Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976. 13 g Árni ingu! jr Noregs og íslands :ka landsliðið inn hefst! hefur þjálfari Norömanna, Kjell Schou Andersen, varað við of mikilli bjartsýni. Hann benti á að íslendingar væru ákaflega líkam- lega sterkir og því þyrftu Norð- menn að taka á öllu sínu svo sigur fengist. Norðmenn eru í sjöunda himni yfir framlínumönnum sínum, en þeir telja sig eiga á að skipa mjög góðri framlínu um þessar mundir. Benda á að Tom Lund hafi alltaf ver’ið okkur erfiður en hann er markhæsti leikmaður norska liðsins. Við hliðina á Lund og Kvia leiki svo Jakobsen frá Ham Kam en þessi ungi leikmaður hefur verið með afbrigðum mark- heppinn í leikjum sínum það sem af er keppnistímabilinu. Hann skoraði meðal annars 5 mörk í stðrsigri Hammer Kamaratana gegn Vard, 6-1. h.halls Víkingur hefur farið fram á að leik liðsins gegn Breiðabliki þann 26. maí verði frestað vegna farar unglingalandsliðsins á Evrópu- mót piita, sem verður háð í Ung- verjalandi nú síðast í mánuðinum. Víkingur á þrjá menn í ungiingalandsliðinu, fyririiðann Róbert Agnarsson, Haraid Haraldsson, sem skoraði glæsi- Iegt mark gegn Fram um síðustu helgi og Ioks Þorgils Arason en hann hefur verið á varamanna- bekkjum Víkings. Víkingar leggja þunga áherzlu á að fá leiknum við Breiðabiik frestað þar sem allt snýst orðið um Róbert í vörn Víkings. Stefna KSÍ hefur verið að reyna að hrófla eins litið við leikjum sem þegar er búið að finna leikdaga, slíkt kemur ailtaf raski á. Þegar iið hafa haft einn leikmann i aðalliði sinu, sem er úr unglingalandsliðinu, hafa þau ekki fengið frestun. En þar sem Víkingur á fleiri en einn er senni- legt að leiknum gegn Breiðabliki verði frestað. Þróttur á þrjá Ieik- menn i unglingalandsiiðinu, sem eru í aðaliiði félagsins og þeirra lcikur var færður til, tii 16. maí. HESTAMENN! Allt til reiðmennsku: ★ reiðtygi ★ verkfœri ★ olíur ★ sópur ★ vítamín ★ skeifur ★ hóffjaðrir ★ reiðbuxur og vatnsheldur fatnaður Ölafur H. Jónsson — Guðrún Arnadóttir, eiginkona hans, og dóttirin Kristin við komuna til Reykjavíkur í gær. DB-mynd Bjarnleifur. lærdómur í því — en annars er það mál allt í undirbúningi. Axel Axelsson leikur einnig með Dankersen næsta keppnistíma- bil, en hann á eftir um tveggja ára nám í verzlunarfræðunum. Breytingar hja Dankersen? Nei, ég held það verði litlar sem engar mannabreytingar 1 DAnkersen-liðinu. Við höfum alla möguleika á að verða mun betri — leikmenn eru farnir að þekkjast vel. Eg hef mikla trú á þvi, að Dankersen-Iiðió verði gott — og æfingar leikmanna verða ekki eins slitnar í sundur á næsta leiktímabili og var sl. vetur vegna Olympíuleikanna. Það verður strax fjör hjá okkur og meðal annars mun Dankersen leika við Fram í byrjun september í Minden. Meistara- flokksmenn Fram hyggja á Þýzka- landsför þá — til undirbúnings fyrir Islandsmótið — og munu leika við nokkur þýzk lið úr 1. deild auk Dankersen. Og í október mun Dankersen leika í boði Fram í Reykjavik. Ef við snúum okkur aðeins að úrslitaleiknum við Gummersbach á laugardag — hvað er þá helzt að segja um hann? Eins og ég sagði 1 byrjun, þá var munurinn miklu minni á liðunum en reiknað hafði verið með fyrirfram. Ég tel ástæðurnar þrjár fyrir því að Dankersen tapaði leiknum. I fyrsta lagi var farið illa með nokkur „dauða- færi”, sem okkur áskotnuðust 1 leiknum. I öðru lagi báru leik- menn Dankersen — liðið í heild — of mikla virðingu fyrir mótherjum sínum og i þriðja lagi, þá munar miklu að leika fyrir lið, sem heitir Gummersbach — frægðarljóminn, sem leikur um félagið er mikill. Dómgæzlan var okkur hjá Dankersen óhagstæð — og það var sagt, að bezta dómarapar Vestur-Þýzkalands hefði dæmt leikinn. Má ég þá biðja um íslenzka dómara. Siðásta mark leiksins, sem gaf Gummersbach sigur — mark Munur að leiko fyrir lið sem heitir Gummersbach! — sagði Ólafur H. Jónsson, þegar hann kom heim frá Vestur-Þýzkalandi Dankersen stóð sig miklu betur í úrslitaleiknum við Gummers- bach um Þýzkalandsmeistara- titilinn í handknattleik tölulega séð en nokkur hafði reiknað með. Það var búizt við — og skrifað um það mikið í þýzku biöðin — að Gummersbach mundi sigra með þetta þriggja til fimm marka mun, sagði Ólafur H. Jónsson fyrirliði islenzka iandsliðsins í handknattleik, þegar hann kom heim frá Vestur-Þýzkalandi ásamt f jölskyldu sinni i gær — en Ólafur Iék sem kunnugt er með Dankersen síðasta leiktímabii með mjög góðum árangri. Eins mark sigur Gummersbach 12-11 i úrslitaieiknum var því ekki mikill — og það munar fyrir leik- menn liðsins að ieika fyrir lið, sem heitir Gummersbach — það nafn er svo frægt og á svo merka sögu i handknattleiknum — sagði Ólafur ennfremur og brosti. Eg er kominn heim til að taka lokaprófin í viðskiptafræðinni hér i Háskólanum — en þau munu standa fram í júni. Það er því nauðsynlegt að einbeita sér að náminu og bókunum næstu vikurnar, sagði Ólafur, en hand- knattleikur verður aftur ofarlega á dagskrá eftir prófin. Hvað tekur við eftir prófin? — Það verður hvíld fyrst, en ég held svo til Vestur-Þýzkalands aftur ásamt fjölskyldu minni í lok júnímánaðar eða byrjun júli — og ég mun leika með Dankersen næsta keppnistímabil að minnsta kosti. Hinn 15. júlí fara leikmenn liðsins í æfingabúðir í Grikklandi — en’heima fyrir verður tekið til við æfingar í byrjun ágúst. Þá verður æft vel og leiknir æfinga- leikir, þvi Bundeslígan vestur- þýzka hefst fyrr en á síðasta leik- tfmabili. Fýrstu leikirnir f deildunum verða 18. september — og verður leikið mjög stíft framan af. Aætlað er, að keppninni í Bundeslígunni ljúki í marz — eða mun fyrr en var að þessu sinni, en þar spilaði undan- keppnin fyrir Olympíuleikana mjög inn i. Framhaldsnám í Þýzkalandi? — Jú, ég hef hug á því að læra meir — vonast helzt til að komast í fjárhagsdeild stórfyrirtækisins Melitta, þar sem ég vann sl. vetur. Það verður áreiðanlega mikill Schlagheck 45 sekúndum fyrir leikslok var ólöglegt. Ég sá greinilega, að leikmaðurinn steig á línuna áður en hann sendi knöttinn í markið — en það var erfitt fyrir dómarana að sjá það, þar sem hart var barizt. Það viðurkenni ég og ekki um það að sakast eins og komið er. Það var mikil spenna jafnt á leikvelli sem áhorfendapöllum, sem voru þétt- skipaðir — og kannski skiljanlegt að mönnum verði á mistök í svo mikilli taugaspennu. Gummersbach-liðið er ekki hið sama og áður fyrr — leikmenn farnir að eldast — og það má reikna með miklu fjöri i vestur- þýzka handknattleiknum næsta keppnistímabil, sagði Ólafur H. Jónsson að lokum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.