Dagblaðið - 24.04.1976, Side 24
Orðið vonlítið
að gera út
sildar- og
ioðnuskip:
Meslu dflaskipin
eru nú til sölu
— Norðmenn greiða hœsta verð fyrir skipin séu þau yngri en 10 óra
Þaó er nú í athugun hjá fleiri
en einum aðila hérlendis að
selja loðnuskip úr landi og er
blaðinu kunnugt að margfræg
aflaskip, svo sem Loftur Bald-
vinsson og Þorsteinn RE. eru til
sölu og mun útgerðaraðili fyrr-
nefnda skipsins ekki hafa í
hyggju að kaupa annað skip í
staðinn en ekki er vitað um
fyrirætlanir hins.
Útgerðarmenn margra ann-
arra báta eru í sömu hugleið-
ingum og vilja þeirýmist hætta
útgerð eða fá sér fjölhæfari
veiðiskip i staðinn. Skv. upplýs-
ingum blaðsins mun bezt að
selja skipin til Noregs en
síðasta loðnuvertíð þar gekk vel
og þvi er hugur i Norðmönnum
á þessu sviði Þannig var t.d.
Faxaborgin frá Hafnarfirði
seld til Noregs fyrir skömmu
fyrir um 5,7 milljðnir norskra
krðna nettð en hún er tæp 460
brúttðtonn að stærð.
Astæðan fyrir þessu alvar-
lega ástandi er fyrst og fremst
verkefnaskortur fyrir skipin.
Hin svonefndu loðnuskip eru
nú 60 til 70 talsins og er meóal-
stærð þeirra um 260 tonn. Þau
eru flest smíðuð á síðasta ára-
tug.
Hið algera hrun síldarstofns-
ins í Norðursjó er alvarlegasta
áfallið fyrir útgerð þessara
skipa en veiðarnar þar voru
þyngstar á metunum að brúa
bilið milli loðnuvertíðanna hér.
Arið 1974 veiddu íslenzku
skipin um 44 þús. tonn af síld i
Norðursjónum, meira en helm-
ingi minna í fyrra, eða 17 til 18
þúsund tonn, og horfur eru á að
þessar veiðar verði enn minni i
ár og kvóti okkar fari stór-
minnkandi. Norðaustur At-
lantshafsnefndin er nú að
þinga um kvótaskiptingu þar
en fjöldi vísindamanna margra
landa hefur lagt til að algert
bann verði lagt við síldveiðum
þar, a.m.k. í nokkur ár.
Loðnubátar reyndu lítillega
loðnuveiðar fyrir norðan land í
fyrrasumar en þær urðu stuttar
og að óbreyttu verðlagi fyrir
loðnuna þaðan er ekki grund-
völlur fyrir þeim veiðum. Mjög
slæm útkoma varð einnig hjá
þeim bátum sem fylgdu Nor-
global suður til Afríkustranda í
fyrrasumar. Þótt sennilega
verði leyfilegt að veiða allt að
16 þúsund tonnum af síld hér
við land í haust, eða sex þúsund
tonnum meira en í fyrra, er
ósennilegt að stóru nótabátarn-
ir fái að veiða nema svona
helming í mesta lagi, smærri
reknetabátar fái að veiða af-
ganginn. Það þýddi nokkurra
daga úthald hjá stóru bátunum,
fái margir þeirra að taka þátt í
þeim veiðum. Þá má að lokum
geta að flestir loðnubátanna
eru taldir of stórir og dýrir í
rekstri til togveiða yfir sumar-
tímann. —G.S.
Eldur í Hegningarhúsinu:
Fangi kveikti í rúmdýnunni sinni
— vildi með því mótmœla 60 daga gœzluvarðhaldi
Um fimmleytið í gær kom upp
eldur í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg. Öll vakt
slökkviliðsins á þremur
slökkvibílum og tveimur
sjúkrabílum þusti þegar á
vettvang. Eldurinn reyndist þó
ekki vera mikill, — aöeins í einu
rúmi.
Fanginn, sem gisti klefann sem
eldurinn kom upp í, mun hafa
kveikt i rúmdýnu sinni. Hann er
16 ára gamall og haföi fyrir
tveimur dögum verið dæmdur í
allt að 60 daga gæzluvarðhald
vegna síbrota. Hann hefur áður
gist Hegningarhúsið.
Fangavörðurinn, Valdimar
Guðmundsson, sem kom fyrstur i
klefann eftir að eldurinn kom
upp, sagði í samtali við Dagblaðið
að fanginn hefði verið með fullri
meðvitund. Hann veitti þó mót-
spyrnu og neitaði að yfirgefa
rúmið. Er komið var með hann
fram á gang kastaði hann sér
niður og neitaði að ganga.
Valdimar telur að með þessu
athæfi sinu hafi fanginn verið að
mótmæla gæzluvarðhaldinu.
Við rannsókn á slysadeild
Borgarspítalans kom í ljós að
pilturinn var ekkert brenndur en
hafði fengið reykeitrun.
-ÁT-
Á stærri myndinni sést að atburður við Hegningar-
húsið dró fljótt að sér athygli fólks. A þeirri minni er
rúmið sem gæzlufanginn kveikti í. — DB-myndir
Björgvin Pálsson.
írfálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
ísofjörður:
Hótuðu lög-
reghiþjón-
unum með
hn'rfum
Þrír menn á aldrinum
milli tvítugs og þrítugs
hugðust fremja ofbeldisverk
á lögregluþjónum þegar vísa
átti þeim út úr Hótel Mána-
kaffi á ísafirði.
Menn þessir eru þekktir
drykkjumenn á ísafirði og
komu þeir inn á Hótel Mána-
kaffi um . miðjan dag á
sumardaginn fyrsta til að fá
sér að borða. Sem oftar áður
vildi gestgjafinn losna við
þá þegar hávaði og læti í
þeim færðust í vöxt svo til
óþæginda var fyrir aðra
matargesti.
Hringdi þá gestgjafinn á
lögregluna og kom einn lög-
regluþjónn á vettvang. Þar
sem þarna var um þrjá
menn að ræða taldi hann
ráðlegra að sækja liðsauka.
Fór hann og kom svo aftur
við þriðja mann.
I millitíðinni höfðu hinir
óspöku gestir farið í eldhús
hótelsins og náð sér þar í
tvær stærðar breddur.
Skipti það engum togum að
þegar lögregluþjónarnir
komu aftur, skóku þeir hníf-
ana og voru með allskyns
hótanir. Fór þó svo á endan-
um áður en meiðsl urðu á
mönnum, að lögregluþjón-
unum tókst að afvopna þá og
færa í fangageymslu þar
sem þeir dúsa enn. —BH
Veðrið um helgina
„Hæðin fyrir austan land
veldur því að veðrið um helgina
verður svipað og undanfarna
daga,” sagði Borgþór Jónsson
veðurfræðingur í gær. „Áttin á
landinu verður áfram suðaustan
og hlýindi fyrir norðan en skýjað
sunnanlands og þokusúld um
nætur. Engin lægð er nú svo
nálægt landinu að hún geti haft
nein áhrif á veðrió á næstunni.”
í dag er spáð 8-9 stiga hita í
Reykjavík og nágrenni en fer
kólnandi með nóttinni.
-AT-