Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976. FÓSTRUR GANGA FYRIR VINNU — segir f orstöðukonan ó Lauf ásborg og segir það ástœðu uppsagnar starf sstúlkna á Lauf ásborg Kristbjörg Steingrímsdóttir, forstöðukona dagheimilisins Laufásborgar, skrifar: „Svar við grein Halldóru Ast- valdsdóttur í DB mánudaginn 10. maí síðastliðinn. Eg vil að gefnu tilefni taka eftirfarandi fram: Þann 10. nóvember 1975 réð ég mig til dagheimilisins Laufásborgar og tók við starfi forstöðukonu þann 1. janúar 1976. Varðandi frásögn Halldóru um uppsögn starfsstúlku get ég greint frá því að ég sagði við- komandi stúlku upp vegna þeirrar einföldu ástæðu að fóstra kom i hennar stað. Fóstr- ur ganga fyrir um vinnu á barnaheimilum, enda væri anzi liart að fóstrustéttinni vegið ef þær gengju ekki fyrirum vinnu eftir 2—3 ára nám. I fyrirsögninni segir: „Sagði starfsstúlku upp og réð móður sína í staðinn”. Eins og að fram- an greinir var henni sagt upp végna fóstru. Síðan gerist það að önnur starfsstúlka hringir og segist ekki mæta meir til vinnu. Þá brá ég á það ráð að ég réð móður mína. Það er einung- is á valdi forstöðukonu að ráða til sín starfsfólk en ekki starfs- stúlkna að vaða uppi með alls kyns ósóma, eins og oft vill 'verða þegar þær eru f meiri- hluta starfsfólks. Ennfremur segir Halldóra að umrædd starfsstúlka mæti til vinnu 3 daga í viku. Ekki veit ég hvernig hún fær út þann dagafjölda því vinnuvikan er 5 dagar, ekki satt? Þá kemur hún að meðmælun- um, mjög góðum meðmælum, segir hún. Sá vitnisburður, sem ég gaf henni, var einungis sá hve lengi hún hafði starfað hér og mætt til vinnu. En hvernig hún var í framkomu við börn þeirrar deildar, er hún starfaði við, þess lét ég ekki getið. Hall- dóra hefur alltaf verið yfirgangssöm, hvorki starfs- stúlkur né fóstrur getað unnið með henni. Þá gerðist það í febrúar síðastliðnum að barn var tekið af deildinni vegna þess að Halldóra þoldi það ekki. Ég var sjálf búin að hafa þetta barn á deild og engin vandamál komu þar upp, enda yndislegt og gott barn. Síðan gerðist það um miðjan apríl að ég sagði henni upp störfum vegna þess að á deild- ina kemur fóstra og það var hún búin að vita fyrir löngu. Því miður er Halldóra farin af landi brott og svarar ekki þessum skrifum. Það er auðvelt að flýja þegar út á hála braut er komið. Eg vona bara og veit að Laufásborgin á eftir að blómg- ast og dafna þó Halldóra sé farin héðan.” Hroðoleg meðferð á Svúðínní og konon stendur bótakwsl Raunasaga gamallar konu er leigði íbúð sína: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Storagerði 10, skrifar: „Arið 1972 veiktist ég og lagðist á Landspítalann og siðar dvaldi ég á Reykjalundi mér til hressingar. Þetta veikindatíma- bil mitt stóð í tvö ár og á meðan leigði ég út íbúðina mína að Stóragerði 10. Sem manneskja komin á háan aldur hef ég lært að treysta og trúa orðum fólks —að minnsta kosti tiðkaðist það hér fyrr á árum. Nú, til min kom maður, lög- fræðingur hér í borg, og vildi leigja íbúð mína fyrir konu nokkra. Grandalaus varð ég við þessari beiðni. Ég fór og sýndi lögfræðingnum fbúðina og hann bað mig um lykil svo hann gæti sýnt fólkinu hana nánar eins og hann sagði. Það næsta sem ég vissi var að fólk var flutt í íbúðina mina og farið að gramsa í eigum mínum. Ég kom þó mínu hafurtaski fyrir í her- bergi sem ég leigði ekki með íbúðinni. Lögfræðingurinn lofaði mér samningi hvað hann síðar sveik. Upphaflega átti íbúðin að leigjast á kr. 9000 en lögfræðingurinn lækkaði leiguna upp á sitt eindæmi um 1000 krónur. Nú skyldu flestir ætla að ieigan hafi verið borguð — ó, nei, aldeilis ekki. Fyrir þesii tvö ár, sem ibúðin var leigð út, var greitt inn á bankareikning krónur 80 þúsund, það var allt. Sök sér hefði þetta verið það eina sem gert var á hluta minn. Nei, íbúðin var stórskemmd. Tvær kristalljósakrónur voru eyðilagðar, teppi á tveim stofum voru eyðilögð svo að nýlega varð ég að skipta um þau. Sófi var brotinn og áklæði á honum eyðilagt, svo og tveir djúpir stólar. Minjagrip úr eld- húsi var stolið. Það var gamall eldhúsplatti frá því fvrir alda- mót metinn á um 30 þúsund krónur. A plattanum var íslenzki fálkinn. Það tók þrjá daga að þrífa bakarofn og ryksugan var svo illa skemmd að það kostaði stórfé að gera við hana. Rafmagnstenglar voru slitnir úrveggjum. Brotið var upp skatthol sem var í herbergi því er ég hafði hugsað mér undir eigin muni og ekki fylgdi ibúðinni. Til að kóróna skemmdir á ibúðinni var baðherbergið málað svart — ótrúlegt en satt. Við þessu mátti ég taka. Að sjálfsögðu hef ég margskrifað og reynt að hringja i lög- fræðinginn, hvers nafn ég ekki birti nú, en hann hefur aldrei svarað mér. Þó hafði hann lofað konu, sem talaði við hann fyrir mig, að þessi mái yrðu leyst. Hann ætlaði að koma og svo framvegis en auðvitað hafa það allt verið svik og prettir, því miður. Stuldinn á piattanum kærði ég til lögreglunnar en hef fengið litla leiðréttingu mála minna þar, enda kannski erfitt við að eiga. En til hvers að vera skrifa um þetta? kann ef til vill ein- hver að hugsa. Barátta min fyrir rétti mínum virðist von- lltil. Gömul kona leigir í ein- feldni sinni íbúð fólki sem hún treystir. En svo er meðferðin á Ibúðinni til skammar. En hvert á að snúa sér — enginn samningur var til, ég vissi ekki vel hvernig ég átti að snúa mér í þessu. Þessi skrif min vona ég þó að verði einhverjum viðvör- un, einhverjum grandalausum er ætlar að leigja út íbúð sina.“ Þegar kerfið bregður á leik: HEFUR FENGIÐ SEKTAR- MIÐA í TVÖ ÁR FYRIR BÍL SEM HANN Á EKKI Asbjörn Garðarsson sendi okkur eftirfarandi: Raddir lesenda „Oft bregður kerfið á leik og svo að enginn veit sitt rjúkandi ráð hvernig henda skuli reiður á. Ef lítil villa kemst inn virðist það oft ofar mannlegum mætti að leiðrétta slikt. Að sjálfsögðu lendir þetta svo á Pétri og Páli úti í bæ, blásaklausum! Svo er um mig — jú, þið sjáið. Ég hef fengið sektarmiða fyrir stöðumælabrot nú í rúm tvö ár. Jú, hefur þú þá ekki lagt bílnum og síðan gleymt að setja pening í skífuna góðu? Nei, aldeilis ekki. I tvö ár hef ég fengið sektarmiða, ítrekanir, hótanir vegna stöðumælabrota bifreiðarinnar R-32233. Billinn hafði staðið ólöglega við Tryggvagötu, Skólavörðustíg, Ingólfsstræti, Kirkjustræti, Bergstaðastræli og svo fram- vegis. Bíllinn á Reykjavíkur- númeri, eigandi reykvískur, en ég, jú ég á heima í Vestmanna- eyjum og er blásaklaus af því að eiga bílinn R-32233!! Ég reyndi að sjálfsögðu að fá leiðréttingu mála minna en án árangurs!“ Dagblaðið hafði samband við Bifreiðaeftirlit rikisins og einnig spjaldskrárdeild lögregl- unnar í Reykjavík og spurðist fyrir hver væri eigandi bifreiðarinnar R-32233. Þá kom í ijós að eigandinn er Asbjörn Einarsson, hjá lögreglunni átti hann heima að Espigerði 2 en hjá Bifreiðaeftirlitinu að Hjarðarhaga 24. En hvar var þá villan? Lögreglan var á þvi að villan hlyti að koma frá Bifreiðaeftirlitinu en auðvitað vildi Bifreiðaeftirlitið ekkert við slíkt kannast! Þeir hjá lögreglunni viður- kenndu að úr því svona væri þá væri afskaplega erfitt að komast fyrir vandann- á þessu máli!! Hvar var fja......villan? Spyr sá er ekki veit — en ennþá er hún ekki komin upp á yfir- borðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.