Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976.
„ÉG VAR AÐ VESLAST UPP í
DRYKKJUSKAP OG SJÚKLEIKA"
— þrótt fyrir alla velgengnina
þekktur Hollywood-söngvari, Ode Wannebo,
WANNEBO — lifir i kristnu samfélagi með Roy Rogers, Johnny Cash, Doris Day og öðrum stjörnum
kvikmyndaborgarinnar Hoilywood. (DB-mynd Bjarnleifur).
heldur tónleika í Reykjavík
„Góðan daginn, góðan
daginn," hljómaði djúp bagsa-
rödd Ode Wannebos er við
litum inn á æfingu hjá honum í
Dómkirkjunni í gærmorgun.
Ode Wannebo er þekktur
bassasöngvari af norskum
ættum en búsettur í Hollywood.
Hann er staddur hér á landi til
að halda tónleika áður en hann
heldur áfram til meginlandsins,
en þar mun hann koma fram
við ýmis tækifæri og syngja.
Ode Wannebo er hér á vegum
Kristilegra skólasamtaka og fl.
O.W.: Eg er fæddur í smábæ
við Nansenfjörð um miðbik
Noregs. Þar hlaut ég mína
fyrstu tónlistarmenntun er
móðir min kenndi mér á gítar.
Síðar hélt ég til listnáms í Osló
og hóf síðan söngnámið af
miklu kappi og komst fljótt í
norsku óperuna, þaðan lá leiðin
svo út um víðan heim til
frekara tónlistarnáms og
tónleikahalds. Að lokum settist
ég að í Bandaríkjunum og bý
nú í Hollywood.
Blm: ' Hvernig stóð á þvi að þú
varðst kristinn?
O.W.: Guð bókstaflega greip
inn í lif mitt þar sem ég var að
veslast upp í drykkjuskap og
sjúkleika, þrátt fyrir alla vel-
gengnina. Eg frelsaðist á
Hawaii fyrir fjórum árum og
síðan hefur lif mitt verið fullt
gleði og ánægju yfir að vera til.
Blm: Er ekki óvanalegt að fólk
I skemmtanaiðnaðinum í Holly-
wood snúi sér að kristindómi?
O.W.: Nei, það er orðið mjög
algengt. Fólk sem hefur þetta
að atvinnu uppgötvar fljótt að
peningarnir, frægðin og glæsi-
bragurinn veita þvi enga gleði.
Eg get nefnt þekkt nöfn eins og
Johnny Cash, Mickey Rooney,
Doris Day, Roy Rogers, Pat
Boone og fjölda annarra. Þetta
fólk sækir flest allt sömu kirkju
og ég og við komum saman
þrisvar til fjórum sinnum í
viku til að lesa Biblíuna og
íhuga hana. Svo erum við að
opna nýtt leikhús, sem heitir
frjálsa Hollywood-leikhúsið, og
þar er áformað að sýna kristi-
legt efni. Það bætast æ fleiri í
hópinn.
Blm: Telur þú þig vera
trúboða?
O.W.: Já, ég býst við því. Ég
reyni að boða guðsorð með söng
mínum og þeirri tónlist sem ég
sem sjálfur, en ég hef gert
mikið af því sfðan ég varð
kristinn.
Blm: Hvað er góð tónlist?
O.W.: Ég tek alltaf gömlu tón-
skáldin eins og Hándel,
Beethoven og Mozart fram yfir
en að sjálfsögðu er mikið samið
af góðri tónlist í dag. Frekar get
ég nú ekki skilgreint þetta.
Blm : Hvernig finnst þér
nútímatónlist heyra til
kristindómi?
O.W.: Sumt af henni á afar vel
heima í kirkjunni. Fólk verður
að aðlagast breyttum tímum og
heimfæra kristindóminn meira
upp á nútimann. Annars trúi ég
nú að hinn gullni meðalvegur
sé beztur í öllu.
Og frekar gátum við ekki
tafið Ode Wannebo að sinni
þar sem undirleikarinn, Ragnar
Björnsson dómorganisti, beið
hans og þeir þurftu að halda
áfram æfingum.
Og á leiðinni út hljómaði til
okkar aría úr Messías eftir
Hándel sem lofaði góðu um tón-
leika Wannebos hér á landi.
■JB
Stórskisaður eftir mikið fall:
FÉLL OFAN AF 4. HÆÐ
HÓTELS í LISSABON
Flugmaður frá Fli^gleiðum,
Þór Sigurbjörnsson, fell út um
glugga á hóteli, sem íslenzk
áhöfn gisti í, og hlaut af mikla
áverka. Þór var nýkominn á
hótelið, þegar slysið varð, en
vélin hafði flogið með farþega
frá íslandi til Malaga og síðan
til Kanaríeyja en millilent í
Lissabon.
Gluggar í hóteli þessu munu
ná niður undir gólf og er talið
að slysið hafi orðið þess vegna.
Þór liggur á sjúkrahúsi í Lissa-
bon og mun vera með
meðvitund en mjög mikið
slasaður og langt frá því að
vera úr hættu. ’ -JBP
Fjölgoð í liði
ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari hefur farið
fram á fjölgun í liði slnu vegna
vaxandi verkefnaþunga, en
hann hefur nú einn aðstoðar-
rikissaksóknara og þrjá
fulltrúa. Einn fulltrúanna, Jón
Erlendsson, er nú að hætta og
hefur verið auglýst eftir manni
í hans stað en ríkisstjórnin
hefur veitt samþykki sitt fyrir
aukningu, líklega um einn
fulltrúa. Ekki hefur fjölgað I
liði saksóknara í nær áratug en
embættið er 15 ára í sumar.
— vaxandi
verkefnaþungi
kallar d aukið
starfslið
Baldur Möller, ráðuneytis-
stjóri I dómsmálaráðuneytinu,
sagði við DB í gær að fjölgunin
væri nú i afgreiðslu. Sagði
hann að aðalverkefnaaukning
embættisins væri vegna
ölvunaraksturs en einnig lægi
aukningin til fleiri átta. -G.S.
Winston reynir að koma út auglýsingafénu:
BÝÐUR UPP Á STÓRA
SKÁKKEPPNI
— Skdksambandið telur
keppnina sér óviðkomandi
Skurðlœknar
bera saman
bœkur sínar
Þriðja þing Skurðlæknafélags
Islands verður haldið í Reykjavik
þ. 15. júní nk. Meðal verkefna
þingsins er að flutt verða 23
fræðileg erindi. Erindin skiptast I
eftiifarandi flokka: Brjósthols-
skurðlækningar, bæklunar-
lækningar, þvagfæralækningar,
skurðaðgerðir á slagæðum, slysa-
meðferð og almennar skurð-
lækningar. Fyrirlesarar eru starf-
andi læknar við Landakotsspítala,
Landspítalann og Borgar-
spítalann. Að loknum fræðilega
hluta þingsins verður aðalfundur
Félags íslenzkra skurðlækna
haldinn. Fundarstaður ér Hótel
Holt.
Auglýsingabannið á sigarettum
hefur ekki haft nein sjáanleg
áhrif í þá átt að minnka reykingar
á Islandi. Einu áhrifin eru þau að
félítil dagblöð og aðrir fjölmiðlar
misstu af ærnum auglýsinga-
tekjum sem fengnar voru utan-
lands frá.
Winston-sígaretturnar munu
hvað mest reyktar hér á landi og í
sambandi við það fyrirtæki eru til
reiðu milljónir árlega I erlendu fé
til að auglýsa vöruna hér á landi.
En hvað er þá til bragðs?
Rolf Johansen & Co. hefur
umboð fyrir Winston og hefur
með mörgu móti reynt að koma í
lóg auglýsingafénu en stundum
hafa þær aðferðir vakið deilur.
Nú er ákveðið að efna til mikils
skákmóts á Hótel Loftleiðum og
hefur 250 virkum skákmönnum
verið boðin þátttaka í mótinu,
sem fer fram dagana 8. og 13. júní
í Víkingasal.
Boðið er upp á verðlaun sam-
tals að verðmæti 250 þúsund
krónur. Keppt verður í 20
flokkum. Skáksamband Islands
hefur þegar sent frá sér
orðsendingu um að. skákmótið sé
sambandinu með öllu óviðkom-
andi.
Fulltrúi hjá Rolf Johansen
tjáði blaðinu í gær að afstaða sam-
bandsins breytti engu um það að
mótið mundi fara fram á til-
settum tíma. Taldi hann að örugg-
lega mætti búast við mikilli
þátttöku í mótinu sem fram fer
eftir svissnesku kerfi. .irp.