Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 24
frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976. Zetan fór til stjórnarinnar Efri deild samþykkti I gær með 16 samhljóða atkvæðum að vísa stafsetningarfrum- varpinu til ríkisst.iórnar- innar. Ekki væri timi til að fjalla um það frekar á þessi þingi. Zetuna dagaði því uppi. Frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnarinnar að tillögu menntamálanefndar deild- arinnar. Nefndin notaði þó zetu í áliti sínu! Lagt er til, að menntamálaráðherra leiti í sumar álits sérfróðra manna um zetuna og önnur umdeild atriði I staf- setningu. —HH Rafmagnað ástand í Slgöldu: Energoprojekt krefst endurmats á útboðslýsingu Við framkvæmdir í Sigöldu er nú risin upp mjög alvarlegur ágreiningur um .verkskyldu júgóslavneska verktakafyrir- tækisins ENERGO-projekt samkvæmt útboðslýsingum og tilboði í verkið. Er talið, að fyrirtækið áskilji sér rétt til að hverfa frá verkinu, ef ekki verði samþykktar verulegar kostnaðarhækkanir. Hafa verið nefndar allt að 500 milljónir króna í því sambandi. Dagblaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því, aó nú fari fram miklar viðræður á milli ENERGOPRJOEKT og Landsvirkjunar með þátttöku íslenzkra og • erlendra lög- fræðinga og verkfræðinga út af þessum ágreiningi. Er ástandið við Sigöldu vægast sagt raf- magnað og málið mjög viða- mikið og viðkvæmt. Ljóst er, að mjög verulegar verðhækkanir hafa orðið bæði inananlands og erlendis, auk þess sem verkið hefur í reynd orðið erfiðara í framkvæmd en ráð mátti gera fyrir, þegar miðað er við útboðslýsingu, að mati verktakans. Meðal annars er hér um að ræða stórlega aukna vinnu vegna vatnsaga og mikla dæluvinnu í því sam- bandi, ekki hvað sízt í tengslum við viðbót á stöðvarhúsinu. Þetta mikla verk mun hafa verið komið nokkuð á eftir áætlun síðla surnars í fyrra, þegar nýr framkvæmdastjóri þess kom að því. Er það mál manna, að hann hafi reynzt mjög hæfur maður. Tók hann verkið þeim tökum, að fram- kvæmdahraði jókst til muna, jafnvel svo, að telja megi kafla- skipti í allri framkvæmd. Vegna mjög aukinnar vinnu af ástæðum, sem áður eru nefndar, er mikill þrýstingur frá höfuðstöðvum verktakans í Belgrad á, að viðurkenndur sé hundraða milljóna króna kostn- aðarauki, sem Landsvirkjun eigi að bera. Frá því, er verksamningur var gerður árið 1973, hefur orðið vaxandi verðbólga, bæði erlendis og þá ekki síður hér innanlands. Er talið, að miðað við upphaflegt tilboð, sem nam um 4 milljörðum króna, verði stórtap á verkinu, jafnvel þótt Landsvirkjun komi til móts við kröfur verktakans á ákveðnu endurmati á verkaðstöðu sam- kvæmt útboðslýsingu á verk- inu. ENERGOPROJEKT, sem er stór verktaki á alþjóðlegan mælikvarða og hefur haft með höndum verk víða um heim, var með langlægsta tilboð í Sigöldu- virkjun. Við hana vinna nú á 5. hundrað íslendingar. Lán til verksins er meðal annars fengið frá alþjóðabankanum. Er hér um að ræða mjög flókið sérfræðilegt viðfangsefni, tæknilegt og lögfræðilegt, sem allir vona að unnt verði að leysa. Sem áður segir ríkir gífurleg spenna í þeirri stöðu, sem athuganir og viðræður eru nú. Ekki hefur hún þó haft nein áhrif á góða sambúð Is- lenzkra og erlendra starfs- manna í Sigöldu. — BS — London neitaði að afgreiða símtal til Reykjavíkur: „Við eigum í þorska- striði" — var skýringin þegar neitað var að afgreiða símtal f ró Jóhannesarborg Símtal frá Jóhannesar- borg í S-Afríku til tslands var söðvað fyrstu vikuna í febrúar — „vegna þorskastríðsins milli íslendinga og Breta,“ var skýring símans í London. Það var íslenzk hjúkrunarkona, Anna Höskuldsdóttir, sem starfar við trúboðsstöð í Swazí- landi sem ætlaði að tala heim. Anna var á ferð í Jóhannes- arborg og kom fram og vitnaði á fundi í trúfélagi einu. Elztu bræður safnaðarins ákváðu að gefa henni þá gjöf að tala heim til íslands. Pöntuðu þeir tiltekið simanúmer, — en eftir nokkra stund bárust þær fregnir frá London að ekki væri hægt að afgreiða samtöl gegnum London vegna þess að símaviðskipti. England og ísland ættu í stríði. Síðar gerðist það að loft- skeytamenn okkar neituðú að afgreiða samtöl við brezka tog- ara hér við land, svo og við stríðsdrekana, sem gæta þeirra við ólöglegar veiðar innan fisk- veiðilögsögunnar. Enp síðar gerðist það svo að loftskeyta- mennirnir voru látnir með valdboði afgreiða brezku skipin. Dagblaðinu er kunnugt um dæmi af einstökum stirðbusa- hætti á afgreiðslu simtala sem fara um London.. Virðist svo sem þorskastríðið hafi verið dregið inn í símastofnun Bret- anna og þeir gerzt sekir um að brjóta alþjóðasamning um -JBP- Þetta eru 7 af krökkunum sem héldu tombóluna, Margrét, Rúnar, Oli, Sigríður (heldur á Kristni), Páiína, Inga og Óiöf. A mýndina vántar, Magnús, Maríu, Kristján, Hiimar og Kristínu. DB-mynd R. Th. Allir vildu styrkja þroskahefta FAXAFLOINN FÆR AFRAM FRID FYRIR STÓRVIRKUM VEIÐARFÆRUM Línu-, handfœra- og netaveiðar fá enn um hríð að blómstra í Flóanum Flest bendir nú til að Faxa- flóinn verði áfram lokaður um hríð fyrir stórvirkum veiðar- færum. Nú eru rúm þrjú ár síðan flóanum var lokað fyrir botn- vörpu og dragnót og virðist fiskur hafa aukizt verulega í honum síðan. Efri deild Alþingis hefur þegar samþykkt með 18 atkv. gegn einu að flóinn skuli áfram vera lokaður um óákveðinn tima en skoðanir manna í neðri deild munu vera skiptari. Komi til af- greiðslu sameinaðs þings í þessu máli, má því telja víst að lokunin verði ofan á. Þá hafa nokkrir þekktustu fiskifræðingar okkar ritað Alþingi þess efnis að þeir mæli með lokun flóans fyrir fyrrnefnd- um veiðarfærum í a.m.k. eitt ár. I sérstökum lögum, sem sett voru um lokunina fyrir rúmlega þrem árum, átti hún að gilda þar til 1. júlí nú í ár. Fjöldi sjómanna handfæra,- línu- og netabáta, sem nú eru farnir að byggja afkomu sína á veiðum með þeim veiðarfærum í flóanum með góðum árangri, hafa að undanförnu verið mjög ugg- andi um framvindu málsins. Telja þeir að þótt flóinn verði aðeins opnaður fyrir dragnót, missi þeir viðurværi sitt á skömmum tíma, en áður en lokunin tók gildi á sínum tíma byggðu sárafáir afkomu sína á þess háttar veiðum í flóanum og var afkoma þeirra léleg, öfugt við afkomuna almennt nú. Jón Arnason alþingismaður var sömu skoðunar er DB ræddi við hann í gær, og benti á að mikið ýsuungviði af hrygningarstöðvum ýsunnar úti af SV-landi leitaði inn á flóann, einmitt þegar það væri á viðkvæmasta stiginu. Væri því ekki nein svipuð hætta búin af handfærum, línu og netum í samanburði við dragnótina eða botnvörpuna. Taldi hann opnunina geta spillt fiski í flóanum á örskömmum tíma. -G.S. „Það voru pabbar og mömmur, afar og ömmur, frændur og frænkur og ehn fleiri sem gáfu muni á tombóluna okkar,“ sögðu krakkar úr Breiðholtinu sem heimsóttu okkur á Dag- blaðinuu í gær. Tombólan var iíka haldin til þess að styrkja þroskahefta og vorum við beðin að afhend.a Svöiunum, féiagi núverandi og fyrryerandi flugfreyja, sem er eitt af þeim félögum sem safnað hafa fyrir þroskahefta. Upphæðin var hvorki meiri né minni en 8.400 kr. Þetta voru 12 krakkar sem að þessu stóðu, öli úr Fellaskóla, á aldrinum 7—13 ára. Ekki voru vinningar af verra taginu, gagnlegir hlutir eins og fatnaður og skór Miðaverði var stiilt i hóf, kostuðu aðeins 20 kr. „auðvitað voru engin núll,“ sögðu krakkarnir. Menn voru misheppnir, en einn peyinn var mjög heppinn. Fékk svona kellingaskó, þið vitið, og á þeim labbaði hann heim. Þá átti að nota í mömmuieik. EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.