Dagblaðið - 24.04.1976, Síða 11

Dagblaðið - 24.04.1976, Síða 11
DACBLAÐIÐ. I.Al'C AKDACDK 24. APHlI, 197«. 11 \ stefnu í utanríkismálum. Þetta er auðvitaö eitt aðalatriðið, ef Evrópu á að takast að hasla sér völl við hlið risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Þetta hefur mistekizt gjörsamlega. Vestur-Þjóðverjar og Bretar hafa að undanförnu reynt að samræma stefnu bandalagsríkj- anna í utanríkismálum en ekki fengið tjónkað við Frakka, sem vilja sem fyrr fara eigin götur. Ríkin híu eru því í raun engu sameinaðri í utanríkisstefnu en hver önnur ríkjahrúga heims. Evrópu var viðhaldió. 1 sjálfri stjórnnefnd bandalagsins hafa margir þeir, sem áður beittu sér fyrir eflingu Evrópuhug- sjónarinnar, einfaldlega gefizt upp eftir áralangt en tilgangs- laust strit. Nú gæti svo farið innan skamms, að kommúnistar fengju aðild að ríkisstjórn á Ítalíu og í Frakklandi. Við þetta hefur sú spurning vaknað, hvort bandaríski her- inn í Vestur-Evrópu yrði ekki kvaddur heim þegar svo væri komið. Efnahagsbandalagsrík- in ættu, væru þau trú Evrópu- hugsjóninni, að vera viðbúin slíku. Belgíski forsætisráðherr- ann bar þetta upp á „toppfund- inum” en komst ekkert áleiðis. I þingkosningum, sem kunna að verða á italíu í sumar, er gert ráð fyrir fylgisaukningu komm- únista slíkri að „bylting” verði í pólitískum viðhorfum í land- inu. Líklegt er talið, að ítalska kommúnistaflokknum muni þá loks takast að komast í ríkis- stjórn í samvinnu við aðra flokka. Vinstri sigur er einnig hugsanlegur á Frakklandi inn- an skamms. Gaullistaflokknum virðist smám saman hnigna. Ekki er líklegt að eitthvað miði í átt til sameiningar Evrópu á næstunni. 1 Frakk- landi halda gaullistar forsetan- um Giscard d’Estaing í skefj- um. Á Bretlandi hefur hin nýja ríkisstjórn Callaghans öðru að sinna. Kæmust kommúnistar í stjórn á Italíu og í Frakklandi mundu þeir vilja draga úr áhrifum Efnahagsbandalags- ins. Kommúnistar hafa verið andvígir bandalaginu og talið það þjóna stórkapitali, en þótt þeir kæmust i ríkisstjórn kæmust þeir kannski ekki upp með úrsögn úr því. Þó er talið mögulegt að upp verði teknar beinar kosningar til þings Evrópu í ríkjunum og horfur er á að Grikkland muni innan skamms ganga I banda- lagið. Þetta er jákvætt Evrópuhug- sjóninni, sem forráðamenn og upphafsmenn bandalagsins báru fram á sínum tíma. En hugsjónin er annars að mestu umlukt kóngulóarvef. (Stuðzt við Economistl. Hækkun olíuverðs kom mjög illa við ríkin í Efnahagsbanda- laginu. Það hefur verið eitt- mikilvægasta viðfangsefni bandalagsins að finna sameig- inlega stefnu í orkumálum. Þetta hefur ekki tekizt. Til eru tillögur um-, að ríkin miðli hvert öðru af olíu, ef Arabar leggja að nýju sölubann' á vestræn ríki og sett verði lág- marksverð á olíu. En þessar tillögur hafa ekki náð fram að ganga þrátt fyrir talsvert þref. Vilja ekki auka miðstjórn Frumkvöðla Evrópuhug- sjónarinnar dreymdi að sjálf- sögðu um, að Evrópa yrði eitt ríki með einni stjórn. Til að ná þessu markmiði hefði jafnt og þétt þurft að efla vald þeirra stjórna, sem bandalagið hefur. En þessar áætlanir hafa strandað. Forsætisráðherra Belgíu, Leo Tindeman, hafði borið fram tillögur um eflingu stjórna bandalagsins, cn þær voru á „toppfundinum”lagðar á hilluna. Hvorki Frakkar né Bretar vildu styrkja völd stjórnnefndar bandalagsins eða þings þess. Fulltrúar þessara ríkja vildu heldur ekkí taka upp það form, að meirihluti at- kvæða réði úrslitum á fundum ráðherranefnda bandalagsins. Neitunarvaldinu, sem verið hefur þrándur í götu allra framfara í átt til sameinaðrar D’Estaing forseti Frakklands. Frankinn hefur verið dreginn út úr samstarfinu um gjaldevrismál. Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands hefur, ásamt Bretum, reynt að samræma utanríkisstefnu Efnahagsbandalagsins. en ekki tekizt. ETTT EINFALT ORD Stjórnsýsla dómssýsla íslenzkir stjórnmálamenn hafa tilhneigingu, eins og Islendingar almennt, til að mikla fyrir sér hlutina. Eitt og annað er illframkvæmanlegt og óframkvæmanlegt. Þetta er gjarnan sagt í því samhengi, að íslendingum sé hitt og þetta um megn vegna fátæktar og smæðar. Ekki styðja menn þennan málflutning sinn með nióurstöðum rannsókna eða áætlana enda ekki til þess ætlazt. Eitt verk er það, sem mönnum hefur gengið erfið- lega og það er að hafa yfirsýn og stjórn á efnahagsmálum. Þetta verkefni virðist hafa vaxið landsstjórnendum svo í augum, að þeir hafa veigrað sér við að taka það föstum tökum. Auk úmfangs þess hafa ýmsar samfélagslegar og stjórn- málalegar ástæður haldið öng- þveitinu við og aukið það á allra siðustu árum. Ekki verður reynt að lýsa ástæðunum hér, en aðeins bent á eitt einfalt orð. Þ.e. framkvæmdaratriði, sem stendur reyndar utan fjármála- stjórnkerfisins. Hér á landi hefur stöðugt verið reynt að lækna mein efna- hagslífsins með aðgerðum að ofan. Aðgerðum, sem ætlað vár að hafa áhrif á fjöldann þannig, að hann breytti lifnaðarvenjum sinum og um leið efnahag þjóðarinnar til batnaðar. t stað þess að reyna að hafa þannig áhrif á almenning gætu landsstjórnendur beint máli sínu og aðgerðum að ein- staklingnum, einstaklingnum í barnaskólanum. Með því að kynna barnaskólanemendum efnahags- og neytendamál, kenna þeim einstaklingsfjár- málastjórn, gæti verið að þjóðarhagurinn batnaði eftir áratug, þegar þeir, sem náð hafa manndómsaldri hafa á ungaaldri lært að lifa ekki um efni fram. Þessa einföldu hugmynd mætti auðveldlega gera að veruleika. E.t.v. er hún of fá- brotin til að hlutaðeigandi „stjórnendur” teiji hana not- hæfa. Þannig er oft um einföld orð, sem skiljast, þau eru ekki töluð. X komust til valda í lýðræðis- legum kosningum, en námu þær síðan úr gildi. Öneitanlega langsótt hliðstæða, en fyllilega viðeigandi með hliðsjón af lýð- ræðisvaðlinum í sambandi við prestskosningar. Ég hef hvergi séð þess getið að hreyft væri hugmyndum um að farið verði að kjósa lækna, sýslu- menn, skólastjóra, kennara, ljósmæður eða aðra embættis- menn. Hversvegna heyrast ekki slíkar hugmyndir? Ef almennar kosningar tryggja söfnuðinum hæfasta prestinn, er þá minna í húfi um hæfasta lækninn eða kennarann? Kennarinn annast þó uppfræðslu barnanna að minnsta kosti til jafns við heimilin. Hversvegna heimtar fólk ekki að fá að kjósa menn í svo ábyrgðarmikil störf? Það er í sannleika sagt hrein ráðgáta hvers prestarnir eiga að gjalda. Hitt skal ég verða fljótur að samþykkja, að reglum um veit- ingu allra opinberra embætta verði breytt á þá lund, að em- bættismenn verði kosnir til á- kveðins tima, fimm eða tíu ár, og yrðu siöan að láta af starfi og flytja sig til í ríkiskerfinu. Þetta ætti að taka til ráðu- neytisstjóra jafnt og kennara. Iiitt er hneyksli að taka eina stétt útúr og láta hana lúta allt öðrum reglurn en gilda annars- staðar í þjóðfélaginu. En málið hefur miklu alvar- legri hliðar heldur en þá af- skræmingu lýðræðis sem prestskosningar fela í sér. Þar á ég einkum við sjálfa kosninga- baráttuna og þá sundrung og flokkadrætti innan safnaðarins sem hún leiðir af sér. Þó látnar séu liggja á milli hluta allskyns gróusögur og annar persónu- legur óþverri sem komið er á framfæri I slíkum bardögum, þá leiðir af sjálfu sér að djúp- stæðir og heiftugir flokka- drættir gera þeim umsækjanda, sem kosninguna vinnur, ákaf- lega erfitt fyrir að rækja prests- skyldur sinar í þeim hluta safnaðarins, sem var honum andvigur í hita baráttunnar, og er mér kunnugt um að víða grær alls ekki um heilt þó ára- tugir líði. Og ekki baúir það aldeilis úr skák, þegar flokks- pólitíkin, krabbamein islensks þjóðfélags, segir til sín á þessum vettvangi, eins og einatt á sér stað. \ Benda má á þá augljósu staðreynd, að það f.vrirkomulag sem tiðkasl hefur hér á landi í Kjallarinn Sigurður A. Magnússon marga áratugi er beint tilræði við svokallaða byggóastefnu, því það útrýmir prestastéttinni á afskekktum stöðum. Er því dálítið nöturlegt að sjá Fram- sóknaríhaldið verja þessa ósvinnu. Það ætti að vera leikur einn að setja reglur um veitingu prestakalla, sem tryggðu jöfnuð og réttlæti, sem alls ekki er til að dreifa nú, þannig að til dæmis prestur, sem gegnt hefur erfiðu og af- skekktu kalli um tiltekið árabil, ætti rétt á að komast í embætti sem væri hægara og meira í alfaraleið. Enn mætti nefna þann per- sónulega harmleik, sem hlýtur aö vera því samfara að falla aftur og aftur í prests- kosningum (sem er vitaskuld enginn mælikvarði á hæfni prests i starfi) og verða að snúa aftur til síns gamla safnaðar, sem kannski finnst að presturinn hafi sýnt honum litilsvirðingu með þvi að leita burt. Sú röksemd að slagurinn f.vrir prestskosningar sé prestum hollur og kynni þá væntanlegum sóknarbörnum er fjarstæða sem engir nema pólitískir loddarar eða lýð- skrumarar geta I alvöru haldið fram. Prestskosningar valda mörgum sárum, sem erfitt getur reynst að græða, og þær hafa að mínu mati enga jákvæða hlið. Þær eru tíma- skekkja, ranglæti, skrípaleikur og þjóna ekki öðrum tilgangi en þeim að veikja kristna kirkju, og vel mætti segja mér, að ein- mitt sú sé fyrirætlun þeirra al- þingismanna sem hæst gaspra um lýðræðisljómann af prests- kosningum. Eg leyfi mér að ljúka þessum hugleiðingum með tilvitnun í séra Siguró Pálsson vígslubiskup. Hann sagði í hringborðsumræðu fyrir nokkr- um árum: „Prestskosningar eru svo einstæðar í allri íslenskri löggjöf, svo skammarlega úreltar, að þegar til dæmis er aðeins einn umsækjandi, þá skal kjósa um hann, vegna þess að ef helmingur kjósenda skilar auðu, þá er manninum kastað út. Kristinn söfnuður tekur mann. sem hefur meðmæli biskups, og kastar honum út, segir „Nei, við viljum hann ekki". En þetta er ekki til í neinum kosningum öðrum.” Það er vissulega Kominn timi til að Alþingi hreinsi þennan smánarblett af þjóðfélaginu og kirkjunni. Sigurður A. Magnússon rithöfundur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.