Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.06.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 03.06.1976, Qupperneq 2
DACJBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNl 1976. Maf íur finnast víða — líka í Hrunamannahreppi — segir Guðmundur Jónsson, Kópsvatni Guðmundur Jónsson, Kóps- vatni, skrifar: t grein í Dagblaðinu 11. febr. sl. lét ég eftirfarandi skoðun í ljós: „Það má vel vera rétt að kringum Vísi sé mafía. Svoleiðis fyrirbrigði hafa nefni- lega víða skotið rótum, jafnvel hér í Hrunamannahreppi.” Svo gerist það 7. marz, að dóms- málaráðherrann, Ólafur Jóhannesson, birtir í Tímanum 1. kaflann af opnu bréfi til Þor- steins Pálssonar ritstjóra Vísis, og þar vitnar ráðherrann i fyrr- greind ummæli mín máli sínu til stuðnings varðandi merk- ingu orðsins mafía. Já. svo er nú það. Mér dettur í hug orðtak í gamalli og góðri sögu: Litlu verður Vöggur feginn. En það sem ég kalla mafíu hér í sveit, heitir annars fullu nafni Hitaveita Flúða og ná- grennis, og hún á að starfa sam- kvæmt reglugerð, sem iðnaðar- ráðuneytið staðfesti 30. apríl 1969. Aðalfundur Hitaveitunnar var haldinn 3. maí sl., og var ég staddur á fundinum sumum fundarmanna til nokkurrar hrellingar. Oddvitinn í Hruna- mannahreppi, Daniel Guð- mundsson, á sæti í hitaveitu- stjórninni, og skýrði hann frá því, að hitaveitustjórnin hefði samið nýja gjaldskrá og yrði hún ekki lögð fyrir fundinn, því að stjórnin hefði vald til þess að ákveða þetta sjálf. Kom þá fram, að samkvæmt þessari nýju gjaldskrá myndi vatn til gróðurhúsa kosta 170 kr. hver mínútulítri á mánuði, en til annarra nota 816 kr. hver mínútulítri á mánuði. Ég spurði þá til hvers væri verið með hitaveitufélag, ef það fengi ekki að ráða gjaldskránni, og svo mótmælti ég þeim mikla mismun á verði heita vatnsins til upphitunar gróðurhúsa ann- ars vegar og til annarra nota hins vegar, og benti ég á, að engin ákvæði væ.ri að finna í orkulögum, sem heimiluðu slíkt, og með þessum mikla mis- mun milli notenda væri verið að skattleggja suma í þágu einnar atvinnugreinar og slíkt hryti í bága við stjórnarskrána, þar sem bein lagafyrirmæli voru ekki fyrir hendi. Oddvitinn hóf þá að lesa svo- hljóðandi ljósrit, sem honum hafði borizt frá iðnaðarráðu- neytinu sumarið 1975: „Þann 9. júní sl. var haldinn fundur í Hitaveitu Flúða- og nágrennis, og varð hann all- sögulegur. Mestur hluti fundar- tímans fór í að ræða fram- kvæmdir síðasta árs og fyrir- hugaðar framkvæmdir á þessu ári og var deilt allhart á stjórn- ina. Þeir Guðmundur Pálsson og Ulfar Harðarson voru þó endurkjörnir með sex atkvæðum. Svo var líka lögð fyrir fundinn tillaga um nýja gjaldskrá, og var hún samþykkt með 9:2 atkvæðum, en á fundinum komufram samtals um 19 atkvæði. Þessi afgreiðsla á gjald- skránni verður að teljast ólög- leg, þar sem fundurinn var ekki boðaður með viku fyrirvara eins og fyrir er mælt í sam- þykkt félagsins, heldur aðeins með fjögurra daga fvrirvara í hæsta lagi. Skrifleg dagskrá var heldur engin send út, og heldur ekki tillögurnar um hina nýju gjaldskrá sem lagðar voru fyrir fundinn. Þetta voru mikil stjórnaraf- glöp, því að þessar gjaldskrár- tillögur fólu ekki bara í sér hækkun gjaldanna, heldur líka gjörbyltingu á því gjaldskrár- kerfi, sem til þessa hefur gilt. Ég hef sjálfur verið i marga daga að kynna mér, hvað í þess- um tillögum raunverulega felst og hef ég þó til þess betri að- stöðu en flestir aðrir. Stjórnin gerði heldur engan raunhæfan samanburð á nýju gjaldskrártil- lögunum og gömlu gjald- skránni, og ef spurt var um einstök vafaatriði, gat stjórnin engu svarað. Svo er líka rétt að minna á, að aðalfund Hitaveit- unnar bera að halda fyrir marz- lok ár hvert, svo að stjórnin hafði ekki einu sinni umboð til þess að leggja tillögurnar fram á þessum tíma. Bezt hefði verið að fella til- lögurnar strax á fundinum, en það er auðveldara að sjá eftir á. Ég lít svo á, að mjög erfitt muni reynast að innheimta sam- kvæmtþessarigjaldskrá, og hún verði því óframkvæmanleg. Það er líka kannski réttast, að notendurnir hafi samtök um að greiða aðeins afnotagjöld sam- kvæmt gömlu gjaldskránni, þar til nauðsynlegar endurbætur hafa verið gerðar á þeirri nýju.” Oddvitinn sagðist ekki þurfa að lesa meira upp úr þessu plaggi, enda væri fundarmönn- um kunnugt efni þess, sem ég hefði samið og sent aðilum hita- veitunnar sl. sumar. Taldi hann svona skrif mjög varasöm, því að þau gætu spillt fyrir láns- fjármöguleikum Hitaveitunnar. Til nánari skýringar á því, sem oddvitinn las ekki, er rétt að geta þess, að ég lagði fram nokkrar breytingartillögur við umrædda gjaldskrá í þeim til- gangi að nema af henni verstu gallana en taka þó engu að síður verulegt tillit til óska gróðurhúsaeigenda. Var þetta tilraun til að leysa deilurnar á friðsamlegan hátt, en það bar ekki árangur, svo að baráttan mun halda áfram. Ekki verða málefni Hitaveit- unnar rakin hér frekar, en ég vil minna á nauðsyn þess, að sett verði ein gjaldskrá fyrir allar hitaveitur landsins, sem síðan má lækka hlutfallslega á einstökum stöðum, ef rekstur- inn leyfir. Þetta er einmitt hlið- st»tt þeirri aðferð, sem gildir nú um álagningu útsvaranna. Svo kemur að lokum vísu- brotið, sem sungið var. á hjónaskemmtun að Flúðum sl. vetur: Og upplýst er núna svo alþjóð veit, það er líka mafía hér í sveit. Guðmundur Jónsson Tony Knapp — undir hans stjórn hefur íslenzkalandsliðiðiiáðágæt- um árangri. DB-mynd Bjarnleif- ur. HVER ERU LAUN TONY KNAPP? Sturla Þorsteinsson skrifar: Knattspyrnusamband Is- lands réð til sín landsliðsþjálf- ara á nýliðnum vetri og skyldi hann einungis sjá um þjálfun og undirbúning landsliðsins, Þetta var mikið og stórt stökk fyrir KSÍ, áður höfðu menn ein- ungis haft þjálfun landsliðsins að aukastarfi. Einhver þjálfari félagsliðs hafði með það að gera. Nú efast menn ekki um að ráðning þjálfara landsliðsins var stórt stökk fram á við. Auð- vitað má alltaf deila um aðferðir og leiðir þó allir séu sammála um markmiðið. Ágætur árangur landsliðsins hefúr ekki látið á sér standa, til að mynda vann íslenzka lands- liðið fyrsta sigur sinn á er- lendri grundu. En ég hefði haft áhuga á að vita hver laun landsliðsþjálfar- ans, Tony Knapp eru? Hvaða hlunnindi fylgja starfi hans og hvert er verksvið hans? Eins hefði mig langað til'-að vita hvort tslendingar þeir er haft hafa með undirbúning unglingalandsliðsins að gera, séu launaðir? DB snéri sér til Ellerts B. Schram formanns KSÍ og kom eftirfarandi fram í svari hans. Vegna fyrirspurnar varðandi landsliðsþjálfara Knattspyrnu- sambands Islands, Tony Knapp, launa hans og starfa skal eftir- farandi tekið fram: Við ráðningu Knapp varð samkomulag um að KSÍ greiddi honum samtals 5500 £ eða sem svarar ca kr. 1.7 millj. Þessi greiðsla skal talin laun svo og til að mæta allskonar kostn- aði sem af dvöl hans og starfi hlýzt. Hún reiknast frá ára- mótum sl. og út keppnistima- bilið. Af þeim sökum er ekki unnt að gefa upp nákvæm mán- aðarlaun þar sem kostnaður hans er enn óviss og óvíst hversu lengi hans er þörf. Aðrar beinar greiðslur til þjálfarans eiga sér ekki stað, en KSÍ útvegar honum húsnæði og bifreið til afnota. Verksvið þjálfarans er þjálf- un og undirbúningur allra þeirra landsliða sem KSl teflir fram, A-landsliðs sem unglinga- og drengjalandsliða. Jafnframt aðstoð í tækni- og þjálfaramálum eftir því sem óskað er og þörf er fyrir hjá KSÍ, leiðbeiningar og ráðgjöf um sama efni til einstakra félaga samkvæmt beiðni þeirra, svo framarlega sem það rekst ekki á við störf hans við lands- liðin. ÖIl nefndarstörf á vegum KSÍ eru ólaunuð. Virðingarfyllst, f.h. Knattspyrnusamb. íslands. Ellert B. Schram form. Samningar eru eina leiðin Sjö járnsmiðir úr Hamri höfðu samband við blaðið: Við vorum að lesa Dagblaðið þann 31. maí. Þar styður Jónas Kristjánsson það í leiðara að ekki skuli semja við Breta. Þessari. stefnu erum við ekki sammála. Við höfum farið um borð i varðskipin og séð með eigin augum hvernig þau eru leikin eftir það stríð sem háð er á miðum okkar. Það er guðs mildi að ékki hefur farið verr. Við höfum þó ekki misst neitt 4t Brezkt herskip á Islands- miðum. Þetta var ekki orðinn neinn leikur, segja járnsmiðirnir í Hamri. Ljósm. Skúli Hjaltason. mannslíf ennþá. Skemmdirnar á skipunum eru ekki neitt I samanburði við það. Við erum hræddir um að þið blaðamenn sjáið hlutina ekki í réttu Ijósi. Þið eruð allt of fjarri raunveruleikanum. Þið látið hræra allt of mikið í ykkur. Þegar tekið er á þessum rnálum i sjónvarpi, er stillt upp mönnum sem hafa sem ólíkastar skoðanir t.d. Styrmi Gunnarssyni og Svavari Gests- syni. Með þessu er verið að rugla almenning? Það fæst aldrei nein niðurstaða úr þessum umræðuþáttum. Til hvers eru þeir eiginlega? Til að etja mönnum saman i kappræöur. Er það allur bragurinn á þessu? Það getur varla verið litið alvarlegum augum á málefni sem svona eru afgreidd í sjónvarpi. Það hefur margoft heyrzt frá togarasjómönnum og öðrum að samningar séu æskilegir. Þvi segjum við: Semjið til skamms tíma um lítið magn. Það er um mannslif að tefla. Þetta er ekki orðinn neinn leikur þarna á miðunum. Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 mif/i kl. 13 og 15 eða skrífið

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.