slíku. Samningamenn okkar
beita sér af alefli gegn slíku.
Við stöndum einnig í varnarbaráttu gegn
ásókn þeirra ríkja, sem vilja, að ágreiningsmál-
um verði vísað til gerðardóms. Við höfum feng-
ið aó kynnast hættunni af gerðardómi sem
hefur tilhneigingu til að vera afturhaldssamur
og hliðhollur stóru ríkjunum. Vonir standa til,
að strandríkió fái heimild til að ákveða á eigin
spýtur, hver vera skuli hámarksafli á miðunum
við landió og hve mikið önnur ríki skuli fá af
þeim afla, sem til er.
Loks má nefna tilraunir ríkja, sem ekki hafa
aðgang að sjó, til að fá bita af kökunni, aðgang
að miðum strandríkjanna. Svo fráleitar eru
þær kröfur að þetta mundi til dæmis þýða, að
svissneskir auðhringar gætu gert út fiskiskipa-
flota til veiða á íslandsmiðum, ef fram gengi.
Staðan er sú, að þessu verði hafnað, nema í
þeim tilvikum, sem strandríki nýtir ekki allan
aflann í lögsögu sinni. Hér gildir það, að við
getuin einir nýtt allan aflann og megum raunar
ekkert missa til annarra.
Staðan á hafréttarráðstefnunni sýnir, hversu
rökrétt útfærsla okkar hefur verið. Það er vilji
meirihluta ríkja, að strandríkið hafi eitt vald til
að ákveða, hve mikið skuli veiöa í efnahagslög-
sögu þess og hverjir skuli þar veiða. Það er
mikill meirihluti fyrir 200 mílna efnahagslög-
sögu.
Með einhliða útfærslu höfum við því stigið
skref, sem er í fullu samræmi vió raunveruleik-
ann. Ef svo fer, sem vonir standa til, má segja,
að hafréttarráðstefnan, vonandi strax í sumar,
staöfesti aöeins það, sem við höfum gert.
Við höfum sterka stöóu.
Evrópa er „lýnd
t
n
Efnahagsbandalagið átti að
verða upphafið að stórveldinu
„Evrópu”. Bandalagið hefur
staðið gegn okkur í landhelgis-
málum með því að synja okkur
um tollfríðindi á sjávar-
afurðum til að styðja við bakið
á því aðildarríki þess, sem átt
hefur í landhelgisstríði við
íslendinga. En af þessu má lítið
marka um viðgang Efnahags-
bandalagsins. Hugsjónin um
sameinaða Evrópu er fjær en
fyrir áratug í mörgum tilvikum.
Evrópa verður ef til vill stór-
eða risaveldi síðar meir. Hún
getur um margt skákað Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum,
þegar tekið er tillit til mann-
afla, auðlinda og framleiðslu-
getu. Ef ríkin í Efnahagsbanda-
laginu, og hugsanlega fleiri
Evrópuríki, sameinuðust í
raun, gæti risið upp sterkt ríki.
En hvernig er málum nú
komið?
Arfi í Evrópugarðinum
„Toppar” ríkjanna níu í
Efnahagsbandalaginu komu
saman fyrir skömmu og voru
ósammála um nær allt.
Öll þróun 1 átt til einingar á
sviði peningamála og aukins
efnahagsbandalags hefur stöðv-
azt. Jafnvel virðist sem það
samband, sem ríkin í EBE hafa
haft um gengismál, sé að renna
út í sandinn. Franski frankinn
hefur verið dreginn út úr þessu
samstarfi, og margir telja, að
Vestur-Þjóðverjar muni hækka
gengi marksins og með því
greiða samstarfinu rothöggið.
Meiri munur er nú á hag-
vexti, verðbólgu og viðskipta-
jöfnuði ríkjanna í bandalaginu
en var við stofnun þess. Að því
leyti hefur verið stigið skref
afturábakí einingarmálum.
Meðan vorblómin spretta í
Evrópu er mikill arfi í Evrópu-
garðinum.
Tiltölulega minni
viðskipti milli
bandalagsríkjanna
Nú er líklega einnig á enda
hinn mikli vöxtur viðskipta,
sem tollalækkanir milli rikj-
anna höfðu í för með sér.
Rúmur helmingur allra við-
skipta ríkjanna var fyrir fjór-
um árum þeirra á milli en er
síðan orðið talsvert minna en
helmingur, það er að segja
ríkin verzla meira við ríki utan
bandalagsins en innan þess.
Landbúnaðarmálin eru í
mörgum ríkjum allra vanda-
mála snúnust. Nú hlaðast upp
„matvælafjöll” í ríkjum Efna-
hagsbandalagsins. Stefnt er að
því, að verð á búvöru sé hið
sama í löndunum, en glundroð-
inn í peningamálum gerir það
næsta ókleift. Ráðamenn
bandalagsins hafa gengið svo
langt að fullyrða að án veru-
legrar endurskoðunar á stefn-
unni í landbúnaðarmálum
verði hin sameiginlega stefna
„dauð ” áður en árið er liðið.
Frakkar þróndur
í götu í utan-
ríkisstefnu
Efnahagsbandalagið hefur
ætlað sér að hafa sameiginlega
V
Callaghan hinn brezki (hér með Keníamanni) hefur öðrum hnöppum að hneppa en að „redda”
Evrópuhugsjóninni.
Eru prestskosningar
lýðrœðislegor?
Prestskosningar hafa enn
einu sinni verið á dagskrá Al-
þingis á liðnum vetri vegna
framkominnar þingsályktunar-
tillögu, og leiddu umræður um
hana í ljós það sem margan
hafði raunar grunað, að vana-
festa, grautarhugsun og
lýðskrum virða flokksbönd að
vettugi og leika lausum hala
um allt hið pólitiska litróf.
Flutningsmaður tillögunnar
benti réttilega á, að allar helstu
stofnanir kirkjunnar, kirkju-
þing, kirkjuráð og prestastefna,
hafa hvað eftir annað farið þess
á leit við hið háa Alþ. að prests-
kosningar í núverandi mynd
verði afnumdar, en upp tekið
skynsamlegt kerfi sem sé í sam-
ræmi við veitingu annarra
opinberra embætta. Frumvarp
um þetta efni hefur að gömlum
íslenskum sið verið svætt í
nefnd og litlar horfur á að það
nái fram að ganga.
Það sem einkum vekur
athygli í þessu sambandi er, að
yfirgnæfandi meirihluti
kirkjunnar þjóna vill að
breyting verði á því ófremdará-
standi sem ríkt uefur á þessu
sviði áratugum saman, en
sjónarmið þeirra eru gersam-
lega hundsuð af löggjafanum.
þó engum ætti að vera kunn-
ugra um hver bölvaldur prests-
kosningar eru en einmitt
prestunum sjálfum.
A það hefur þrásinnis verið
bent, að prestskosningar eru
siðlausl athæfi, sem ekki
verður varið með neinum hald-
bærum rökum. Meginröksemd
þeirra. sem fyrir hvern mun
vilja halda i þetta úrelta og
fáránlega kerfi, er sú, að hér sé
um að ræða lýðræðislegra fyrir-
komulag heldur en skipun
hlutaðeigandi yfirvalda í
embætti sóknarpresta eftir á-
kveðnum reglum. Þetta er vita-
skuld hrein firra, því kosning
uppá lífstíð er ekki annað en
skrípamynd af lýðræði.
Lýðræðislegar kosningar fela
jafnan í sér heimild og mögu-
leika til endurmats og
endurkjörs. Menn eru kosnir
til ákveðins tíma og verða síðan
að endurnýja umboð sitt. Engu
slíku er til að dreifa í prests-
kosningum. Söfnuðurinn kýs
mann uppá lifstíð og getur alls
ekki losnað við hann, ef hann
re.vnist lélegur eða óhæfur —
ekki fremur en hægt var að
losna við þá kumpána
Mussolini og Hitler, sem báðir