Dagblaðið - 24.04.1976, Síða 15

Dagblaðið - 24.04.1976, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUCíAHDACíUK 24. AI’KÍL 197B. 15 Kosningabaráttan i fullum gangi Þúsundir stuónin>>smannii Sósíalistaflokksins fóru mika siKursöngu um sötur Lissaixni f.vrir skömmu. Bar fólkiö fána og veifur ásamt sp.jöldum þar sem á voru letraðar stuðnings- yfirlýsingar. Portúgalar eiga nú að k.jósa í fyrsta skipti t almennum kosningum þar sem fjórir stjórnmálaflokkar berjast um völdin og atkvæða- magnið. Eru margir spenntir að fá að vita, hver útkoman verður eftir að fólkið hefur húið við einræði tæp fjörutíu ár og síðan vtð herforingjastjórn eftir að hvlting var gerð fvir tveim árum. Sprengingin mikla í Finnlandi Skaðbrenndar líkamsleifar eru hér bornar í burtu frá rústum skotfæraverk- smiðjunnar i bænum Lapua i Finnlandi. Þar varð gífurleg sprenging siðdegis á þriðjudag, þar sem 37 menn, aðallega konur. Iétu lífið. en meira en 50 slösuðust. Með blóðvatn og önnur lyf var flogið til staðarins frá Helsinki og herlið vann við að hreinsa burt leifar hinna látnu. Á einum stað var ófullburða fóstur það eina sem eftir var af nokkrum konum sem unnu saman i litlum sal. Elztu systkini í Noregi og jafnvel víðar? Það var mikið skrafað um gömlu góðu dagana, þegar þessi systkinahópur kom saman á æskuslóðum í bænum Strand í Jæren í Noregi. Samanlagður aldur þeirra er 453 ár, sem telst vera algjört met. Sá elzti er Marcelius Peder- sen, 96 ára, en yngst er Kristina EEg, sem er „aðeins” 83 ára. Hin.sem standa við sleggju- steininn, eru Peder Pedersen 94 ára, Bertha Dalen 88 ára oe Marta Leite 92 ára. erlend myndsjá f.vlgjast með því. hvernig elsku- pör af ýmsu þjóðerni heilsast eftir langan aðskilnað. Niður- staðan er sú, að ástriður Eng- lendinga séu á núlli miðað við Frakka og ítali, sem sleppa al- veg fram af ser beizlinu þegar þeir heilsa ástinni sinni. Ameríkanar eru ekki svo slæmir heldur, segja stúlkurn- ar. Það eru bara Englending- arnir, sem reyna að halda aftur af sér og gefa ástkonunni eða eiginkonunni í bezta falli snöggan koss á kinnina. Stúlkurnar segja, að samtal enskra hjóna, sem hittast i flug- stöðinni. hefjist yfirleitt eitt- hvað á þessa leið: Hún: — Hafðirðu það gott í útlandinu. vinur? Hann: — Já. nema hvað þú settir ekki niður nógu mikið af hreinum sokkum til skiptanna. Aldraður köttur ekki falur Arthur Baxter, sem býr í Lin- colnshire i Englandi, hefur verið boðin hálf milljón króna í köttinn, sem hann á. En þótt kötturinn Butch sé orðinn 34 ára gamall er hann ekki falur, þótl margfalt hærra verð sé í boði. Arthur Baxter heldur því fram, að kötturinn hans sé elzti köttur í heimi og það er einmitt þess vegna, sem ýmis auglýsingafyrirtæki hafa sýnt honum áhuga. Astæðan fyrir því að Baxter vill ekki sjá af Butch er sú að hann á honum lif sitt að þakka. Arið 1942 bjargaði hann kettin- um nýfæddum frá drukknun og sjóherinn gaf honum sólar- hringsiéyfi til að koma kisu heim til sín. Fyrir þá sök tapaði hann af skipi sínu, er það hélt úr höfn áleiðis til Skotlands. A leiðinni rakst það á tundurdufl og öll áhiifnin fórst. Þeir Butch og Baxter héldu upp á 34 ára afmæli sl.vssins á dögunum og fékk Butch þá að snæða uppáhaldsréttinn sinn, k júklingaheri. Bensinið kostaði hann buxurnar Bensínstöð í London. Hár og myndarlegur maður á bezta aldri var búinn að setja bensín fyrir þúsundkall á bílinn er hann uppgötvaði, að hann var ekki með veskið. Hannspurði því afgreiðslu- vörmu spori og ók á brott í jakkanum og á nærbuxunum. Þótt vika sé síðan, hefur maður ekki enn látið sjá sig með veskið. — Ég hugsa að hann þori ekki að koma aftur, segir Maureen afgreiðslustúlka,— en mér er nákvæmlega sama. Þetta var svo fyndið, að ég kæri mig kollótta um peningana. — Aftur á móti hafði hann það fallega fætur að ég mundi gjarnan vilja sjá hann aftur og h.jálpa honum í buxurnar. deildin í Cromer í Norfolk að halda með lækni til bjargar syfjuðum sjómanni um borð í togara 30 mílur undan strönd- inni. Á meðan hann stóð vakt i brúnni hafði hann geispað það ferlega að kjálkarnir læstust opnir. Loks geta þeir gert við orgelið Kyrtilklæddur kirkjukór slúlkuna, Maureen Cowley, hvort hann mætti ekki skilja eitthvað cftir i pant. — Jú. sagði hún samstundis. — Buxurnar þínar. Manngre.við tók hana alvar- lega. fór úr kiiflöttum buxun- um. sagðist koma al'tur að ÓKINDIN Abafnir biiirgunarbáta slysa- varnafélaganna i Bretlandi verða að veiu við iillu búnar. Fvrir nukkrum diigum varð ásamt 66 ára sköllóttum stjórn- anda sínum birtist utn dagin í „Top of the Pops" dægurlaga- þætti brezka sjónvarpsins, sem vanalega er algjörlega undir- lagður af stríðsmáluðum. há- hæluðum og gullklæddum pop- hetjum. Hann ætti að taka þetta til athugunar. hann Birgir. Borgarstjörinn þeirra i Basingstoke i Englandi. Criss Connor, tök vel i það, þegar hann var beðinn um að fá sér sæti á aðaltorgi borgarinnar klemmdur i gapastokk. En ekki nóg með það. 1 þann klukkutíma samfleytt, sem hann sat þarna varð hann að taka á móti rjómakökum og fúl- eggjum, sem kjósendur hans köstuðu i hann í gríð og erg. Fúleggin voru seld á staðn- um f.vrir 50 krónur en kökurn- ar á 100 kr. og vitanlega var allt þetta gert i spaugi og * þeim tilgangi að afla fjár til góðgerðarmála. Það var enginn skortur á fólki. sem vildi verja fé sínu i að ná sér niðri á borgarstjóranum. í GAPASTOKKINN MEÐ BORGARSTJÓRANN Þetta var kór kirkju heilags Andrews í Uxbridge við London, sem söng lagið „Cloud 99”, sem sigldi upp alla vin- sældalista í Bretlandi fyrir skömmu. Kórstjórinn, Brian Trant 66; ára gamall. segir, að hugmynd- in að plötunni hafi orðið til, er hljómplötuframleiðandi nokkur sótti messu í kirkjunni og hreifst af söng 40 manna kórs- ins. Fjórum dögum síðar var upp- tökunni lokið og allir vildu eign- ast plötuna, er hún kom á mark- aðinn. Og hvað á svo að gera við allan gróðann? Kórstjórinn segir, að ekki komi til neinna vandræða með hann: — Nú getum við loks látið gera við kirkjuorgelið og ef til vill reynt að bæta eitthvað úr dragsúgnum í kirkjunni. Bjóða tryggingu gegn ökuleyfissviptingu Það er víðar en hér á klakan- um, að ekki þykir það bíll ineð bílum nema í honum sé kass- ettusegulband. 1 Bretlandi til dæmis hefur þessi þróun valdið áhyggum yfirvalda, jafnvel það miklum, að málið hefur komið til umræðu á þingi. Það eru þó ekki segulbands- tækin sjálf. sem valda áhyggj- unurn, heldur spólurnar, sem nú er farið að selja í þau. Þingmaður verkamanna- flokksins. Bob Cr.ver. hefur beðið stjórn sína um að banna sölu á spólu. sem inniheldur uppýsingar um. hvernig eigi að komast hjá því að vera tekinn ölvaður við akstur, þogar ekið er heim á laugardagskvöldum. Sami þingmaður hefur einnig hvatt stjórnina til að banna auglýsingar frá trygg- ingafélagi. sem gegn dágóðu ið- gjaldi býður viðskiptavinum sinum afnot af bil með bilstjóra ef þeir skyldu slysast til að missa ökuleyfið vegna ölvunar viðakstur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.